Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 10
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Velferðarráðuneyti 233. 557 Fjármálaráðuneyti 62.824 Iðnaðarráðuneyti 7.412 Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 4.119 Umhverfisráðuneyti 8.895 Vaxtagjöld ríkissjóðs 88.097 Æðsta stjórn ríkisins 3.650 Forsætisráðuneyti 1.040 Mennta- og menningarráðuneyti 66.274 Utanríkisráðuneyti 11.051 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti 20.057 Innanríkisráðuneyti 66.089 Heildarútgjöld ríkissjóðs 573,145 milljarðar Heildartekjur 570.345 Heildarjöfnuður -2.800 Útgjöld ríkissjóðs eftir málaflokkum í fjárlagafrumvarpi 2013 Minni þörf á niðurskurði en síðustu ár Ríkisstjórnin hefur frá hruni verið með veltutengd aðhaldsmarkmið eftir mála- flokkum, en auk þeirra hefur verið gripið til margvíslegra sértækra aðhaldsráð- stafana. Að þessu sinni er velferðarþjónustu og löggæslu hlíft við niðurskurði. Alm. opinber stjórnsýsla 5% 2% 10% 9% 3% 1,8% Stjórnsýslu og eftirlitsst. 5% 2% 10% 9% 3% 1,8% Framhaldsskólar 3% 1,6% 7% 5% 1,5% 1% Háskólar 3% 1,6% 7% 7,5% 1,5% 1% Löggæslustofnanir 3% 2% 5% 5% 1,5% 0% Sjúkrahús 3% 1% 5% 5% 1,5% 0% Heilbrigðis- og öldrunarst. 3% 1% 5% 5% 1,5% 0% Málefni fatlaðra 3% 1% 5% 5% 1,5% 0% Fjárlög 2009 Fjárlög 2010 Fjárlög 2011 Fjárlög 2012 Frum- varp 2013 Fjár- aukalög 2009 Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 marka tímamót þar sem nú hillir undir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi. Gert er ráð fyrir 2,8 milljarða halla næsta ár en afgangi 2014. Í fjárlagafrumvarpinu 2013 sem Oddný Harðardóttir fjármálaráð- herra kynnti í gær er gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla á ríkissjóði á næsta ári. Ef vaxtatekjur og -gjöld eru undanskilin er útkoman jákvæð um 4,3 milljarða. Stefna ríkisstjórn- arinnar er að ná jafnvægi í ríkis- rekstri árið 2014. Hallinn fór allt niður í tæpa 140 milljarða árið 2009, en í ár er gert ráð fyrir að hallinn verði tæpir 26 milljarðar. Ráðherra boðaði nýjar áherslur í ríkisframlögum í krafti bættrar rekstrarstöðu ríkissjóðs, þar sem 9,5 milljörðum verður varið til stuðnings við barnafjölskyldur og til atvinnusköpunar. 3,8 milljarðar fara í verkefni á fjárfestingaráætlun ríkisstjórnar- innar, 1,3 milljarðar í styrkingu rannsókna- og tæknisjóða, 2,5 millj- arðar í samgönguframkvæmdir og 4,3 milljarðar fara í að styðja fjölskyldur í greiðsluvanda vegna bankahrunsins, meðal annars gegn- um barnabætur, fæðingarorlof og auknar vaxta-/húsnæðisbætur. Frá hruni hefur verið dregið verulega úr útgjöldum ríkisins, en í frumvarpinu nú er mun lægri krafa um aðhald í flestum mála- flokkum. 1,75% niðurskurður er í almennri stjórnsýslu, 1,2% af veltu bótakerfa og sjúkratrygginga, 1% af veltu háskóla og framhaldsskóla og hálft prósent af veltu löggæslu- stofnana. Engin niðurskurðarkrafa verður að þessu sinni gerð í rekstri sjúkrahúsa, heilsugæslu, heilbrigðis- stofnana og öldrunarstofnana. Ráðherra tiltók tvo meginóvissu- þætti í ríkisfjármálunum. Annars vegar er ekki hægt að áætla kostnað sem gæti fallið á ríkið vegna Ice- save-málsins, og hins vegar er eigin fjárstaða Íbúðalánasjóðs veik og stendur nú yfir úttekt á fjárhags- stöðu sjóðsins. Til framtíðar litið er helsta verk- efni ríkissjóðs að grynnka á skuld- um og að nú sé tímabært að útfæra langtímamarkmið í þeim efnum. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær og er fullvíst að það tekur breytingum í meðförum þingsins. Áherslan á barnafólk og atvinnusköpun Minnkandi halli í ríkisrekstri: Heildarjöfnuður ríkissjóðs 2009-2013 (milljarðar króna) 0 -30 -60 -90 -120 2009 2010 2011 2012 2013 -2,8-25,8-89,4-123,3-139,3 Perudagar Nú þegar hausta tekur og landsmenn verða áþreifanlega varir við myrkrið, ætlar Glóey að efna til svokallaðra perudaga sem standa munu dagana 10.-14. september. Verslunin býður þá viðskiptavinum sínum aðstoð og lausnir við val á ljósaperum og verða allar perur seldar á sérstökum afslætti. Boðið verður upp á ráðgjöf varðandi orku- sparnað í inni- og útiljósum og hvað er til ráða vegna glóperubannsins. Þessa dagana brenna ýmsar spurningar á fólki. Er hægt að dimma sparperur? Fæ ég perur í gömlu ljósakrónuna mína? Fást sérperur áfram sem glóperur? Eru allar sparperur með blárri/gulri birtu? Verslunin Glóey er til húsa í Ármúla 19. Réttlæti Jafnrétti Réttlæti Mætum öll í Ráðhús Reykjavíkur 13. september kl. 16.00 til 18.00 Baráttumál ÖBÍ – kynningarfundur Ekkert um okkur án okkar Jafnrétti Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Fjárlagafrumvarpið 2013

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.