Fréttablaðið - 17.08.2012, Side 16
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR16
sem geta tryggt öryggi með sem
minnstum kostnaði fyrir lýðræð-
ið. Við ættum að einbeita okkur
að því að reyna að draga úr getu
hugsanlegra hryðjuverkamanna
til þess að hrinda árásum í fram-
kvæmd. Þar má til dæmis breyta
lögum um vopnaeign og með-
ferð eiturefna eða annarra efna
sem nota má til sprengjugerðar.
Slíkt hefur lítil áhrif á daglegt líf
almennra borgara, en getur aukið
öryggi þeirra verulega.
Í stærra samhengi er svo vert
að horfa til þess að í opnum lýð-
ræðissamfélögum er minni hætta
á hryðjuverkum en ella. Til langs
tíma litið er því hreint ekki væn-
legt til árangurs í hryðjuverka-
vörnum að skerða lýðfrelsi
almennings.“
Eru frelsi og lýðræði þannig
í sjálfu sér besta vörnin gegn
hryðjuverkum?
„Já, það er sennilega mikil-
vægasti hluti baráttunnar. Undir-
stöður og máttarstólpar lýðræðis,
borgaraleg réttindi og mannrétt-
indi, til dæmis tjáningarfrelsi og
gagnrýnin þjóðfélagsumræða,
fela í sér svarið. Í lýðræðissam-
félögum þrífast margs konar hug-
myndir og sjónarhorn á hvernig
stýra eigi þjóðfélaginu. Innan
lýðræðissamfélaga eru orrust-
ur háðar með orðum á hinu póli-
tíska sviði. Þó sumar skoðanir
séu öfgafullar og hvetji jafnvel
til hryðjuverka og ofbeldis finna
þær sjaldnast hljómgrunn.“
Íslensk yfirvöld eru um þess-
ar mundir að grandskoða norsku
skýrsluna í von um að draga lær-
dóm af henni. Telur þú að í skýrsl-
unni, sem og í viðbrögðum norskra
stjórnvalda eftir hryðjuverkin, sé
að finna ákjósanlega fyrirmynd til
handa öðrum ríkjum?
„Skýrslan sjálf tekur aðal-
lega til þess hvernig megi koma í
veg fyrir að hugsanlegir hryðju-
verkamenn öðlist getu til árása.
Þannig held ég að hún geti
gagnast öðrum Evrópuríkjum og
jafnvel Bandaríkjunum líka. Þar
er stungið upp á öðruvísi vegferð
en við höfum séð hingað til í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum frá
árásunum 11. september 2001.
Hún snýst til dæmis ekki um
umfangsmikið stafrænt eftirlit
eins og komið var á í Bandaríkj-
unum og mörgum Evrópuríkjum.
Þar er verið að safna gríðarmiklu
magni upplýsinga um almenning
í þeirri viðleitni að koma í veg
fyrir hryðjuverk, en staðreyndin
er sú að í raun er verið að leita
að nál í heystakki. Að því leyti
ættu stjórnvöld, bæði á Íslandi
og víðar, að geta lært nokkuð af
skýrslunni.“
„Norræna leiðin“
Hefur Stoltenberg þá að þínu mati
staðið við loforð sitt um að bregð-
ast við hryðjuverkaógn með auk-
inni áherslu á frelsi?
„Já, ég held það. Í kjölfar
hryðjuverkanna festi Stoltenberg
sig í sessi sem merkilegur stjórn-
málamaður. Hann sýndi áræði
og ábyrgð með orðum sínum
og gjörðum, vegna þess að auð-
velda lausnin hefði verið að auka
öryggis gæslu og eftirlit úr hófi
fram. Lausn Stoltenbergs er meira
krefjandi, bæði fyrir almenning
og stjórnmálamenn. Þannig að
hann fór erfiða, en að mínu viti
rétta, leið að marki. Auk þess setti
hann rannsóknina í hendur óháðra
aðila og kvað skýrt á um að allt
yrði dregið fram í dagsljósið óháð
því hvernig það kæmi út fyrir
stjórnvöld. Afraksturinn er bæði
vönduð og aðgengileg skýrsla sem
bregður upp raunsannri mynd af
atburðum.
Viðbrögð norskra stjórnvalda
eru því afar frábrugðin því sem
við höfum séð í öðrum löndum og
að mínu mati mun skynsamari,
og að vissu leyti mjög í anda nor-
rænnar samfélagsgerðar.“
Mætti kannski kalla þetta „nor-
rænu leiðina“?
„Það er að minnsta kosti íhug-
unarvert. Það er nokkur munur
á norrænum samfélögum og til
dæmis Bandaríkjunum og Bret-
landi hvað varðar stjórnmál og
pólitíska orðræðu. Ég er ekki
alveg viss um að leið Stoltenbergs
hefði fengið hljómgrunn í Banda-
ríkjunum eftir árásirnar ellefta
september. Þetta snýst um sam-
félagsgerð í víðu samhengi, en
annars er afar erfitt að benda á
eitt einangrað atriði til að skýra
hvers vegna Noregur fór eina leið
en ekki aðra.“
N
orski heimspek-
ingurinn Joakim
Hammerl in er
einn fyrirlesara
í málstofu sem
haldin er dag í
tengslum við ráðstefnu norrænna
félagsfræðinga í Háskóla Íslands.
Umfjöllunarefni hans verður
samspil lýðræðis og hryðjuverka-
varna með áherslu á viðbrögð
Norðmanna við ódæðum Anders
Behring Breivik hinn 22. júlí í
fyrra þar sem 77 einstaklingar
misstu lífið.
