Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 56
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í FÓTBOLTA spilar við Búlgaríu í dag í undankeppni EM. Noregur og Belgía unnu sína leiki í gær og fyrir vikið datt íslenska liðið niður í 3. sæti í riðlinum. Íslensku stelpurnar geta endur- heimt toppsætið með sigri í dag en þær búlgörsku lágu 6-0 í fyrri leiknum í Laugardalnum. Leikur hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á 0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (73.), 1-1 Kristinn Jónsson (79.), 2-1 Sverrir Ingi Ingason (86.). Skot (á mark): 9-9 (5-4) Varin skot: Ingvar 3 - Hannes 3 BREIÐABLIK (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 - Gísli Páll Helgason 6, Renee Trost 6, Sverrir Ingi Ingason 7, *Kristinn Jónsson 8, Finnur Ingi Margeirsson 7, Olgeir Sigurgeirsson 5(81., Rafn Andri Haraldsson, -), Andri Rafn Yeoman 6 , Haukur Baldvinsson 5, Tómas Óli Garðarson 6(81., Guðmundur Pétursson -), Petar Rnkovic 5. KR (4-5-1): Hannes Þór Halldórsson 5, Haukur Heiðar Hauksson 5, Grétar Sigfi nnur Sigurðarson 5, Rhys Weston 6, Guðmundur Reynir Gunnarsson 5, Bjarni Guðjónsson 5(71., Egill Jónsson -), Atli Sigurjónsson 5(45., Baldur Sigurðsson 5), Viktor Bjarki Arnarsson 4, Óskar Örn Hauksson 5(67., Dofri Snorrason 6), Kjartan Henry Finnbogason 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 6. * MAÐUR LEIKSINS Kópavogsv., áhorf.: 1388 Magnús Þórisson (7) 2-1 0-1 Ellert Hreinsson (2.), 0-2 Garðar Jóhannsson (24.), 1-2 Guðjón Árni Antoníusson (42.), 2-2 Guðjón Árni (84.). Skot (á mark): 15-7 (11-6) Varin skot: Gunnleifur 4 - Ingvar 9 FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Guðjón Árni Antoníusson 8, Brynjar Ásgeir Guðmundsson 3 (*46., Hólmar Örn Rúnarsson 8), Guðmann Þórisson 6, Danny Justin Thomas 5 - Pétur Viðarsson 6, Bjarki Gunnlaugsson 6, Björn Daníel Sverrisson 7 - Ólafur Páll Snorrason 4 (62., Emil Pálsson 6), Atli Guðnason 5, Atli Viðar Björnsson 5. STJARNAN (4-5-1): Ingvar Jónsson 7 - Jóhann Laxdal 6, Baldvin Sturluson 6, Daníel Laxdal 6, Hörður Árnason 5 (90., Hilmar Þór Hilmarsson -) - Alexander Scholz 6, Kennie Chopart 5 (46., Mads Laudrup 4), Halldór Orri Björnsson 6, Atli Jóhannsson 7, Ellert Hreinsson 6 - Garðar Jóhannsson 7 (55., Bjarki Páll Eysteinsson 6). * MAÐUR LEIKSINS Kaplakriki, áhorf.: 1910 Kristinn Jakobsson (7) 2-2 0-1 Guðmundur Þórarinsson (65.), 0-2 George Baldock (72.), 0-3 Tonny Mawejje (90.), 1-3 Magnús Björgvinsson (90.+2) Skot (á mark): 7-18 (4-12) Varin skot: Óskar 9 - Abel 3 GRINDAVÍK (4-5-1): Óskar Pétursson 6 - Matthías Örn Friðriksson 4, Björn Berg Bryde 5, Ólafur Örn Bjarnason 5, Mikael Edlund 6, Ray Anthony Jónsson 7 - Paul McShane 6 (72.,Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6), Alexander Magnússon 7, Marko Valdimar Stefánsson 3, Scott Mckenna Ramsay 6(81., Óli Baldur Bjarnason -) - Tomi Ameobi 6 (81., Magnús Björgvinsson -). ÍBV (4-5-1): Abel Dhaira 6 - George Baldock 7 (81., Ragnar Leósson -), Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Rasmus Christiansen 6, Matt Garner 6 - Víðir Þorvarðarson 7, *Þórarinn Ingi Valdimarsson 7, Guðmundur Þórarinsson 7, Tryggvi Guðmundsson 5 (78., Gunnar Már Guðmundsson -), Ian David Jeffs 6 (76., Tonny Mawejje -) - Christian Steen Olsen 7. * MAÐUR LEIKSINS Grindavíkurv., áhorf.: 536 Þorvaldur Árnason (8) 1-3 1-0 Rúnar Már Sigurjónsson (26.), 1-1 Garðar Gunnlaugsson (71.), 2-1 Rúnar Már Sigurjónsson, víti (88.) Skot (á mark): 13-12 (8-3) Varin skot: Ásgeir 2 - Páll Gísli 6 VALUR (4-3-3): Ásgeir Þór Magnússon 6 - Úlfar Hrafn Pálsson 6, Atli Sveinn Þórarinsson 6, Matarr Jobe 7, Brynjar Kristmundsson 6 - Haukur Páll Sigurðsson 8, Guðjón Pétur Lýðsson 6 (81., Atli Heimisson -), *Rúnar Már Sigurjónsson 8 - Hörður Sveinsson 5, Matthías Guðmundsson 4 (66., Kristinn Freyr