Fréttablaðið - 10.08.2012, Side 2

Fréttablaðið - 10.08.2012, Side 2
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR2 ÞJÓÐKIRKJAN Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir verður vígð til embættis vígslubiskups að Hólum í Hjaltadal á sunnudag. Fulltrú- ar íslenskra kirkjudeilda eru boðnir til vígsl- unnar en þar að auki verða sex erlendir bisk- upar viðstaddir hana. Er um að ræða biskupa frá Grænlandi, Færeyjum, Danmörku, Sví- þjóð, Finnlandi og Englandi. Hefð er fyrir því að kirkjur í nágranna- löndum Íslands sendi fulltrúa til vígslna sem þessara. Solveig Lára sigraði í kosningu um embættið í júní en hún tekur við af séra Jóni Aðalsteini Bald- vinssyni. - mþl Sex erlendir biskupar á Íslandi: Solveig Lára vígð að Hólum SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR SPURNING DAGSINS Herdís, var flókið að finna minnisvarða Hrafna-Flóka stað í Fljótum? „Þetta er of flókin spurning.“ Herdís Sæmundardóttir stendur fyrir því að landnámsmanninum Hrafna- Flóka hefur verið reistur minnisvarði í Skagafirði. b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Bóndinn á brunastað efins um slökkvistarf Grafinn var skurður í gær þvert yfir tanga þar sem eldur logar í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Bóndinn á staðnum telur það ekki munu duga og undrast að slökkviliðsmenn taki sér næturfrí og einbeiti sér ekki að því að bleyta í jarðvegi. kvöldi og koma svo kannski ekki fyrr en um tíuleytið daginn eftir þegar hvessir og þeir ráða ekki við neitt.“ Samkvæmt því sem Þorbjörn segir var þó mannskapur á staðn- um í fyrrinótt. Á bilinu 20 til 25 manns hafi verið í Hrossatanga í gær með slökkvibíla og dælur auk þess sem von sé á viðbótartækj- um. „Við vonumst til þess að geta klárað þetta um helgina,“ segir slökkviliðsstjórinn og bætir við að gengið verði þannig frá skurð- inum að hægt verði að græða í sárið aftur. Sigurjón segir að landið sem er brunnið sé um átta hektarar. Það var gróið lyngi, fjalldrapa og grasi. „Þetta var beitiland en það er allt brunnið niður í grjót,“ segir bóndinn. Slökkviliðsstjórinn segir elds- upptökin ókunn en kveður varla um annað að ræða en að eldurinn sé af mannavöldum. gar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Það var maður sem fór að grilla hérna við vatnið og kveikti í og laumaðist svo í burt,“ segir Samúel Sigurjónsson, bóndi í Hrafnabjörgum í Laugardal í Ísa- fjarðardjúpi, um upptök eldsins sem logað hefur í landi hans frá því á föstudag í síðustu viku. Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur barist við eldinn í Hrossa- tanga sem gengur út í Laugar- bólsvatn í miðjum Laugardalnum. Auk aðstoðar frá þyrlu Landhelg- isgæslunnar í fyrradag kom mann- skapur í gær frá slökkviliðinu á Hólmavík. Þorbjörn Sveinsson slökkviliðs- stjóri segir Laugarbólsvatn og Laugardalsána sem úr því renn- ur hindra eldinn í að komast yfir í vesturhluta dalsins. Hins vegar hefur hvass vindur úr vestri greitt eldinum leið út dalinn þar sem allur gróður og jarðvegur sé skraufþurr. Þorbjörn segir að tek- ist hafi að halda eldinum í skefj- um. „En hann logar upp aftur og aftur,“ segir Þorbjörn. Í gær var hafist handa við að grafa tveggja metra breiðan og um eitt hundrað metra langan skurð þvert yfir tangann þar sem eld- urinn kraumar enn í jarðvegi og gróðri. Þorbjörn segir skurðinum ætlað að afmarka brunasvæð- ið. „Síðan er ekkert annað að gera en að dæla á þetta vatni,“ segir slökkviliðsstjórinn sem kveður skurðinn grafinn í samráði við landeigandann. Sá hefur hins vegar litla trú á skurðgreftrinum. „Mér finnst þetta tómt óráð,“ segir Sigurjón í Hrafnabjörgum. „Ég tel að þeir ættu að leggja meira kapp í að bleyta þetta og taka sér ekki frí þegar komið er að Ísafjarðardjúp Laugar- dalur DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðs- dóms Suðurlands um að vitni í máli sem lögreglan rannsakar og varðar Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson fær að gefa skýrslu án þess að gefa upp nafn. Þetta er í fyrsta skipti sem Hæstiréttur kveður upp slíkan úrskurð. Þeir Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla-Hrauni að bana. Einu sinni áður hefur héraðs- dómur komist að þeirri niður- stöðu að vitni mætti gefa skýrslu nafnlaust. Það var einnig í máli gegn Berki Birgissyni en þá var hann grunaður um líkams- árás með exi. Hæstiréttur sneri úrskurðinum hins vegar við í því tilfelli. - jhh Mál Annþórs og Barkar: Gefur vitnis- burð nafnlaust VIÐ LAUGARBÓLSVATN Bóndinn á Hrafnabjörgum segir veiðimann hafa kveikt eld með óaðgæslu og síðan laumast á brott. Grafinn var skurður í gær til að hefta útbreiðslu eldsins. Útlit er fyrir rigningu á svæðinu annað kvöld og á sunnudag. