Fréttablaðið - 17.08.2012, Side 22

Fréttablaðið - 17.08.2012, Side 22
22 17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð, að hámarki um 4.500 tölvuslög með bilum. Aðeins er tekið við yfirlesnum og villulausum texta. Greinahöfundar eru beðnir að hafa í huga að því styttri sem greinin er, þeim mun líklegra er að hún fái skjóta birtingu. Eingöngu er tekið við raunverulegum umræðugreinum, en ekki greinum sem eru fyrst og fremst kynning á til dæmis fyrirtæki eða félagasamtökum, ráðstefnu eða átaki. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða á Vísi eða í báðum miðlum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sendið okkur línu Hún stakk nokkuð í stúf, aug-lýsing Söfnuðar Moskvu- Patríarkatsins á Íslandi í Frétta- blaðinu laugardaginn 11. ágúst. Sama dag birtust í fjölmiðlum landsins litríkar auglýsingar fyrirtækja í tilefni þess að þann dag gekk gleðiganga Hinsegin daga um miðborgina og end- aði með stórhátíð á Arnarhóli. Þar gerði hinsegin fólk ásamt tugþúsundum fjölskyldumeð- lima, vina og annarra gesta sér glaðan dag og fagnaði mannrétt- indum sem Íslendingar kjósa að virða í stað þess að troða fótum. Á þessum gleðidegi kaus Söfn- uður Moskvu-Patríarkatsins þó að minna á þá skoðun sína að ákveðnir hópar muni ekki erfa Guðs ríki. Söfnuðurinn valdi reyndar að koma ekki fram undir nafni í umræddri auglýs- ingu en fréttavefurinn Vísir. is nafngreindi auglýsandann tveimur dögum síðar. En í aug- lýsingunni nefndu rétttrúnaðar- menn „kynvillinga“ ásamt meðal annars þjófum og ræningjum, saurlífismönnum, hórkörlum og skurðgoðadýrkendum. Hinsegin fólk á Íslandi getur verið stolt af heimalandi sínu enda eru réttindi og stuðning- ur sem við njótum hér á landi með því besta í heiminum. Fyrir það ber að þakka og í dag eru Hinsegin dagar ekki eingöngu barátta fyrir auknum réttindum heldur í raun fimm daga menn- ingarhátíð þar sem hinsegin fólk þakkar fyrir sig og gefur landsmönnum öllum kost á að njóta fjölbreyttrar dagskrár. Það er mér þó nokkuð áhyggju- efni að ákveðnir hópar kjósi enn þann dag í dag að þeysa um undir merkjum haturs og dilka- dráttar samkvæmt þeirra túlk- un á Guðsorði. Enn þann dag í dag er skrefið út úr skápnum mörgum einstaklingum þung- bært en líkt og nýleg rannsókn sýnir eru sjálfsvígshugleiðingar enn algengari meðal hinsegin unglinga en gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Orðsendingar sem þessar eru ekki vænlegar til að létta á þeirri innri baráttu sem fjölmargir heyja á öllum tímum. Það er von mín að Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins og aðrir sambærilegir lífsskoðunarhópar sjái að sér og nýti sameiningu, fegurð lífsins og gleði í baráttu sinni fremur en hatur og sundr- ung. Ef ekki – þá vona ég í það minnsta að þeir gæti þess að skerða hár sitt samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum, klæðist rétt ofnum fatnaði og neyti ekki of ungra ávaxta, til að koma í veg fyrir að þurfa að deila því neðra með kynvillingum og þjóf- um er fram líða stundir. Ef til þess kemur ætla ég nefnilega að halda áfram að gleðjast þar. Af Guðs ríki og öðrum skúmaskotum hugans Sagt er að augun séu spegill sál-arinnar. Til viðbótar þá geta þau endurspeglað líkamann og ýmislegt sem þar fer fram. Augn- læknar eru svo heppnir að geta kíkt inn um gluggann á auganu (í auganu er tvöfalt gler, hornhimna og augasteinn) og sjá bæði æðar og sjóntaugina. Þetta er eini staður- inn í líkamanum þar sem hægt er að sjá bæði slagæðar og bláæðar, ekki ósvipað og hægt er að skoða fiska og mörgæsir synda í gegn- um