Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 12
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR12
manna afhentu Oddnýju Harð-
ardóttur á miðvikudagsmorgun
segir að „samtökin hafna alfarið
viðræðum um að núverandi vandi
A-deildar verði leystur með rétt-
indaskerðingu að neinu tagi eða
með því að möguleg ný deild með
breyttum forsendum verði nýtt
til að rétta af hallann“. Auk þess
kemur skýrt fram að útilokað sé af
þeirra hálfu að til greina komi að
gefa eftir með einhverjum hætti þá
eign sem greiðendur í B-deild eiga.
Þeir setja það sem forsendu fyrir
viðræðum um breytingu á lífeyr-
iskerfi sínu í átt að hinu almenna
að „gerð verði greiðsluáætlun um
það með hvaða hætti inngreiðslum
vegna skuldbindinga ríkisins verði
háttað.“ Því er komin upp ákveðin
pattstaða.
Viðmælendur Fréttablaðsins
innan raða stéttarfélaga og lífeyr-
issjóða óttast raunar að stjórnvöld
muni halda áfram að velta vandan-
um á undan sér með nýrri bráða-
birgðalagasetningu í haust. Þann-
ig yrði hægt að fresta vandanum
fram yfir kosningar hið minnsta.
sjóðnum færi á að jafna sig. Sú
breyting var keyrð í gegn í desemb-
er 2008 þegar ljóst var að sjóðurinn
uppfyllti ekki lögbundin mörk.
Fresta því að fara eftir lögum
Til að laga hallann á A-deildinni
þarf að hækka iðgjald atvinnu-
rekenda, sem er að langstærstu
leyti ríkið, í sjóðinn. Á síðasta ári
voru greidd iðgjöld 15,6 milljarðar
króna, en þau eru 15,5 prósent af
launum. Því kostar hver
prósentustigshækkun hið
opinbera um milljarð
króna.
Til að koma stöðu
sjóðsins undir tíu prósent
markið þarf að hækka
iðgjaldið um 1,1 pró-
sentustig, í 16,6 prósent.
Til að koma hallanum
undir fimm prósent þarf
að hækka þau um 2,8 pró-
sentustig og til að laga
hallann að fullu þyrfti að
hækka iðgjöldin um 4,6
prósentustig, í 20,1 pró-
sent. Þá þyrfti ríkið að greiða tæpa
fimm milljarða króna á ári í sjóð-
inn til að laga stöðuna.
Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Fjár-
málaeftirlitsins (FME) og fulltrúa
opinberra starfsmanna í stjórn
LSR um að hækka iðgjaldið hefur
það ekki verið gert. Stjórnvöld hafa
frestað því að taka á vandanum og
notað þær aðstæður sem ríkja í
ríkis fjármálum vegna hrunsins
sem afsökun.
Vilji til breytinga
Almennur vilji er hjá stjórnvöldum
og öllum helstu hagsmunaaðilum í
landinu að jafna lífeyrisréttindi í
landinu. Viðræður um að sameina
opinbera og almenna kerfið í eitt,
sem myndi byggja á hinu almenna,
hafa staðið yfir frá því í fyrra.
Fréttablaðið greindi frá því á
miðvikudag að meðal þess sem
er til umræðu sé að hækka eftir-
launaaldur í opinbera kerfinu úr
65 árum í 67 ár. Auk þess er vilji
til þess að breyta lífeyrisrétt-
indum þannig að þau verði línu-
leg, líkt og er í almenna kerfinu.
Gangi þetta eftir mun ríkissjóður
þurfa að bæta opinberum starfs-
mönnum þetta með einhverjum
hætti, enda ljóst að lífeyriskjör
þeirra myndu skerðast mikið. Á
móti þyrfti að hækka laun opin-
berra starfsmanna þar sem að litið
hefur verið svo á að laun og lífeyr-
ir séu hluti af sama kjarapakkan-
um. Lág laun í opinbera geiranum
hafa enda verið rökstudd með því
að lífeyrisréttindi væru mun rík-
ari en í almenna kerfinu.
Auk þess er talið að ríkið myndi
þurfa að inna af hendi verulega
upphæð inn í opinbera kerfið. Um
einskiptisaðgerð yrði að ræða.
Ríkissjóður verður að borga
Stéttarfélög opinberra starfs-
manna eru tilbúin í þessar við-
ræður að teknu tilliti til ákveðinna
forsendna. Í fyrsta lagi vilja þau
að stjórnvöld geri upp skuld sína
við A og B-deild LSR. Í öðru lagi
vilja þau að laun opinberra starfs-
manna hækki í takt við þau líf-
eyrisréttindi sem þeir missa við
breytinguna. Í þriðja lagi vilja þau
að sá hópur sem er þegar byrjaður
að borga í sjóðinn fái val um hvoru
kerfinu hann vilji tilheyra. Eldri
greiðendur, sem eiga lítið eftir af
starfsævi sinni, myndu ugglaust
margir hverjir vilja frekar góðan
lífeyri en hærri laun. Margir yngri
myndu vilja hærri laun núna og
væru tilbúnir til að gefa frá sér
hærri lífeyri.
