Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 21. júní 2012 19 Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðs- stöðu. Lengst af hafa kortafyrir- tækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru sam- stilltar aðgerðir VISA, Master- Card, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda ein- staklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn sam- tökum sem hafa hvergi í heim- inum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heil- brigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunn- gilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka til- vísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty Inter- national, það sama hefur tals- maður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildar- ríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort korta- fyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstak- ling í að styðja mál- stað með fjárfram- lagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningar- frelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Brei- vik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggi- lega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niður- stöðu í kvörtun til Samkeppnis- stofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðs- hlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðs dómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili Wiki- Leaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. Data- Cell er gagnahýsingar- og þjón- ustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsfram lögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslu- gáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægj- andi skýringa. Í dómsal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niður- staðan verður bautasteinn í bar- áttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Héraðs dóms Reykjavíkur. WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Dómsmál Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks Undirliggj- andi er þó grundvallar- spurning um mannréttindi og tjáningar- frelsi. Ef barnið þitt, ágæti lesandi, lenti í umferðarslysi, dytti á skíðum eða af hestbaki og lam- aðist, hvað væri það þá helst sem þú vildir heyra lækninn segja? Vildir þú heyra hann segja að barnið þitt væri varanlega lamað og myndi sitja í hjólastól það sem eftir væri lífs þess? Vildir þú heyra að barnið þitt gæti ekki framar klætt sig og matast sjálft eða þrifið sig vegna máttleysis í höndum? Vildir þú heyra að barnið þitt þyrfti um alla framtíð að takast á við önd- unarörðugleika, miklar þvag- færasýkingar, þrýstingssár með tilheyrandi magalegum á spítala vikum saman, lágan blóðþrýst- ing og beinþynningu? Satt að segja er ég viss um að þú vildir ekki heyra neitt af þessu. Umfram allt vildir þú heyra lækninn segja þau gullnu orð að hann geti læknað barnið þitt. En, því miður. Þau orð munt þú ekki heyra, því hvorki er til lækning né lækningastefna fyrir mænuskaða. Í þeim tilgangi að fá hrundið af stokkunum skipulagðri leit að lækningu á mænuskaða undir merkjum Norðurlandanna lögðu þingmenn Íslandsdeildar Norður landaráðs fram tillögu á þingi ráðsins 2010. Aðalinntak tillögunnar var að Norðurlanda- ráð setti á fót starfshóp lækna og vísindamanna með það hlut- verk að rýna í þá vísindaþekk- ingu á mænunni sem nú er til staðar og skoða hvort samþætta mætti hana og leggja fram sem grunn til þróunar lækninga- stefnu fyrir þá sem mænuskaða hljóta. Íslensku þingmennirnir, með Siv Friðleifsdóttur í broddi fylkingar, unnu ötullega að því að tillagan hlyti samþykki Norð- urlandaþingsins og varð sú raun- in 2011. Gangur mála hjá Norðurlanda- ráði er sá að þegar þingið hefur samþykkt tillögu þá tekur við embættismannanefnd Norður- landaráðs. Hennar hlutverk er að vinna samþykktar tillögur til ráðherranefndar ráðsins. Ekki fór þó betur fyrir okkar tillögu en svo að embættismannanefnd- in afgreiddi hana út af borðinu. Ástæðan var að hún passaði ekki í pakkakerfi sem Norðurlanda- ráð hefur nú tekið upp. Til allrar lukku mótmælti fulltrúi Íslands í embættismannanefndinni. Til- lagan er því ekki dauð og ómerk en halda þarf fastar á málum en reiknað hafði verið með til að fá hana í framkvæmd. Á fundi velferðarráðherra Norðurlanda sem haldinn var fyrir skömmu tók velferðarráðherra Íslands málið upp. Enn er ekki ljóst hvort eða hvaða árangur það mun bera. Frá dýpstu rótum hjarta míns bið ég nú velferðar-, utanríkis- og forsætisráðherra að sameinast um að beita ráðherranefnd Norð- urlandaráðs ómældum þrýstingi svo mögulegt verði að hrinda af stokkunum skipulagðri leit að lækningu á mænuskaða í nánustu framtíð. Heimurinn þarf svo mjög á því að halda. Hvort vilt þú? Heilbrigðismál Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 12 7 BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS SUBARU Impreza 2.0R Nýskr. 11/07, ekinn 48 þús. Bensín, sjálfskiptur. Rnr. 200725 VERÐ 2.100 þús. kr. M.Benz E 220 CDI Nýskr. 02/07, ekinn 236 þús. Dísil, sjálfskiptur. Verð: 3.990 þús. kr. Rnr. 200146 TILBOÐSVERÐ 3.290 þús. kr. MAZDA Tribute I 4wd Nýskr. 07/05, ekinn 80 þús. Bensín, sjálfskiptur. Rnr. 101930 VERÐ 2.050 þús. kr. Bmw X5 3.0D Nýskr. 08/07, ekinn 67 þús. Dísil, sjálfskiptur. Rnr. 190494 VERÐ 7.690 þús. kr. VERÐ 1.090 þús. kr. CITROEN C3 SX Nýskr. 07/06, ekinn 46 þús. Bensín, sjálfskiptur. Rnr. 101933 Skoda Octavia Ambiente Nýskr. 10/07, ekinn aðeins 41 þús. Bensín, beinskiptur. Rnr. 101921 VERÐ 1.690 þús. kr. KLETTHÁLSI 11 og BREIÐHÖFÐA (Bílakjarninn) VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: Breiðhöfða og Kletthálsi 11 - 525 8000 - www.bilaland.is Afgreiðslutími: Mánudaga kl. 10.00 til 18.00 – Þriðjudaga til föstudaga kl. 9.00 til 18.00 Hér sjáum við aðeins brot af þeim bílum sem við erum með á sölu. Endilega kynntu þér fjölbreytt úrval á www.bilaland.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.