Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.08.2012, Qupperneq 26
4 • LÍFIÐ 10. ÁGÚST 2012 Hvar og hvenær giftuð þið ykkur og er ástæða fyrir dagavalinu? Okkur finnst þetta svo sterk og fal- leg tala, 30.06.12. Í minni fjölskyldu eru nánast allir fæddir á dögum þar sem dagsetningin er deilanleg með þremur en aðallega eru þetta sam- einaðir dagar okkar Rósu, ég er fæddur 30.03 og hún 28.06. Svo spilaði auðvitað inn í að auðvitað varð þetta að vera laugardagur og um sumar. Við giftum okkur í Hall- grímskirkju og vinir og ættingjar fóru bara býsna langt með að fylla hana. Séra Bjarni Karlsson spurði hvort við þekktum virkilega allt þetta fólk. Við sögðumst ekkert vita hverjir þetta væru. Hvað hafið þið verið lengi saman? Allt of lengi, ha ha! Nei, í alvöru talað þá hófst samband okkar í febrúar 2007 en kynnin ná mun lengra aftur því við kynntumst haustið 2003 þegar ég hóf störf á innheimtusviði tollstjórans í Reykja- vík en þar hafði Rósa þá starfað um nokkurra ára skeið. Fólk skyldi því fara varlega með að bölva toll- inum svo sem oft er gert því þar hefur fleira kviknað en kröfur um aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt. Þar hefur sjálf ástin lagt á sína tolla og gjöld sem seint verða greidd að fullu. Bubbi í brúðkaupinu Hvaða lög tók Bubbi? Margar helstu perlur ferils síns. Við höfð- um lagt fram óskalista með þrem- ur lögum sem við vildum endilega heyra og hann tók tvö þeirra en bætti svo við frá eigin brjósti. Hann byrjaði þetta á Fallegur dagur og gerði það virkilega vel eins og hans er von og vísa en í kjölfarið fylgdu Svartur afgan, Rómeó og Júlía, Stál og hnífur og að lokum Borgarbarn sem kannski ekki allir kveikja á strax en er af plötunni Von frá 1992 og með listagóðri suðrænni sveiflu sem er kannski ekki alveg eitt af helstu einkennum Bubba en kallaði fram alveg gríðarlega stemningu í veisl- unni. Hvernig tengist Bubbi ykkur? Bara eins og svo mörgum Íslend- ingum, við erum harðir aðdáendur og ég hef verið það allt frá því ég var níu ára 1983 og hann nýkom- inn af stað með feril sinn. Plöturnar hans eru sennilega það sem er oft- ast í spilaranum hjá okkur í stofunni hérna heima í Sandnes. Við ákváð- um fyrir meira en ári að reyna að fá hann til að taka þetta að sér og höfðum samband við umboðsskrif- stofuna hans strax þá og hann var til í þetta. Hans framlag gerði dag- inn algjörlega ógleymanlegan og við erum mjög þakklát. Hvernig var svo brúðkaups- veislan? Ég hef nú haldið nokkrar veislurnar um ævina en ekkert hefur heppnast svona svakalega vel. Það er svo sem minnst mér að þakka, ég sat bara hérna í Noregi og sendi tölvupóst í allar áttir. Mestu munaði um Árna Björnsson, eiganda Spot, sem eiginlega gerði draum minn um stóra og eftirminnilega veislu mögu- legan. Kári Snær, bróðir minn, sem er kokkur í Bláa lóninu, töfraði fram hlaðborð sem hefði sómt sér í öllum banka partýum ársins 2007 með eða án Elton John og Jói Fel, minn ágæti félagi úr stálinu í World Class til margra ára, bakaði allt annað en vandræði með því borgvirki af tertu sem hann tefldi fram. Þá sá Heiðar Ingi Svansson veislustjóri um að við hjónin þyrftum ekki að gera neitt í veislunni annað en slaka á og njóta lífsins. Þarna komu rúmlega 200 manns og skemmtu sér alveg hreint konunglega. Ég ætla rétt að vona að jarðar förin mín verði annað eins partý. Líður vel í Noregi en sakna Íslands Áður en við kveðjum þig – hvern- ig er að búa í Noregi? Alveg yndis- legt. Síðan við fluttum hingað í maí 2010 hefur leiðin legið nánast lóðrétt upp á við. Við byrjuðum að skúra á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger og urðum bæði yfirmenn þar með viðkomu á haustvertíð í sláturhúsi. Núna, tveimur árum síðar, erum við bæði fastráðin hjá fyrirtækj- um innan norska olíuiðnaðarins þar sem nóg verður að gera að minnsta kosti þangað til við förum á eftirlaun svo það er sennilega skynsamleg- asti staðurinn að vera á. Við sökn- um Íslands þó mikið og þótti mjög vænt um þessar tvær vikur sem við áttum á landinu kringum brúðkaup- ið. Best var svo að koma til Noregs aftur með fulla tösku af lifrarpylsu, SS-pylsum og hangikjöti. Bubbi og brúðhjónin bregða hornunum á loft eftir frábæra tónleika. Lifi rokkið! MYND/BRYNJAR SIGMUNDSSON. MYND/BJÖRGVIN HILMARSSON Séra Bjarni Karlsson fylgist sposkur á svip með kossinum. BUBBI GERÐI DAGINN ÓGLEYMANLEGAN Hjónin Rósa Lind Björnsdóttir og Atli Steinn Guðmundsson létu pússa sig saman laugardaginn 30. júní. Atli deildi með okkur deginum sem var draumi líkastur. MYND/SIGURBJÖRN BJARNASON Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bir t m eð fy rir va ra u m p re nt vi l nt v lu r. H ei m sf er ð i skás k r ás ki lja ilj a ilj sé r ré tt t le il le ið ré t ið a tin g a á sl á á ík u. A th . A th veve að v er ð g e rðrð tu r b tu r ey st ey st re ys t án f á n fyy rvrvrvir yr irir rarrara a.a...a...aa 22. –31. október Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróður- sæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjaskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Í þessari sérferð verður dvalið á góðu 4* hóteli skammt fyrir utan höfuðborgina. Fjölmargar spennandi kynnisferðir eru innifaldar í verði ferðarinnar þar sem farþegar kynnast töfrum þessarar fallegu eyju. Verð kr. 233.900 á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli með hálfu fæði í 9 nætur, 5 kynnisferðir, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Madeira

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.