Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 42
12. september 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Eftir draumabyrjun Lars Lagerbäck með íslenska lands- liðið fyrir helgi var liðið vakið af værum blundi sínum á Kýpur í gær. Þar töpuðu strákarnir, 1-0, og verða úrslitin að teljast sanngjörn. „Þetta eru gríðarlega mikil von- brigði fyrir okkur,“ sagði lands- liðsþjálfarinn og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson tók undir það. „Við erum allir svekktir eins og fólkið heima. Það þýðir samt ekk- ert að leggjast í jörðina og grenja. Við verðum að halda áfram.“ Kýpverjar skoruðu eina mark leiksins á 57. mínútu og kom það eftir að legið hafði á íslenska liðinu í nokkurn tíma. Markið kom eftir vel útfærða sókn Kýpverja þar sem varnarleikur liðsins alls brást, einu sinni sem oftar í leiknum. Kantmaðurinn Dimitris Christofi var skilinn einn eftir í teignum og lagði hann upp markið fyrir Con- stantinos Makridis sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Tveimur mínútum síðar kom besta færi Íslands þegar varamað- urinn Alfreð Finnbogason skaut í slá. Það reyndist eina marktilraun Íslands í öllum síðari hálfleiknum. Leikmenn Íslands voru yfir- leitt skrefi á eftir og gegn betra liði hefði þeim verið refsað mun oftar. En ein góð sókn og eitt gott mark dugði til að þessu sinni og vilja strákarnir sjálfsagt gleyma þessum leik sem allra fyrst. Vantaði flæði í okkar leik „Okkur gekk illa að ná upp okkar spili og því sem var lagt upp með að gera fyrir leikinn. Við vildum fá ákveðið flæði í okkar leik, nota kantana því við vissum að þeir væru þéttir og myndu færa liðið sitt allt yfir,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. „En við náðum aldrei takt við þeirra tempó í leiknum og ég held að það hafi verið fyrst og fremst það sem skipti sköpum,“ bætti hann við. Ragnar Sigurðsson tók í svip- aðan streng eftir leikinn og sagði leikmennina aðeins geta sjálfum sér um kennt. „Það er óþolandi að hafa tapað þessum leik. Þetta er lið sem við eigum að vinna að mínu mati,“ sagði Ragnar. „Við vorum með mikla trú og væntingar fyrir leikinn. Það er ömurlegt að hafa ekki náð að vera betri en þetta í dag. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ Það var margt sem amaði að leik Íslands í gær. Kýpverjar áttu auðvelt með að finna svæði á milli varnar og sóknar og þó svo að það hafi ekki oft reynt mikið á Hannes Þór Halldórsson í markinu komu Kýpverjar mörgum skotum að marki og voru mikið í kringum vítateig íslenska liðsins. Þegar kom að því að sækja virtist þessu unga, ákveðna og sókndjarfa liði okkar ganga hreint bölvanlega að byggja upp almenni- lega sókn. Sérstaklega kom lítið úr kantmönnum okkar í leiknum og þeir sem fremstir voru fengu úr litlu sem engu að moða á löngum köflum í leiknum. Gekk illa að stjórna okkar spili „Við náðum aldrei að verjast nógu vel og þá verður erfitt að byggja upp sóknir. Þeir gerðu vel með því að spila grimman sóknarleik og pressuðu okkur stíft. Það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Lager- bäck. „Við vorum að vinna boltann á erfiðum stöðum og fyrir vikið varð lítið úr því. Engu að síður hefðum við mátt hafa betri stjórn á spilinu okkar og sendingum. Þeir gerðu vel með því að loka á okkur en það kom meira til. Meira að segja föstu leikatriðin voru léleg hjá okkur en þau hafa verið góð hingað til.