Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 16
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR16 Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. Umsjón: nánar á visir.is Íslandsbanki tilkynnti í gær- morgun að hann ætlaði sér að selja fimm prósenta hlut í Icelandair Group í lokuðu útboði sem fram fer í dag og á morgun. Til greina kemur að selja enn stærri hlut verði verðtilboð fjárfesta viðun- andi. Eftir söluna verður Íslands- banki ekki lengur stærsti eigandi Icelandair Group heldur Fram- takssjóður Íslands (FSÍ) með 19 prósenta hlut. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði umtals- vert þegar tilkynnt var um söluna. Heildarmarkaðsvirði félagsins er samt sem áður hátt, eða tæplega 32 milljarðar. Íslandsbanki á sem stendur 20,3 prósenta hlut í Icelandair sem bankinn eignaðist að mestu í maí 2009 þegar hann leysti til sín eignarhluti stórra eigenda sem gátu ekki staðið skil á lánum sínum. Eftir það átti bankinn 47 prósenta hlut í félaginu. Í kjöl farið var ráðist í fjárhagslega endur- skipulagningu á Icelandair Group sem Íslandsbanki leiddi. Nánar er greint frá henni hér til hliðar. FSÍ keypti upprunalega í Ice- landair í hlutafjárútboði sumar- ið 2010 fyrir 3,6 milljarða króna og eignaðist við það 29 prósenta eignar hlut. Sjóðurinn seldi tíu pró- senta hlut í nóvember í fyrra á 2,7 milljarða króna. Eftir þá sölu var Íslandsbanki aftur orðinn stærsti eigandi Ice- landair Group. Bankinn af hendir nú FSÍ aftur þann kyndil. Í til- kynningu vegna sölunnar á fimm prósenta hlut Íslandsbanka í Ice- landair Group segir að „endan- leg stærð þess eignarhlutar sem verður seldur mun ráðast af verð- tilboðum fjárfesta“. Aðspurð um hvað hvað sé átt við með þessu segir Guðný Helga Herberts dóttir, upplýsingafulltrúi bankans, að „í skilmálum útboðsins er heimilt að hækka eða lækka útboðsfjár- hæðina en við stefnum á sölu á 5% hluta og í raun liggur ekki annað fyrir í dag“. Verð á hlutabréfum Icelandair FSÍ verður stærsti eigandi Icelandair Íslandsbanki ætlar að selja fimm prósenta hlut í Icelandair Group. Markaðs- virði hlutarins um 1,6 milljarðar. Gæti selt meira ef tilboð eru viðunandi. Gengi bréfa í Icelandair lækkaði umtalsvert í gær eftir að tilkynnt var um söluna. RISI Stærsta eign Icelandair Group er millilandaflugfélagið Icelandair. Stóraukinn ferðamannastraumur til landsins á undanförnum árum hefur aukið arðsemi þess til muna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group var að gefa út nýtt hlutafé upp á 3,3 milljarða króna að nafnvirði. Það var selt á genginu 2,5 krónur á hlut í tveimur útboðum á árinu 2010. Á meðal þeirra sem keyptu þetta hlutafé var FSÍ og Lífeyrissjóður verzlunarmanna auk þess sem um þriðjungur þess var seldur í almennu hlutafjárútboði í desember 2010. Samhliða þessu þynntist hlutur Íslandsbanka út. Til viðbótar breyttu kröfuhafar Icelandair skuldum upp á 3,6 milljarða króna í hlutafé á genginu 5 krónur á hlut auk þess sem kröfuhafar keyptu eignir sem tengdust ekki kjarnastarfsemi félagsins fyrir 7,6 milljarða króna. Við endurskipulagninguna lækkuðu vaxtaberandi skuldir Icelandair alls um tæpa fjórtán milljarða króna. Verð á hlutabréfum Icelandair lækkaði skarpt í gær eftir að tilkynnt var um söluna, eða um 3,05 prósent. Verðið stendur nú í um 6,35 krónum á hlut. Það þýðir að þeir sem keyptu bréf í hlutafjárútboðunum árið 2010 á genginu 2,5 hafa ávaxtað fé sitt um rúmlega 150 prósent á einu og hálfu ári. 150 prósenta ávöxtun frá útboðum lækkaði skarpt í gær eftir að til- kynnt var um söluna, eða um 3,05 prósent. Það stendur nú í um 6,35 krónum á hlut. Það þýðir að þeir sem keyptu bréf í hlutafjárútboð- unum árið 2010 á genginu 2,5 hafa ávaxtað fé sitt um rúmlega 150 prósent á einu og hálfu ári. Ice- landair Group greiddi 800 millj- óna króna arð til hluthafa sinna ný verið vegna frammistöðu félags- ins á árinu 2011. Félagið hagnaðist um 4,4 milljarða króna á því