Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 62
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR50 SUMARFRÍIÐ Íslenskir og erlendir ferðalangar geta núna tekið þátt í ævintýralegri „fjársjóðsleit“ hér á landi tengdri kvikmyndum. Geochase er vin- sæl alþjóðleg „fjársjóðsleit“ eða ratleikur sem styðst við GPS-tækni. Leikurinn gengur út á að hver sem er getur falið „fjársjóðsbox“ hvar sem er í heiminum í gegnum síðuna Geochas- ing.com. Kvikmyndagerðarmaðurinn Eysteinn Guðni Guðnason hefur komið fyrir fjórtán kvik- myndaboxum víðs vegar um Ísland. „Þemað var að fela þetta á frægustu tökustöðunum. Þetta eru bæði víðförlir staðir og líka úr leið,“ segir Eysteinn Guðni. Um er að ræða tökustaði mynda á borð við Batman Begins, Prometheus, Flags of Our Fathers og Die Another Day sem voru allar teknar upp að hluta til hér á landi, auk mynda eins og Börn náttúrunnar, Pappírs Pési og Nói albínói. „Þetta er mjög skemmti- leg leið til að fara á staði sem maður fer annars ekki á,“ segir hann. „Þetta eru líka staðir sem maður fer kannski oft á án þess að vita að þar voru teknar upp frægar bíómyndir.“ Í boxunum sem hann útbjó eru gestabók, útprentaðar ljósmyndir úr kvikmyndunum og minjagripir. „Þetta vekur athygli á íslenskri kvikmyndasögu og nú þegar eru margir útlend- ingar byrjaðir að taka þátt í leiknum.“ Þátttakendum er bent á að fara inn á síðuna Kvikmyndir.is/geotrail til að hefja leikinn. Á Kvikmyndir.is er einnig hægt að finna töku- staði íslenskra og erlendra kvikmynda hér á landi með aðstoð Google Maps, eins og Frétta- blaðið hefur áður greint frá. - fb Felur „fjársjóði“ á tökustöðum Á TÖKUSTAÐ Eysteinn Guðni Guðnason með eitt boxanna sem hann faldi á tökustað Batman Begins á Svínafellsjökli. „Ég er svolítið stressuð en aðallega bara rosalega spennt,“ segir hin 18 ára gamla Tara Þöll Danielsen Imsland sem mun keppa fyrir hönd Íslands í European Song Competi- tion á Írlandi dagana 27. - 29. júní. European Song Competition er alþjóðleg söngvakeppni fyrir fólk með þroskahömlun og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt. Keppnin fer fram í Cork borg á Írlandi og eru um 20 þátttakendur víðs vegar að úr Evrópu sem mæta til leiks. Tara Þöll hefur aldrei æft söng en seg- ist þó hafa sungið mikið í gegnum tíðina. „Ég hef oft tekið þátt í alls kyns söngvakeppnum í skólanum og Hinu húsinu, en aldrei í neinni jafn stórri og þessari,“ segir hún. Tara mun syngja lagið Bad Rom- ance með Lady Gaga við undirspil sinfóníuhljómsveitar og verður án efa glæsileg á sviði íklædd kjól frá Arfleið. „Hún Ágústa í Arfleið gaf mér kjólinn sem hún hannaði sérstaklega handa mér. Hann er alveg í mínum stíl og meðal annars gerður úr hreindýraleðri og fiski- roði,“ segir Tara. Það er Hitt húsið og List án landamæra sem standa fyrir þátt- töku Íslands í keppninni í ár. Haldin var forkeppni síðasta haust þar sem Tara Þöll fór með sigur af hólmi og var í kjölfarið valin til þátttöku af aðstandendum keppninnar úti, en ekki komust allir þar að sem sóttu um. Hún segir undirbúninginn hafa verið mikinn undanfarna daga, en sjálf heldur hún utan þann 21. júní í nokkurra daga frí með foreldrum sínum áður en hún hittir hópinn í Cork. Keppnin er hálfgert ígildi Euro- vision-söngvakeppninnar nema fyrir þroskaskerta og segist Tara vera mikill Eurovision-aðdáandi. „Ég hef fylgst vel með