Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGHandavinna & föndur MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 20122 1. Klippið gamlan stutt- ermabol í sundur rétt neðan við handveg. 2. Mælið út og merkið fyrir teygjunni með fata- krít eða notið sauma- vélafótinn til að áætla bilið milli teygjuranda. 3. Saumið með teygju- tvinna í bolinn. Byrjið efst þar sem bolurinn var klipptur í sundur. Munið að skilja eftir nógu lang- an enda af teygjutvinn- anum til að binda saman þegar komið er hringinn. Gott er að leita sér leið- beininga um hvernig sauma á með teygju- tvinna, áður en byrjað er. 4. Þegar rendurnar eru orðnar nógu margar skal úða létt yfir með vatni og renna yfir teygju- saumana með straujárni. Við það kippist teygju- tvinninn til baka. Heimild: bluebirdandtheboy. blogspot.com Einfalt pils eða skokkur Gamall stuttermabolur er til ýmissa hluta nytsamlegur. Með einföldum hætti má til dæmis breyta honum í pils á fullorðinn eða skemmtilegan skokk á barn. Saumið með teygjutvinna rendur efst í bolinn. Klippið gamlan stuttermabol í sundur. MYND/BLUEBIRDANDTHEBOY. BLOGSPOT.COM Höfum opnað glæsilega föndurverslun í Holtagörðum Opið virka daga 11-18 og laugardaga 11-15 s. 553-1800 • www.fondurlist.is Okkar vinsælu námskeið eru að byrja! Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Ný vefverslun: handverkshusid.is Skráðu þig núna! Þú gætir unnið 50.000 kr. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, tp. elsaj@365.is, s: 512 5427. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. TÖLUR TIL STYRKTAR GÓÐU MÁLEFNI Fjáröflun Kvennaathvarfsins stendur til 23. september. Mark- miðið er að afla fjár til kaupa á stærra húsnæði fyrir Kvennaat- hvarfið. Tölurnar fást í átta litum og er hægt að nota í alls kyns hannyrðir. Yfirlit yfir sölustaði er að finna á www.oll- medtolu.is. Handverkshúsið er fimmtán ára fyrirtæki sem sér hæfir sig í innflutningi og sölu hráefnis og verkfæra fyrir hand- verksfólk í öllum gerðum hand- verks. Þorsteinn Eyfjörð, fram- kvæmdastjóri Handverkshússins, segir breiðan hóp viðskiptavina af báðum kynjum skipta við versl- unina. „Hingað koma bæði þeir sem eru að iðka handverk eða kenna í skólum landsins. Við seljum hráefni og verkfæri til aðila sem vinna í tré, silfur, stein, gler og leir svo eitthvað sé nefnt. Auk þess þjónustum við skólana í landinu með eitt og annað sem verkgreina- kennarar sinna í daglegu starfi.“ Fjölbreytt námskeið Námskeiðahald er stór þáttur í starfssemi Handverkshússins. Þor- steinn segir fjölbreytt úrval nám- skeiða í boði, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. „Námskeiðin tengjast eðlilega því hráefni sem við erum að selja. Við bjóðum upp á tuttugu mismunandi námskeið, til dæmis skartgripanámskeið í silfursmíði, tálgunámskeið, nám- skeið í tréútskurði, brýnslunám- skeið og námskeið í myndristu- tækni. Við erum einnig með gler- námskeið og vinsælt námskeið í hnífagerð.“ Um er að ræða stutt námskeið að sögn Þorsteins þar sem mætt er í tvö til þrjú skipti og verkefni unnin frá grunni og fullkláruð. „Þátttakendur læra þá tæknina og geta síðan haldið áfram heima hjá sér með frekari verkefni.“ Kennarar námskeiðanna eru að öllu jöfnu innlendir hand- verksmenn með mikla reynslu segir Þorsteinn. Í vetur verður þó bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á erlendan kennara. Um er að ræða námskeið í skartgripa- gerð sem Carol Simmons kennir í október. Ný vefverslun Í upphafi árs opnaði Handverks- húsið nýja og glæsilega vef verslun. Þar er hægt að skoða allt vöruúr- val verslunarinnar og ganga frá kaupum á netinu. Þorsteinn segir megin hugsunina á bak við vef- verslunina vera þá að þjónusta alla landsmenn enda búa margir viðskiptavinir hennar utan höfuð- borgarsvæðisins. „Við sjáum vel hvernig umferð inn á vefinn hefur aukist. Bæði eru viðskipta vinir okkar að skoða vöruúrvalið en líka að kaupa enda eru allar vörur okkar þar inni. Sem dæmi pantaði bóndi hjá okkur bandsög um dag- inn á vefsíðunni og stórt útgerðar- fyrirtæki fann hjá okkur brýni á vefsíðunni og hringdi og pantaði.“ Handverkshúsið er til húsa í Bol- holti 4, 105 Reykjavík. Sjá nánar á www.handverkshusid.is. Skartgripir, tréút- skurður og hnífagerð Fjölbreytt námskeið eru í boði í vetur hjá Handverkshúsinu. Nýlega opnaði fyrirtækið glæsilega vefverslun þar sem allar vörur þess fást. Þorsteinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Handverkshússins. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.