Fréttablaðið - 03.09.2012, Side 17

Fréttablaðið - 03.09.2012, Side 17
TÍMI FYRIR KERTALJÓS September er skemmtilegur tími fyrir þá sem unna kerta- ljósi. Þegar logn er að kvöldi er fallegt að kveikja á kertum, setja í lugtir og lýsa upp pallinn eða svalirnar. Kertaljós skapa rómantíska og róandi stemningu á ljúfum haustkvöldum. Kristín Guðmundsdóttir kennari hefur undanfarið kennt fólki að búa til veski, töskur, skálar og fleira úr tómum kaffipokum á námskeiðinu Nýju fötin keisarans hjá Klifinu, Fræðslusetri. „Ég byrjaði að kenna þetta í fyrravetur en ég rakst inn á námskeið þar sem kona frá Danmörku var að sýna þessa aðferð og fannst þetta áhugavert. Hún var að búa til töskur úr pokunum en ég hef þróað hugmyndina frekar og hef búið til töskur, buddur, skálar, skartgripi, nálapúða og margt fleira,“ segir Kristín. Hún segist sjálf hafa verið fljót að ná aðferðinni sem notuð var, enda ekki flókin. „Það er hægt að endurvinna ýmislegt með þessum hætti. Það má til dæmis nota poka utan af kartöfluflögum. Senseo-kaffipokarnir eru tilvaldir því þeir eru þunnir. Einnig má nota aðra kaffipoka. Það er líka fallegt að blanda ólíkum pokum saman en þá þarf að gera það á smekklegan hátt. Þetta er ekki dýrt efni en það er talsverð vinna í þessu. Þetta er ljómandi aðferð til að endurnýta eitthvað af því efni sem fellur til á hverju heimili. Við drekkum flest kaffi og fleygjum pokunum. Með þessu getum við minnkað ruslið í heiminum. Við eigum að endurnýta hluti, annars fyllum við heiminn af rusli.“ Kristín er 78 ára og hefur kennt í meira en fimmtíu ár. „Ég var rúmlega tvítug þegar ég varð skólastjóri Húsmæðraskólans á Staðarfelli. Þar kenndi ég vefnað og ýmislegt bóklegt. Ég hef víða komið við í kennslu og kennt margt, svo sem bókband, postulínsmálun, silfursmíði, keramik og glerlist. Ég hef kennt hjá félagsstarfi aldraðra í Kópavogi í mörg herrans ár. Svo kenndi ég líka í Kvöldskóla Kópavogs og kenni nú í Klifinu, fræðslusetri í Garðabæ. Þar hef ég haldið tvö námskeið og verð með það þriðja í þessari viku. Það er gaman að umgangast fólk og það eykur þroska og þekkingu að gera það,“ segir Kristín. FÁ NÝTT HLUTVERK UMHVERFISVÆNT Kristín Guðmundsdóttir leggur sitt af mörkum til að minnka sorpið í heiminum. Hún heldur námskeið þar sem gamlir kaffipokar eru endurnýttir og hinir ýmsu hlutir búnir til úr þeim. UMHVERFISVÆNT Kristín hefur breytt gömlum kaffipokum í eigulegustu hluti eins og töskur, skálar, nálapúða og fleira. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* Gerið gæða- og verðsamanburð *3,5% lántökugjald Ný sending af hágæða sængurverasettum i BOAS RAFDRIFNIR Leður hægindasófar og stólar i l NÝT T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.