Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 21. júní 2012 33 tímar og margar leiðir til að skynja tímann og einhlítt svar en varða þó líf okkar mannanna.” ásamt Patriciu Revah konu sinni. Hann var ánægður yfir því að geta horfið í mannhaf stór- borgarinnar, að verða að engu, þurfa ekki að svara fyrir neitt. En þar sem þau hjón eru á gangi í jólaösinni eftir einu breiðstræt- inu sjá þau hvar birtist skyndi- lega út úr einni versluninni maður klæddur skósíðum loð- feldi, hlaðinn pinklum. Eitthvað könnuðust þau við hann: þetta var landi þeirra, enginn annar en vinur þeirra Carlos Fuentes. Fuentes nemur staðar þegar hann sér hið hógværa skáld Alberto ásamt Patriciu og öll verða þau vandræðaleg um stund, en þau hjón ákveða að láta sem ekkert sé og halda áfram göngu sinni. En þá kallar Fuentes eftir þeim stundarhátt: „Nú munt þú yrkja ljóðið It Was on Fifth Avenue.“ Ekki er því að neita að Fuentes hafði vissulega húmor fyrir eigin hégómaskap. Leikaraeðlið var honum samgróið og það hjálpaði honum í hvers konar opinberum viðburðum. Þeir sem komu fram með honum segja að hann hafi þó aldrei skyggt á aðra heldur veitti þeim hlutdeild í því andrúmslofti sem hann töfraði fram. Þetta örlæti við aðra kom einnig fram í því að hann tók verk yngri rit- höfunda alvarlega og greiddi götu þeirra. Fuentes kvæntist eftirlifandi konu sinni, blaðakonunni Silviu Lemus, eftir að hann skildi við fyrri konu sína, leikkonuna Ritu Macedo, en með henni átti hann dótturina Celiu sem lifir föður sinn. Fuentes eignaðist tvö börn með Silviu, Carlos (f. 1973) og Natöshu (f. 1976), sem létust langt fyrir aldur fram, eða þegar þau voru 25 og 30 ára. Skáldið hefur lítið tjáð sig um harmrænan dauð- daga barna sinna en hefur til- einkað þeim mörg verka sinna. Eftir jarðarför hans í Mexíkóborg þann 16. maí, þar sem borgarar gátu vottað honum virðingu sína, var Fuentes brenndur og aska hans flutt til Parísar þar sem börn þeirra hjóna hvíla. Heimurinn hefur misst mikið með þessum gáfaða mannvini. Kristín Guðrún Jónsdóttir er greinarformaður í spænsku, Deild erlendra tungumála við Háskóla Íslands. Jón Thoroddsen kennir heimspeki í Laugalækjar- skóla. Leita styrkja fyrir sýningarferð „Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magn- úsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhald- andi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningar- ferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt FYRSTA LEIKVERK Dagur túlkar og skrifar leikritið Pabbi er dáinn, sem hann vonast til að sýna á fimm- tán stöðum um landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.