Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 17.08.2012, Qupperneq 52
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR36 with Love, og tvinnar saman fjór- um aðskildum sögum sem eiga það eitt sameiginlegt að sögusvið þeirra er Rómaborg. Við fylgjumst með ástarævintýrum og framhjá- höldum, útfararstjórum og port- konum, miðaldra arkitekt sem gerist sérstakur ráðunautur yngri útgáfu af sjálfum sér í kvennamál- um og óperusöngvara sem getur ekki sungið utan sturtunnar. Að ógleymdri skrifstofublókinni Leo- poldo sem dag einn verður frægur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Það telst vart til tíðinda þegar Woody setur saman öflugan leik- hóp. Hér er allt eins og það á að vera og best eru þau Eisenberg, Mastronardi og tenórinn Fabio Armilato. Stíllinn er skemmtilega losaralegur og minnir til skiptis á fyrstu verk leikstjórans og það sem hann hefur aðhafst í ellinni. Sögurnar eru misgóðar og á stöku stað er brandaralopinn teygður helst til mikið. En miðl- ungsgóður Allen er þrátt fyrir allt betri en flest það sem ratar í bíó- húsin frá Bandaríkjunum, og sé To Rome with Love borin saman við eitthvað annað en fyrri verk leik- stjórans er styrkur hennar augljós. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Fágunin og fáránleik- inn ganga í eina sæng og úr verður skemmtilegur hræringur sem ætti að höfða til flestra aðdáenda leikstjórans. 36 popp@frettabladid.is Bíó ★★★★ ★ To Rome with Love Leikstjórn: Woody Allen Leikarar: Alec Baldwin, Roberto Benigni, Jesse Eisenberg, Woody Allen, Ellen Page, Alessandra Mastronardi, Penélope Cruz, Judy Davis, Fabio Armiliato, Greta Gerwig, Alison Pill, Flavio Parenti Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 tals- ins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Mynd hans frá því í fyrra, Mid- night in Paris, þykir ein hans allra besta í seinni tíð og skilaði hún meiru í kassann en nokkur önnur mynd leikstjórans frá upphafi. Það voru því töluverðar líkur á að sú næsta á eftir myndi ekki standa undir væntingum. Og nú er hún komin, To Rome Betri en flest VEL GERT Nýjasta mynd Woody Allen To Rome with Love er skemmtilegur hræringur. Jennifer Aniston trúlofaðist á föstudaginn mörgum til mikillar hamingju, en hún á að baki mörg misheppnuð ástarsambönd eftir skilnað sinn við Brad Pitt. Eftir ski lnað draumapars Hollywood í janúar 20 05 hefur Jennifer Aniston leitað í margan karlmannsfaðminn. Aðdá- endur gamanleikkonunnar glödd- ust því þegar kærasti hennar Just- in Theroux fór niður á skeljarnar á afmælisdegi sínum á föstudaginn. Bónorðið var borið upp á töku- stað nýjustu myndar Aniston, We‘re the Millers. Á sama tíma spá fjölmiðlar vestra að Brad Pitt muni ganga að eiga Angelinu Jolie um helgina í húsi þeirra í Suður- Frakklandi, en framhjáhald Brads með Angelinu eyðilagði hjónaband þeirra Aniston. Nýi unnustinn er 41 árs leikari og handritshöfundur. Þau eru sögð hafa fallið hvort fyrir öðru við tökur á Wanderlust í maí 2011 en Aniston sagði það einungis orð- róm. Ástin virðist þó hafa kvikn- að því þau komu opinberlega fram sem par 6. júní í eftirpartíi kvik- myndaverðlauna MTV. Þetta er fyrsta hjónaband hans en áður var hann með stílistanum Heidi Biven til fjórtán ára. Strax eftir skilnað Aniston og Pitt hóf slúðurpressan að segja frá stuttum kynnum hennar við ýmsar þekktar stjörnur. Fyrsta mislukk- aða sambandið var við mótleikar- ann Vince Vaughn sem hófst við tökur á The Break Up og varði í fimmtán mánuði á meðan blekið þornaði á skilnaðarpappírunum. Þaðan sigldi hún á ný mið og hitti bresku fyrirsætuna Paul Sculfor í nokkra mánuði árið 2007. Skömmu síðar bættist Owen Wilson í hóp- inn sem mótleikari og kærasti við tökur á Marley & Me en log- inn slokknaði að tökum loknum. Í mars 2008 hófst samband hennar við söngvarann John Mayer sem varði í ár og er mörgum minnis- stætt. Í ágúst 2009 fór af stað orðrómur um hana og mótleikar- ann Gerard Butler úr The Bounty Hunt er. Af þeim náðust mjög inni- legar myndir en þau vildu ekkert staðfesta. Mánuði síðar var hún skriðin í faðm Aarons Eckhart í kjölfar myndarinnar Love Happ- ens. Nú virðist löng leit Aniston að ástinni á enda og eru þau Theroux á leið í hnapphelduna eftir rúm- lega árs samband. Aniston og leitin að ástinni TRÚLOFUÐ Jennifer Aniston hefur loksins hitt drauma- manninn eftir mörg misheppnuð sambönd frá árinu 2005. Það er leikarinn og handritshöfundurinn Justin Theroux sem fór niður á skeljarnar fyrir viku. ÁÐUR FYRR Draumapar Hollywood giftist 29. júlí 2000 en skildi í byrjun árs 2005. GAMAN Vince Vaughn átti hug Aniston í ár frá nóvember 2005. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES EKKERT STAÐFEST Innilegar myndir náðust af þeim Gerard Butler en ekkert fékkst staðfest. ÁSTFANGIN Margir héldu að John Mayer væri sá eini rétti en ástin logaði í ár til mars 2009. Biblía sem var í eigu rokkkóngs- ins Elvis Presley verður boðin upp í Manchester í næsta mánuði. Talið er að hún fari á hátt í fjórar milljón- ir króna. Presley fékk hana að gjöf frá frænda sínum Vester og frænku sinni Clettes þegar hann hélt jólin hátíðleg í fyrsta sinn á heimili sínu, Graceland, árið 1957. Um eitt hundr- að hlutir úr eigu Presley verða boðnir upp. Nú eru 35 ár liðin síðan kóngurinn lést, 42 ára að aldri. Biblía Presley boðin upp ROKKKÓNGUR 35 ár eru liðin síðan Elvis Presley lést. ÁR fyllir leikarinn Robert De Niro í dag. De Niro fagnar eflaust með konu sinni og sex börnum. 69 Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir. MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA FOR THE WAY IT´S MADE Gildir um KitchenAid hrærivélar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.