Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 8
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR8 LANDSBYGGÐIN „Það hefur aldrei verið mín meining að nota þetta hús sem sumarhús,“ segir Ómar Sigurðsson sem í júlí síðastliðn- um keypti hús á Bíldudal. Í grein Frétta- blaðsins um húsnæðisskort þar í bæ sagði að það hús yrði nýtt sem sumarhús en í því býr nú fimm manna fjölskylda sem þarf að finna sér nýtt húsnæði sem er ekki heiglum hent í húsnæðisskortinum. Af þeim sökum hefur Ómar frestað því að flytja inn í húsið. „Ég keypti mér bát sem ég gerði út frá Bíldudal í sumar og mun gera í haust og í framtíðinni.“ Hann segir að í raun sé það jákvæð þróun að hús séu orðin eftirsótt á sunnanverðum Vestfjörðum eftir langt hnignunarskeið þar. „Nú þarf að bregðast við þessari þróun. Í fyrsta lagi þurfa heimamenn að sýna það í verki að þeir hafi trú á framtíðinni þarna með því að fjárfesta. Það er til dæmis eitt einbýlishús til sölu nú á góðu verði sem eng- inn hefur boðið í. En ég hef líka skilning á því að það geta ekki allir farið út í slík kaup og þá kemur að síðari þættinum en hann er sá að lánastofnanir og yfirvöld þurfa líka að sýna í verki að þau hafi trú á framtíðinni þarna.“ Ómar bjó á Bíldudal á áttunda áratugn- um en varð að fara þegar niðursveiflan kom með þunga þar í byrjun þess níunda. „Nú get ég loksins farið þangað aftur og ég veit að margir myndu vilja gera slíkt hið sama,“ segir hann. - jse ÓMAR SIGURÐSSON Hann segir að heimamenn, yfir- völd og lánastofnanir þurfi nú að sýna í verki að þau hafi trú á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvaða Íslendingur keppir í UFC-deildinni í bardagalistum í Englandi í september? 2. Hvað heitir forsætisráðherra Grikklands? 3. Hvaða íslenski handknattleiks- maður er nú í atvinnuleit eftir að lið hans AG fór á hausinn? SVÖR 1. Gunnar Nelson 2. Antonis Samaras 3. Snorri Steinn Guðjónsson VEISTU SVARIÐ? BRETLAND „Þótt sögulegur sigur hafi unnist í dag, þá er barátta okkar rétt að hefjast,“ segir Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér í gær eftir að hafa fengið pólitískt hæli í Ekvador. „Stöðva verður hina fordæmalausu rannsókn Bandaríkjanna á Wikileaks.“ Hann vottaði Bradley Manning, bandaríska hermanninum sem grunaður er um að hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks, virðingu sína: „Þótt athyglin í dag beinist að miklu leyti að ákvörðun Ekvadorstjórnar, þá er jafn mikil- vægt að minnast þess að Manning hefur verið í haldi án réttarhalda í meira en 800 daga.“ Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í London í nærri tvo mánuði. Þar leitaði hann skjóls og sótti jafnframt um pólitískt hæli í Ekvador í von um að komast þannig hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar. Svíar vilja fá hann til yfirheyrslu vegna ásak- ana um kynferðisbrot gegn tveimur konum, en Assange óttast að Svíar framselji hann til Bandaríkjanna þar sem hann ætti yfir höfði sér málsókn vegna birtingar á leyniskjölum frá Bandaríkjaher. Hann óttast að málsmeðferðin þar yrði ekki sanngjörn. Stjórn Ekvadors telur þennan ótta eiga við rök að styðjast: „Það er ekki útilokað að hann myndi sæta grimmilegri meðferð, verði dæmd- ur í ævilangt fangelsi eða jafnvel til dauðarefs- ingar,“ sagði Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvadors. Bresk stjórnvöld lýstu yfir vonbrigð- um sínum með þessa niðurstöðu, en sögðu hana engu breyta um að þeim beri lagaleg skylda til þess að handtaka Assange og framselja hann. Á miðvikudag sendu Bretar orðsendingu til Ekvadors þar sem því var hótað að friðhelgi sendiráðsins í London yrði rofin og Assange handtekinn. Lögreglan í London umkringdi síðan sendiráðsbygginguna, en þangað safnað- ist einnig fjöldi fólks til að lýsa yfir stuðningi við Assange. Sænska stjórnin brást síðan við í gær með því að kalla sendiherra Ekvadors á sinn fund til að mótmæla því að Assange hefði fengið pólitískt hæli. gudsteinn@frettabladid.is Stjórn Ekvadors samþykkir að Julian Assange fái hæli Utanríkisráðherra Ekvadors segir hættu á því að Svíar framselji stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í London. Bresk stjórnvöld hóta að rjúfa friðhelgi sendiráðsins. MÓTMÆLENDUR OG LÖGREGLA Mikið var um að vera fyrir utan sendiráð Ekvadors í London í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samkvæmt Vínarsamningnum um ræðissam- band, alþjóðasamningi frá 1961 sem nánast öll ríki Sameinuðu þjóðanna eiga aðild að, njóta