Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 40
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hæfileika, 6. kringum, 8. blundur, 9. gras, 11. íþróttafélag, 12. deyfa, 14. einkennis, 16. vörumerki, 17. gagn, 18. auð, 20. eyrir, 21. ógæfa. LÓÐRÉTT 1. uss, 3. málmur, 4. sýklalyf, 5. dýra- hljóð, 7. planta, 10. óvild, 13. vöntun, 15. baklaf á flík, 16. arinn, 19. hef leyfi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. um, 8. lúr, 9. sef, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. ss, 17. nyt, 18. tóm, 20. fé, 21. ólán. LÓÐRÉTT: 1. suss, 3. ál, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. melasól, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. stó, 19. má. Þeir eru búnir að endursýna þetta í allan dag! Þetta er Bjarni sem rúllar yfir Obama ekki satt? Hrædd- ur um það! Það er sem betur fer í lagi með bæði Obama og Bjarna en þeir líta málið mjög alvarlegum augum! Slappaðu af! Kanarnir hljóta að skilja að þetta er bara áttavilltur hundur að viðra sig! Ég vona það! Yes! It´s my dog! Bjarni! Donuts, anyone? Hversu mörg kíló tekur vélin? Hann er búinn að vera á fullu síðan ég gaf honum garnhnykil þegar hann var kettlingur. Hvað ertu að hugsa um, Hannes? Að Batman sé svalasta ofurhetjan, að allt hlaup ætti að vera rautt og hvers vegna sófar smakkast öðru- vísi en stólar… …Allt á sama tíma! Jafnvel þegar þú hvílir þig nærðu að þreyta mig. Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjó- flóði. Halló tilnefning til Íslensku bók- menntaverðlaunanna! TÖLUVERT hefur verið rætt um lestur ís- lenskra barna í kjölfar greinar Bryn hildar Þórarinsdóttur, rithöfundar og dósents við Háskólann á Akureyri, í nýjasta hefti Tíma- rits Máls og menningar. Greinin sem ætti best heima í hrollvekjuhillu bóka verslana er sláandi lesning: Íslensk börn lesa æ minna sér til skemmtunar; lesskilningur þeirra minnkar; þau lesa minna en börn gera að meðaltali í Evrópu. EN ÞEGAR bóklestur barna á Íslandi fer hnignandi stendur grein barna- og unglingabókmennta hins vegar með miklum blóma víða erlendis. Svo mikil er gróskan til að mynda á hinu enska mál- svæði að þar hefur orðið til ný bókmenntagrein. Í bókabúðum í Bretlandi og Bandaríkjunum spretta nú upp nýjar hillur merkt- ar YA. Um er að ræða epískar „ dystópíur“ og drungaleg ævintýri fyrir „Young Adults“. Það eru hins vegar ekki aðeins unglingarnir sem rífa bækurnar í sig heldur virðast foreldrarnir einnig undir álögum þeirra. Íslenskir lesendur hafa getað notið einstaka titils greinarinnar á hinu ástkæra ylhýra. Má þar nefna bóka- bálkinn Hungurleikana eftir Suzanne Collins sem hefur notið vinsælda í íslenskri þýðingu. Nýverið hlaut önnur bók Hungur- leikanna lofsamlegan dóm í Fréttatímanum en í gagnrýninni víkur Páll Baldvin Bald- vinsson einmitt orðum að umræddu ung- lingabókaæði: „Kjósi forráðamenn að halda bókum að ungum lesendum er tækifærið núna. Fárið er rétt að komast á skrið hér og því ekki að nýta sér það?“ AUÐVITAÐ ætti að nýta það. Til þess að svo megi verða þarf þó að yfirstíga eina stærstu hindrun sem barna- og unglinga- bókmenntir standa frammi fyrir á Íslandi: Viðhorfið. Hér á landi þykja barnabækur ekki alvörubókmenntir. Íslensku bók- menntaverðlaunin eru ekki veitt í flokki barna- og unglingabókmennta. Barnabóka- höfundar þurfa að láta sér nægja mylsnuna sem hrýtur af borðum meintra meistara þegar kemur að úthlutun listamannalauna. Hvernig er hægt að ætlast til að ungir lesendur taki bókmenntirnar sem þeim stendur til boða alvarlega ef hinir fullorðnu gera það ekki? Erum við búin að gleyma málshættinum það læra börnin sem fyrir þeim er haft? Mylsnan af borðum meistaranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.