Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN Fastur liður í dagskrá menningar-nætur undanfarin ár er vöfflu-kaffið. Þar hafa íbúar nokkurra gatna í miðborginni boðið gestum heim til sín í vöfflur og kaffisopa. Auk veiting- anna bjóða sumir gestgjafarnir upp á fjölbreytt skemmtiatriði sem eiga sinn þátt í að gera daginn enn eftirminni- legri. Þóra Andrésdóttir og Gunnar Roach bjóða gestum menningarnætur heim til sín að Ingólfsstræti 21A fimmta árið í röð. „Fjölskyldan skipuleggur þetta í sameiningu. Ég átti hugmyndina upphaflega en við hjálpumst öll að og börnin mín taka líka þátt. Dagskráin fer öll fram í garðinum hjá okkur og boðið verður upp á fjölbreytt tónlistaratriði í bland við ljúffengar veitingar,“ segir Þóra. Eins og venjulega bjóða Þóra og Gunnar upp á vöfflur og kaffi en auk veitinga verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Fyrst munu tíu ára frændsystk- ini Þóru troða upp með tónlistaratriði en þau spila á fiðlur. „Síðan verður hluti af tónleikunum Lagaleiðangur Ingibjarg- ar Þorbergs fluttur í garðinum en hún verður einmitt 85 ára á þessu ári. Svo munu hjómsveitirnar Boogie Trouble og Útidúr spila en sonur okkar, Kristinn Roach Gunnarsson, spilar í báðum sveit- unum.“ Auk tónlistaratriðanna verða nokkrar styttur eftir Þorbjörgu Pálsdótt- ur, móður Þóru, til sýnis í garði Þóru. Mætingin hefur verið góð undan- farin ár þótt hún sé eðlilega misjöfn eftir veðri. Hún segir vini, ættingja og nágranna mæta í heimsókn auk fjölda gesta sem koma af götunni í heimsókn. „Dagskráin hefst kl. 14 með leik yngstu barnanna. Svo verður boðið upp á heit- ar vöfflur og kaffi. Síðan taka við fleiri tónlistaratriði og gleðin stendur yfir til kl. 16 og jafnvel lengur ef stemningin er góð og það er fjölmennt. Á ég líka von á heimsókn frá meðlimum Tangófélagsins sem munu jafnvel sýna tangó í garð- inum þannig að það mun kenna ýmissa grasa.“ Þegar gestirnir eru farnir ætla hjónin að rölta um miðbæinn og skoða nokkra viðburði. „Mig langar mikið að heim- sækja varðskipið Tý og sjá ljósasýn- inguna þar. Þetta er sambærileg sýning og var á Vetrarhátíðinni við Hallgríms- kirkju í vetur. Svo labba ég kannski niður í Tjarnarbíó og fæ mér te. Síðan mun ég að sjálfsögðu horfa á stórtón- leikana við Arnarhól þar sem Retro Stef- son mun meðal annars spila en dóttir okkar er í hljómsveitinni. Þau hafa nú oft spilað í garðinum hjá okkur en eru að koma að utan sama dag og ná því ekki í ár.“ ■ starri@365.is MIÐBORGARBÚAR BJÓÐA HEIM HEIMBOÐ Vöffluilmur berst um miðborgina næsta laugardag þegar íbúar miðborgarinnar bjóða gestum í kaffi, vöfflur og óvænt skemmtiatriði. LIFANDI TÓNLIST Fjölbreytt skemmtiatriði verða í boði í garði Þóru og Gunnars á menn- ingarnótt MYND/ÚR EINKASAFNI GARÐVEISLA Þóra Andrésdóttir og Gunnar Roach bjóða gestum menningarnætur heim í garðinn sinn næsta laugardag. WMYND/GVA Þóra Margrét Birgisdóttir kennari er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hún er borgarbarn en flutti í Hólminn fyrir tveimur árum. „Ég þekkti aðeins til hérna og varð svo hrifin af bænum að ég ákvað að flytja og sé ekki eftir því.“ Alla jafna er ekki ríkjandi dönsk menning í Stykkishólmi en um helgina breytist bærinn svo um munar. „Fólk tekur þemað alvarlega. Götu- nöfnum er breytt, hús og garðar skreyttir og danski fáninn blaktir víðast hvar. Hótelin bjóða upp á danskt smurbrauð og danska er töluð eftir bestu getu.“ Í kvöld verður götugrill og þar á eftir mun hljómsveitin Vinir vors og blóma spila á bryggjuballi. „Laugardagurinn byrjar á Stubba- hlaupinu. Markaðstjald verður sett upp og hvíta- sunnufólk kynnir skátastarf. Einar töframaður verður með töfranámskeið og íbúar halda skott- markað þar sem gamlir hlutir eru dregnir fram úr geymslum og seldir. Hátíðardagskrá verður í gangi allan daginn og um kvöldið verður brekku- söngur og flugeldasýning í boði Atlantsolíu. Þór Breiðfjörð verður með tónleika og Páll Óskar heldur uppi stuði fram á nótt á balli í íþróttahús- inu.“ ■vidir@365.is DANSKIR DAGAR Í ÁTJÁNDA SINN Danskir dagar verða haldnir með pompi og prakt í átjánda sinn í Stykkishólmi um helgina. DANSKA Á SUNNU- DÖGUM Tilurð Danskra daga má rekja til þess að áður var töluð danska á sunnudögum vegna sterkra tengsla og áhrifa frá Danmörku. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 Núna færð þ ú 50% viðbótarafs látt af öllum úts öluvörum LOKA – ÚTSÖLULOK Haustvörurnar komnar 20% afsláttur St. 38-48 Vertu vinur okkar á Facebook Lokadagar ÚTSÖLU! Allt á að seljast! FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.