Fréttablaðið - 17.08.2012, Page 38
Valentína Björnsdóttir,
eigandi Krúsku, var ekki í
vandræðum með að deila
smá hollustu með Lífinu
enda snýst hennar lifi-
brauð um að elda dýr-
indis rétti sem eru holl-
ir fyrir sál og líkama. Hún
deilir hér hreinsandi safa
sem er tilvalinn eftir mis-
gott mataræði sumarsins
hjá mörgum hverjum.
Rauðrófu- og eplasafi
½ rauðrófa afhýdd
½ sítróna
2 græn epli
2 sellerístönglar
2 cm engifer
Allt sett í safa-
pressu og drukk-
ið strax.
Þessi safi er allt-
af til hér á Krúsku og er mjög
hreinsandi og hressandi.
Svo er líka mjög gott að
drekka á hverjum morgni á
fastandi maga 1 glas af soðnu
vatni og kreista út í það ½
sítrónu.
Það þykir mjög hreinsandi
fyrir líkamann. Einfalt og ódýrt
heilsuráð.
TINNA ALAVIS OPNAR
TÍSKUBLOGG
„Ég og góð vinkona mín vorum að byrja með tískublogg fyrir
nokkrum dögum,“ svarar Tinna Alavis, fyrirsæta og nemi,
sem hefur opnað nýtt tískublogg ásamt Brynju Norðfjörð,
stílista og förðunarfræðingi, þegar Lífið spurði hana út í síðuna
Secrets.is sem þær halda úti á veraldarvefnum.
„Við munum fjalla um tísku, hönnun og heilsu og setja inn
myndir af fallegum fötum úr ýmsum verslunum á hverjum degi.
Við ætlum líka að setja inn skemmtileg vídeó af og til sem
tengjast heilsu og útliti,“ segir Tinna.
með Smutty Smiff
föstudagskvöld
kl. 22
Glymskrattinn
MYND/BRAGI KORT