gler á sædýrasafni. Sjúkdómar sem herja á æðar, taugar og ónæm- iskerfi líkamans koma oft fram í augunum. Augnlæknir getur því í mörgum tilvikum verið sá sem sér fyrstur ummerki vissra sjúk- dóma, jafnvel áður en þeir koma fram annars staðar í líkamanum eða valda einkennum. Sem dæmi má nefna að stíflur í æðum aug- ans geta bent til aukinnar áhættu á heilablóðfalli, hægara blóðflæði gæti verið merki um yfirvofandi lokun í hálsæðum og mjókkun á slagæðum augans er oft merki um háan blóðþrýsting. Hægt er því að hjálpa til við greiningu ýmissa sjúkdóma með því að skoða augun vel. Mikilvægt er því að fara til augnlæknis þegar í stað ef breyt- ingar verða á sjón. Ýmislegt annað er hægt að sjá í augunum. Stundum geta dökkir blettir í augnbotni bent til vissr- ar tegundir ristilkrabbameins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sjáöldrin geta gefið vísbend- ingar um byrjandi Alzheimer, jafn- vel áður en einkenni sjúkdómsins koma fram. Líkt og með margt annað hafa skoðunartæki augnlækna tekið miklum framförum á undanförn- um áratugum. Á flestum augn- læknastofum er að finna augn- botnamyndavélar, þar sem hægt er að fylgjast með ýmsum breyt- ingum í augnbotnum á milli heim- sókna. Augnbotninn er í raun og veru innra byrði augnkúlunnar og er augað veggfóðrað að innan með vef sem við köllum sjónhimnu. Sjónhimnan er í raun framleng- ing af heilavefnum sem tengist heilanum með sjóntauginni, en hún er á þann hátt fullkominn ljósleiðari á milli augans og heil- ans. Mikið af æðum liggur í og í gegnum sjónhimnuna. Breytingar í þessum æðum geta bent til breyt- inga annars staðar í líkamanum og oft er augað fyrsta líffærið þar sem þessar sjúklegu breytingar koma fram. Í mörgum tilvikum einkennist heilablóðfall af stífl- um í litlum blóðæðum heilans, sem getur komið í kjölfar hjarta- og æðasjúkdóma. Stundum má sjá litlar stíflur í æðum augans, sem oft hafa engin áhrif á sjón. Sjáist þessar stíflur þarf strax að skoða viðkomandi nákvæmlega með til- liti til áhættuþátta heilablóðfalls. Sumar tegundir heilablóðfalls ein- kennast af myndun æðagúla í heila og eru þeir í sumum tilvikum einn- ig til staðar í æðum sjónhimnunn- ar. Sjáist slíkir gúlar til staðar í sjónhimnuæðum þarf þegar í stað að kanna hvort slíkir gúlar séu til staðar í heila. Ónæmiskerfi augnanna getur gefið ýmsar upplýsingar um ástand ónæmiskerfisins annars staðar í líkamanum. Sýkingar og ýmsir sjálfsónæmissjúkdóm- ar geta komið fram í augunum, stundum áður en þeir koma fram annars staðar. Sem dæmi um sjálfsónæmissjúkdóma má nefna liðagigt, rauða úlfa (lupus) og ýmsa æðabólgusjúkdóma. Áhrif þess- ara sjúkdóma geta komið fram í lithimnu (blái, græni eða brúni partur augans), og gefur lithimnu- bólga oft sterka vísbendingu um að ónæmiskerfið annars staðar í líkamanum sé gallað. Bólga í sjón- taug getur verið merki um MS og í þriðjungi tilvika byrjar þessi sjúk- dómur sem sjóntaugarbólga. Stund- um sést bólga í kringum æðarnar, þær geta lekið próteinum og jafn- vel blætt í alvarlegum bólgutilfell- um. Bólgufrumur geta ferðast inn í glerhlaup augans (glæra hlaupið sem fyllir augað að innan) og sjást þá vel við skoðun augnlæknis. Vökvasöfnun, eða bjúgur í sjóntaug án bólgu getur bent til myndunar á heilaæxli og því er augnskoðun mikilvæg þegar grunur leikur á slíku. Ekki má gleyma sjónsviðs- mælingum sem framkvæmdar eru á augnlæknastofum, þar sem greina má á nákvæman hátt áhrif sjúkdóma í sjóntaug á sjónsviðið. Sykursýki getur valdið mikl- um og alvarlegum breytingum á æðum sjónhimnunnar. Sykursýki er algengasta