Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 48
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR36 36tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is Bíó Paradís er fyrir löngu búið að sanna sig sem gleði- og menn- ingarhús og griðastaður fyrir allar þær áhugaverðu kvik myndir sem ekki fá inni í hinum kvikmyndahúsunum. Þar eru gjarnan haldnar kvikmyndahátíðir af ýmsu tagi og ein slík hefst í kvöld og stendur fram á sunnudagskvöld. Hún heitir Reggísumar, en á henni verða sýndar tvær reggíkvikmyndir, hljómsveitirnar Ojba Rasta og Amaba Dama halda tónleika og meðlimir Reykjavík Soundsystem snúa skífum. Upphaflega stóð til að nýja heimildarmyndin um Bob Marley yrði sýnd, en dreifingaraðilar myndarinnar hættu við á síðustu stundu. Ég sá Marley í París í síðustu viku og hún er í einu orði sagt frábær, þannig að vonandi berst hún hingað til lands fljótlega, þó hún verði ekki sýnd í þetta skiptið. Þær tvær myndir sem verða sýndar eru samt allrar athygli verðar. Rockers er sígild reggíhasarmynd frá 1978, tekin upp í Kingston. Í henni koma fram nokkrir af snillingum reggítónlistarinnar, meðal annars Burning Spear, Gregory Isaacs, Big Youth og Dillinger. Myndin átti upphaflega að vera heimildarmynd, en þróaðist út í leikna mynd með söguþræði. Rise Up er heimildarmynd um reggíkúltúrinn á Jamaíku, gerð af Luciano Blotta árið 2007. Í henni er bæði fylgst með nýjum nöfnum í reggílífi eyjarinnar (þar á meðal Kemoy Reid) og litið til baka og talað við gamlar hetjur eins og Sly Dunbar, Robbie Shakespeare og Lee „Scratch“ Perry. Eftir sýningu Rise Up í kvöld spilar heitasta reggísveit Reykjavíkur þessa dagana, Ojba Rasta, og eftir sýningu á Rockers annað kvöld spilar Amaba Dama. Frekari upplýsingar má fá á vefsíðu Bíós Para- dísar. Reggísumar í Reykjavík OJBA RASTA Ojba Rasta spilar eftir sýningu Rise Up í Bíó Paradís í kvöld. HILDUR GUÐNADÓTTIR Leyfðu ljósinu ★★★★ „Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík.“ -TJ Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 14. - 20. júní 2012 LAGALISTINN Vikuna 14. - 20. júní 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Loreen ..................................................................Euphoria 2 Valdimar ............................................................ Þú ert mín 3 Jason Mraz .............................................. I Won’t Give Up 4 Tilbury ................................................................Tenderloin 5 Maroon 5 / Wiz Khalifa .................................Payphone 6 Olly Murs .................................Dance With Me Tonight 7 KK ................................................................................ Frelsið 8 Kiriyama Family ...............................................Weekends 9 Carly Rae Jepsen ...................................Call Me Maybe 10 Ásgeir Trausti ................................................Sumargestur Sæti Flytjandi Plata 1 Sigur Rós ...................................................................Valtari 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Bubbi Morthens......................................................Þorpið 4 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 57 5 Ýmsir .................Eurovision Song Contest 2012: Baku 6 Hafdís Huld .....................................................Vögguvísur 7 Mugison ....................................................................Haglél 8 Tilbury .....................................................................Exorcise 9 Adele .................................................................................. 21 10 Gus Gus ......................................................Arabian Horse Múm - Early Birds Byzantine - Shilouette Melchior - Matur fyrir tvo Stal frá Pearl Jam Maður sem eitt sinn annaðist fjár málin fyrir Pearl Jam hefur verið ákærður fyrir að stela tæpum fimmtíu milljónum króna frá rokkurunum. Maðurinn starfaði hjá fyrirtæki sem sér um málefni Pearl Jam þegar hann var sakaður um fjárdráttinn. Hann er sagður hafa stolið peningunum á árunum 2006 til 2010, en þá var hann rekinn. Hann á að hafa notað peningana til að borga skuldir sínar og eiginkonu sinnar. Einnig er hann sakaður um að hafa notað greiðslukort fyrirtækisins til að borga fyrir frí sem hann fór í með fjölskyldunni og fyrir áfengi. Eddie Vedder og félagar láta þetta leiðindamál ekki á sig frá því þeir eru á tónleikaferð um Evrópu og spila á Isle of Wight-hátíðinni í Bretlandi á laugardaginn. REIÐUR VEDDER Fyrrum starfsmaður Pearl Jam er ásakaður um þjófnað. NORDICPHOTOS/GETTY Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Þroskaðri en fyrri verk,“ segir forsprakkinn Joe Duplantier. Frönsku þungarokkararnir í Goj- ira gefa eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, Ĺ Enfant Sauvage. Hún er jafnframt sú fyrsta sem kemur út hjá bandarísku útgáfunni Roadrunner Records, undirfyrir- tæki Warner Music Group. Gojira var stofnuð árið 1996 í Bayonne í Frakklandi og hét reyndar Godzilla fyrstu fimm árin. Hljómsveitin er skipuð bræðrunum Joe og Mario Duplantier, Christi- an Andreu og Jean-Michel Labade. Eftir að hafa spilað saman í nokkur ár og meðal annars hitað upp fyrir Cannibal Corpse urðu þeir að breyta nafninu af ótta við lögsókn en Gojira er einfaldlega Godzilla eins og Japanar myndu skrifa það. Eftir að hafa gefið út tvær plötur sem fengu fínar viðtökur í heimalandinu vildu Duplantier og félagar stækka aðdáenda hópinn. Þeir sömdu við frönsku út gáfuna Listenable Records og gáfu út plötuna From Mars to Sirius. Um- slaginu þótti svipa mjög til lógós hvalaverndunarsam takanna Sea Shepherd, sem meðlimir sveit- arinnar styðja. Tónleikaferð um Evrópu fylgdi í kjölfarið og meðal annars spilaði Gojira á Airwaves- hátíðinni 2006 á Nasa. Áheyrend- urnir voru ekki margir en Frakk- arnir létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu með miklum sóma. Sumir erlendir miðlar sögðu tón- leikana einn af hápunktum hátíð- arinnar. Síðan þá hefur vegur Gojira vaxið jafnt og þétt úti um allan heim. Hún nær til breiðs hóps þungarokkara enda er hún ófeimin við að blanda saman dauðarokki, framsæknu þunga- rokki og thrash-metal. Textarnir hafa oft og tíðum fjallað um náttúru vernd, sem er óvenjulegt í þungarokkinu. Platan The Way of All Flesh leit dagsins ljós fyrir fjórum árum og fékk góðar viðtökur og núna er L´Enfant Sauvage á leiðinni. „Frelsi fylgir ábyrgð og þess vegna spyr ég: „Hvað er frelsi? Hvaða þýðingu hefur það fyrir mig?“ Ĺ Enfant Sauvage fjallar um þetta,“ segir söngvarinn og gítar- leikarinn Joe Duplantier. „Hún er þroskaðri en fyrri verk okkar. Það er minni vitleysa í gangi en á sama tíma er krafturinn og einfald- leikinn meiri.“ freyr@frettabladid.is Gojira syngur um frelsið Á TÓNLEIKUM Forsprakkinn Joe Duplianter á tónleikum með Gojira. Fimmta plata sveitarinnar er á leiðinni. NORDICPHOTOS/GETTY lengra geymsl uþol nú með tappa Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma er að finna á www.gottimatinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.