Fréttablaðið - 17.08.2012, Page 24
24 17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR
AF NETINU
Evrópumál
www.markid.is / Sími 553 5320 / Ármúla 40
Hágæðahjól á frábæru
verði - ekki missa af þessu!
Gömul og löngu úrelt lög um sauðfjárbúskap skikka
okkur hin til að halda uppi
dýrasta landbúnaðarkerfi sem
þekkist. Sauðfjárbændur fá 4,2
milljarða á ári frá ríkinu fyrir
að rækta sauðfé, auk ótal ann-
arra styrkja. Það er auðvitað
framleiðsluhvetjandi fyrir þá,
en hefur skelfilegar afleiðing-
ar fyrir gróður landsins. Meira
en milljón sauðfjár er á lausa-
göngu allt sumarið, auk sjötíu
og sjö þúsund hrossa. Og auð-
vitað er engin leið að stjórna
lausabeitinni, jafnvel þó hún sé
á skemmdum svæðum, sem alls
ekki þola neina beit.
Bændur bera enga ábyrgð
gagnvart gróðurskemmdum og
mega hafa eins margar skepn-
ur á beit og þeim þóknast. Því
fleiri, því meira borgum við
þeim fyrir! Og það þó landið
beri mikinn skaða af og við
höfum enga þörf fyrir allt þetta
kjöt. Sala á því rýrnar stöðugt
og er núna komin í þriðja sæti
á eftir kjúklinga- og svínakjöti
auk þess sem sala á nautakjöti
er að aukast. Lambakjötið er þó
eina kjötið sem er niðurgreitt af
ríkinu! Ef annað kjöt nyti slíkr-
ar niðurgreiðslu væri það næst-
um ókeypis.
Afgangs lambakjötið, offram-
leiðslan, hefur í áratugi fram að
hruni kostað okkur milljarðatugi
og ekkert fengum við út úr því
nema enn meiri kostnað; niður-
greiðslu á útflutningi afgangs-
kjöts sem selt var á undirverði
í útlöndum, urðun upp á millj-
ónir króna á því sem ekki fór út
og eitthvað hefur svo geymsla í
frystihúsum í heilt ár, á skrokk-
um sem síðan er fargað, kostað.
Þvílík sóun!
Síðan kreppan skall á og
krónan féll hefur útflutningur-
inn loks nokkurn veginn staðið
undir sér og jafnvel nokkur
gjaldeyrir skapast. En ef við
reiknum út kostnaðinn sem fer
í framleiðsluna á þessu kjöti, á
skemmdu landinu, er þetta tap
fyrir alla nema útflytjendurna
sjálfa. Við sem höfum þó borgað
framleiðsluna fáum í raun ekk-
ert til baka. Gjaldeyririnn fer
aftur úr landi vegna kaupa á
útlendum mengandi áburði,
rúlluplasti, lyfjum, vélum og
fleiru – síðan þarf Landgræðsl-
an að gera við gróðurskemmd-
irnar vegna ofbeitarinnar, þar
sem það er á annað borð hægt.
Hún hefur í meira en hundrað
ár reynt hvað hún getur og bar-
ist við að stöðva uppblásturinn,
með samtals sautján milljarða
framlagi frá okkur, og hefur þó
varla undan bitvarginum. Hvað
finnst ykkur kæru landsmenn?
Við erum orðin langt á eftir
öðrum menningarþjóðum hvað
snertir umgengni við landið
okkar. „Framsóknarflokkurinn/
bændaaðallinn“ var allt of lengi
við völd. Þeirra pólitík gekk út
á það að halda öllu óbreyttu,
sem varð til þess að hér var allt
í fátækt og stöðnun löngu eftir
að nágrannalöndin voru búin að
byggja upp þéttbýliskjarna og
borgir með skóla á öllum stigum,
heilbrigðisstofnanir, listasöfn,
verkmenningu og nýjustu tækni
þess tíma.
Hér máttu útlendingar ekki
menga þessa gáfuðu og merki-
legu þjóð. Enn leynist víða þessi
hugsunarháttur að okkur sé
allt leyfilegt af því að við séum
svo sérstök og lítil og smá. Við
högum okkur eins og frek-
ir krakkar. Íslendingar rása
um önnur lönd, kaupa sér hús,
stofna fyrirtæki og taka vinnu
frá innlendum og þykir þetta allt
sjálfsagt. Þetta væri ágætt ef sá
sami hugsunarháttur ríkti hér
gagnvart útlendingum sem vilja
starfa hér og búa.
Menning þarf að nærast af
nýjum straumum en ekki stöðn-
un ef hún á að vaxa og blómg-
ast. Hún vill alla glugga opna og
„sjá um veröld alla“ en ekki bara
út um skjáinn … MINN. Allt er
breytingum háð og við megum
ekki standa gegn þróun fram á
við þó hún kosti okkur smá pers-
ónulegar fórnir. Leggjum heldur
til okkar skerf, til betri og rétt-
látari framtíðar. Er ekki meiri
gæfa fólgin í því?