Í bréfi sem forsvarsmenn
stéttar félaga opinberra starfs-
Sá uppsafnaði skuldabaggi
sem hvílir á ríkissjóði
vegna lífeyrisskuldbindinga
sem hann hefur gengist í
ábyrgð fyrir er eitt stærsta
hagsmunamál íslenskra
skattgreiðenda. Trygg-
ingafræðileg skuld vegna A
og B- deilda Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins (LSR)
er um 600 milljarðar króna.
Ríkissjóður er í ábyrgð fyrir
þorra þeirrar skuldar. Þrátt
fyrir hina alvarlegu stöðu
hefur því margsinnis verið
frestað að taka almennilega
á þessu vandamáli.
Fréttablaðið greindi frá því á mið-
vikudag að viðræður standi yfir
milli stjórnvalda og stéttarfélaga
opinberra starfsmanna um breyt-
ingar á lífeyriskerfi þeirra, enda
augljóst að ekki er hægt að hlaða
upp skuldum vegna þeirra. Ef þær
skila þeim árangri sem fjármála-
ráðuneytið vonast til á að leggja
fram frumvarp um breytingarnar í
október. Viðmælendur Fréttablaðs-
ins sem komið hafa að viðræðunum
telja þó að ríkissjóður ætli sér að
reyna að leysa uppsafnaðan vanda
A-deildar LSR með því að skerða
þegar áunnin lífeyrisréttindi sam-
hliða breytingunni eða með því að
ný deild, sem verði stofnuð, verði
nýtt til að rétta af hallann. Stéttar-
félög opinberra starfsmanna hafa
hins vegar sett það sem ófrávíkj-
anlega forsendu allra breytinga á
kerfinu að þessar skerðingar muni
ekki eiga sér stað. Því er í raun uppi
pattstaða.
Tvö kerfi í landinu
Í dag eru tvö lífeyrissjóðakerfi
í landinu, það opinbera og það
almenna. Í mjög grófum dráttum
er munurinn á þeim sá að í almenna
kerfinu þarf að skerða lífeyris-
greiðslur ef eignir sjóðanna duga
ekki fyrir skuldum þeirra. Lífeyr-
issjóðirnir töpuðu hátt í 500 millj-
örðum króna á hruninu samkvæmt
úttektarskýrslu sem gerð var um
þá og kynnt var fyrr á þessu ári. Í
almenna kerfinu leiddi þetta tap til
þess að lífeyrisréttindi voru skert
um allt að 25 prósent.
Í opinbera kerfinu greiðir ríkið
hins vegar upp það tap sem skapast
á rekstrinum. Í bankahruninu tap-
aði LSR um 100 milljörðum króna,
um fimmtungi af eignum sínum.
Við það fóru eignir A-deildar LSR
úr því að vera 33 prósent
umfram skuldbindingar
í að vera um 13 prósent
undir skuldbindingum.
Halli eftir hrun
A-deildin var stofnuð
1997 og allir opinberir
starfsmenn sem komið
hafa inn í lífeyriskerfið
síðan greiða fjögur pró-
sent launa sinna í hana.
Á móti greiðir vinnuveit-
andi þeirra, oftast ríkið,
11,5 prósent. Sjóðurinn á
að vera sjálfbær í þeim
skilningi að greidd iðgjöld og tekjur
af fjárfestingum eiga að standa
undir skuldbindingum hans. Það
gera þær hins vegar ekki.
Standi arðsemi fjárfestinga LSR
ekki undir útgreiðslum úr sjóðn-
um ber að hækka það iðgjald sem
hið opinbera greiðir í sjóðinn þar
til gatið er brúað. Í dag er upp-
reiknaður halli á A-deild LSR 57,4
milljarðar króna. Hann jókst um
tíu milljarða króna í fyrra og því
ljóst að vandamálið er stigvaxandi.
Samkvæmt lögum má hann ekki
vera meiri en tíu prósent, en hann
var 13,1 prósent um síðustu ára-
mót. Hann má auk þess ekki vera
meiri en fimm prósent í fimm ár
samfleytt. Efra markið var reynd-
ar hækkað í fimmtán prósent eftir
hrun með lagabreytingu til að gefa
FRÉTTASKÝRING: Lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@fréttabladid.is
Eitt stærsta hagsmunamál skattgreiðenda
Í ÁBYRGÐ Tryggingafræðileg skuld vegna A og B- Deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er um 600 milljarðar króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Munurinn á lífeyrissjóðakerfunum tveimur
ALMENNA KERFIÐ OPINBERA KERFIÐ
Launþegi greiðir:
4 prósent af launum í iðgjöld á mánuði.
