Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 16
16 12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR Jón Steinsson, dósent við Col-umbia-háskóla í New York, skrif- aði í síðustu viku grein í Fréttablað- ið til varnar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vörnina byggir Jón á átta tölusettum köflum. Einn þeirra fjallar um Landsvirkjun og hljóðar svo: „Hún (ríkis stjórnin) skipaði nýjan forstjóra Landsvirkj- unar, sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæð- um að upplýsa almenning um orku- verð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. Þá kom í ljós að Landsvirkj- un hafði verið að selja orkuna með nokkuð ríflegum afslætti af ein- hverjum ástæðum. En nýr forstjóri hefur síðan lagt áherslu á að hverfa af þeirri braut. Og nú glittir í það að Landsvirkjun geti farið að greiða eiganda sínum arð. Það var mikið!“ Það vekur athygli að í þessum stutta texta fer Jón rangt með í nán- ast öllum atriðum. 1. Jón segir að ríkisstjórnin hafi skipað nýjan forstjóra Landsvirkj- unar. Það er að sjálfsögðu rangt, því að stjórn fyrirtækisins ræður for- stjóra þess í samræmi við lög. Sam- kvæmt ráðningarsamningi var gert ráð fyrir því að ég léti af störfum í október 2008, en í kjölfar banka- hrunsins fór Bryndís Hlöðvers- dóttir, formaður stjórnar, fram á það við mig að ég sinnti starfinu áfram til að senda lánardrottnum þau skýru skilaboð að engar breyt- ingar yrðu á forystu fyrirtækis- ins, sem ávallt hefur staðið í skil- um. Sumarið 2009 ákvað stjórn LV samhljóða að ráða Hörð Arnarson til fyrirtækisins og kom hann til starfa um haustið. Hafi ríkisstjórn- in „skipað” forstjórann eins og Jón Steinsson heldur fram eru það nýjar fréttir, sem Jón þarf að skýra betur. 2. Það hefur ávallt verið stefna LV að fá sem hæst verð fyrir orku til orkufreks iðnaðar. Smám saman hefur orkuverð farið hækkandi til stóriðju. Það er eðlilegt vegna alþjóðlegrar verðþróunar og eins vegna þess að við endurnýjun orkusamninga geta iðjuverin greitt hærra verð eftir að hafa afskrifað verulegan hluta upphaflegs stofn- kostnaðar. Stóru orkusamningarnir gera flestir ráð fyrir að orkuverðið breytist með álverði og LV ver sig síðan með framvirkum samning- um. Nýjasti samningurinn við RTA er hins vegar bundinn bandarískri vísitölu sem dregur úr áhættu vegna mikilla sveiflna í álverði. Það er auðvitað alrangt „að LV hafði verið að selja orkuna með nokkrum afslætti af einhverjum ástæðum“. Slíkar dylgjur hafa oft komið fram og jafnharðan verið hrundið. 3. Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkj- unar. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki birt opinberlega orkuverð ein- stakra orkusamninga, hvorki til erlendra né innlendra kaupenda, ef slíkt hefur verið trúnaðarmál. Sama gildir um samninga ann- arra íslenskra orkufyrirtækja og hefur þessi stefna ekkert breyst í tíð núverandi ríkisstjórnar þvert á það sem Jón segir í grein sinni. 4. Raforkusamningar við orku- frek fyrirtæki hafa ávallt verið kynntir fyrir eigendum Lands- virkjunar. Landsvirkjun hefur gert ítarlegar arðsemisgrein- ingar áður en ráðist hefur verið í umfangsmiklar fjárfestingar og notað til þess viðurkenndar aðferðir. Í nær öllum tilfellum hefur fyrirtækið síðan leitað til innlendra og erlendra ráðgjafa s.s. Sumitomo Bank, Ráðgjafar og efnahagsspár og Capacent til að leggja mat á niðurstöður útreikn- inga. Vegna ábyrgðar eigendanna hafa allar forsendur og útreikn- ingar verið kynnt eigendum áður en ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdir og í ákveðnum til- vikum hafa þeir látið gera sínar eigin athuganir með aðstoð sér- fræðinga. Það er því augljóst að umræða og ákvarðanir á vettvangi eigenda LV hafa byggt á vandaðri greiningu og góðum upplýsingum eins og vera ber. 5. Þótt eigendur LV hafi aldrei lagt fyrirtækinu til beina fjármuni hefur fyrirtækið greitt þeim arð að öllu jöfnu. Á árinu 2009 ákvað stjórn LV hins vegar í samráði við ríkisstjórnina (Steingrím J. Sig- fússon fjármálaráðherra) að ekki yrði greiddur arður vegna ársins 2008. Þetta var gert til að undir- strika að ríkisstjórnin ætlaði ekki að taka fé úr rekstri fyrirtækisins til eigin nota að sinni. Miklu skipti að lánasamningar fyrirtækisins héldu, en LV hefur ávallt staðið í skilum og nýtur trausts hjá lánar- drottnum sínum. 