Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 29
FRÉTTASKÝRING Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Afnema á höft á fjármagnsflutn- inga með því að gefa út löng skuldabréf, sem útgefin verða af tegundum útgefenda til að end- urfjármagna erlendar skuldir sínar eða til að ráðast í nýfjár- festingar. Þetta kemur fram í til- lögum Samtaka fjármálafyrir- tækja (SFF) sem kynntar hafa verið fyrir Seðlabanka Íslands, hagsmunaaðilum, stjórnvöldum og fjöl miðlum að undanförnu. Tillögurnar byggja á vinnu hóps sem samtökin skipaði snemma á þessu ári til að kanna til hvaða að- gerða hægt væri að grípa til að af- nema höftin. Rúmlega 800 milljarðar fastir inni Samkvæmt lögum eiga höft á fjár- magnsflutninga, sem í daglegu tali eru sjaldan kölluð annað en gjald- eyrishöft, að lyftast í lok árs 2013. Hvernig það verður gert er eitt helsta hagsmunamál Íslendinga, enda eru að minnsta kosti rúm- lega 800 milljarðar króna, sem eru í eigu erlendra aðila, fastir innan haftanna. Eigendur þeirra eru af ýmsum toga, en þeirra stærstir eru jöklabréfa eigendurnir svo- kölluðu með nokkur hundruð milljarða króna eign og kröfu- hafar föllnu bankanna þriggja, sem áætla að um 450 milljarðar króna af endurgreiðslum þeirra verði í íslenskum krónum. Þetta fé á það sameiginlegt að vera afar líklegt til að leita út úr íslensku hagkerfi við afléttingu hafta með tilheyrandi vandamálum fyrir Ís- land, enda þyrfti þá að skipta allri þeirri upphæð í gjaldeyri sem er einfaldlega ekki til. Áætlanir hafa skilað litlu Stjórnvöld og Seðlabankinn eru með áætlun í gangi til að vinna á þessu vandamáli, meðal annars með því að bjóða eigendur þessara krónueigna að fjárfesta þær hér- lendis gegn afslætti. Ýmsir hags- munaaðilar telja þó að áætlunin muni ekki ganga ein og sér og hafa lagt til viðbótartillögur. SFF hefur verið að kynna sínar að undanförnu. Þær eru af svip- uðum meiði og tillögur sem Við- skiptaráð og Samtök atvinnu- lífsins (SA) hafa áður gefið út og snúast í grófum dráttum um að gefa út löng skuldabréf sem eigendur krónueigna sem fastar eru í höftum verða að kaupa. Þannig verði þessu vandamáli komið í langt endurgreiðsluferli. Fleiri en ríkið útgefendur Munurinn á tillögum SFF og hinna er þó sá að samtökin vilja að fleiri en bara ríkið geti gefið út þau skuldabréf sem krónueigendurnir verða skikkaðir til að kaupa. Sam- kvæmt tillögum SFF verða útgef- endur þessara löngu skuldabréfa, sem eiga að vera til að minnsta kosti fimmtán ára, af fimm mis- munandi tegundum. Þær er hægt að sjá í hliðarefni. Í tillögunum segir að „vextir á bréfunum yrðu ákveðnir af út- gefendum en gengi krónunnar við kaup á þeim af Seðla bankanum – annaðhvort með sérstökum út boðum eða þá með einhliða ákvörðun SÍ“. Með öðrum orðum á að endur- fjármagna nær allar erlendar skuldir íslenskra aðila með því að knýja eigendur aflandskróna til að selja okkur þær á verði sem Seðlabankinn ákveður og vöxtum sem lántakendurnir sjálfir ákveða. Í staðinn ætlum við að endurgreiða þeim í erlendum gjaldeyri á nokkrum áratugum. Endur greiðsla höfuðstóls hefst ekki fyrr en árið 2018, þegar Ís- land verður búið að endurgreiða þau lán sem vinaþjóðir okkar veittu okkur eftir hrunið, og eiga að verða jafnar frá þeim tíma. Óvíst með viðbrögð eigenda Þá stendur einfaldlega eftir sú spurning hvernig eigendur þessara krónueigna munu taka í það að fá ekki að fara með eignir sínar út úr íslensku hag- kerfi að fullu fyrr en eftir ára- tugi, og fá fyrir það greidda vexti sem eru einhliða ákvarðaðir af út gefendum bréfanna sem þeir yrðu neyddir til að kaupa. Sumir þessara aðila eignuðust nefnilega krónu eignir sínar eftir hrunið, til