Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 46
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR30 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „The Killing er mjög fín þátta- röð sem ég var að klára.“ Ásgeir Trausti Einarsson tónlistarmaður gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn á þriðjudag. GULLMOLI Í TOPPSTANDI Skoda Octavia ´01 1600 Vél, beinskiptur, ek. 190þ.km. Ný heilsársdekk, skoðaður 2013 án ath. Engin skipti - Tilboðsverð 490 þ. Sími 615-4349 Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, var frumsýnd á Alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Tor- onto sem stendur nú yfir. Myndin hefur fengið góða dóma og sagði gagnrýnandi Screen Daily mynd- ina fallega og að hún væri líkleg til að falla í kramið hjá áhorfendum. „Það er frábært að fá svona góða dóma. Það skemmtilega við dóm- inn í Screen Daily er að gagnrýn- andinn fer dýpra í túlkun sinni á myndinni en gengur og gerist í kvikmyndadómum og tengir hana meðal annars íslensku hugarfari og kreppunni, sem var akkúrat ætlun mín,“ segir Baltasar um dóm How- ards Feinstein hjá Screen Daily. Sá telur að þrátt fyrir tragískan sögu- þráð myndarinnar muni hún slá í gegn hjá kvikmyndagestum víða um heim. Djúpið var sýnd fimm sinnum í Toronto, tvisvar fyrir kaupendur og þrisvar fyrir hátíðargesti og var uppselt á þær síðarnefndu. Myndin hefur þegar verið seld til dreif- ingar í Skandinavíu, Bretlandi og Frakklandi og eiga aðstandendur í samningaviðræðum við dreifingar- aðila í Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Djúpið verður frumsýnd hér á landi þann 27. september og á Baltasar ekki von á að Guðlaugur Friðþórsson sæki sýninguna, en myndin er byggð á leikverki sem var innblásið af þrekraun Guðlaugs sem synti í land eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. „Ég bauð honum fyrir löngu en á ekki von á því að hann komi. Ég skil ástæður hans mjög vel en vissi því miður ekki af þeim fyrr en of seint. Sagan fjallar þó ekki bara um hann, heldur um alla íslenska sjómenn.“ Baltasar dvelur hér á landi í þrjár vikur og heldur að þeim tíma loknum aftur til Bandaríkjanna þar sem hann mun ljúka vinnu við kvik- myndina 2 Guns. - sm Frábært að fá svona góða dóma GÓÐAR MÓTTÖKUR Kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið, fær góða dóma eftir að hún var sýnd á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Toronto. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Indía Salvör Menuez og móðir hennar Jóhanna Metúsalemsdóttir vöktu mikla athygli í nóvember í fyrra er þær sátu fyrir í auglýsingaherferð bandaríska nærfataframleiðandans The Lake & Stars. Misjöfn viðbrögð voru við herferðinni þar sem mæðgurnar sátu fyrir á nærfötunum einum saman. Til að mynda skrifaði blaðamaður The Huffington Post pistil um herferðina þar sem hann gat ekki ákveðið hvort hún væri snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. Viðbrögðin komu Jóhönnu á óvart sem sagði þá í sam- tali við Fréttablaðið að sér þætti herferðin einungis endurspegla ást, hlýju og einlægni milli mæðgnanna. MÆÐGURNAR VÖKTU ATHYGLI Í AUGLÝSINGU „Þetta var í fyrsta sinn sem ég geng eftir rauða dreglinum og það var skemmtileg upplifun en líka svolítið yfirþyrmandi,“ segir hin hálfíslenska leikkona Indía Salvör Menuez sem er nýkomin af kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Indía leikur eitt aðalhlutverk- anna í frönsku myndinni Après Mai, eða Something in the Air, í leikstjórn Olivier Assayas. Myndin var ein þeirra sem kepptu um aðal- verðlaun hátíðarinnar sem fór fram dagana 29. ágúst til 8. september. Myndin fékk prýðisgóðar viðtökur og hreppti meðal annars verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni. Indía var í skýjunum yfir ferðinni til Feneyja og hátíðinni í heild sinni. Hún var nýkomin aftur til New York, þar sem hún er búsett, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Fen- eyjar eru virkilega töfrandi staður. Það er eitthvað við það að ferðast um í bátum svo ekki sé minnst á hvað maturinn er góður,“ segir Indía sem náði að kanna borgina á milli þess sem hún var að vinna. „Ég var mest í því að fara í viðtöl og myndatökur til að kynna kvik- myndina en fékk líka samt smá útsýnistúr um Feneyjar.“ Indía klæddist eigin hönnun á rauða dreglinum en kjólinn saum- aði hún úr silkisjali sem faðir hennar, Ross Menuez, hannaði fyrir hönnunar merki sitt Salvor Projects. Indía hefur ekki langt að sækja hönnunarhæfileika því móðir hennar er skartgripahönn- uðurinn Jóhanna Metúsalems dóttir sem hannar undir merkinu Kría. „Efnið er silkiklútur sem átti að henda en ég ákvað að útbúa kjól úr. Nú er kjóllinn því sýnishorn fyrir nýja línu sem okkur pabba langar að láta framleiða í nánustu framtíð.“ Après Mai fjallar um stúdenta- mótmælin í París árið 1968 og er hlutverkið frumraun Indíu á hvíta tjaldinu. Hún er búsett í New York og ætlar sér að láta reyna á leik- listina í framtíðinni. „Ég var að ljúka við að leika í tveimur myndum í Kaliforníu, Mall og Claires Cam- bodia, og báðar eru í umsóknaferli fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina. Svo þarf ég bara að fara að koma mér í leikprufur á milli þess sem ég tek að mér verkefni úr ýmsum áttum til að eiga fyrir leigu og mat.“ alfrun@frettabladid.is INDÍA SALVÖR MENUEZ: SKEMMTILEG OG YFIRÞYRMANDI UPPLIFUN Frumraun á dreglinum „Ég hafði aldrei klárað textann svo mér fannst ég verða að gera það þegar það átti að fara að taka lagið upp,“ segir söngvarinn Jón Jónsson. Jón verður í þætti Bubba Morthens, Beint frá býli, næstkomandi laugardag þar sem hann heldur tónleika fyrir ábúendur á sveita- bænum Meðalfelli. Þegar hann mætti í upptöku á þáttunum í upphafi sumars fannst honum tímabært að ljúka við texta lagsins All, You, I, áður en það yrði tekið upp og fékk því að bregða sér í tölvuna á bænum og rumpa textanum af. „Ég var búinn að vera að spila lagið á tónleikum síðasta vetur en bull- aði þá alltaf bara textann hverju sinni. Það voru samt nokkur orð sem ég var kominn með sem ég sagði alltaf aftur og aftur en annars var hann ókláraður. Ég samdi alveg millikaflann og ein- hver tvö erindi þarna á sveitabænum,“ segir Jón. Svo virðist sem þessi aðferð hafi gert góða hluti fyrir Jón því lagið hefur notið gríðar- legra vinsælda og er hans fyrsta lag til að kom- ast í toppsæti vinsældarlistans. „Hver veit nema ég banki aftur upp á hjá þeim þarna á Meðalfelli næst þegar ég lendi í veseni með texta,“ segir Jón og hlær. - trs Kláraði textann á sveitaloftinu BULLAÐI TEXTANN Jón segist hafa bullað textann við vinsælasta lag sitt, All, You, I, á tónleikum allan síðasta vetur. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Í EIGIN HÖNNUN Indía Salvör Menuez skemmti sér vel á rauða dreglinum á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.