Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 30
 | 6 12. september 2012 | miðvikudagur Ferðaskrifstofa Íslands ehf. í söluferli Academy S.a.r.l. hefur falið Arctica Finance að annast sölu á öllu hlutafé í Ferðaskrifstofu Íslands ehf. Ferðaskrifstofa Íslands er stærsta ferðaskrifstofa landsins og markaðssetur hún ferðir undir vörumerkjum Úrvals Útsýnar, Sumarferða, Plúsferða og Hekla Travel. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem að mati seljanda geta sýnt fram á að hafa viðeigandi þekkingu og fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, meðal annars ef fyrir hendi eru lagalegar hindranir á því að viðkomandi fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu, til dæmis vegna samkeppnisreglna. Nánari upplýsingar um söluferlið má finna á vef Arctica Finance, www.arctica.is, í síma 513-3300 og um netfangið FITravel@arctica.is. Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði er kl. 16:00 þann 28. september 2012. Seðlabankinn gaf 27. ágúst út rit sem nefnist Varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Í ritinu eru kynntar tillögur að svokölluðum þjóðhagslegum varúðarreglum. Leggur bankinn til að nokkrar slíkar verði lögfestar hér á landi með það fyrir augum að minnka líkurnar á þjóðhagslegum áföllum. Þá telur bankinn jafnframt að setning varúðarreglna búi í haginn fyrir afléttingu gjaldeyris- hafta á næstu árum. Í inngangi skýrslunnar segir að reynslan í aðdraganda fjármála- kreppunnar sýni að þótt óheftar fjármagnshreyfingar geti ýtt undir fjármunamyndun og hag- vöxt fylgi þeim einnig áhætta fyrir fjármálakerfið og innlent efnahagslíf sem nauðsynlegt sé að draga úr. Þá geti orðið óstöðug- leiki á gjaldeyrismarkaði við losun gjaldeyrishaftanna sem skynsam- legt geti verið að reyna að lág- marka. „Við erum að vinna eftir ákveðnu ferli til að afnema megi gjaldeyris- höftin. Meðan á því ferli stendur er mikilvægt að það sé skýrt hvernig aðstæður verða hér á landi eftir að höftin verða afnumin,“ segir Sigríður Bene- diktsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármála- stöðugleika- s v i ð s S e ð l a - b a n k a n s , o g heldur áfram: „Þá þarf að koma í veg fyrir að þær áhættur sem mynduðust til að mynda fyrir árið 2008 endurtaki sig og valdi vandræðum á ný. Að sjálfsögðu verður aldrei hægt að fyrirbyggja allar áhættur en von- andi getum við komið í veg fyrir þær augljósustu.“ Í skýrslunni er einkum vísað til þrenns konar áhættu sem mikil- vægt geti verið að draga úr. Í fyrsta lagi sveiflukenndar fjármagns- hreyfingar sem magni hagsveifl- una. Í öðru lagi gjaldmiðlamisvægi í efnahagsreikningum innlendra aðila en það þýðir til að mynda að lögaðilar hafi lán í erlendum myntum en tekjur í íslenskum krónum. Og í þriðja lagi gjalddaga- misræmi í erlendum gjaldmiðlum í efnahags reikningum fjármála- stofnana. Er þar átt við þegar fjármála stofnanir kaupa erlend- ar langtímaeignir og fjármagna kaupin með skammtímaskuldbind- ingum, til að mynda innlánum og endurhverfum lánum. „Við höfum glímt við ákveðinn vanda í peningastefnunni, að þegar það er þensla og vextir eru hækkað- ir þá eykst oft innflæði fjármagns. Það má því segja að hækkun vaxta sé að hluta til þensluhvetjandi sem er óheppilegt og eitthvað sem við þurfum að geta komið í veg fyrir. Þá þarf að taka á þeirri áhættu sem myndast þegar gjaldeyrisá- hætta er færð frá aðilum eins og bönkum, sem kunna að stýra áhættunni, yfir á þau heimili og fyrirtæki sem skortir tæki og kunnáttu til þess að stýra henni,“ segir Sigríður um þá áhættuþætti sem Seðlabankinn vill meðal ann- ars að tekið verði á. Þá segir Sigríður að Íslendingar séu síður en svo fyrsta þjóðin til að skoða upptöku varúðarreglna. „Sem dæmi má nefna að Banda- ríkjamenn og Kanadabúar greiða aðeins út innlán í sínum eigin gjaldmiðli ef innlánastofnanir lenda í vandræðum. Þessu til við- bótar er nokkuð algengt að lönd hafi ákveðin takmörk á því hve mikið lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis en við erum svo sem ekki að mæla með því til frambúðar,“ segir Sigríður og bætir við: „Okkar hugmynd byggir á þeirri áhættu að Ræða reglur til varnar stöðugleika Seðlabankinn hefur kynnt tillögur að varúðarreglum sem eiga að draga úr kerfisáhættu í efnahagslífinu og búa í haginn fyrir lyftingu gjaldeyrishafta. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálaflokkanna um ágæti hugmyndanna. ALMENNT JÁKVÆTT INNLEGG „Almennt held ég að þetta sé jákvætt innlegg. Það er hins vegar alltaf spurning hversu langt á að ganga í að setja upp takmarkanir á borð við þær sem þarna eru lagðar til. Ég held þó að við höfum lært þá lexíu af fjármálahruninu að heilt yfir sé skynsamlegt að setja einhverjar reglur til að minnka hugsanlegt ójafnvægi í hagkerfinu og til að við getum gripið inn í ef í óefni stefnir,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Þá telur Birkir ástæðu til að skoða hagstjórnina hér á landi í víðara sam- hengi og endurskoða peningamálastefnu Seðlabankans. „Ég held að það hafi sýnt sig að peningamálastefnan gengur hreint ekki upp. Fulltrúar allra þingflokka vinna nú að endurskoðun á stefnunni og þar kemur til dæmis til greina að fjölga stýritækjum bankans.“ HLJÓMAR EINS OG FRAMLENGING Á HÖFTUM „Þessar hugmyndir hljóma eins og framlenging á gjald- eyrishöftunum. Það eru mér mikil vonbrigði að við séum nú, fjórum árum eftir að höftin voru sett, enn að ræða um jafn viðamiklar takmarkanir á frjálsum fjármagnsflutningum og raun ber vitni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndirnar. „Grunnvandinn er sá að við erum ekki með nægilegan hagvöxt í landinu. Þar af leiðandi erum við með það óhagstæðan viðskiptajöfnuð að við getum ekki sýnt fram á með trúverðugum hætti að við getum bæði staðið við þær skuldbindingar sem stofnað hefur verið til og leyst höftin.“ Þá segir Bjarni nauðsynlegt að ræða framtíð peningastefnu Seðlabankans í víðara samhengi. „Það er augljóst að það skortir alla samþættingu á milli þess sem ríkissjóður og sveitarfélög annars vegar og Seðlabankinn hins vegar voru að gera fyrir hrun. Að því marki sem ný tæki kynnu að þvinga fram aukna samþættingu ætti það að koma til skoðunar. Ég sakna þess að ekki sé rætt meira um það í þinginu.“ MIKILVÆGT AÐ SETJA NIÐUR VARÚÐARREGLUR „Ég fagna þessari skýrslu og held að hún sé mikilvægt inn- legg í þá vinnu sem er fram undan við að aflétta gjaldeyris- höftunum. Um leið er hún hluti af því ferli að draga lærdóm af þeim óförum sem við fórum í gegnum í efnahagsmálum. Það hefur sýnt sig býsna harkalega að við höfðum ónógan viðbúnað og okkur skorti ýmsar varúðarreglur og tæki til inngripa. Það er því mikilvægt fyrir okkur nú að setja slíkar reglur niður þannig að ef ástand skapast þar sem hætta er á bólum eða óæskilegum sveiflum verðum við tilbúnari en áður,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þá segir Helgi að horfast þurfi í augu við að krónan muni ekki fljóta aftur með sama hætti og gerð hafi verið tilraun með. „Þess vegna höfum við í Samfylkingunni talið okkur betur borgið í stærra myntsambandi. Þannig getum við aukið viðskiptafrelsi og dregið úr þörfinni á takmörkunum sem þessum,“ segir Helgi. SKEPTÍSKUR Á AÐ KRÓNAN EIGI FRAMTÍÐ „Mér finnast þessar tillögur allar saman líta vel út á blaði. Það gerði hins vegar líka fyrirkomulagið sem var haft á þegar krónunni var fleytt árið 2001 en gekk svo ekki upp. Það er nefnilega eitt að vera með svona varúðarreglur sem líta vel út á blaði. Það er annað að koma þeim til framkvæmda og það er það þriðja að fylgja þeim eftir. Það þarf að vera algjörlega tryggt að skrefum tvö og þrjú verði fylgt eftir og í því pólitíska umhverfi sem við búum við líst mér eiginlega frekar illa á framhaldið,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, og heldur áfram: „Ég er einnig skeptískur á þessa leið vegna þess að ég er almennt skeptískur, að fenginni reynslu, á að við getum haldið krónunni hér áfram sem gjaldmiðli án þess að það verði almenningi til skaða enn eina ferðina.