dæmis með því að kaupa kröfur á föllnu bankanna. Á þeim tíma voru ekki neinar hömlur á útgreiðslum þrotabúa bankanna. Þær voru hins vegar settar í mars með laga- breytingu og því eru þessir fjár- festar skyndilega lokaðir inni. Þeir sem standa að tillögum SFF horfa til þess að auðveldara verði að ræða beint við þennan hóp, og aðra kröfuhafa bankanna, þegar nauða samningar Kaupþings og Glitnis verða frágengnir á næstu mánuðum. Þá mun verða skip- aður einhvers konar forstjóri og stjórn yfir eignarhaldsfélög utan um eignir þeirra sem hafa mun skýrara umboð kröfuhafa en nokkurn tímann skilanefndir eða slita stjórnir. Væri gott fyrir Ísland Ljóst er að ef leið SFF yrði að veruleika þá væri það ákaflega gott fyrir Ísland og Íslendinga. Hægt væri að endurfjármagna skuldir ríkis, sveitarfélaga, orkufyrirtækja og viðskiptavina bankanna sem fá lánað í erlendri mynt á miklu betri kjörum en þeim býðst nú og til mjög langs tíma. Til viðbótar væri í boði nýtt lánsfé til að ráðast í nýfjárfest- ingar sem myndu auka hagsæld. Það l iggur þó ekki fyrir hvernig alþjóðasamfélagið myndi bregðast við slíkri að- gerð og hvort Ísland fái enda- laus tækifæri til að ganga á hagsmuni kröfuhafa á sama tíma og landið skapar sjálfu sér betri skilyrði. Ísland gerði það með neyðar lögunum þegar eigendur skuldabréfa voru látnir blæða til að hægt væri að tryggja inn- stæður og endurreisa föllnu bankanna. Ótrúlegur skilning- ur hefur ríkt gagnvart þessum neyðar aðgerðum Íslendinga. Fróðlegt verður að sjá hvort slíkt umburðar lyndi myndi ná yfir þá leið sem SFF leggur til. 5MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Íslenska fyrir- tækið Hand- p oi nt hef u r hafið að bjóða fyrirtækjum h ér á l a nd i posaþjónustu. Fyrirtækið hefur um ára- bil boðið lausn- ir á þessu sviði e r le nd i s e n sam hliða innleiðingu korta- og pinn-posa hér á landi hyggst það hefja landvinninga hér. „Í fyrst lagi finnst okkur rosalega gaman að geta loksins boðið innlendum fyrirtækjum upp á valkost í þessum efnum,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Hand point, og heldur áfram: „Þá keppum við ekki bara í verði heldur bjóðum við upp á ýmsar nýjungar. Í því samhengi má nefna svo kallaða vefgátt sem gerir fyrir tækjum kleift að fara á vefinn og sjá allar færslur sem er svo auð- velt að prenta út. Þá eru tveir góðir kostir við okkar posa að þeir krefjast hvorki sér internet snúru né sér rafmagns- snúru.“ Handpoint var stofnað árið 1999 og hefur unnið að þróun greiðslulausna frá árinu 2004. Hjá fyrirtæk- inu starfa 35 starfsmenn í þremur löndum en það sér- hæfir sig nú í greiðslu- lausnum fyrir fyrir- tæki sem gera þeim kleift að taka á móti korta- og pinn-greiðslum með öruggum hætti. Á Íslandi hafa hingað til verið í notkun posar sem lesa segul- rönd greiðslukorta. Um þessar mundir standa yfir skipti yfir í svokallaða korta- og pinn-posa sem lesa örgjörva á kortum auk þess sem eigandi kortsins þarf að staðfesta færsluna. Handpo- int hefur sérhæft sig í lausn- um sem byggja á kort- og pinn- greiðslukerfi. Fyrir- tækið hefur því ekki boðið þjón- u s t u s í n a á Í s l a n d i þangað til nú en það hefur meðal ann- ars haslað sér völl í Bretlandi. Erla Ósk segir að viðtökur fyrir tækisins hér á landi hafi verið mjög góðar. „Markaðinn greini- lega þyrsti í samkeppni og við höfum þegar kynnt þjónustu okkar fyrir flestum stærstu söluaðilum landsins.“ Loks segir Erla að fyrirtækið muni á næstu mánuðum kynna fleiri greiðslulausnir en hefð- bundna posa og nefnir til að mynda smáposa sem tengjast snjallsímum og spjaldtölvum. - mþl ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR Íslenska fyrirtækið Handpoint haslar sér loks völl á Íslandi: Býður upp á nýja tegund posa Tillögurnar gera ráð fyrir því að útgefendur skuldabréfanna verði af fimm mismunandi gerðum. Í fyrsta lagi á Ríkissjóður Íslands að gefa út bréf, en umfang þeirra á að takmarkast við aflandskrónueign í innlendum skuldabréfum um síðustu áramót. Sú eign nam tæplega 300 milljörðum króna á þeim tíma. Í öðru lagi eiga orku- og orkudreifingarfyrirtæki að gefa út bréf sem svara til „innlends þáttarkostnaðar nýfjárfestingar eða til endurfjármögn- unar erlendra lána frá erlendum aðilum sem eru á gjalddaga á næstu 12 mánuðum“. Á einfaldara máli þýðir þetta endurfjármögnun á erlendum skuldum íslenskra orkufyrirtækja og fjármögnun á öllum fjárfestingum sem þau ætla að ráðast í. Þarna mun Landsvirkjun vitanlega spila stóra rullu, sérstaklega í krafti þeirrar ríkisábyrgðar sem hvílir á skuldum fyrir- tækisins. Þá eiga fjármálafyrirtækin að fá að gefa út bréf til að lækka gjaldeyris- ójöfnuð sinn, fyrirtæki sem hafa undanþágu frá skilaskyldu gjaldeyris að fá að gefa út sem svarar til innlends þáttarkostnaðar vegna nýfjárfestingar og sveitarfélög eiga að fá að endurfjármagna öll erlend lán sem eru á gjald- daga á næstu tólf mánuðum. ÚTGEFENDUR SAMKVÆMT TILLÖGUM SFF Afnám nýtt til að endurfjármagna Tillögur Samtaka fjármálafyrirtækja um afnám hafta miða við að ríki, sveitarfélög, fjármálafyrirtæki, orkufyr- irtæki og fyrirtæki með undanþágu frá skilaskyldu gefi út löng skuldabréf sem eigendur haftakróna þyrftu að kaupa. Yrði hægt að endurfjármagna skuldir og fjármagna nýframkvæmdir á betri kjörum en bjóðast annars. SEÐLABANKINN Lög gera ráð fyrir því að höftin verði afnumin fyrir lok árs 2013. Rúmlega 800 milljarðar króna hið minnsta eru fastir inni í höftunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslandsbanki hóf fyrr í ár að bjóða starfsfólki sínu upp á að vinna með lærimeistara, eða mentor, til að stuðla að starfsþróun innan bankans. Konum hefur hingað til boðist þátttaka en í haust mun körlum einnig bjóðast tækifæri. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að þetta verkefni sé liður í því að efla starfsþróun starfs- manna bankans. „Þetta er góð leið fyrir þá reynsluminni til að sækja í brunn þeirra sem eru reynslumeiri og fyrir fólk til að þróa sig áfram í starfi, þróa eigin getu og færni. Markmiðið var fyrst og fremst að stuðla að starfsþróun innan bank- ans og það hefur gengið mjög vel.“ Áhugasamir hafa komist í sam- band við lærimeistara í gegnum mannauðsstjórn bankans og er þá miðað við óskir og starfssvið við- komandi. Verkefnið ein skorðast ekki við fólk innan bankans en Katrín Oddsdóttir, forstöðu maður Einkabankaþjónustu VÍB, fær til dæmis að leita í reynslubanka Hrundar Rúdólfsdóttur, fram- kvæmdastjóra starfsþróunar hjá Marel. Katrín segir ýmislegt hafa vakið áhuga hennar á að taka þátt í þessu verkefni. „Ég hef unnið í bankanum síðan ég útskrifaðist úr háskóla, þannig að mig langaði til þess að kíkja út fyrir banka geirann til að fá speglun á tilveruna annars staðar. Fjármálageirinn, þar sem ég starfa, er frekar karllægt um- hverfi og ég vildi fá sjónar horn úr öðrum karlaheimi, og svo er Hrund með mikla reynslu af stjórnun sem hún getur miðlað til mín. Þá er ég líka tveggja barna móðir sem er að reyna að samþætta vinnu og heimilislíf, þannig að ég hugsaði mér að ég gæti lært mikið og bætt mig, bæði faglega og á persónulega sviðinu.“ Katrín segist afar ánægð með reynsluna hingað til og vonast til þess að framhald verði á. - þj Nýtt starfsþróunarverkefni Íslandsbanka: Reynsluboltar miðla af reynslu sinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.