Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 8
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Tugir þúsunda fjár voru enn uppi í snævi þöktum fjöllum Norðurlands í gærkvöld. Ástandið verra en talið var. Hefðu getað náð fénu inn ef veðurspáin hefði verið rétt, segir bóndi. Enn var raf- magnslaust í gærkvöld. „Við höfum ekki séð fyrir endann á þessu. En allir sem eru í búskap vita að þegar svona gerist getur eitt- hvað farið illa. Núna snýst þetta um að takmarka tjónið. Þetta er alveg gríðar legt dæmi,“ segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Grýtu- bakka í Eyjafirði. Óvenjulega hart vetrarveður hefur geisað um allt Norðurland síðan á sunnudagsnótt. Vindur gekk hægt niður í gær, en sauðfé fannst grafið víða í tveggja til þriggja metra djúpum snjó sköflum á mánu- daginn. Allt tiltækt björgunar- sveitar lið var kallað út til að aðstoða bændur við smölun, en snemma var ljóst að tugir þúsunda fjár var á fjöllum, margt grafið í snjó. Þórarinn hefur heyrt frá nokkrum bændum sem hafa fundið dautt fé í fönn, en það hafi aðallega verið heima við bæi. Leitarmenn lögðu af stað snemma í gærmorgun á vél- sleðum, dráttarvélum og stærri bílum til að leita fjár og koma því niður á götur. En þar sem klaka- brynjur eru á mestöllu fénu, telur Þórarinn líklegt að það verði þungt í rekstri og smölun gæti tekið langan tíma við svona erfiðar aðstæður. „Þetta er ekkert annað en náttúru- hamfarir fyrir sauðfjárbændur,“ segir hann. „Við höfum lent í svona veðrum á annesjum þegar kemur skítviðri á haustin, en ég man ekki eftir að hafa heyrt um það á þessum tíma svona inn til landsins.“ Að sögn Þórarins hafa kindur ríka sjálfsbjargarviðleitni þegar kemur að svona fárviðrum. Það er ekki nema þær blotni mikið og það frysti að þær drepist úr kulda. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjardal, hafði fundið tvö dauð lömb í snjónum þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærdag. „Ef svona veðri hefði verið spáð leikur enginn vafi á því að við hefðum tekið allt féð inn kvöldið áður og komist hjá þessu,“ segir Erlingur. Hann hafði grafið á fjórða tug skepna upp úr fönn á mánudags kvöld. Hann getur ekki sagt með vissu hvort fleiri kindur hafi drepist. „Við höfum ekkert fundið síðan í gærkvöldi [í fyrrakvöld], en við teljum okkur vera búna að ná lang- mestu,“ segir hann. „Menn voru ekki viðbúnir að það yrði svona mikil stórhríð. Það er gríðarlega mikill snjór kominn og miðað við veðurspá er þetta mun verra en ég átti von á.“ Erlingur reiknaði þó með að missa fleiri dýr en úr varð. Til allrar hamingju var helmingur búfjárins þegar kominn í hús áður en fárviðrið skall á. Afleiðingar óveðursins á Norðurlandi Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls og bíður upp á mikla notkunarmöguleika fyrir fjölbreyttan lífstíl. Eyðsla 7,4 lítrar/100km.* www.volkswagen.is Fágaður og fullur af orku Volkswagen Amarok *Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Amarok Double Cap 2.0 TDI Amarok Double Cap 2.0 TDI kostar frá 6.990.000 kr. „Þetta eru náttúruhamfarir“ Veðurstofa Íslands spáir norðvestan hvassviðri á Austfjörðum í dag, en annars mun hægari. Búist er við rigningu eða slyddu norðaustanlands, en annars bjartviðri. Mun hægara og bjartviðri norðan og austan til. Hiti 1 til 11 stig, mildast á Suðausturlandi, en hlýnar heldur norðan- lands á morgun. Veðrið geng- ur yfir í dagÍsingar á línum Rarik og Landsnets orsökuðu rafmagnsleysi á mestöllu Norðausturlandi á mánudag. Þrjár línur skemmdust hjá Landsneti í kuldanum; Kópaskerslína 1, Laxárlína 1 og Kröflulína 1. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir tjónið nema að minnsta kosti sjötíu til hundrað milljónum króna og viðgerð taki líklega tvo sólarhringa. Bæir sem fá rafmagn í gegn um Laxárlínu, sem eru um 300 talsins, eru enn án rafmagns. „Þetta er bara viðgerðarkostnaður svo það gæti verið meira,“ segir hann. „En afleitt tjón af svona löguðu er alltaf miklu meira en beinn kostnaður.“ Beint rof á afhendingu viðskiptavina Landsnets er í gegn um Kópaskerslínuna. Þar brotnuðu tuttugu stæður, en frekari skemmdir gætu einnig átt eftir að koma í ljós. Guðmundur segir ljóst að ef flutningnum væri dreift meira, hefði tjónið ekki orðið jafn mikið. „Við höfum óskað eftir leyfi til að leggja þriðju línuna í þrjú ár,“ segir hann. „Við höfum líka verið að undirbúa línur frá Akureyri í Kröflu til að styrkja allt svæðið. En ég vil ítreka að flutningskerfið er eins og hraðbraut raforkunnar og gegnir sífellt stærra hlutverki.“ Framkvæmdir við uppsetningu þriðju línunnar eru metnar á um það bil sjö milljarða króna. Dreifðari flutningur hefði minnkað tjón Tjónið sem varð af völdum ísingar á mánudag er það mesta í sautján ár. Mestu skemmdirnar urðu í Mývatnssveit þar sem tugir staura brotnuðu og línur slitnuðu. Viðgerð þar hófst fyrir hádegi í gær, en talið er að viðgerð geti tekið allt að tvo sólarhringa. Þá eru að minnsta kosti sex staurar brotnir í Bárðardal, sem gerir það að verkum að straumlaust er í innsta hluta Reykjadals og víða straumleysi eða skömmtun í Öxarfirði og varavélar eru keyrðar í Kelduhverfi, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði. Eftir að mikið tjón varð á línum á Norðurlandi árin 1991 og 1995 var ákveðið að vinna markvisst að endurnýjun dreifikerfisins í dreifbýli með lagningu jarðstrengja og hefur nær helmingur loftlína nú vikið fyrir jarð- strengjum. „Þrátt fyrir að nú blasi við gríðarlegt tjón, er ljóst að það hefði orðið mun meira og valdið viðtækara og lengra straumleysi ef strengvæðingin hefði ekki komið til,“ segir í frétt á vef Rarik. Mesta tjón af völdum ísingar í 17 ár LEITAÐ Í MÝVATNSSVEIT Björgunarsveitarmenn leituðu fjár með snjóflóðastöngum rétt hjá Helluvaði og Laxárbökkum í Mývatnssveit í gær. STÖÐ 2/BÖDDI RAFMAGNSLÍNUR HREINSAÐAR Mikið tjón varð á á rafmagnslínum vegna ísingar á Norðausturlandi. Myndin er tekin í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem Hjálparsveit skáta vann við hreinsun rafmagnslína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.