“ Þá segir Þór mikilvægast nú að skoða aðrar leiðir í gjaldmiðilsmálum og lítur hann þá helst til upptöku annars gjaldmiðils og afnáms verðtryggingar. ILLA BRENND AF ÓVÖRÐU HAGKERFI „Fyrir mitt leyti er ég tilbúinn að skoða allt sem þarna er talið upp,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, í Klinkinu, viðtalsþætti um efnahags- og þjóðfélagsmál á Vísi, 2. september. „Við erum náttúrulega mjög illa brennd af því hversu óvarið hagkerfið reyndist og hversu opnar áhætturnar voru hjá ýmsum aðilum. Það hefur bersýnilega sýnt sig að það er til dæmis ekki mjög skynsamlegt að innlendir aðilar með tekjur í krónum skuldsetji sig stórlega í erlendum myntum og séu óvarðir fyrir áhættu því tengdri.“ Þá sagðist Steingrímur fagna vinnu Seðlabankans sem væri liður í víðtækari undirbúningi sem miðaði að því að skilgreina skipulag efnahagsmála hér á landi til framtíðar. SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja Lausafjárreglurnar munu byggjast á hinu alþjóðlega Basel- III-regluverki en verða lagaðar að íslenskum aðstæðum. Þannig verður stefnt að því að tryggja fjármálafyrirtækjum laust fé í allt að einn mánuð undir töluverðu álagi og þá þurfa fjármálafyrirtæki að geta staðist lokun fjármagns- markaða í allt að þrjú ár án þess að gengið sé á gjaldeyris- varaforða landsins. Með þessu eru gjalddagamisræmi í erlendum gjaldeyri settar mjög þröngar skorður. 2. Takmörk á söfnun innlána erlendis Stefnt skal að því að dregið verði verulega úr möguleikum innlendra fjármálafyrirtækja til að safna innstæðum í erlendum gjaldmiðli. Hugmyndin er sú að draga úr gjalddagamisræmi í erlendum gjaldmiðlum og undir- strika einnig hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara í íslenskum krónum einungis. Seðlabankinn getur ekki verið lánastofnunum lánveitandi til þrautavara í erlendum gjaldeyri nema að mjög takmörkuðu leyti. 3. Skorður settar við lánveitingum í erlendum gjaldmiðlum Seðlabankinn mælist til þess að settar verði skorður við lánveitingum í erlendum gjaldmiðlum til sveitarfélaga, heimila og annarra sem ekki hafa tekjur eða eignir í erlendum gjaldmiðli. Hugmyndin er sú að draga úr gjald- eyrisáhættu sem getur myndast við slíkar lánveitingar. 4. Spornað við sveiflum í fjármagnsflæði Seðlabankinn vill fá í hendurnar stýritæki til þess að sporna við óhóflegum sveiflum í flæði fjármagns. Stýri- tækin gætu til að mynda verið gjald á fjármagnshreyfingar eða sérstök bindiskylda á erlenda fjármögnun. 5. Tímabundnar takmarkanir á kaupum lífeyrissjóða á erlendum eignum Þegar gjaldeyrishöftin verða losuð vill Seðlabankinn að bundið verði í lög hversu hratt lífeyrissjóðirnir geta á ný byggt upp erlendar eignir. Ljóst er að sjóðirnir munu þurfa að stækka erlent eignasafn sitt þegar höftin verða losuð sem gæti skapað þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar. Seðlabankinn vill því að fyrst um sinn eftir að höftin verða losuð verði takmarkanir settar við kaupum lífeyrissjóða á erlendum eignum sem verði svo losaðar í skrefum. TILLÖGUR SEÐLABANKANS AÐ VARÚÐARREGLUM ef lífeyrissjóðirnir mega skyndi- lega allir fara úr 20% erlendum eignum upp í 50% erlendar eignir, til dæmis 1. janúar 2014, þá er hætta á að þeir fari allir að sækja á sömu miðin. Það gæti valdið gengisveikingu krónunnar og því að sjóðirnir fengju færri erlendar eignir en ella. Þetta er því hugsað sem tímabundin hraðahindrun til að koma í veg fyrir að öll fiski- skipin fari á miðin á sama tíma ef svo má að orði komast.“ Í skýrslunni leggur Seðlabank- inn til að stofnaðir verði vinnu- hópar til að útfæra nánar þær hug- myndir sem kynntar eru í skýrsl- unni. Þá er ljóst að vilji stjórnvöld fylgja tillögunum eftir þurfa að koma til lagabreytingar vegna fjögurra af þeim fimm reglum sem kynntar eru í skýrslunni. Þá kann að vera nauðsynlegt að breyta lögum vegna fimmtu reglunnar. Þar sem það verður stjórnmála- manna að vinna áfram með þessar tillögur hafði Markaðurinn sam- band við fulltrúa allra þingflokka og bað um álit á tillögunum. Svörin má sjá hér á síðunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.