Fréttablaðið - 24.07.2012, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 24. júlí 2012 23
Allt um leiki
gærkvöldsins
er að fi nna á
Pepsi-deild karla
ÍBV - Selfoss 1-0
1-0 Rasmus Christiansen (25.).
Keflavík - Fylkir 0-2
0-1 Jóhann Þórhallsson (76.), 0-2 Ingimundur
Níels Óskarsson (88.).
Valur - Fram 0-2
0-1 Sam Tillen, víti (64.), 0-2 Steven Lennon (66.).
ÍA - Breiðablik 1-1
0-1 Árni Vilhjálmsson (87.), 1-1 Jóhannes Karl
Guðjónsson, víti (90.).
Einkunnir og tölfræði má finna á Vísi.
STAÐAN
KR 12 7 3 2 24-15 24
FH 11 7 2 2 29-12 23
Stjarnan 12 5 6 1 25-19 21
ÍBV 11 6 2 3 21-11 20
Fylkir 12 5 4 3 16-19 19
ÍA 12 5 3 4 19-23 18
Breiðablik 12 4 4 4 10-14 16
Keflavík 12 4 3 5 19-18 15
Valur 12 5 0 7 16-17 15
Fram 12 4 0 8 15-19 12
Selfoss 12 2 2 8 13-25 8
Grindavík 12 1 3 8 15-30 6
Pepsi-deild kvenna
Þór/KA - KR 2-1
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (9.), 2-0 Sandra María
Jessen (19.), 2-1 Anna Garðarsdóttir (53.).
ÚRSLIT
VOLVO XC90 DÍSIL
Notar aðeins 6,8 lítra á
hundraðið í langkeyrslu.
Veldu yfirburðatækni.
Verð frá 11.490.000 kr.
FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram
í Pepsi-deild karla í gær. ÍBV
nálgaðist toppinn og þá unnu
Fram og Fylkir góða útisigra. ÍA
og Breiðablik skildu jöfn, 1-1.
Eyjamenn sendu skýr skilaboð
til annarra liða í Pepsi-deild karla í
gær með góðum 1-0 sigri á Selfossi
á heimavelli í gær þrátt fyrir að
hafa misst mann af velli með rautt
spjald á fyrstu mínútu.
En samt stýrðu Eyjamenn
leiknum allt til loka og 1-0 sigur
liðsins var síst of stór. „Ég held að
leikurinn hafi verið einn sá besti
hjá okkur í sumar,“ sagði þjálfar-
inn Magnús Gylfason en ÍBV hefur
nú unnið sex leiki í röð í deildinni.
Leikur ÍA og Breiðabliks var
ekki mikið fyrir augað en bæði
mörkin komu á lokamínútum
leiksins. Blikar komust yfir en
heimamenn jöfnuðu úr vítaspyrnu.
„Við áttum að vera löngu búnir
að klára þennan leik. Það var
algjör klaufaskapur að hleypa
Blikum inn í hann,“ sagði Þórður
Þórðarson, þjálfari ÍA.
Fylkir gerði svo góða ferð til
Keflavíkur þar sem liðið vann 2-0
sigur á heimamönnum í miklum
rokleik með tveimur mörkum á
síðasta stundarfjórðungnum.
„Við vorum yfir á öllum sviðum
í seinni hálfleik og þetta var
sanngjarn sigur heilt yfir,“ sagði
Ásmundur Arnarsson, þjálfari ÍA.
Framarar voru sannfærandi
gegn Val en Sam Tillen og Steven
Lennon skoruðu mörk þeirra blá-
klæddu í síðari hálfleik. Fyrir
seinna markið missti Valur mann
af velli með rautt spjald.
„Við vorum ágætir í fyrri hálf-
leik en komum svo sterkir inn í
síðari hálfleikinn og unnum að
mínu mati sanngjarnan sigur,“
sagði Tillen. - esá, shf, gmi, bg
Sex í röð hjá sjóðheitum Eyjapeyjum
ÍBV nálgast toppbaráttu Pepsi-deildar karla óðfluga eftir sjötta sigur liðsins í röð í Pepsi-deild karla. Liðið
fékk tvö stig úr fyrstu fimm umferðunum. Fylkir og Fram unnu útisigra en ÍA og Breiðablik skildu jöfn.
ÖFLUGUR Steven Lennon átti mjög góðan leik með Fram í gær en gaf ekki kost á sér
í viðtöl að honum loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL