Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK | 3TÍSKA
Þórfríður Soffía Haraldsdóttir hefur haft margt fyrir stafni síðastliðin ár. Eftir menntaskóla nam hún
myndlist í fornáminu í Myndlistarskól-
anum í Reykjavík en sneri sér í kjöl-
farið að hjúkrunarfræði. Í millitíðinni
átti hún sitt fyrsta barn og nú eru þau
orðin tvö. Það er því nóg að gera en
hún lætur það ekki á sig fá og heldur
ótrauð áfram. Henni er margt til lista
lagt og hefur nú í rúm tvö ár framleitt
hálsmen sem hún selur á Facebook-síðu
sinni, Fresh Fringe Design. Þar getur
fólk skoðað myndir af alls konar háls-
menum og pantað sér það sem því líst
best á. Hálsmenin hafa verið gríðarlega
vinsæl og stundum svo að Þórfríði hefur
þótt nóg um. „Já, ég hef oftar en einu
sinni næstum verið hætt við þetta allt
saman.“ ■ halla@365.is
BÝR TIL KÖGURHÁLSMEN
SITUR EKKI AUÐUM HÖNDUM Þórfríður Soffía Haraldsdóttir lætur ekki duga
að vera tveggja barna móðir í fullu námi heldur framleiðir hálsmen eftir pöntun.
FJÖLBREYTT Þórfríður reynir að framleiða aðeins fáein hálsmen af hverri gerð. Hálsmenin hafa verið svo vinsæl að Þórfríði hefur
þótt nóg um.
Hnefaleikakappinn Muhammad Ali er nýjasta andlit nýju Louis Vuitton-auglýsingaherferðarinnar
„Core Values“ ásamt barnabarni sínu.
Ali, sem er þrefaldur heimsmeistari í
hnefaleikum, var myndaður af ljós mynd-
aranum heimsfræga, Annie Leibovitz.
Slagorð herferðarinnar er „Sumar
stjörnur vísa þér veginn, Muhammad Ali
og upprennandi stjarna.“
Yves Carcelle, stjórnarformaður Louis
Vuitton, segir að Muhammad hafi verið
fullkominn í auglýsinguna þar sem hann
er lifandi goðsögn og góð fyrirmynd. Mu-
hammad fetar í fótspor stórstjarnanna
Angelinu Jolie, Keith Richards og Bono
sem öll hafa setið fyrir í „Core Values“-
herferð. Þær eiga að sýna alvöru fólk á
stöðum sem skiptir það miklu máli.
Tískuhúsið Louis Vuitton var stofnað
árið 1854 af Frakkanum Louis Vuitton
Malletier. Merkið er þekktast fyrir
LV-munstrið sem er á flestum vörum
fyrirtækisins. Fyrstu árin framleiddi LV
aðeins ferðatöskur en á þeim tíma voru
þetta framúrskarandi góðar töskur sem
margir reyndu að gera eftirlíkingar af.
Árið 1867 hóf Vuitton að berjast gegn
eftirlíkingum á töskunum sínum og enn í
dag er fyrirtækið í baráttu gegn eftirlík-
ingum. Lögmannateymi og rannsóknar-
menn vinna við að stöðva þessar eftirlík-
ingar. Til að forðast eftirlíkingar hannaði
Vuitton LV munstrið sem gerði síðar
töskurnar eina af helstu tískuvöru heims.
Frá upphafi hefur fyrirtækið markaðs-
sett sig sem lúxusfyrirtæki og í ár var
Louis Vuitton merkið verðmætasta
lúxusmerkið sjöunda árið í röð. Fyrirtæk-
ið sérhæfir sig í töskum úr leðri og eru
þær enn handgerðar að mestu leyti. Það
tekur um það bil 60 klukkustundir að
gera eina stóra ferðatösku. Viðurinn sem
notaður er í töskurnar er 30 ára gamall
þurrkaður viður. Einkenni þeirra eru,
eins og svo margir vita, gylltu LV-stafirnir
á brúna bakgrunninum.
Stærsta Louis Vuitton-búðin er stað-
sett á frægustu verslunargötu
heims, Champs Elysees í París,
en sú búð var opnuð árið 1913 og
er enn í dag tekjuhæsta búðin. Í dag
eru Louis Vuitton-búðir um allan
heim og stendur til að opna fyrstu
flugvallarbúðina í Suður-Kóreu. Í dag
er Marc Jacobs, fatahönnuðurinn
frægi, listrænn stjórnandi og hefur
þróað fyrirtækið upp á nýtt stig.
Hann hannaði fyrstu skartgripalínuna
ásamt fatalínu fyrir merkið og hefur
Louis Vuitton aldrei gengið betur en
í dag.
■ gunnhildur@365.is
MUHAMMAD ALI NÝTT
ANDLIT LOUIS VUITTON
FLOTT FYRIRMYND Boxarinn Muhammad Ali var myndaður ásamt barna-
barni sínu af Annie Leibovitz.
ÆTTARSVIPUR
Muhammad og barna-
barn hans voru mynd-
aðir á heimili hins fyrr-
nefnda.
Brúðkaups og útskriftarkjólar
Ný sending
20% afsl.
af öllum vörum
Nýtt kortatímabil
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Ný sending
af sumarkjólum
Stærðir 40-56
HANNAR
HÁLSMEN
Þórfríður Soffía
hannar hálsmen í
tugatali og selur á
Facebook.