Fréttablaðið - 10.08.2012, Page 28

Fréttablaðið - 10.08.2012, Page 28
6 • LÍFIÐ 10. ÁGÚST 2012 RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR ALDUR 31 árs HVAR ERTU ALIN UPP Í Reykjanesbæ ÁHUGAMÁL Fjölskyldan, dans, íþróttir, tónlist, sjónvarp Ragnhildi Steinunni þarf vart að kynna, enda löngu orðin þekkt andlit á skjánum eftir margra ára starf sitt á RÚV. Ragnhildur mun halda áfram með þættina Ísþjóð- in sem fjalla um ungt afreksfólk. Landsmenn munu því miður ekki sjá mikinn dans þennan veturinn því hætt hefur verið við seríu tvö af Dans Dans Dans og henni frestað um ár af fjárhagslegum ástæðum. En að nýjasta afreki þessarar ungu og duglegu konu; Hvernig tilfinning var það að sjá myndina fullbúna á skjánum? Þetta var mjög skrýtin tilfinning, ég verð að viðurkenna að ég var mjög stressuð og ég fann að hjartað sló þungum slögum. Hvað tók allt ferlið langan tíma, allt frá því að hugmyndin fædd- ist? Ég og unnusti minn byrjuð- um að lesa okkur til um transmál fyrir fimm árum. Upptökur hófust síðan fyrir fjórum árum þannig að ferlið hefur verið langt. Hvað fékk þig upphaflega til að sýna þessu málefni áhuga? Í raun- inni má segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir fimmtán árum þegar ég var að þjálfa fimleika í Kefla- vík. Í fimleikahópnum var sjö ára strákur sem hét Valur en bað mig um að kalla sig Völu Grand því hann væri stelpa. Ég man að ég hugsaði með mér að það yrði áhugavert að fylgjast með þess- um strák/stelpu í framtíðinni. Á þessum tíma hafði ég þó lítið vit á heimildarmyndagerð. Mörg- um árum síðar, þegar ég byrjaði að vinna hjá RÚV, varð mér oft hugsað til Völu Grand. Þegar ég svo byrjaði að vinna í Kastljósinu var hún fyrsta viðfangsefni mitt. Ég tók viðtal við hana og pabba hennar. Eftir viðtalið fylgdist ég náið með Völu og var staðráðin í að gera heimildarmynd um hana. Vala kynnti mig síðan fyrir Hrafn- hildi og við vorum sammála um að Hrafnhildur hentaði betur fyrir myndina. STRAX BYRJUÐ Á ANNARRI MYND Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir frumsýndi sína fyrstu heimildarmynd í vikunni um transkonuna Hrafnhildi. Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli og Ragnhildur að vonum ánægð með góð viðbrögð enda hefur myndin átt hug hennar og hjarta síðustu fjögur árin. Hægt verður að sjá myndina í Bíói Paradís næstu daga. Lífið hitti þessa orkumiklu og duglegu konu og forvitnaðist um framtíðina á skjánum og fleira skemmtilegt. Mind Xtra fyrir konur eins og þig Verð 1000 - 5000 Verslunin lokar 1. september Allt á að seljast M Y N D /E LE N A L IT S O VA MYND/ELENA LITSOVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.