Eurovisi- on síðan árið 2000 og á mér mörg uppáhalds lög,“ segir hún. Greta Salóme og Friðrik Ómar, Eurovisi- onfarar með meiru, hafa hitt Töru Þöll á æfingum og lagt sitt af mörk- um til að hjálpa henni að undirbúa sig undir það sem koma skal. „Ég er mjög þakklát Gretu og Friðriki fyrir að gefa sér tíma til að hjálpa mér. Mér finnst Greta alveg frá- bær og finnst hún og allur hópur- inn hafa staðið sig rosalega vel í Eurovision í ár,“ segir Tara Þöll að lokum. tinnaros@frettabladid.is TARA ÞÖLL DANÍELSDÓTTIR: ALDREI TEKIÐ ÞÁTT Í JAFN STÓRRI KEPPNI Greta og Friðrik Ómar hjálpa til við undirbúning MIÐLA ÞEKKINGU SINNI Eurovision-fararnir Greta Salóme og Friðrik Ómar hittu Töru Þöll og miðluðu reynslu sinni og þekkingu til hennar til að hjálpa henni að undirbúa sig fyrir keppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýn- ingunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með,“ út skýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Times Square í New York á mánu- dag. Að sýningunni stóðu samtökin Artists Wanted sem vinna að því að koma á samböndum milli lista- manna og alþjóðlegra áhorfenda. Mikill fjöldi listamanna sendi inn verk og voru nokkur þúsund valin til sýningar að lokinni vinsældakosn- ingu. Myndunum var síðan varpað á fjölda skjáa sem búið var að koma fyrir á hinu fræga Times torgi í miðborg New York. Inntur eftir því hvort hann telji að þátttaka sín í sýningunni muni skila honum frægð og frama segist Björn óviss um það. „Ég veit ekki hvort sýningin sjálf muni gera nokkuð fyrir mig, það er frekar að fólkið sem skoðaði myndirnar á Netinu og gaf mér atkvæði sitt muni skila mér einhverju. Mig langar að halda áfram að reyna að byggja upp sam- bönd og vekja athygli á verkum mínum úti,“ segir Björn sem lauk námi við Ljósmyndaskólann í vor. Hann hefur stundað ljósmyndun undanfarin sjö ár og hyggst gefa út sína fyrstu ljósmyndabók á næstu misserum. „Lokaverkefni mitt frá Ljós- myndaskólanum var að mynda Reykjanesið og ég ætla að halda áfram með það núna og stefni svo á að gefa út bók með verk- unum,“ segir hann að lokum. Áhugasömum er bent á heimasíðu Björns www.bjornarnason. com. - sm Myndirnar á á Times Square Á TIMES SQUARE Ein myndanna eftir Björn Árnason sem sýndar voru á Times Square í New York á mánudag. MYND/BJÖRN ÁRNASON BJÖRN ÁRNASON BYLGJULESTIN Í SUMAR Á laugardaginn verður Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansí á Bylgjunni. Boðið verður upp á frábær tónlistaratriði og uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Vertu með Bylgjunni og Olís um helgina. ÆVINTÝRAEYJAN MEÐ HEMMA GUNN OG SVANSÍ BYLGJULESTIN verður á ferð og flugi út um allt land í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur! Á FERÐINNI UM LANDIÐMAGNÚS OG JÓHANN ÞÓRUNN ANTON ÍA DÚNDURF RÉ TT IR VIÐ VERÐUM Í HVERAGERÐI UM HELGINA á Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ 9. JÚNÍ Selfoss 16. JÚNÍ Hafnarfjörður 23. JÚNÍ Hveragerði 30. JÚNÍ Bolungarvík 7. JÚLÍ Vestmannaeyjar 14. JÚLÍ Flúðir 21. JÚLÍ Blönduós 28. JÚLÍ Siglufjörður og Fáskrúðsfjörður 11. ÁGÚST Dalvík 18. ÁGÚST Reykjavík „Við erum að fara fjölskyldan í íbúðaskipti til Barcelona. Þetta er í fyrsta skipti sem við heimsækjum borgina og það er mikil stemning fyrir þessu.“ Valur Freyr Einarsson, leikari og leikskáld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.