6. Vegna hraðrar uppbyggingar á undanförnum árum er LV skuldsett fyrirtæki. Efnahagur fyrirtækis- ins er hins vegar afar traustur. Samkvæmt nýbirtu hálfsársupp- gjöri eru hreinar eignir u.þ.b. 1.650 milljónir Bandaríkjadala, sem jafn- gildir 200 milljörðum íslenskra króna. Eiginfjárhlutfallið er 36%. Þessi sterka staða er til orðin vegna öflugrar fjármálastjórnar um langt skeið. Til viðbótar má minna á þá staðreynd að orkuverð til almenn- ings og fyrirtækja er talsvert lægra en í nágrannalöndunum og njóta landsmenn góðs af því. Vegna mikils vaxtar Landsvirkjunar á undanförnum árum hafa eigendur skilið verulegan hluta arðsins eftir í fyrirtækinu. Þegar vaxtarskeið- inu lýkur getur fyrirtækið hins vegar greitt út mikinn arð til eig- andans eins og allar spár sýna. 7. Það vekur sérstaka athygli að Jón Steinsson lætur undir höfuð leggjast að fjalla um afrek ríkis- stjórnarinnar í því að skapa grund- völl fyrir auknum útflutningi með erlendri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, en til þess þarf að virkja. Fyrir liggja virkjunarkostir í neð- anverðri Þjórsá. Öll sveitarfélög á svæðinu hafa samþykkt skipulag, sem gerir ráð fyrir þessum virkjun- um og þær hafa allar farið í gegnum umhverfismat. Ríkið á nánast öll vatnsréttindi á svæðinu. Verkefnis- stjórn um rammaáætlun gerði í tillögum sínum ráð fyrir þessum virkjunum í nýtingarflokki. Á síðari stigum greip ríkisstjórnin til þess bragðs að breyta fyrirliggjandi til- lögu og færa þessar virkjanir í bið- flokk. Þingsályktunartillaga ríkis- stjórnarinnar er því ekki í samræmi við niðurstöður rammaáætlunar. Með því hefur ríkisstjórninni tek- ist tvennt í senn: Annars vegar að leggja stein í götu Landsvirkjunar og uppbyggingar iðnaðar til útflutn- ings, en LV var stofnuð í þeim til- gangi að virkja til útflutnings. Hins vegar hefur ríkisstjórninni tekist að grafa undan þeirri vinnu sem staðið hefur yfir í meira en áratug og hafði að markmiði að skapa sátt á milli verndar og nýtingar. Þessa afstöðu verður einnig að skoða í ljósi þess að ríkisstjórnin lofaði á sínum tíma að ryðja úr vegi hindrunum fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Það er m.a. vegna slíkra vinnu- bragða sem fjarar undan fylgi við ríkisstjórnina. Það vekur sérstaka athygli að Jón Steins- son lætur undir höfuð leggjast að fjalla um afrek ríkisstjórnarinnar í því að skapa grundvöll fyrir auknum útflutningi … H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð RIALTO La-z-boy stóll. Brúnt, svart eða natur áklæði. B:80 D:90 H:100 cm. 109.990 FULLT VERÐ: 129.990 NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR La-z-boy stóll. Svart, vín- rautt, brúnt eða ljóst leður. B:80 D:85 H:102 cm. 119.990 FULLT VERÐ: 139.990 GRAND PINNACLE XL La-z-boy stóll. Svart eða brúnt leður. B:84 D:107 H:118 cm. 149.990 FULLT VERÐ: 169.990 ASPEN La-z-boy stóll. Brúnt eða natur áklæði. B:80 D:85 H:100 cm. 0FULLT VERÐ: 99.99 NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR NÚNA 20.000 KR. AFSLÁTTUR Hinn eini sanni! LA-Z-BOY er hágæða vörumerki, þar sem þægindi, notagildi og ending fara saman. Upplifðu hvíld á nýjan hátt og færðu þægindi inn á þitt heimili með LA-Z-BOY. LA-Z-BOY er eini stóllinn í heiminum sem hefur 18 mismunandi hægindastillingar. LA-Z-BOY er skrásett vörumerki og fæst eingöngu í Húsgagnahöllinni. Jón Steinsson, Landsvirkjun og ríkisstjórnin Ýmislegt hefur komið fram í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um þær fyrir- ætlanir stjórnvalda að hækka virðis aukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%. Margt mjög mál- efnalegt og annað miður eins og gengur. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmið- stöðvar ferðamála og varabæj- arfulltrúi Vinstri græns á Akur- eyri, ritar meðal annars grein um málið í Fréttablaðinu þar sem hann veltir þessu máli fyrir sér. Í samanburði á skýrslu KPMG og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands telur hann að KPMG taki nokkuð þröngt á málum en Hagfræðistofnun líti hins vegar almennt á málið. En ef hins vegar rýnt er í skýrslurnar þá kemur í ljós að Hagfræðistofnun lítur ein- mitt eingöngu til áhrifa þess að hækka virðisaukaskattinn á gistingu á tekjur ríkissjóð en veltir ekki fyrir sér hvaða önnur áhrif þessi breyting hefur á aðrar tekjur ríkissjóðs. Skýrsla KPMG leitast einmitt við að meta heildaráhrifin af þessari breytingu á tekjur rík- issjóðs en það hlýtur jú að vera það sem skiptir þjóðhagslega mestu máli og vera þá mun víð- ara sjónarhorn en það sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands velur sér. Báðar skýrslur gera ráð fyrir að verðteygni sé á markaði þó mismikið. Bent hefur verið á að bæði fyrir hrun og eftir hafi ferðamönnum og gistinóttum fjölgað en eins og tölur sýna þá fjölgar þeim mun meira eftir hrun en fyrir. Ein af ástæðum þess sem farþegar sem komið hafa til landsins eftir hrun hafa gefið upp sem ástæðu fyrir ferð til Íslands er lágt gengi íslensku krónunnar og þar með hagstæð- ara verðlag. Það hlýtur þá að vera hægt að gera ráð fyrir því að verðteygni virki í báðar áttir, þannig að þegar verðlag hækk- ar þá muni eftirspurn minnka. Skýrsla KPMG metur þessi áhrif með varfærni með því að segja að fyrir hvert pró- sentustig sem verð hækkar um minnki eftirspurn um 0,49 þó erlendar rannsóknir og reynsla Icelandair sýni að þessi verð- teygni geti verið allt að einn á móti einn. Skýrsla Hagfræði- stofnunar gerir hins vegar ekki ráð fyrir að eftirspurn minnki um nema 2% við þessa breyt- ingu. Hér má spyrja sig hvort gististaðaeigendur í landinu séu almennt ekkert sérstak- lega góðir rekstrarmenn ef það er raunin að hækkun gistiverðs um rúmlega 17% hafi einungis 2% áhrif á eftirspurn. Er líklegt að gististaðaeigendur í landinu séu á hverjum degi að skilja eftir 15% af mögulegum aukn- um tekjum sem þeir ella gætu fengið í sinn hlut? Edward telur í sinni grein að SAF hafi almennt óþol gegn skattahækkunum og að þar ráði pólitísk sjónarmið. Sam- tök ferðaþjónustunnar hafa í kjölfar hrunsins, líkt og Sam- tök atvinnulífsins, talað fyrir blandaðri leið aukinnar skatt- heimtu og aukinna umsvifa atvinnulífsins til að koma ríkis- sjóði á réttan kjöl. Það þarf hins vegar ekki að horfa til nema einfalds Laffer-ferils til að átta sig á því að hér getur of mikil hækkun skatta orðið til þess að tekjur ríkissjóðs verði minni en ella og það er einmitt sú niður- staða sem við í ferðaþjónustunni höfum áhyggjur af að verði með þessari breytingu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur að auðvelt aðgengi að svörtum markaði sé meðal annars rök fyrir því að skatt- leggja atvinnustarfsemi mis- munandi. Þessi rök hljóta að vega þungt þegar talið er að hátt í 1.500 rúm séu í útleigu hér á landi sem ekki eru skráð og skila því engum gjöldum. Ríkisskattstjóri talaði um það í Fréttablaðinu að það virðist ansi margir vera að koma inn í ferðaþjónustuna sem ekki eru með sín mál í lagi. Hvati þeirra til að vera með sín mál í lagi við þessa fyrirhuguðu breytingu mun væntanlega ekki aukast. Jafnræði er líka mikilvægt í þessum geira og er þá rétt að horfa til þess hvernig þetta er í okkar nágrannalöndum, þar er nánast undantekninga- laust gisting í lægra skatt- þrepi. Í Danmörku er gisting í hærra skattþrepi og líður gist- ing í Danmörku mikið fyrir það, m.a. fækkaði gistinóttum í júlí síðastliðnum um 900.000 miðað við sama mánuð í fyrra. KPMG gerir ráð fyrir að heildartekjur samfélagsins af erlendum ferðamönnum án flug- fargjalda gætu lækkað um 10 til 28 milljarða króna ef af þessum breytingum verður. Það er því ekki síst með hagsmuni ríkis- sjóðs að leiðarljósi sem við í ferðaþjónustunni höfum áhyggj- ur af þessari breytingu. Ferða- þjónustan teygir anga sína víða og áhrif breytinga í eftirspurn hefur ekki bara áhrif á ein- stakar greinar ferðaþjónustunn- ar heldur einnig á stóran hluta þjóðfélagsins. Hagsmunir ríkissjóðs Ferðaþjónusta Árni Gunnarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Orkumál Friðrik Sophusson fv. forstjóri Landsvirkjunar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.