orsök nýrrar blindu í yngra fólki. Hún veldur breyting- um í æðum sjónhimnu sem geta leitt til leka og blæðinga í æðun- um auk þess sem að í einstaka til- vikum geta nýjar æðar farið að myndast, en þær eru viðkvæmar og blæða auðveldlega. Það er auð- velt að ímynda sér hvað blæðing inni í auganu gerir sjóninni, þar sem tær ljósvegurinn verður allt í einu yfirskyggður af blóði. Reglu- bundið augneftirlit er mikilvægt í sykursýki og þurfa sykursjúkir að fara á a.m.k. tveggja ára fresti til augnlæknis en oftar ef þeir grein- ast með breytingar í augnbotnum. Stundum kemur þó fyrir að augn- læknir greinir breytingar í augn- botnum í einstaklingum sem vita ekki að þeir eru með sykursýki, en slíkt getur gerst í svokallaðri týpu- 2 sykursýki, sem kemur hægt og sígandi hjá einstaklingum sem oft- ast eru komnir yfir þrítugt. Bæði amerísku og alþjóðlegu augnlæknasamtökin mæla með a.m.k. einni nákvæmri augnskoðun fyrir fertugt, á 2-4 ára fresti þar til á miðjum sextugsaldri, en á 1-3 ára fresti eftir það. Spegill sálar og líkama Jafnréttismál Gunnlaugur Bragi Björnsson háskólanemi Heilsa Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Stundum geta dökkir blettir í augnbotni bent til vissrar tegundir ristilkrabbameins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sjáöldrin geta gefið vísbendingar um byrjandi Alzheimer, jafnvel áður en einkenni sjúkdómsins koma fram. Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinn-ing sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. Til að upp- fylla skyldur okkar samkvæmt samn- ingnum þurftum við að tileinka okkur þær grunnreglur markaðshagkerfis sem nágrannalönd okkar hafa lengi byggt á: Frjálsa samkeppni og bann við hringa- myndun, samkeppnishömlum og ríkis- styrkjum í atvinnulífi. Við afnámum ofur- vald innlends klíkuveldis og sköpuðum landsmönnum aukið vald til að móta eigin örlög. Án EES-samningsins er alls óvíst að okkur hefði miðað að ráði í rétta átt að þessu leyti. Innlend hagsmunaöfl höfðu áratugum – og jafnvel öldum – saman náð að standa gegn viðskiptafrelsi í landinu. EES-samningurinn hjálpaði okkur með öðrum orðum að nálgast þá draumsýn sem Hulda sá fyrir sér í þjóðhátíðarljóð- inu sem vísað er til í heiti þessarar grein- ar, að við værum þjóð sem yndi frjáls – við ysta haf. En opnun hagkerfisins og aukið frelsi til athafna hafði líka í för með sér vandamál, sem enginn sá fyrir. Frelsið er nefnilega vandmeðfarið. EES-samningurinn tók gildi um það leyti sem innri markaður ESB með vörur, þjónustu, frjálsa för vinnuafls og fjármagns varð loksins til. Aðildarríki ESB höfðu unnið að því markmiði að afnema allar hindranir í viðskiptum sín á milli um áratugi. Allt frá upphafi níunda áratugarins höfðu vestræn ríki líka stefnt að auknu frelsi í fjármagnsflutningum milli landa. Markmiðið var að fjármagnið ætti greiða leið yfir landamæri og allir áttu að njóta ávinnings af því fullkomna frelsi, þegar hagkvæmnin ein réði því hvar fjármagnið lenti á endanum. Það varð því hlutskipti Íslands að gera hvort tveggja í senn: Að gera grundvallar- breytingar á innlendu viðskiptaumhverfi í frjálsræðisátt og opna þetta viðskipta- umhverfi fullkomlega fyrir alþjóðlegum hræringum. Við stukkum því í einu vet- fangi úr einangruðu haftasamfélagi og yfir í opið, fjölþjóðlegt samkeppnisum- hverfi. Eftir á að hyggja var alltaf óhjá- kvæmilegt að slík stökkbreyting myndi valda togstreitu af einhverjum toga og að einhverjir vaxtarverkir myndu gera vart við sig á þessari vegferð. Ein afleiðing þessara hröðu umskipta var sú að íslenskt