Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 6
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Source: Ipsos Synovate Pictures: Associated Press, Govert de Roos / SP would win the most seats, followed closely by the Labour Party FORECAST OF SEAT DISTRIBUTION AFTER SEP 12 ELECTION Ipsos Synovate online survey of 1,159 adults between Sep 3 and 5 (Number in brackets shows 2010 election result) People’s Party for Freedom and Democracy (VVD) Democrats 66 (D66) Labour Party (PvdA) Socialist Party (SP) Others Christian Democratic Appeal (CDA) Freedom Party (PVV) Advocates austerity, forcing deficit back to below 3% ceiling next year Opposes tough austerity, arguing deficit ceiling should be reached gradually Wants country to leave EU and euro while calling for a stop to “Islamisation” Criticises EU’s “regulation mania” and urges respect for national sovereignty Mark Rutte Liberal Party Diederik Samsom Labour Party Geert Wilders Freedom Party Emile Roemer Socialist Party 13 (10) 150 seats 20 (24) 34 (31) 32 (30) 22 17 (15) 12 (21) © GRAPHIC NEWS Fá stjórnarmynstur í kortunum Skoðanakannanir benda til þess að Mark Rutte forsætisráðherra og frjáls- lyndi flokkurinn hans fái flest atkvæði í þingkosningunum í Hollandi í dag. Stjórnarmyndun verður samt erfið. Mark Rutte Frjálslyndi flokkurinn Vill strangt aðhald og þröngva fjár- lagahalla niður fyrir 3% á næsta ári erik Samson Verkamannaflokkurinn Andvígur ströngu aðhaldi, vill ná fjárlagahalla niður í áföngum Geert Wilders Frelsisflokkurinn Vill segja skilið við ESB og evruna og stöðva alla „íslam- svæðingu“ ile Roemer Sósíalistaflokkurinn Gagnrýnir „reglubrjál- æði“ Evrópusam- bandsins og vill tryggja fullveldið Dreifing þingsæta eftir kosningar samkvæmt skoðanakönnun Byggt á könnun frá Ipsos Synovate, sem gerð var 3-5 september. (Innan sviga er fjöldi þingsæta eftir kosningarnar 2010) 34 (31)12 0 (24) 13 (10) 32 (30) 17ÞINGSÆTI 22 (15)(21)Frelsis- flokkurinn (PVV) Kristilegir demókratar (CDA) Þjóðarflokkur frelsis og lýðræðis (VVD) Lýðræðissinnar 66 (D66) Verkamanna- flokkurinn (PvdA) Sósíalista- flokkurinn (SP) Aðrir Heimild: Ipsos Synovate Ljósmyndir: AP, Govert de Roos/SP STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Á morgun 13. september gefur Íslandspóstur út tvær frímerkjaraðir og eina smáörk. Myndefni frímerkjanna eru vitar og selir við Íslandsstrendur. Myndefni smá- arkarinnar er fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri og 500 ára vígsluafmæli Skriðuklausturskirkju (1512-2012). Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is Safnaðu litlum lis taverkum Kræsingar & kostakjör Léttlopi 228 KR ALLT Á PRJÓNANA Í NETTÓ! Garndeildir Nettó | Reykjanesbær | Grindavík | Egilsstaðir | Akureyri | Mjódd | Grafarvogur | Borgarnes HOLLAND Hollendingar ganga til kosninga í dag, rúmlega tveimur árum eftir að síðast var kosið á þing í landinu. Mark Rutte for- sætisráðherra ákvað síðasta vor að boða til kosninga, þrátt fyrir að kjörtímabilið væri vart hálfnað, þegar ljóst var orðið að strangar aðhaldsaðgerðir hans myndu ekki hljóta meirihluta í þinginu. Ekki virðist samt líklegt að hann fái nægan stuðning við þær á nýju þingi, ef marka má skoðanakannanir, jafnvel þótt frjálslynda flokknum hans, sem heitir Þjóðaflokkur frelsis og lýð- ræðis, sé spáð fleiri atkvæðum en nokkrum öðrum flokki og fær lík- lega allt upp í 35 þingmenn. Rutte er frjálslyndur hægri- maður, dyggur stuðnings maður Evrópusambandsins og vill draga harkalega úr umsvifum ríkis- valdsins í Hollandi. Hann hafði fengið í lið með sér Kristilega demókrataflokkinn, samstarfs- flokk sinn í ríkisstjórninni, en það var aðeins minnihlutastjórn tveggja flokka sem þurfti að reiða sig á atkvæði þjóðernissinna- flokk Geert Wilders, en Wilders vildi ekki styðja þennan stranga aðhaldspakka. Wilders hefur reyndar dregið nokkuð úr árásum sínum á mús- líma og aðra útlendinga, en beinir þess í stað spjótum sínum einkum að Evrópusambandinu þessa dagana. Hann hefur dalað nokkuð í skoðanakönnunum frá því fyrir tveimur árum, þegar hann fékk meira en fimmtán prósent atkvæða og 24 þingmenn. Honum er engu að síður spáð tólf til þrettán prósentum og allt að tuttugu þing- mönnum, en fær vart