Sigurðsson), Kolbeinn Kárason 6 (91., Hafsteinn Briem -). ÍA (4-4-2): Páll Gísli Jónsson 6 - Guðmundur Böðvar Guðjónsson 5, Ármann Smári Björnsson 7, Kári Ársælsson 5, Einar Logi Einarsson 6 - Jón Vilhelm Ákason 4 (76., Andri Adolphsson -), Jóhannes Karl Guðjónsson 6, Arnar Már Guðjónsson 5, Ólafur Valur Valdimarsson 5 (89., Eggert Kári Karlsson -) - Gary Martin 3 (57., Dean Martin 5), Garðar Bergmann Gunnlaugsson 7. * MAÐUR LEIKSINS Vodafonev., áhorf.: 1272 Þóroddur Hjaltalín (5) 2-1 0-1 Ingimundur Níels Óskarsson (73.), 0-2 Finnur Ólafsson (77.), 1-2 Ólafur Karl Finsen (90.) Skot (á mark): 17-9 (10-5) Varin skot: Duracak 3 - Bjarni Þórður 9 SELFOSS (4-5-1): Ismet Duracak 4 - Ivar Skjerve 5, Stefán Ragnar Guðlaugsson 4, Endre Ove Brenne 5, Robert Johann Sandnes 5 (79., Ólafur Karl Finsen –), - Babacar Sarr 6, Jon Andre Royrane 6, Jón Daði Böðvarsson 6, Moustapha Cisse 5 (66., Josep Edward Tillen 5), Tómas Leifsson 6 (74., Sigurður Eyberg Guðlaugsson –), - Viðar Örn Kjartansson 6. FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 7 - Andri Þór Jónsson 6 (78., Árni Freyr Guðnason –), Kristján Valdimarsson 6, David Elebert 6, Tómas Þorsteinsson 6 - *Ásgeir Börkur Ásgeirsson 8, Davíð Þór Ásbjörnsson 6, Oddur Ingi Guðmundsson 7 - Ingimundur Níels Óskarsson 7, Björgólfur Hideaki Takefusa 6 (84., Magnús Þórir Matthíasson –), (46., Finnur Ólafsson 7). * MAÐUR LEIKSINS Selfossvöllur, áhorf.: 735 Erlendur Eiríksson (6) 1-2 0-1 Frans Elvarsson (7.), 0-2 Guðmundur Steinarsson (20.) Skot (á mark): 8-8 (4-6) Varin skot: Ögmundur 4, Ómar 4. FRAM (4-5-1): Ögmundur Kristinsson 5 - Allan Lowing 5, Kristján Hauksson 6, Hlynur Atli Magnússon 5, Sam Tillen 5 - Jón Gunnar Eysteinsson 4 (45., Daði Guðmundsson 4-), Halldór Hermann Jónsson 5, Samuel Hewson(30., Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 -), Almarr Ormarsson 5, Hólmbert Aron Friðjónsson 6 (69., Sveinbjörn Jónasson 5 -) - Steven Lennon 5 KEFLAVÍK (4-5-1): Ómar Jóhannsson 6 – Grétar Atli Grétarsson 7, *Haraldur Freyr Guðmundsson 8, Gregor Mohar 7, Jóhann Ragnar Benediktsson 7 – Arnór Ingvi Traustason 6, Einar Orri Einarsson 6, Frans Elvarsson 7, Jóhann B.Guðmundsson 6 (71., Hilmar Geir Eiðsson -), Sigurbergur Elísson 6 (81., Ísak Örn Þórðarson -) - Guðmundur Steinarsson 7 (64., Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 -) * MAÐUR LEIKSINS Laugardalsv., áhorf.: Óuppg. Vilhjálmur Þórarins. (7) 0-2 Staðan í Pepsi-deild karla: FH 8 5 2 1 20-7 17 KR 8 5 1 2 16-11 16 ÍA 8 4 2 2 12-13 14 Stjarnan 8 3 4 1 16-14 13 Breiðablik 8 4 1 3 7-7 13 Valur 8 4 0 4 13-10 12 Fylkir 8 3 3 2 10-15 12 ÍBV 8 3 2 3 15-9 11 Keflavík 8 3 1 4 12-13 10 Selfoss 8 2 1 5 10-15 7 Fram 8 2 0 6 7-12 6 Grindavík 8 0 3 5 11-23 3 NÆSTU LEIKIR: Fös. 29. júní: ÍBV - Valur lau. 30. júní: ÍA - FH Sun. 1. júlí: KR - Grindavík mán. 2. júlí: Keflavík - Selfoss mán. 2. júlí: Stjarnan - Fram mán. 2. júlí: Fylkir - Breiðablik FRJÁLSAR Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norður- landamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í grein- inni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð,“ segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu,“ segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt,“ segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakk- landi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best.