Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Markaðurinn Handavinna og föndur 12. september 2012 214. tölublað 12. árgangur HJÓLUM TIL FRAMTÍÐARRáðstefnan Hjólum til framtíðar 2012 – rannsóknir og reynsla verður haldin í Iðnó 21. september frá 9 til 16. Áhersla verður lögð á það sem efst er á baugi í heimi hjólavís- inda og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Kynning á rannsókn um hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar. BRÚÐKAUPSGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Bikini Tankini Sundbolir Sími 553 7355 • www.selena.is Bláu húsin v/Faxafen DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW RAFVORUR IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerí k Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri í úrvali Til dæmis: Teg: 305302/241 - Litur: svart - Stærðir: 40 - 47 Verð: 15.885.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. F yrstu fjárréttir landsins voru haldnar 2. september þegar réttað var í þremur réttum; Baldurs-heims- og Hlíðarrétt í Mývatnssveit og í Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit. Á næstu tíu dögum fara síðan fjöl margar réttir fram um allt land. Ólafur R. Dýr-mundsson, ráðunautur hjá Bændasam-tökum Íslands, segir að það sé réttað í um 150 réttum á Íslandi en enginn veit nákvæma tölu þeirra enda eru þær mis-stórar. „Tímabilið sem réttir standa yfir er um þrjár vikur. Þessa dagana er verið að smala mikið á Suðurlandi og vestanverðu landinu en víðast hvar á Norðurlandi er búið að smala helstu afrétti.“ Næstu stóru réttir í nánd við höfuð borgarsvæðið fara fram föstu-daginn 14. september en þá eru Hruna-réttir og Skaftholtsréttir á Suður-landinu. Sunnudaginn 16. september fer Fossvallarétt fram við Lækjarbotna enhún er næsta rétt við R vilja kynnast réttum. Einnig má nefna Þverárrétt í Þverárhlíð í Mýrasýslu en hún er haldin mánudaginn 17. septem- ber. Ólafur segir réttirnar alltaf sívinsælar þrátt fyrir að þær hafi tekið miklum breytingum undanfarin ár. „Það færist sífellt meira í vöxt að verið sé að smala á fjórhjólum. Landið okkar er misjafnt og sums staðar viðkvæmt og því þarf að fara varlega enda getur akstur utan vega verið varasamur. Best er að nota hesta og vera gangandi þótt slík tæki geti komið sér vel til dæmis á heiðum.“Fé hefur fækkað talsvert hérlendis undanfarin ár að sögn Ólafs. Þó eru fjölmennustu réttirnar með 5-10.000 fjár. „Svo eru auðvitað margar mun minni eða með 1.000-2.000 fjár. En hér áður fyrr voru þær mun fleiri.“ Upplýsingar um réttir má fiBæ d RÉTTIRNAR HAFNARSMÖLUN Nú geta landsmenn brugðið sér í réttir á næstu dögum. Réttir hófust snemma í september og halda áfram út mánuðinn víða um land. SKEMMTUN Réttir eru alltaf jafnvinsælar hjá ungum sem öldnum. MYND/BÆNDABLAÐIÐ Kynningarblað Námskeið, verkfæri, netverslun, handverk, heimilisiðnaður og þjóðararfur. HANDAVINNA MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 & FÖNDUR www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 12. september 2012 | 15. tölublað | 8. árgangur Konur skrifa pistla í Mark ðinn Breyting hefur verið gerð á föstum dálki í Mark-aðnum. Frá og með þessu tölublaði mun dálkurinn á baksíðu, sem áður hét „Bankahólfið“, heita „Hin hliðin“ og hafa átta konur með mismunandi að-komu og sýn á viðskipti og efnahagsmál samþykkt að skiptast á að skrifa hann. Pistlar þeirra munu einnig birtast á Vísi.is sama dag og Markaðurinn kemur út. Breytingin hefur verið unnin í nánu samstarfi við Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA). Fyrsti pistilinn, sem birtur er á baksíðu Markað-arins í dag, er skrifaður af Rúnu Magnús dóttur, ACC stjórnendamarkþjálfa, stofnanda Connected- Women.com og Brandit. Aðrir höfundar sem munu skrifa reglulega eru Guðrún Högnadóttir hjá Franklin Covey, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmda-stjóri FKA, Ingibjörg Gréta Gísladóttir hjá Reykja-vík Runway, Vilborg Aldís Ragnarsdóttir eig di OYSTER PERPETUAL EXPLORER II Áratuga forskot með Svaninn! Rúðuvökvi, 4 ltr. Kr 499 Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag. Skelltu þér í áskrift! 568 8000 | borgarleikhus.is Margbreytileiki í fyrir- lestrum Hádegisfyrirlestraröð MARK hefst í dag. tímamót 18 HVESSIR Það gengur í stífa SA-átt með rigningu um S- og V-vert landið síðdegis. Hægara og bjart norðan og austan til. Hlýnar í veðri. VEÐUR 4 10 10 EFNAHAGSMÁL Fjárlagafrumvarp næsta árs gerir ráð fyrir að skattar á vörur og þjónustu nemi 235,9 millj- örðum á næsta ári sem er raunaukning um 4,3 prósent. Í frumvarpinu eru tilteknar aðgerðir sem eiga að skila 4,9 milljörðum króna á árinu; hækkun virðis- aukaskatts gistingar, úr sjö í 25,5 prósent og hærri vörugjöld á tiltekin matvæli, bílaleigubíla og tóbak. Ekki er gert ráð fyrir að svokallað gistináttagjald, krónutölugjald sem innheimt er fyrir hverja selda gistinótt, verði fellt niður. Tóbaksgjöld