stjórnkerfi var alger- lega óreynt og vanbúið til að regla frjálsa markaði. Í nágrannalöndum okkar var löng hefð fyrir frjálsum viðskiptum og eðlilegri verðmyndun á frjálsum markaði. Hér varð ekki einu sinni til Kauphöll og markaðsviðskipti með hlutabréf fyrr en upp úr 1990. Á Íslandi var engin þekking eða reynsla til að greina íslenska markaði og sérkenni þeirra. Slík greining hefði átt að vera nauðsynleg forsenda skynsamlegs regluverks. Reynslan kenndi mönnum líka fljótt að vísan til evrópskra reglna kom í veg fyrir að stjórnsýsla eða stjórnmála- menn þyrftu sérstaklega að rökstyðja val á stefnumörkun, enda vissi þjóðin almennt að í EES-samningnum fælist skuldbind- ing um upptöku samevrópskra reglna. Fyrir vikið reiddi íslensk stjórnsýsla og stjórnmálalíf sig alfarið á hið samevr- ópska regluverk, sem barst okkur með EES-samningnum. Af því leiddi svo að við lögðum aldrei sérstakt mat á sérís- lenska áhættuþætti, eins og náin tengsl og klíkumyndanir í viðskiptalífi, sem gerðu skuldsett viðskiptalíf jafn viðkvæmt og spilaborg í aðdraganda hrunsins 2008. Við lögðum heldur aldrei mat á hverjar væru eðlilegar starfsheimildir banka á alþjóð- legum markaði út frá íslenskum hagsmun- um og þeirri áhættu sem ofvaxið banka- kerfi skapaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú langvinna fjármálakreppa sem gekk yfir heiminn árið 2008 stendur enn. Hún hefur fært okkur heim sanninn um það að engir gerðu sér til fulls grein fyrir því hver áhrif fullt frelsi til fjármagnshreyfinga gæti haft á efnahagslegt öryggi almennings í hinum vestræna heimi. Þvert á móti var almenn samstaða um mikilvægi aukins markaðsfrelsis. Hægri menn studdu markaðsfrelsið því það myndi auka hagnað og arðsemi. Jafnaðarmenn studdu það því þeir voru sannfærðir um að frjálst heimshagkerfi myndi draga úr aðstöðumun milli ríkari ríkja og fátækari, brjóta niður forréttindi innlendra valdastétta og skapa jafnari tækifæri til verðmætasköpunar. Alþjóðasinnar, jafnt til hægri og vinstri, vissu líka hversu skaðleg efnahagsleg þjóðernisstefna hafði reynst, allt frá því að ríki heims reistu tollmúra í krepp- unni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og gerðu þannig alvarlega niðursveiflu að langvinnri heimskreppu og bjuggu í haginn fyrir ofbeldisöfl. Allir höfðu líka séð að samkeppni ríkja um að fella gengi til að bæta stöðu sína hvert gagnvart öðru hafði engu skilað öðru en verðbólgu, óstöðugleika og skertri samkeppnishæfni ríkja. Það var því almennt álitinn mikill fengur að auknum milliríkjaviðskiptum og auknu frelsi í fjármagnshreyfingum. Ávinningur okkar af EES veldur því að verkefni okkar hlýtur að vera að finna leiðir til að við getum þróað áfram samkeppnishæft og opið hagkerfi, en án þess að efnahagslegum stöðugleika sé ógnað. Við þurfum að greina hinn íslenska markað og regla hann innan marka hins alþjóðlega regluverks, svo við getum áfram tekið þátt í hinu alþjóðlega markaðskerfi en án óbærilegrar áhættu fyrir íslenskan almenning. Þátttaka okkar í evrópsku samstarfi verður að styðja við þetta takmark. Um þau verkefni sem bíða okkar mun ég fjalla í næstu grein. Sú langvinna fjármálakreppa sem gekk yfir heiminn árið 2008 stendur enn. Hún hefur fært okkur heim sanninn um það að engir gerðu sér til fulls grein fyrir því hver áhrif fullt frelsi til fjármagnshreyfinga gæti haft á efnahagslegt öryggi almennings í hinum vestræna heimi. Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu Evrópumál Árni Páll Árnason alþingismaður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.