Atvinnurekandi greiðir:
8 prósent mótframlag á mánuði.
Rekstur:
Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir iðgjöldin og
réttindi sjóðsfélaga ráðast af árangri þeirra
fjárfestinga.
Ef eignir duga ekki fyrir skuldbindingum:
Þá eru lífeyrisgreiðslur skertar.
Launþegi greiðir:
4 prósent af launum í iðgjöld á mánuði.
Atvinnurekandi greiðir:
11,5 prósent mótframlag á mánuði.
Rekstur:
Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir iðgjöldin. Öll
réttindi eru áunninn. Ekki er leyfilegt að
skerða lífeyrisréttindin.
Ef eignir duga ekki fyrir skuldbindingum:
Þá á launagreiðandinn, í flestum tilfellum
ríkið, að greiða hærra iðgjald í sjóðinn.
57,4
milljarðar er
uppreiknaður
halli á A-deild
Lífeyrissjóðs
ríkisstarfs-
manna.
B-deild LSR byggist á svokölluðu gengumstreymiskerfi,
sem var meira í takt við klassískt eftirlaunakerfi. Þar er
lítil sjóðsmyndun. Deildin var aflögð 1997. Þeir sem
borguðu í hana á þeim tíma gátu þó haldið því áfram.
Lífeyrisþegar B-deildar fá eftirlaunagreiðslur óháð inn-
borguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Með öðrum
orðum er lífeyrinn með ríkisábyrgð.
Auk þess hækkar lífeyrir þeirra vegna almennra
launahækkana, kerfisbreytinga á launum opinberra
starfsmanna og aukinna lífslíka. Í nýjustu ársskýrslu
LSR kemur fram að skuldbindingar B-deildarinnar hafi
verið 260,5 milljarðar króna í árslok 2001. Tíu árum
síðar voru þær 543,5 milljarðar króna. Aukningin
nemur 108,6 prósentum.
Hrein eign til greiðslu lífeyris í sjóðnum er 190,9
milljarðar króna. Því vantar ansi mikið upp á til að
hægt verði að standa við greiðslu þeirra réttinda sem
lífeyrisþegar hafa unnið sér inn. Krafa á ríkissjóð og
aðra opinbera launagreiðendur vegna lífeyrishækkana,
sem hefur ekki verið greidd, er 231 milljarður króna.
Auk þess á LSR kröfu á ríkissjóð vegna bakábyrgðar
hans á kerfinu upp á 113,7 milljarða króna.
Viðbótargreiðslum frestað
Á árinu 1999 byrjaði ríkissjóður að greiða inn við-
bótargreiðslur í B-deildina til að mæta framtíðar-
skuldbindingum. Út árið 2008 nam samtala þeirra
greiðslna 75 milljörðum króna umfram lagaskyldu.
Eftir hrun var ákveðið að hætta þessum viðbótar-
greiðslum, sem þá höfðu staðið yfir í tíu ár. Með því
er vandanum velt á undan sér. Honum er frestað.
Í ársskýrslu LSR segir að vegna fjármálakrepp-
unnar og erfiðleika á fjármálamörkuðum í kjölfarið
hefur gengið fyrr á eignir sjóðsins til að mæta
óuppgerðum skuldbindingum en áætlað var. Þær
eignir sem eftir standa eru tilkomnar vegna auka-
greiðslna sem ríkissjóður hefur greitt til sjóðanna
og vegna uppgjöra á skuldbindingum. „Ljóst er að
ef hvorugt hefði komið til hefði sjóðurinn tæmst við
bankahrunið á 4. ársfjórðungi 2008 og allar greiðslur
frá og með árinu 2009 hefðu þurft að koma beint úr
ríkissjóði vegna bakábyrgðar.“
Óuppgerð skuldbinding í B-deildina er 461 millj-
arður króna. Ríkissjóður á um 400 milljarða króna
af þeirri skuld. Ef byrjað yrði að greiða niður þessa
skuld í dag myndu opinberir aðilar þurfa að greiða
um átta milljarða króna á ári. Þær greiðslur myndu
síðan fara stighækkandi og ná toppi árið 2024, þegar
þær yrðu 18 milljarðar króna árlega. Eftir það myndu
þær lækka jafnt og þétt þar til að síðasti lífeyrisþegi
deildarinnar yrði allur.
B-deild LSR: lífeyrir með ríkisábyrgð