“ Útlitið fyrir næstu leiki dökkn- aði enn þegar varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu fimm mín- útum fyrir leikslok. Hann verður því í banni gegn Albaníu þann 12. október en þá verður annar erfiður leikur á útivelli. Lagerbäck segir að liðið hafi dregið lærdóm af leiknum í gær sem muni nýtast liðinu í næstu verkefnum. „Kannski vorum við fullbjart- sýnir fyrir leikinn, bæði ég og leikmenn, eftir leikinn gegn Nor- egi. Við náðum aldrei að verjast vel í leiknum og þá var erfitt að hafa aðra þætti í lagi. Það er erfiðara að spila mótsleiki en vin- áttulandsleiki og við þurfum að draga okkar lærdóm af þessu. Þetta var bara ekki okkar dagur,“ sagði Lagerbäck. eirikur@frettabladid.is MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR er komin inn í landsliðshóp Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar fyrir leikina mikil- vægu gegn Norður-Írum 15. september og Noregi 19. september. Margrét Lára var búin að afboða sig vegna meiðsla en spilaði síðan síðustu 20 mínúturnar með Kristianstad-liðinu í fyrrakvöld. Sigurður Ragnar bætti henni því við hópinn. Þetta eru góðar fréttir fyrir kvennalandsliðið enda er Margrét Lára aðalmarkaskorari liðsins undanfarin ár. Það er óþolandi að hafa tapað þessum leik. Þetta er lið sem við eigum að vinna. RAGNAR SIGURÐSSON LEIKMAÐUR ÍSLANDS A-RIÐILL Serbía-Wales 6-1 Belgía-Króatía 1-1 Skotland-Makedónía 1-1 B-RIÐILL Búlgaría-Armenía 1-0 Ítalía-Malta 2-0 1-0 Mattia Destro (5.), 2-0 Federico Peluso (90.). C-RIÐILL Svíþjóð-Kasakstan 2-0 1-0 Rasmus Elm (37.), 2-0 Marcus Berg (90.) Austurríki-Þýskaland 1-2 0-1 Marco Reus (44.), 0-2 Mesut Özil, víti (52.), 1-2 Zlatko Junuzovic (57.) D-RIÐILL Rúmenía-Andorra 4-0 Tyrkland-Eistland 3-0 Ungverjaland-Holland 1-4 1-0 Jeremain Lens (4.), 1-1 Balazs Dzsudzsak (7.), 1-2 Bruno Martins Indi (19.), 1-3 Jeremain Lens (53.), 1-4 Klaas-Jan Huntelaar (74.) E-RIÐILL Kýpur-Ísland 1-0 Noregur-Slóvenía 2-1 0-1 Marko Suler (16.), 1-1 Markus Henriksen (26.). 2-1 John Arne Riise, víti (94.). Sviss-Albanía 2-0 1-0 Xherdan Shaqiri (22.) , 2-0 Gökhan Inler (68.). STAÐAN Í RIÐLINUM: Sviss 2 2 0 0 4-0 6 Ísland 2 1 0 1 2-1 3 Albanía 2 1 0 1 3-3 3 Kýpur 2 1 0 1 2-3 3 Noregur 2 1 0 1 2-3 3 Slóvenía 2 0 0 2 1-4 0 F-RIÐILL Ísrael-Rússland 0-4 Norður-Írland-Lúxemborg 1-1 Portúgal-Aserbaídsjan 3-0 1-0 Silvestre Varela (64.), 2-0 Hélder Postiga (85.), 3-0 Bruno Alves (88.). G-RIÐILL Bosnía-Lettland 4-0 Slóvakía-Liechtenstein 2-0 Grikkland-Litháen 2-0 H-RIÐILL San Marinó-Svartfjallaland 0-6 Pólland-Moldóvía 2-0 England-Úkraína 1-1 0-1 Yevheniy Konoplyanka (38.), 1-1 Frank Lampard, víti (86.) I-RIÐILL Georgía-Spánn 0-1 0-1 Roberto Soldado (86.) Frakkland-Hvíta-Rússland 3-1 1-0 Etienne Capoue (49.), 2-0 Christophe Jallet (68.), 2-1 Oleg Poutilo (72.), 3-1 Franck Ribéry (80.). UNDANK. HM 2014 1-0 Constantinos Makridis (57.) Skot (á mark): 18-3 (8-2) Varin skot: Kissas 1 - Hannes 7 Aukaspyrnur fengnar: 16-9 Horn: 3-2 Rangstöður: 5-4 ÍSLAND (4-4-2): *Hannes Þór Halldórsson 8 Birkir Már Sævarsson 6 Sölvi Geir Ottesen 5 Ragnar Sigurðsson 6 Bjarni Ólafur Eiríksson 4 (63., Ari Freyr Skúlason 4) Rúrik Gíslason 4 Aron Einar Gunnarsson 5 Helgi Valur Daníelsson 4 (77., Jóhann Berg Guðmundsson -) Emil Hallfreðsson 3 (46., Alfreð Finnbogason 5) Gylfi Þór Sigurðsson 5 Birkir Bjarnason 4 Larnaca, áhorfendur: 1.600 Sébastien Delferiere (6) 1-0 LIÐ UMFERÐA 10 TIL 18 Frá vinstri: Kayley Grimsley, Katrín Ásbjörnsdóttir, Sandra María Jessen, Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elín Metta Jensen og Arna Sif Ásgrímsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Þór/KA söfnuðu að sér verðlaunum þegar KSÍ gerði upp 10. til 18. umferð Pepsi-deildar kvenna í gær. Kay- ley Grimsley, leikmaður Þórs/KA, var valin best og þjálfari hennar, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var útnefndur þjálfari umferðanna alveg eins og í fyrri hlutanum. Kayley Grimsley hlaut afger- andi kosningu sem leikmaður umferðanna og þær Sandra María Jessen, liðsfélagi hennar, fengu atkvæði í lið umferðanna frá öllum í valnefndinni eða fullt hús. Jóhann Kristinn hlaut líka fullt hús sem þjálfari umferðanna. Norðanfólk var mjög sigur- sælt því stuðningsmannaverð- launin hlutu stuðningsmenn Þórs/ KA og auk Grimsley og Söndru voru í úrvalsliðinu Chantel Jones, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir. Sex leikmenn eru í liði umferðanna nú sem einnig voru í liði umferða 1-9. Þetta eru þær Arna Sif, Katrín, Grimsley, Sandra María auk Dönku Podo- vac úr ÍBV og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur úr Stjörnunni. Marka- drottningin Elín Metta Jensen úr Val og þær Glódís Perla Viggós- dóttir úr Stjörnunni, Guðrún Arnar dóttir úr Breiðabliki og Shaneka Gordon úr ÍBV voru líka valdar í liðið. - óój KSÍ verðlaunaði í gær fyrir bestu frammistöðuna í seinni hluta Pepsi-deildar kvenna: Þór/KA sópaði að sér verðlaunum KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið tapaði í gær, 58-80, í Eistlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM í körfubolta. Íslensku strákarnir héldu í við Eistana í fyrsta leik- hlutanum en töpuðu öðrum leik- hlutanum 10-23 og misstu Eistana þá frá sér. Jón Arnór Stefánsson var enn á ný stigahæstur í íslenska liðinu en hann skoraði 13 stig í leiknum. Jakob Örn Sigurðarson var með 12 stig, fyrirliðinn Hlynur Bær- ingsson skoraði 11 og tók 10 frá- köst og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig. - óój Undankeppni EM í körfu: 22 stiga tap Vekjaraklukkan hringdi á Kýpur Ísland náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Noregi þar sem liðið tapaði, 1-0, fyrir Kýpur ytra í gær. Allt annar og verri bragur var á leik liðsins. „Ef til vill ríkti of mikil bjartsýni fyrir leik,“ sagði Lars Lagerbäck. ELTINGALEIKUR Gylfi Þór Sigurðsson horfir hér á eftir Kýpverjanum Mriois Nicolaou í leiknum í gær. Gylfi Þór og aðrir í sóknarleik Íslands náðu sér aldrei almennilega á strik. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.