Hammerlin gaf nýlega út bók-
ina Terror and Democracy – The
Norwegian Response to a Mass-
Murderer, þar sem hann greinir
viðbrögð norskra stjórnvalda og
rekur hugmyndir sínar um varn-
ir gegn hryðjuverkum.
Nú er rúmt ár liðið frá hryðju-
verkunum 22. júlí. Eru Norðmenn
búnir að ná sér eftir harmleik-
inn, eða er enn mikil reiði í sam-
félaginu?
„Ég held að norskt samfélag
standi merkilega vel miðað við
það sem við gengum í gegnum.
Fyrst og fremst er ég þeirrar
skoðunar að stjórnvöld og stjórn-
málamenn hafi staðið sig vel eftir
árásirnar. Jens Stoltenberg for-
sætisráðherra lagði strax áherslu
á að við þyrftum að standa vörð
um okkar lýðræðislegu gildi þrátt
fyrir allt. Noregur hefur því ekki
breyst í samanburði við þær
breytingar sem voru til dæmis
innleiddar í Bandaríkjunum eftir
árásirnar 11. september og jafn-
vel líka, að takmarkaðra leyti þó,
í Bretlandi og Spáni eftir hryðju-
verkaárásirnar þar.“
Árásin í Útey án hliðstæðu
Nýútgefin rannsóknarskýrsla
gagnrýnir meðal annars norsk
yfirvöld fyrir að hafa ekki inn-
leitt fjölda öryggisúrræða sem
þeim hafi staðið til boða áður en
Breivik framdi ódæði sín. Telur
þú líkur á því að í framhaldinu
verði hert á öryggisráðstöfunum
í Noregi?
„Í fyrsta lagi er skýrslan afar
vönduð og mikilvæg því hún
mun hjálpa okkur Norðmönnum
að læra af þessum harmleik og
grípa til viðeigandi ráðstafana til
að sjá til þess að slíkt endurtaki
sig ekki. En ég trúi ekki að Nor-
egur muni taka stór skref í átt til
frekara eftirlitssamfélags. Skýrsl-
an tekur skýrt fram að lagaramm-
inn til varnar hryðjuverkum er til
staðar og ætti að svara þörfum,
en stjórnvöld höfðu ekki innleitt
heimildirnar sem þar er að finna.
Ég á því ekki von á verulegum
lagabreytingum.“
Voru ráðamenn einfaldlega of
bláeygir og vantrúaðir á að slík
voðaverk gætu hent í Noregi?
„Það er varla hægt að tala um
að menn hafi verið bláeygir í
aðdragandanum þó þeir hafi ekki
séð slíkt fyrir því það voru fáir
sem leiddu hugann að því að svona
nokkuð gæti átt sér stað. Árásin
á Útey var í eðli sínu einstök á
heimsvísu og ég veit ekki um hlið-
stæðan atburð í sögunni. Þetta var
vissulega óvænt, en í hryðjuverka-
löggjöf landsins má sjá að menn
voru sannarlega meðvitaðir um
möguleikana á hryðjuverkaárás á
Noreg. Vandamálið var ekki van-
trú, heldur frekar að þau úrræði
sem voru í boði innan ramma lag-
anna voru ekki nýtt.“
Frelsi sem vörn gegn hryðjuverkum
Telur þú raunhæfan möguleika
á að koma í veg fyrir hryðjuverk
án þess að ganga á frelsi í sam-
félaginu?
„Já, það er raunhæft, en við
þurfum að velja okkur úrræði
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Joakim Hammerlin heimspekingur
Það er nokkur munur á norrænum samfélögum og til
dæmis Bandaríkjunum og Bretlandi hvað varðar stjórn-
mál og pólitíska orðræðu. Ég er ekki alveg viss um að leið
Stoltenbergs hefði fengið hljómgrunn í Bandaríkjunum
eftir árásirnar ellefta september.
Frelsi og lýðræði bestu vopnin
Rúmt ár er liðið frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik sem skóku norskt samfélag. Heimspekingurinn Joakim Hammerlin
hefur gefið út bók þar sem hann fer yfir viðbrögð stjórnvalda eftir ódæðin, en í samtali við Þorgils Jónsson segir hann önnur ríki
geta lært mikið af þeim. Áhersla á að standa vörð um frelsi og lýðræðisleg gildi sé besta vörnin gegn hryðjuverkum.
Joakim Hammerlin er annar tveggja fyrirlesara í málstofu
sem haldin er í Háskóla Íslands í dag um hryðjuverka-
árásir á Norðurlöndunum. Málstofan er hluti af ráðstefnu
norrænna félagsfræðinga sem fer fram í HÍ þessa dagana.
Málstofan fer fram í stofu 102 á Háskólatorgi. Hún
stendur frá klukkan 13.45 til 15.30.
Hammerlin fjallar þar um mikilvægi frelsis og lýðræðis
í baráttunni gegn hryðjuverkum. Seinni fyrirlesarinn er
Tomi Kiilakoski frá Finnlandi, sem fjallar um skotárásirnar
sem áttu sér stað í Finnlandi árin 2007 og 2008.
Eftir erindin verða umræður um málefnið, en fundar-
stjóri er Helgi Gunnlaugsson, prófessor við HÍ.
Málstofa um hryðjuverk á Norðurlöndum FRELSI ER SVARIÐ Heimspekingurinn og rithöfundurinn Joakim Hammerlin
hefur rannsakað eftirmála hryðju-
verkaárásanna í Noregi í fyrra og gaf
nýlega út bók um efnið. Niðurstaða
hans er að vænlegast til árangurs
gegn hryðjuverkum sé að ganga sem
minnst á lýðræði og réttindi almennra
borgara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA