Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 20
 | 4 12. september 2012 | miðvikudagur Brimborg ehf. tapaði 273,1 millj- ón króna á síðasta ári þrátt fyrir að félagið hefði fengið fjóra millj- arða króna af lánum sínum fellda niður í byrjun árs 2011 gegn því að hluthafar legðu 200 milljónir króna inn í félagið. Eigið fé Brim- borgar var þó jákvætt um 394,5 milljónir króna í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í nýbirtum árs- reikningi félagsins. Samhliða niðurfellingu ofan- greinda skulda lækkaði fjár- magnskostnaður Brimborgar um helming á milli ára. Hann var um 700 milljónir króna árið 2010 en tæplega 350 milljónir króna í fyrra. Skuldir félagsins eru enn um fjórir milljarðar króna. Ljóst er að samdrætti í bílasölu var hvergi nærri lokið á árinu 2011. Rekstrartekjur Brimborgar á því ári voru 5,1 milljarður króna og drógust lítillega saman á milli ára. Til samanburðar voru rekstrar- tekjur félagsins 11,1 milljarður króna í árslok 2007. Hluthafar í Brimborg voru sex í lok síðasta árs. Stærstir voru Jó- hann J. Jóhannsson með 33,7 pró- sent hlut, Egill Jóhannsson með 24,4 prósent hlut, Arnór Jósefsson með 16,3 prósent hlut og Margrét Egils- dóttir með 15,3 prósent hlut. - þsj Bílaumboð tapaði 273 milljónum króna í fyrra: Brimborg tapaði þrátt fyrir afskriftir Byko ehf. tapaði 352,4 milljónum króna á síðasta ári. Það er aðeins minna tap en árið áður þegar fé- lagið tapaði 416,4 milljónum króna. Á sama tíma hagnaðist Kaupás, sem er systurfélag Byko, um 532 milljónir króna. Norvik hf., fjár- festingafélag sem er að stærstum hluta í Jóns Helga Guðmunds sonar og félaga sem tengjast honum, er eigandi bæði Byko og Kaupáss. Norvik hefur ekki skilað inn árs- reikningi fyrir árið 2011. Í ársreikningi Byko er sagt frá því að í ársbyrjun 2011 hafi fé- laginu verið „skipt í fimm félög, þar sem rekstri og efnahagi Elko, Intersport, Húsgagna hallarinnar og Egils vélaverkstæðis var skipt út úr Byko ehf.“. Velta Byko jókst um tæpar 400 milljónir króna á milli ára og var 10,5 milljarðar króna í fyrra. Tap félagsins, 352,4 milljónir króna, var aðeins minna en árið 2010, þegar félagið tapaði 416,4 millj- ónum króna. Kaupás gekk hins vegar mun betur. Félagið, sem rak verslanir Nóatúns, Krónunnar, 11-11 og Kjarval á síðasta ári, hagnaðist um 532 milljónir króna. Vegna þessa lagði stjórn þess til að greiða eig- anda félagsins hálfan milljarð króna í arð. Kaupás hagnaðist um 463,8 milljónir króna á árinu 2010 en greiddi ekki út arð til eigenda sinna vegna þess rekstrar- árangurs. Velta félagsins jókst um 800 milljónir króna á síðasta ári og var 22,8 milljarðar króna. Í mars 2012 voru 11-11 verslanirnar seld- ar út úr Kaupási til Tíu ellefu ehf. með fyrirvara um samþykkt Sam- keppniseftirlitsins. Það samþykki fékkst í lok júní síðastliðins. - þsj Misjafn gangur hjá verslunum Jóns Helga: Hagnaður hjá Kaupás en Byko tapaði Þórsmörk ehf., sem á Árvakur, út- gefanda Morgunblaðsins og eig- anda Landsprents, tapaði 61,2 milljónum króna í fyrra. Félagið hagnaðist um 6,5 milljónir króna á árinu 2010. Tapið á árinu 2011 er nær einvörðungu vegna hlut- deildar í afkomu Árvakurs. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikn- ingi Þórsmerkur. Hluthafar Þórsmarkar eru alls þrettán talsins. Þrír eiga yfir tíu prósent, Hlynur A ehf. (í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur) með 26,7 prósent hlut, Krossanes ehf. (í eigu Samherja) og Áramót ehf. (í eigu Óskars Magnús sonar) með 20,8 prósent hlut. Í reikningnum kemur fram að eignarhlutar í dótturfélögum séu metnir á 476,4 milljónir króna. Það er mun minna en árið áður þegar sami hlutur var metinn á 540 milljónir króna. Því lækkar bókfært virði Árvakurs á milli ára um 63,6 milljónir króna. Í síðasta birta ársreikningi Ár- vakurs kom fram að félagið hefði tapað 205 milljónum króna í fyrra. Þá fór félagið í annað sinn í gegn- um fjárhagslega endurskipulagn- ingu hjá Íslandsbanka í lok ársins og skuldir þess þá lækkaðar um 944 milljónir króna. Áður höfðu skuldir Árvakurs verið lækkaðar um 4,7 milljarða króna á árinu 2009 þegar núverandi eigendur félagsins tóku við því. – þsj Þórsmörk ehf. tapaði rúmum 60 milljónum: Virði Árvakurs lækkar í bókum eigenda MINNKANDI VIRÐI Þórsmerkurhópurinn keypti Árvakur í apríl 2009. Helsta eign félagsins er Morgunblaðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BYGGINGAVÖRUVERSLUN Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Samhliða því að rekstur Húsa- smiðjunnar var seldur til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma A/S í upphafi þessa árs var gert samkomulag sem tryggði selj- andanum, gömlu Húsa smiðjunni, kauprétt á þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Gamla Húsa smiðjan, sem nú heitir Holtavegur 10 ehf., er í dag í eigu Lands bankans. Þetta kemur fram í nýbirtum árs- reikningi Holtavegs 10 ehf. Landsbankinn tók yfir Húsa- smiðjuna í október 2009. Þá var allt hlutafé afskrifað og bankinn breytti 10,2 milljörðum króna af skuldum í nýtt hlutafé. Um var að ræða 70 prósent af öllum vaxta- berandi skuldum Húsasmiðjunn- ar við lánastofnanir. Fyrirtækinu var síðan komið fyrir innan Vestia ehf. sem var síðar selt til Fram- takssjóðs Íslands (FSÍ). Í janúar breytti Landsbankinn síðan einum milljarði króna til við bótar af skuldum Húsa smiðjunnar í nýtt hlutafé og við það eignaðist Höldur ehf., félag í eigu bankans, eignarhlut í fyrirtækinu. Í desember 2011 gekk Bygma frá kaupum á rekstrareignum og skuldum Húsasmiðjunnar. Sam- kvæmt ársreikningnum var kaup- verðið 760 milljónir króna auk þess sem keðjan tók yfir um 2,5 millj- arða króna af skuldum félagsins. Þær námu 5,9 milljörðum króna í árslok 2011 og því ljóst að tölu- vert af skuldum var skilið eftir í „gömlu“ Húsasmiðjunni. Nafni hennar var breytt í Holtasel 10 ehf. þegar kaupin áttu sér stað. Í ársreikningnum segir að sam- hliða samkomulaginu um söluna hafi félagið, Holtasel 10 ehf., „kauprétt á 30% hluta, í nýstofn- uðu félagi Bygma um rekstur Húsasmiðjunnar. Hægt er að nýta réttinn á tímabilinu 1. maí 2015 til 30. apríl 2020“. Holtavegur 10 ehf. var í jafnri eigu Vestia, sem FSÍ á, og Hamla ehf. um síðustu áramót. Í febrúar 2012 keyptu Hömlur ehf. hins vegar fimmtíu prósenta hlut í félaginu og á í dag 100% hlut í því. Eigandi Hamla er Landsbankinn. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir ákvæðið vera hluta af stærri mynd. „Ef rekstur Húsasmiðj- unnar gengur mun betur á kom- andi árum en áætlað var þegar fé- lagið var endurskipulagt, er ætl- unin að til komi viðbótargreiðsla fyrir reksturinn. Sú viðbót myndi renna til Landsbankans, í gegn- um Hömlur ehf., og bankinn fengi þannig meira upp í þær skuldir Húsasmiðjunnar sem afskrifa þurfti við upphaflega fjárhags- lega endurskipulagningu. Út- færslan er með kauprétti og kaupskyldu á fyrirfram ákveðnu verði og því kemur ekki til þess að Holtavegur 10, Hömlur eða Landsbankinn eigi þriðjungshlut í Húsasmiðjunni til langframa. Rekstur Húsasmiðjunnar hefur ekki gengið sem skyldi á undan- förnum árum. Í ársreikningnum kemur fram að félagið hafi tapað 1,6 milljörðum króna í fyrra og eigið fé hennar var neikvætt um 164 milljónir króna. Það kemur til viðbótar við tæpan milljarð króna sem það tapaði á árunum 2009 og 2010. Velta Húsasmiðjunnar, og alls byggingavörugeirans, hefur dregist mikið saman frá banka- hruni. Á árinu 2008 velti Húsa- smiðjan 18,9 milljörðum króna. Í fyrra var hún tólf milljarðar króna og hefur því dregist saman um tæp 37 prósent á nokkrum árum. Landsbankinn á kaup- rétt í Húsasmiðjunni Þegar Húsasmiðjan var seld tryggðu fyrri eigendur sér kauprétt á þrjátíu prósenta hlut. Sett inn til að tryggja viðbótarendurheimtur Landsbankans gangi reksturinn vel. Húsasmiðjan tapaði 1,6 millj- arði króna í fyrra og skuldir voru skildar eftir í félaginu. Ríkisskattstjóri endurálagði 677 milljónir króna á Húsasmiðjuna í lok árs 2011 vegna rekstraráranna 2005-2009. Ástæða endurálagningarinnar var að fyrri eigendur Húsasmiðjunnar nýttu vaxtagreiðslur af lánum sem notuð voru til að kaupa fyrirtækið til skattafrádráttar. Ríkisskattstjóri telur slíkt ekki heimilt. Vegna þess lækkar yfirfæranlegt skattalegt tap Holtavegar 10 ehf., sem var bókfært á 7,6 milljarða króna, um sex milljarða króna þar sem RSK „hafnar frádráttarbærni taps“. Félagið sætti sig ekki við úrskurð RSK og vísaði málinu til Yfirskattanefndar. Niðurstaða liggur enn ekki fyrir. Húsasmiðjan og Byko eru auk þess til rannsóknar hjá Samkeppniseftir- litinu, sem grunar þau meðal annars um að hafa boðið samkeppnisaðila að taka þátt í verðsamráði, að borga með tilboðum til að þau yrðu lægri en samkeppnisaðila og að hafa lækkað verð um tugi prósenta á þunga- vörum þegar nýr aðili hóf sölu á slíkum vörum. Vegna þessarar rannsóknar var gerð húsleit hjá fyrirtækjunum í mars 2011 þar sem á annan tug stjórnenda og starfsmanna voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Í árs- reikningnum segir að „óvissa ríkir um niðurstöður málsins og áhrif þess á rekstur og fjárhag félagsins. Engar fjárhæðir hafa verið færðar í ársreikningi félagsins vegna framangreinds“. ENDURÁLAGNING KOSTAÐI 677 MILLJÓNIR HLUTI AF BYGMA Danska byggingavörukeðjan keypti rekstur Húsasmiðjunnar í lok árs 2011. Hér sjást Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Peter Christiansen, eigandi og stjórnarformaður Bygma, þegar Húsasmiðjan varð formlega hluti af Bygma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.