verða hækkuð umfram önnur gjöld, eða um fimmtán prósent að undanskildum gjöldum á neftóbak, sem tvöfaldast milli ára. Sagði ráðherra að notkun neftóbaks í vör hefði ekki farið minnkandi þrátt fyrir hækkanir síðustu ára, því væri hækkunin nú eins mikil og raun ber vitni. Tekjur af hærra tób- aksgjaldi hækka um rúman milljarð. Þá er reiknað með 4,6 prósenta verðlagshækkun á ýmsum krónutölugjöldum sem miðast við magnein- ingar, en undir það falla til dæmis vörugjöld á bensín, kolefnis gjald og olíugjald. Samkvæmt frumvarpinu er jafnvægi að nást í rík- isbúskapnum eftir þrengingar síðustu ára. Þar er gert ráð fyrir 2,8 milljarða króna halla, en árið 2014 verði ríkisreksturinn jákvæður í fyrsta sinn frá hruni. - þj , sjá síðu 10 Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir skatta- og gjaldhækkunum: 4,9 milljarðar sóttir með séraðgerðum SJÁVARÚTVEGUR Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegs fyrir- tækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bankarnir voru stofnsettir haustið 2008. Helsta ástæða þess er sú að stór fyrirtæki í geiranum hafa greitt lán sín upp hratt samhliða auknum hagnaði þeirra á undanförnum árum. Langstærsti hluti þeirrar lækk- unar hefur átt sér stað hjá Lands- bankanum þar sem útlánin hafa lækkað um 33 milljarða króna. Endurgreiðslur skulda eiga þar verulegan hlut að máli, að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýs- ingafulltrúa bankans. Hjá Íslands- banka hefur bókfært virði útlána til sjávarútvegs lækkað um 6,2 milljarða en hjá Arion banka hefur það staðið í stað. – þsj / sjá Markaðinn Skuldir sjávarútvegs lækka: Útgerðir borga skuldir hratt ALÞINGI Það er brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á kom- andi vetri verði tekið á vanda Alþingis, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, í þingsetningar- ræðu sinni í gær þar sem staða þingsins var honum ofar- lega í huga. Hann sagði það brýnt fyrir Alþingi og alla sem þar starfa og bætti við að það væri ekki síst mikilvægt fyrir hann sjálfan sem forseta „því ella munu áfram aukast kröfur um afskipti hans af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast“. Ólafur bætti við að viðtöl sín við fólkið í landinu, tug þúsundum saman, í nýliðinni kosningabar- áttu hafi að stórum hluta snúist um stöðu þingsins. - shá / sjá síðu 4 Þingsetningarræða forseta: Óbreytt ástand kallar á afskipti ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Sárt á Kýpur Ísland náði sér ekki á strik gegn Kýpur í gær og mátti þola svekkjandi tap. sport 26 Á rauða dreglinum Indía Salvör Menuez keppti á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. fólk 30 VEÐUR Almannavarnir lýstu yfir neyðarástandi í Þingeyjarsýslum um klukkan sjö í gærkvöldi. „Það er einfaldlega þörf á öllum björgum, viðbúnaði og aðstoð til að ganga í þetta verk,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem skipulagði aðgerðir þegar Fréttablaðið hafði samband. „Það eru sjálfsagt 13 þúsund fjár uppi á heiðum. Leitar svæðið er býsna stórt í umdæmi sýslu- mannsins á Húsavík; í Mývatns- sveit, á Mývatnsöræfum, á Þeysta- reykjasvæðinu og Reykjaheiði,“ segir Svavar. Um 150 björgunarsveitarmenn voru við leit í gær og vonast menn til að hægt verði að fá 200 til 250 menn í dag. Verið var að senda út útkall til björgunarsveita í nánustu byggðum á Austurlandi og í Eyja- firði um níuleytið í gærkvöldi. Leit hefst strax í dagrenningu í dag. „Aðgerðin gengur út á það að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það liggur fyrir að fé hefur fennt í kaf á stórum svæðum,“ segir Svavar. Leitarsvæðin eru erfið yfirferðar og miklir snjóskaflar víða. „Sums staðar er útilokað að fara um öðruvísi en á beltatækjum. Þeystareykjasvæðið er sérstaklega slæmt, þar er bæði erfitt yfirferðar og gríðarlegur snjór.“ Almannavarnarstjórn var kölluð saman klukkan 15 í gær þegar ljóst var að björgunaraðgerðin væri að vinda upp á sig. „Það rann upp fyrir mönnum í dag [í gær] hversu alvarlegt ástandið væri á svæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson verkefna- stjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það fé sem fundist hefur er svo örmagna að ekki er hægt að smala því. Það þarf því öll tæki og tól til að flytja féð til byggða.“ - bþh / sjá síðu 8 Neyðarástandi lýst yfir á Norðurlandi Almannavarnir Ríkislögreglustjóra lýstu yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum í gærkvöldi. Þrettán þúsund fjár eru enn uppi á heiðum. Enn víða rafmagnslaust. DREGIN ÚR FÖNN Björgunarsveitarmaðurinn Ómar Mohamed H. Zarioh bjargar kind úr skafli við Helluvað og Laxárbakka í Mývatnssveit í gær. Enn eru hátt í 13 þúsund fjár á heiði. Mjög erfiðar aðstæður til leitar eru nyrðra. STÖÐ 2/BÖDDI Það fé sem fundist hefur er svo örmagna að ekki er hægt að smala því. RÖGNVALDUR ÓLAFSSON VERKEFNASTJÓRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.