Staðan í þjóðfélaginu vegna
úreltra búskaparhátta
Hugmynd sett fram af fjár-málaráðherra um hækkun
á virðisaukaskatti á gistingu frá
1. júní 2013 er nú þegar farin að
hafa neikvæð áhrif á sölu Íslands-
ferða fyrir næsta ár. Óvissan er
algjör, málið virðist vera órætt
meðal stjórnarliða og enginn veit
hvert þessi vonda hugmynd er að
fara.
Það er óþolandi fyrir okkur
sem störfum í greininni að svona
sé sett fram með svo stuttum fyr-
irvara með þeim skilaboðum að
ákvörðunin verði ekki tekin fyrr
en í lok þessa árs. Salan á Íslands-
ferðum árið 2013 er í gangi núna,
ekki seinna. Margir ferðaheild-
salar eru búnir að ganga frá
öllum sínum samningum fyrir
sumarið 2013 og tilboðagerð og
sala hjá öðrum er nú í fullum
gangi.
Það er ljóst að ekki verður
hægt að setja skattahækkun inn-
anlands út í verðið á samning-
um sem búið er að gera. Fjár-
málaráðherra þarf að svara því
strax, hvað við sem erum að selja
Íslandsferðir eigum að gera núna.
Eigum við að hækka verðið
strax á ferðum til Íslands frá og
með 1. júní 2013 í þeim samn-
ingum sem við eigum eftir að
gera fyrir næsta sumar? Enginn
erlendur dreifiaðili mun setja
slíka vöru í hilluna við hliðina á
vörum frá þeim sem sömdu áður
en ráðherra kastaði sprengjunni.
Eða eigum við að láta sem ekk-
ert sé og taka áhættuna á því að
allar tekjur okkar sem ferðaheild-
sala sem eru í meðalári u.þ.b. 10%
af veltu verði þurrkaðar upp með
ákvörðun í desember þegar fjár-
lagafrumvarpið verður afgreitt
af Alþingi?
Öllum völdum fylgir ábyrgð,
stjórnmálamennirnir okkar verða
að umgangast atvinnugreinarnar
okkar af virðingu, þar er mikið
í húfi. Það er alveg sama hversu
vond eða góð þingmönnunum
okkar kann að finnast hugmyndin
um hækkunina vera. Það er ekki
hægt að koma slíkri hækkun í
framkvæmd nema með a.m.k. 18
mánaða fyrirvara eigi atvinnu-
greinin að geta velt slíkum breyt-
ingum til þeirra neytenda sem
eiga að bera þessa hækkun. Eins
og þetta liggur fyrir í dag, lend-
ir þessi hækkun fyrir vanþekk-
ingu stjórnmálamanna á starfs-
háttum og eðli ferðaþjónustunnar,
á ferðaþjónustufyrirtækjunum
sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga
til þess að skoða stöðu margra
fyrirtækja í greininni til þess að
sjá að þau munu ekki þola slíkt
högg.
Ef svo ólíklega vill til að meiri-
hluti þingmanna á haustþingi
styður þessa tillögu, þá verður
sá meirihluti a.m.k. að sýna þá
ábyrgð að hækkunin taki ekki
gildi fyrir 1. júní 2014.
Ferðaþjónustan og tíminn
Landbúnaður
Herdís
Þorvaldsdóttir
leikkona og fyrrverandi
formaður Lífs og lands
Þandist ríkið út fyrir hrun?
Oft er fullyrt að ríkið hafi þanist út á áratugnum fyrir hrun.
Þetta er sagt fela í sér tilefni til að skera nú duglega niður
útgjöld, ekki síst útgjöld til velferðarmála. Sífellt er talað
um að báknið bólgni út. Aðrir hafa fullyrt að meint mikil
útþensla ríkisins á áratugnum fyrir hrun þýði að hér hafi
ekki gætt frjálshyggjuáhrifa. Báðar þessar fyllyrðingar eru
hins vegar rangar. Það segja gögn Hagstofu Íslands [...].
Niðurstaðan er sú, að opinber útgjöld héldust svipuð á
tímabilinu, sveifluðust í kringum 42% af landsframleiðslu.
Opinberi geirinn óx sem sagt einfaldlega með
þjóðarframleiðslunni. Hlutur hans í þjóðarbúskapnum
hvorki stækkaði né minnkaði.
Í raun hefðu opinber útgjöld þó átt að aukast umfram
landsframleiðsluna. Það er m.a. vegna þess að lífeyris-
þegum og ungu fólki í skólakerfinu fjölgaði tiltölulega ört
og meðalaldur þjóðarinnar hækkaði á þessum tíma. Allt
kallar það á aukin opinber útgjöld. [...]