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON NÁTTÚRA Hálslón hefur náð yfir- fallshæð, sem er 625 metrar yfir sjávarmáli, og vatn úr lóninu mun því renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í Jöklu í kjölfarið. Sex ár eru síðan Hálslón hóf að myndast og hefur það fyllst á hverju ári síðan. Í ár hefur lónið fyllst rúmum fimm vikum fyrr en á árinu 2011. Miðlunarlón Landsvirkjunar hafa nú náð 92 prósent fyllingu, þrátt fyrir að vatn hafi runnið óhindrað í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og efri hluta Þjórsár frá því í maí. Í lok júlí var kominn verulegur kraftur í jök- ulárnar og nokkuð víst að öll miðl- unarlón muni fyllast í sumar. Ástæður þessa eru nokkrar, segir í frétt Landsvirkjunar. Síðasta haust var rennsli jökuláa talsvert fram í lok nóvember. Sem dæmi má nefna að þann mánuð var fjórum sinnum meira innrennsli í Hálslón en búist var við. Blöndulón stóð fyrir helgi í 477 metrum og vantar tæpa 80 sentí- metra á að það fyllist en gert er ráð fyrir að það fyllist um miðjan ágúst. Þórisvatn er nánast fullt og vegna framkvæmda við Búðarháls verður það ekki fyllt meira. - shá Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar er níu prósentum hærri en í meðalári: Lónið á yfirfall fimm vikum fyrr FOSSINN HVERFANDI Yfirfallið myndar foss sem er um 100 metra hár en vatnið fellur í Hafrahvammagljúfur. MYND/LANDSVIRKJUN BANDARÍKIN David C. Gorczynski, 22 ára mótmæl- andi úr Occupy Wall Street-hreyfingunni, hefur verið ákærður fyrir tilraun til bankaráns. Ákær- an byggir á lögum gegn tengslum við hryðjuverk. Gorczynski gekk inn í útibú Wells Fargo banka í smábænum Easton í Pennsylvaníu. Hann hélt á skiltum sem á stóð „Það er verið að ræna ykkur“ og „Afhendið manni byssu og hann getur rænt banka. Afhendið manni banka og hann getur rænt heilt land.“ Gjaldkeri í bankanum þrýsti á neyðarhnapp og lögreglan kom á staðinn, líkt og um banka- rán væri að ræða. „Okkar menn gerðu að mínu mati það sem þurfti að gera. Þegar allt kemur til alls verðum við að bregðast við á viðeigandi hátt ef þrýst er á neyðarhnapp í banka,“ sagði Carl Scalzo, lögreglustjóri bæjarins við dagblaðið Express-Times. Lögreglustjórinn segir að stjórnarskrárbundinn réttur til mótmæla vegi ekki þyngra en ásakanir um að viðkomandi tengist einhverju ískyggilegu. Ekki sé hægt að taka loftkennda hugmynd um mótmæli gilda sem vörn í glæpamáli. Occupy-hreyfingin sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Hann er ekki glæpamaðurinn. Ef lögreglan mundi í raun vernda og þjóna skatt- greiðendum hefði hún handtekið bankamennina og þessi maður væri kallaður hetja.“ - kóp Mótmælandi Occupy Wall Street handtekinn vegna mótmæla í banka: Vísað í hryðjuverk við ákæru HARKA Lögreglan hefur tekið hart á mótmælum sem eru kennd við Occupy Wall Street. Hér handtekur hún mótmæl- endur í Washington í desember. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Arnarvarpið 2012 var með slakasta móti. Vitað er um 21 par með 28 unga sem verða fleygir um miðjan ágúst. Varp misfórst hins vegar hjá meirihluta þeirra 45 arnarpara sem urpu í vor, segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Þetta er annað árið í röð sem arnarvarp gengur illa. Til lengri tíma litið eru þó góðar horfur með arnarstofninn eftir tiltölulega góða viðkomu undanfarin tíu ár. Stofn- inn er í vexti og nokkur pör hafa helgað sér óðal á nýjum stöðum eða tekið sér bólfestu á fornum setrum. - shá Vita um 21 par með 28 unga: Arnarvarp slakt en stofninn vex HAFÖRN Varp misfórst hjá meirihluta arnarpara en útlitið er betra en löngum. TÖLVUGLÆPIR Bandaríska alríkis- lögreglan (FBI) hefur varað við nýjum tölvuvírus, sem kallaður er Reveton ransomware. Vírusinn læsir sýktri tölvu og birtir fölsk skilaboð frá FBI þar sem sagt er að viðkomandi IP-tala sé tengd síðum sem hýsa barnaklám. Til að opna tölvuna þurfi að borga sekt, allt að 200 dali. Þetta kemur fram á heimasíðu FBI. Donna Gregory, sem er fulltrúi í netglæpadeild FBI, segir að sumir hafi greitt sektina. „Við fáum fjölda kvartana daglega.“ Ef tölunotendur verða fyrir þessari óværu er þeim ráðlagt að hafa samband við tölvusérfræð- inga til að fjarlægja hana, því vír- usinn hverfur ekki þó notendur aflæsi tölvunni sjálfir. - kóp Varist Reveton ransomware: Vírus birtir rukkun frá FBI BRETLAND Lögfræðingar hafa krafið bresk yfirvöld svara um aðild þeirra að svokölluðum morð- listum. Bandaríkjaher hefur tekið saman lista yfir fólk sem hann telur hættulegt og tekur síðan af lífi, gjarnan með sprengjuárás. Guardian greinir frá þessu. Afganinn Habib Rahmam stendur á bak við erindið, en hann missti ættingja í loftárás Bandaríkjahers í Kabúl 2010. Sprengjur Bandaríkjamanna grönduðu þá tíu og særðu fjölda manns. - kóp Lögfræðingar krefjast svara: Bretar svari fyrir morðlista

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.