Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 2
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR2 MENNTAMÁL Á Íslandi ljúka hlutfallslega færri fram- haldsskólanemar námi á tilskyldum tíma en í öðrum OECD-löndum. Aðeins 44% íslenskra nema hafa lokið prófi eftir fjögur ár; eftir sex ár hafa 58% brautskráðst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stöðu mennta- mála í aðildarríkjunum árið 2010 sem gefin var út í gær. Þegar litið er til annarra landa til saman burðar kemur í ljós að í öllum löndum nema Íslandi og Mexíkó hafa yfir sextíu prósent lokið námi tveimur árum eftir tilskilinn tíma. Í hinum Norður löndunum er hlutfallið yfir sjötíu prósent. Á móti kemur að hvergi nema í Portúgal ljúka fleiri framhaldsskóla- prófi seinna á lífsleiðinni en á Íslandi. Skýrsla OECD leiðir í ljós að menntunarstaða Íslendinga hefur batnað jafnt og þétt frá alda- mótum. Árið 2010 höfðu 33% fólks á aldrinum 25-64 ára á Íslandi lokið háskólaprófi og 33% höfðu ekki lokið neinu prófi eftir grunnskóla samanborið við 21% og 45% um aldamótin. Árleg útgjöld vegna hvers nemanda á Íslandi, að meðaltali fyrir öll skólastig árið 2009, var um 1,2 milljónir íslenskra króna miðað við gengi í lok árs 2009. Það er hærra en meðaltal OECD-landanna en lægra en á hinum Norðurlöndunum. - shá Menntunarstaða Íslendinga hefur batnað jafnt og þétt frá aldamótum: Fara sér hægt í framhaldsskóla Í FRAMHALDSSKÓLA Íslensk ungmenni fara sér hægt við að ljúka framhaldsskólanámi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SLYS Slys tengd íþróttum eru um tíu prósent þeirra slysa sem skráð eru í Slysaskrá Íslands. Alls voru skráð 3.882 íþrótta- tengd slys árið 2010, sem er 10,5 prósent af heildarfjöldanum. Hlutfall íþróttameiðsla hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu árum, en árið 2007 var hlutfallið af heildarfjölda slysa 7,4 prósent. Árið 2009 var það komið upp í tíu prósent. Samkvæmt Slysa- skrá er algengast að fólk slasist í íþróttum á kvöldin, á milli klukkan 18 og 22. Þá eru helm- ingi fleiri karlmenn sem slasa sig við íþróttaiðkun en konur. - sv Um 4.000 íþróttaslys á ári: Íþróttameiðsl 10,5% af slysum ÍÞRÓTTIR Sérstök hátíðardagskrá í tilefni þess að nú eru fjörutíu ár frá heimsmeistaraeinvígi Boris Spassky og Bobby Fischers árið 1972 verður kynnt í borgarráði á morgun. Halda á málþing og fjöl- mennt barnaskákmót og efna til sérstakrar afmælisdagskrár og sýningarhalds í samvinnu Reykja víkur borgar og tafl- og skákfélaga. Borgarráð hefur þegar samþykkt að verja 1.270 þúsund krónum í verkefnið. Fisc- her lést í Reykjavík í janúar 2008. Spassky er heilsuveill og mun halda til í Rússlandi um þessar mundir. Hann er 75 ára. - gar 40 ár frá einvígi aldarinnar: Einvígis minnst í Laugardalshöll SPASSKY OG FISCHER Gömlu meistar- arnir tefldu saman að nýju árið 1992. INDÓNESÍA, AP Hvergi í heiminum reykja karlar meira en í Indó- nesíu. Tveir af hverjum þremur körlum eldri en fimmtán ára stunda þar reykingar. Alls búa 80 prósent landsmanna á heimilum þar sem reykt er. Þegar konur eru taldar með kemur að vísu í ljós að Rússar reykja mest allra þjóða. Reyk- ingahlutfallið þar er 39 prósent, en Indónesía er í öðru sæti með 35 prósent. Sígarettur eru ódýrar í Indó- nesíu, tóbaksauglýsingar eru út um allt, og lítið er um reglur sem takmarka reykingar. - gb Mest reykt í Indónesíu: Tveir þriðju karla reykja SUÐUR-AFRÍKA, AP Þúsundir námu- verkamanna fögnuðu ákaft þegar Julius Malema, fyrrver- andi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðarráðsins, hvatti til alls herjar verkfalls námuverka- manna í landinu. „Það verður að efna til alls- herjarverkfalls,“ sagði Malema og gagnrýndi eigendur námanna fyrir að láta ekki verkamenn njóta þess að verðið á málmunum hefur hækkað: „Þetta fólk hefur verið að græða milljarða á nám- unum.“ Upp úr sauð í síðasta mán- uði þegar lögreglumenn urðu 34 námuverkamönnum að bana við eina af platínunámum landsins. - gb Ólgan vex í Suður-Afríku: Hvatt til alls- herjarverkfalls Reykti ölvaður í flugvél Rúmlega fimmtugur maður var í byrjun viku staðinn að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair. Hann var að koma frá Noregi og var verulega ölvaður. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist hann sjá eftir athæfi sínu, sem myndi ekki endurtaka sig. Honum var síðan sleppt. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Morðingi Kristjáns Hinriks Þórssonar, átján ára íslensks pilts sem var skotinn til bana í borginni Tulsa í Banda- ríkjunum um helgina, er enn ófundinn. Kristján Hinrik var skotinn ásamt 37 ára fjölskylduvini, John White, aðfaranótt laugar- dags á bílastæði við verslunina QuikTrip. White lést af sárum sínum í fyrrakvöld. Ekki liggur fyrir hvert tilefni árásarinnar var. Amma Kristjáns Hinriks, Helena Mawby, segir í viðtali við staðarmiðilinn NewsOn6. com að fjölskylda hans sé enn í áfalli yfir þessu, að því er virðist, handahófskennda ofbeldisverki. „Þetta var svo ónauðsynlegt – maður skilur ekki af hverju þetta gerist,“ segir Helena, sem er dóttir Alberts Guð- mundssonar, fyrrverandi þingmanns og ráð- herra. „Hinrik var dálítið flókinn. Hann var mjög listrænn, frábær teiknari og elskaði að semja ljóð, en hann var líka mjög óöruggur vegna þess að hann stamaði,“ segir amma hans, sem kveður hann auk þess hafa haft mjög smit- andi hlátur. Haft er eftir Helenu að fjöl skyldan sé hrærð yfir stuðningnum sem hún hefur fengið frá vinum og skólafélögum Hinriks og að jafnvel honum hefði komið á óvart hversu mörgum hefði þótt vænt um hann. Kristján Hinrik verður jarðaður á föstudag. - sh Morðingi átján ára íslensks pilts gengur enn laus í bandarísku borginni Tulsa: Amma segir Hinrik hafa verið ljóðelskan teiknara ENN Í ÁFALLI Helena Mawby, áður Helena Þóra Alberts- dóttir, segir fjölskyldu Kristjáns Hinriks enn í áfalli. MYND/NEWSON6 Hera, eru þetta ekki örugglega allt tólf stiga lög? „Þau spanna allan skalann.“ Hera Ólafsdóttir hjá Ríkisútvarpinu segir lög í undankeppni Eurovision-keppnina þegar byrjuð að streyma inn. Skilafrestur er til 8. október. SPURNING DAGSINS LANDBÚNAÐUR Útflutningur á lambakjöti til ríkja innan Evr- ópusambandsins (ESB) minnkaði úr 640 tonnum fyrstu sex mán- uði síðasta árs í 250 tonn á sama tímabili í ár. Ástæðan er sam dráttur í efna hags - kerfi ríkjanna. Á sama tíma jókst útflutn- ingur lítil lega til landa utan ESB, eins og Noregs og Færeyja. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir evrópska markaði hafa verið sérstaklega erfiða undanfarin misseri, en þó náist yfirleitt að koma afurðunum í verð þó þær séu ekki fluttar úr landi. „Það hefur verið allt í lagi. Auðvitað leita menn alltaf leiða til þess og heimamarkaðurinn er enn þá sterkastur,“ segir hann. „En það er ansi mikill munur á því hvað er flutt til ESB í ár og eins og þetta var í fyrra og það er klárlega kreppan í Evrópu sem er að hafa þar áhrif.“ Árið 2010 var metár í útflutn- ingi á lambakjöti hér á landi, en um leið og efnahagskreppan fór að láta sjá sig í Evrópu, drógu menn saman seglin. „Það er annað neyslumynstur þar,“ segir Sigurður. „Lamba- kjötið er að keppa við annað kjöt hér, en í Evrópu eru menn fljótari að skera það út af matseðlinum þegar harðnar í ári. Og þetta á við um fleiri afurðir en lambakjöt.“ Íslenskir sauðfjárbændur stofn- uðu regnhlífarsamtök fyrir mark- aðssetningu á betra lambakjöti fyrir smærri og dýrari heims- markaði í fyrra. Samtökin heita Iceland Lamb og halda utan um markaðssetningu sjö íslenskra lambakjötsfram- leiðenda. Sigurður segir að með slíkri markaðssetningu sé verið að hafa áhrif á markaði sem gefi betra verð og fylgi kjötinu allt til enda, en uppruni íslensks lamba- kjöts týnist víðast hvar í söluferli erlendis og er kjötið því einungis selt sem innflutt, nema á dýrari mörkuðum. „Neytandinn verður með vitaður um að varan komi héðan og myndar tengsl við hana og framleiðslu- landið,“ segir Sigurður. Frétta- blaðið greindi frá því í síðustu viku að mikil eftirspurn væri á mörkuðum í Asíu og Ameríku eftir betra lambakjöti og verið væri að horfa til landa eins og Sádi- Arabíu, Singapúr og Kanada til útflutnings, en Bandaríkjamarkaður og smærri markaðir í Rússlandi hafa flutt inn íslensk lambakjöt í nokkur ár. sunna@frettabladid.is Evrópa tekur lambið af matseðli í kreppu Útflutningur á íslensku lambakjöti til ESB-ríkja dróst saman um meira en helming fyrstu sex mánuði ársins. Kreppan í Evrópu gerir útflutning erfiðari. Framleiðendur hafa stofnað markaðssamtök fyrir dýrari erlenda markaði. ÍSLENSKT LAMB Í WHOLE FOODS Bandaríkjamenn hafa flutt inn íslenskt lambakjöt undanfarin ár og er það selt þar sem íslensk vara í mörkuðum Whole Foods. SIGURÐUR EYÞÓRSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.