ári. thordur@frettabladid.is VAR HÆKKUN á vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu í maí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,2%.1,7% Kaup Landsbankans á eignum og rekstri Sparisjóðs Svarfdæla voru nauðsynleg aðgerð og til þess fallin að tryggja fjármálastöðug- leika. Þetta kemur fram í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í gær. Lands bankinn gekk frá kaupunum í janúar síðast liðnum og greiddi sjóðnum 165 milljónir króna fyrir. Spari- sjóðurinn hafði þá verið rekinn á undanþágu frá Fjármálaeftir litinu (FME) þar sem hann uppfyllti ekki lágmarkskröfur þess um eigið fé. Hann rekur starfsemi á Dalvík og afgreiðslu í Hrísey. Kaupin voru gerð með fyrir- vara um samþykki ESA þar sem Landsbankanum hafði verið veitt ríkisaðstoð í kjölfar fjármála- kreppunnar. Bönkum sem þegið hafa slíka aðstoð er ekki heimilt að kaupa samkeppnisaðila nema í undantekningartilvikum. Í ákvörðun ESA segir að „ekki varð séð að aðrar betri leiðir væru færar til þess að tryggja að Spari- sjóður Svarfdæla uppfyllti skilyrði un eiginfjárhlutfall“. Þess vegna voru kaup Landsbankans nauð- synleg aðgerð til að tryggja fjár- málastöðugleika. - þsj Kaup á Sparisjóði Svarfdæla tryggðu stöðugleika: ESA samþykkir kaup Landsbanka á sjóði LANDSBANKI ÍSLANDS Gengið var í janúar frá kaupum Landsbankans á Sparisjóði Svarfdæla. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands stóð í gær fyrir tveimur gjaldeyris- útboðum. Í fyrra útboðinu bauðst bankinn til að kaupa evrur fyrir krónur eða ríkisskuldabréf en í því seinna að kaupa krónur fyrir evrur. Alls 49 tilboð, að fjárhæð 43,8 milljónir evra, bárust í fyrra út- boðinu. Var tilboðum að fjárhæð 23,7 milljónir evra tekið og var sam- þykkt verð 245 krónur fyrir evru. Í seinna útboðinu bárust 42 tilboð að fjárhæð 29,0 milljarðar króna. Var tilboðum tekið fyrir 7,5 milljarða á genginu 246 krónur fyrir evru. Útboð Seðlabankans eru liður í áætlun stjórnvalda um losun gjald- eyrishafta. Markmið þeirra var annars vegar að selja krónur fyrir gjaldeyri til aðila sem ákveðið hafa að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eða ríkisskuldabréfaum sem verða í vörslu í 5 ár. Hins vegar að stuðla að því að fjárfestar geti selt krónu- eignir sínar með skipulögðum hætti ef þeir svo kjósa. - mþl Gengið á bilinu 245 til 246 krónur fyrir evru: Gjaldeyrisútboð í gær SEÐLABANKI ÍSLANDS Gjaldeyrisútboðið í gær var hið þriðja á þessu ári. Tvö til viðbótar eru ráðgerð í ágúst og septem- ber. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í fasteignafélaginu Regin hf. í almennu hlutafjárút- boði sem lauk á þriðjudag. Þar bauð Landsbanki Íslands allt að 75 prósenta hlutafjár í félaginu til sölu. Heildareftirspurn nam 10,3 milljörðum króna og er heildarsöluverðmæti þess 7,9 milljarðar króna. Landsbankinn ákvað að halda eftir tæplega eins prósents hlut til að selja til við- skiptavaka. Bankinn mun auk þess sjálfur halda eftir 25 pró- senta hlut þegar Reginn verður skráður á hlutabréfamarkað. Búist er við að fyrsti viðskipta- dagur með hlutabréfin í Kaup- höll Íslands verði 2. júlí næst- komandi. Verðbilið í hlutafjárútboðinu var 8,1 til 11,9 krónur á hlut. Miðað við það var markaðsvirði alls hlutafjár í Regin áætlað 10,5 til 15,5 milljarðar króna. Útboðsgengi hefur verið ákveðið 8,2 krónur á hlut. Miðað við það er heildarmarkaðsvirði Regins 10,7 milljarðar króna, eða mjög nálægt lægri mörkum þess bils. Allir sem buðu verð á eða yfir útboðsgengi og tilgreindu hámarksverð á eða yfir útboðs- gengi fá úthlutað hlutum. Helstu eignir Regins eru Smára lind og Egilshöll. Reginn verður annað félagið sem nýskráð verður á markað eftir bankahrun og fyrsta fasteignafélagið. - þsj Umframeftirspurn eftir hlutum í Regin sem fer á markað 2. júlí: Útboðsgengi Regins við neðri mörk Á MARKAÐ Reginn á meðal annars Smáralind og Egilshöll. Helgi S. Gunnarsson er forstjóri félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.