“ Helga Margrét hlaut á þriðju- daginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð vorið 2011 með 9,83 í meðal- einkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel,“ segir Helga sem segir hvetj- andi og gott að vita að háskóla- námið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringar- fræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust,“ segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust,“ segir Helga Margrét. - ktd Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur átján daga til að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í London: Stífna upp og tapa hraða í sprettunum HELGA MARGRÉT Tekur á því með kúluna á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Spennan jókst á toppi Pepsi-deildar karla eftir leiki 8. umferðarinnar í gær. FH var eina toppliðið sem náði í stig en tvö mörk bakvarðarins Guðjóns Árna Antoníussonar tryggðu liðinu 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Vals- menn og Blikar sýndu bæði styrk sinn með góðum heimasigrum. Rúnar Már Sigurjónsson og Krist- inn Jónsson voru bestu menn vall- arins í sigrum sinna liða. Rúnar Már hetja Valsmanna Valsmenn unnu 2-1 sigur á Skag- anum í dramatískum leik á Hlíðar- enda. Rúnar Már Sigurjónsson var hetja Valsmanna. Miðjumaðurinn skoraði frábært mark í fyrri hálf- leik eftir mikinn einleik og tryggði svo heimamönnum sigur úr víta- spyrnu skömmu fyrir leikslok. „Þetta mót er galopið og við viljum sérstaklega gera heimavöll okkar að miklu vígi,“ sagði Rúnar Már í leikslok. Skagamenn voru afar ósáttir við dóma undir lok leiksins þar sem Valsmenn fengu víti að því er virt- ist réttilega en fengu aftur á móti ekkert fyrir sinn snúð skömmu síðar á hinum enda vallarins. „Þetta var virkilega ósann- gjarnt. Þeir fá gefins víti. Hlægi- legur dómur,“ sagði Þórður Þórðar son þjálfari ÍA ósáttur í leikslok en þetta var annað tap Skagamanna í röð. Sverrir tryggði Blikum sigur Blikar stoppuðu fimm leikja sigurgöngu KR með því að vinna Íslands- og bikarmeistarana 2-1. Blikar eru þar með búnir að vinna þrjá leiki í röð og eru nú farnir að nálgast efstu liðin. Það var hinn 19 ára gamli Sverrir Ingi Ingason sem skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok með skalla eftir aukaspyrnu Kristins Jónssonar. Kristinn hafði sjö mínútum áður jafnað leikinn eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson kom KR í 1-0 á 73. mínútu. Leikurinn var dapur framan af. KR-ingar komast yfir gegn gangi leiksins en heimamenn svöruðu frábærlega og unnu verð- skuldaðan sigur. Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks var frábær í leiknum en hann skoraði fyrra mark Blika og lagði upp það síðara. „Við vorum frábærir í þessum leik og áttum við skilið að vinna leikinn. Það voru allir að leggja sig fram fyrir félaga sína og uppskárum við eftir því. Við erum búnir að bæta okkur upp á síðkastið og erum einungis á uppleið,” sagði Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðablik í leikslok. Hólmar breytti leiknum FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 í flottum fótboltaleik í Kaplakrika í gær. Stjarnan fékk sannkallaða óskabyrjun þegar liðið komst yfir á 2. mínútu og eftir 24 mínútur var staðan orðin 2-0. FH náði að minnka muninn fyrir hálfleik og liðið réð lögum og lofum á vellinum í seinni hálfleik og náði verðskuldað að jafna leikinn en FH hefði hæglega getað stolið sigrinum í lokin. Hólmar Örn Rúnarsson kom inn á í hálfleik og kom með mikinn kraft í leik liðsins. „Ég var mjög svekktur að fá ekki að byrja í dag og þá þarf maður að bíta á jaxlinn og nýta tækifærið. Við skorum tvö mörk og það á að vera nóg. Við áttum að refsa þeim fyrir að bakka í seinni hálfleik,“ sagði Hólmar. - ktd, -shf, -gmi, -óój Toppliðin töpuðu stigum FH er með eins stigs forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 8. umferðina. Öll þrjú toppliðin töpuðu stigum og Blikar og Valsmenn nálguðust efstu liðin eftir góða heimasigra, Valur 2-1 á ÍA og Breiðablik 2-1 á Íslands- og bikarmeisturum KR. VÍTIÐ SEM RÉÐ ÚRSLITUM Á HLÍÐARENDA Kári Ársælsson togar hér niður Kolbein Kárason í lok leiksins í gær. Víti var dæmt og Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sigurmark Valsmanna úr vítaspyrnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.