sendiherrar og annað starfsfólk sendiráða frið- helgi. Friðhelgin nær til húsakynna sendiráðsins, en þó er hægt að vísa sendiherranum og starfsfólki úr landi og þá fellur úr gildi friðhelgi húsnæðisins. Breska lögreglan hefur sem sagt ekki heimild til að fara inn í sendiráð Ekvadors í London til að handtaka þar fólk, nema starfsfólki sendiráðsins hafi verið vísað úr landi og sé farið úr húsinu. Bresk stjórnvöld vísa hins vegar til breskra laga frá árinu 1987, sem heimila breskum stjórnvöld- um að afturkalla friðhelgi sendiráðshúsnæðis, meðal annars ef ljóst þykir að sendiráð sé notað í öðrum tilgangi en heyrir undir starfsemi sendi- ráða, en tilefnið þarf þá að vera brýnt. Grípi bresk stjórnvöld til þessa ráðs væri það fordæmalaust og gæti gefið varhugavert fordæmi. Utan sendiráðsins nær friðhelgin eingöngu til starfsfólks sendiráðsins og fjölskyldna þeirra, en ekki til annarra einstaklinga sem kunna að vera í för með sendiráðsfólkinu. Julian Assange á því ekki kost á að fara í fylgd sendiráðsstarfsfólks út á flugvöll og komast þannig úr landi, jafnvel þótt honum hafi verið veitt hæli í Ekvador, nema þá með leynd – og það gæti orðið erfitt því breska lögreglan fylgist grannt með sendiráðinu. Ekvador gæti veitt Assange ríkisborgararétt með hraði í þeim tilgangi að gera hann að starfsmanni sendiráðsins, en til þess þyrfti samþykki breskra stjórnvalda, sem varla fengist. Ekvador gæti einnig gert Assange að sendiherra sínum hjá Sameinuðu þjóðunum, og þá nyti hann friðhelgi sem slíkur, en sá möguleiki virðist þó heldur langsóttur. Friðhelgi sendiráða STJÓRNSÝSLA Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra hefur skip- að þriggja manna sérfræðinefnd í samræmi við lög um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunar- vanda, sem Alþingi samþykkti nýverið. Hlutverk nefndarinnar er að meta hvort umsóknir einstak- linga sem óska staðfestingar á því að þeir tilheyri gagnstæðu kyni uppfylli skilyrði laga og að meta hvort umsækjandi sé hæfur til aðgerðar. Þá annast nefndin tilkynningar til Þjóðskrár. Geir Gunnlaugsson landlækn- ir er formaður, en aðrir nefnd- armenn eru María Rún Bjarna- dóttir lögfræðingur og Engilbert Sigurðsson geðlæknir. - sv Guðbjartur skipar nefnd: Nefnd um kyn- áttunarvanda TÁLKNAFJÖRÐUR Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur sam- þykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. upp á 25 millj- ónir króna. Lánið er tekið til að fjármagna hafnarframkvæmdir sveitar- félagsins. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Unnið er að því að endurbyggja gömlu bryggjuna ásamt því að setja niður nýtt stálþil. - kh Framkvæmdir á Tálknafirði: Slær lán til að stækka höfnina TÁLKNAFJÖRÐUR Sveitarstjórnin ætlar að slá lán til að stækka höfnina. MYND/EGILL AÐALSTEINSSON Ómar Sigurðsson frestar því að flytja í hús sem hann keypti vegna húsnæðisskorts heimamanna: Verða að hafa trú á þorpunum fyrir vestan SJÁVARÚTVEGUR Makrílveiðar upp- sjávarveiðiskipa HB Granda hafa gengið vel í sumar. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að í byrj- un vikunnar var búið að veiða um 11.400 tonn af makríl á vertíðinni og þá voru óveidd um 4.500 tonn. Hlutfall síldar í makríl aflanum hefur aukist upp á síðkastið, en skip sem eru á síldveiðum norðan við helsta makrílveiðisvæðið hafa jafnframt verið að fá 10-20% með- afla af makríl. „Veiðin hefur verið í góðu lagi í sumar. Það kom reyndar smá deyfð í þetta í gær, eins og gerist af og til, en eftir að við komum á miðin um miðnætti hafa aflabrögðin verið með ágætum,“ segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, en er rætt var við hann laust upp úr hádeginu í gær var verið að ljúka þriðja holi veiðiferðarinnar í Litla- djúpi, en nú er lögð áhersla á að ná makrílkvótanum áður en haldið verður til síldveiða. Vinnsla í uppsjávarhúsinu á Vopnafirði hefur gengið vel í sumar enda eru skipin þrjú, sem sjá vinnslunni fyrir hráefni. Þau landa á þriggja daga fresti með 400 til 500 tonna afla hvert. Makríllinn sem nú veiðist er feitur og fallegur og meðal vigtin hjá Ingunni í yfir- standandi veiðiferð er rúmlega 400 grömm. - shá Þrjú skip landa 400 til 500 tonnum á Vopnafirði á þriggja daga fresti: Gengur hratt á makrílkvótann INGUNN AK Nokkuð ber á síld sem meðafla við makrílveiðarnar sem nú eru á lokametrunum hjá HB Granda. MYND/HBGRANDI E n g i h j a l l a 8 , 2 0 0 Kó p avo g i Opið frá 11 - 20 alla daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.