Það er því enginn fótur fyrir tali um að ríkið hafi þanist
óeðlilega mikið út fyrir hrun. Enginn. Eftir hrun jukust
útgjöldin sem hlutfall af landsframleiðslu tímabundið,
vegna kostnaðar við fjármálahrunið. Það jafnast nú smám
saman út. [...]
blog.pressan.is/stefano/
Stefán Ólafsson
Ferðaþjónusta
Pétur
Óskarsson
framkvæmdastjóri Katla
DMI ehf.
Sótt eftir undanþágu frá
verslun með lifandi dýr
Samkvæmt lögum um inn-flutning dýra er óheimilt að
flytja til landsins hvers konar
dýr, tamin eða villt, svo og
erfðaefni þeirra, þar með talin
hross og hrossasæði. Þetta bann
gegnir lykilhlutverki í vörnum
gegn smitsjúkdómum en íslenski
hrossastofninn hefur til þessa
verið laus við marga alvar-
lega smitsjúkdóma, svo sem
hestainflúensu og kverkaeitla-
bólgu, sem allir eru landlægir í
nágrannalöndum okkar.
Samkvæmt reglum Evrópu-
sambandsins er óheimilt að
banna út- og innflutning á hross-
um milli aðildarríkja sambands-
ins. Lifandi dýr og dýraafurðir
teljast vörur í skilningi þeirra
reglna sem gilda um innri mark-
aðinn og því jafngildir bann við
innflutningi á hrossum takmörk-
un á frelsi til vöruviðskipta. Við
gerð samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið samþykktu öll
EFTA-ríkin nema Ísland að taka
upp í samninginn samræmdar
reglur um heilbrigði dýra, með
nokkrum undantekningum þó.
EES-samningurinn kom þannig
ekki í veg fyrir að innflutnings-
banni á lifandi dýrum og viss-
um búfjárafurðum yrði áfram
beitt af íslenskum stjórnvöld-
um. Síðan þá hefur verið samið
um undanþágur vegna flestra
EES-lagagerða varðandi dýra-
sjúkdóma og allra lagagerða
varðandi frjálsa för lifandi dýra,
búfjárrækt og dýravelferð.
Mikilvægustu gerðirnar sem
Ísland hefur fengið undanþágu
frá eru tilskipun um eftirlit með
dýraheilbrigði og dýrarækt í við-
skiptum innan bandalagsins með
tiltekin dýr á fæti og afurðir og
tilskipun um þær kröfur sem
liggja til grundvallar við eftir-
lit með dýraheilbrigði við inn-
flutning dýra frá þriðju ríkjum.
Kæmi til aðildar Íslands að ESB
og innleiðingar þessara gerða að
fullu yrði frjálst að flytja lifandi
dýr til Íslands frá aðildarlöndum
EES-svæðisins og þeim þriðju
ríkjum sem ESB hefur sam-
þykkt innflutning frá, án þess
að þau færu í sóttkví hér á landi.
Með innleiðingu slíkra reglna
yrði ómögulegt að halda uppi
nauðsynlegum smitsjúkdóma-
vörnum fyrir íslenska bústofna
og því augljóst um hvers konar
hagsmunamál er að ræða fyrir
Íslendinga. Hagur ESB af óheft-
um innflutningi lifandi dýra til
Íslands vegur óumdeilanlega
lítið til samanburðar.
Í áliti meirihluta utanríkis-
málanefndar Alþingis vegna
aðildarumsóknar að ESB segir
að sóst skuli eftir því að undan-
þágu um viðskipti með lifandi
dýr verði viðhaldið og í grein-
argerð samningahóps kemur
fram að mikilvægustu hags-
munir Íslands hvað varðar dýra-
heilbrigði séu að sótt verði um
áframhaldandi undanþágur frá
löggjöf ESB sem varðar frjálst
flæði á lifandi dýrum og löggjöf
um dýrasjúkdóma.
Sérstaða íslenskra bústofna
hefur ekki breyst á liðnum árum
eða áratugum og því ættu sömu
forsendur að eiga við í yfir-
standandi samningaviðræðum
um aðild að ESB og þær sem
lögðu grunninn að undanþágum
Íslands frá reglum EES-samn-
ingsins um innflutning lifandi
dýra. Endanlegt svar mun ekki
liggja fyrir fyrr en aðildarvið-
ræðum við ESB lýkur en samn-
ingskaflinn um matvælaöryggi
og dýra- og plöntuheilbrigði,
sem innflutningur lifandi dýra
heyrir undir, hefur enn ekki
verið opnaður og formleg samn-
ingsafstaða Íslands ekki verið
birt.
Þórhildur Hagalín
ritstjóri Evrópuvefsins
AF EVRÓPUVEFNUM
Verður leyfi legt að fl ytja inn hross frá
öðrum lönd um ef við göngum í ESB?