möguleika á að ráða úrslitum við stjórnar- myndun eftir kosningarnar. Verkamannaflokkurinn, með Diederik Samson í fararbroddi, hefur hins vegar verið að sækja mjög í sig veðrið síðustu vikurnar og er spáð góðri niðurstöðu í kosningunum. Þriðji stærsti flokkurinn eftir kosningar verður svo væntanlega Sósíalistaflokkurinn, með Emile Roemer við stjórnvölinn. Við blasir að erfitt verður að finna raunhæfa stjórnamyndunar- möguleika, því 76 þingsæti þarf til að mynda minnsta mögulega meirihlutann á 150 manna þjóð- þingi landsins. gudsteinn@frettabladid.is Erfiðri glímu spáð við stjórnarmyndun Kosningabaráttan í Hollandi hefur snúist um efnahagsaðgerðir og Evrópu- málin. Rutte forsætisráðherra vonast eftir stuðningi við aðhaldsaðgerðir. Þjóð- ernissinninn Wilders beinir nú spjótum sínum frekar að ESB en múslímum. SAMFÉLAGSMÁL Kristrún Heimis- dóttir, lektor í lögfræði, er for- maður starfshóps sem skipaður hefur verið til að gera lagafrum- varp sem heimilar staðgöngu- mæðrun í velgjörðarskyni. Hrefna Friðriksdóttir, lektor í lögfræði, og Sigurður Kristins- son, siðfræðingur og forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, sitja einnig í hópnum. Þá hefur verið ákveðið að Karen Busby, lagaprófessor við Mani- toba-háskóla, verði starfshópnum til ráðgjafar. Alþingi ályktaði í janúar síðast- liðnum að fela velferðarráðherra að undirbúa frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Unnið hefur verið að því að skipa starfshóp síðustu mánuði, en eins og Frétta- blaðið greindi frá í sumar hefur það reynst erfitt. Starfshópurinn á að skila ráðherra frumvarpstexta og greinar gerð „sem byggir á bestu þekkingu og rannsóknum um málefnið“ að því er fram kemur í skipunarbréfi. Þá á að gera grein fyrir meginspurningum á sviði lögfræði, siðfræði, lækn- isfræði og fleiri fræði- og vís- indagreina þar sem fjallað hefur verið um staðgöngumæðrun auk þess sem skoða á löggjöf í öðrum ríkjum. Þá á að leggja áherslu á að hagur og réttindi barns, sjálf- ræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæl aðkoma verðandi foreldra verði tryggð. Í greinargerð með frum varpinu á einnig að koma fram hvernig staðgöngumæðrun verði færð inn í íslenskt réttarkerfi. Þá verði að leitast við að uppfylla kröfur þingsins um skýrleika og traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur um fram- kvæmd og eftirlit með staðgöngu- mæðrun. - þeb Tveir lögfræðingar og einn siðfræðingur munu skrifa frumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun: Starfshópur um staðgöngu skipaður KAREN BUSBYKRISTRÚN HEIMISDÓTTIR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært hálffertugan mann fyrir að veitast með ofsafengnu orðbragði að tveimur nafngreindum lögregluþjónum á Facebook. Ummælin féllu á vefnum 18. og 19. september í fyrra. Ekki kemur fram í ákærunni hvað varð manninum tilefni til skrifanna. Ákærði kallaði annan lögreglumannanna fasista, viðbjóðslegt gerpi, barnaníðing, morðingja, framhjá- haldara, geðsjúkling, sterahaus, mikilmennskubrjál- æðing, nasistaforingja og böðul. Þá sakaði hann lög- regluþjóninn um spillingu í tengslum við hestakerru og ofbeldi gegn ungum dreng. Hinn lögreglumanninn kallaði hann geðsjúkling og rottu og kvaðst vonast til þess að hann mundi rotna í helvíti enda væri hann sóun á súrefni, auk þess sem hann sakaði hann um ýmislegt misjafnt. Allt þykir þetta varða við hegningarlagaákvæði um ærumeiðandi aðdróttanir. Að lokum er hann ákærður fyrir að kalla þá rottur og nasistagengi og hóta þeim báðum því að láti þeir ekki „dagfarsprúða“ syni hans í friði muni hann enda í sextán ára fríi á „heilsuhælinu“ Litla-Hrauni. Hann bætir við að slíka þjónustu sé raunar ekkert mál að kaupa fyrir 200 til 1.200 þúsund krónur af erlendum mönnum. Þetta er álitin vera hótun um líflát. - sh Ákærður fyrir að hóta tveimur lögreglumönnum lífláti á Facebook: Kallaði lögregluþjón nasista og rottu MJÖG REIÐUR Reiði mannsins í garð lögregluþjónanna braust út á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Hefur þú nýtt þér síðsumarsút- sölurnar? JÁ 14,4% NEI 85,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú með yfirdráttarlán? Segðu þína skoðun á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.