Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 12. september 2012 | 15. tölublað | 8. árgangur Konur skrifa pistla í Markaðinn Breyting hefur verið gerð á föstum dálki í Mark- aðnum. Frá og með þessu tölublaði mun dálkurinn á baksíðu, sem áður hét „Bankahólfið“, heita „Hin hliðin“ og hafa átta konur með mismunandi að- komu og sýn á viðskipti og efnahagsmál samþykkt að skiptast á að skrifa hann. Pistlar þeirra munu einnig birtast á Vísi.is sama dag og Markaðurinn kemur út. Breytingin hefur verið unnin í nánu samstarfi við Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA). Fyrsti pistilinn, sem birtur er á baksíðu Markað- arins í dag, er skrifaður af Rúnu Magnús dóttur, ACC stjórnendamarkþjálfa, stofnanda Connected- Women.com og Brandit. Aðrir höfundar sem munu skrifa reglulega eru Guðrún Högnadóttir hjá Franklin Covey, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri FKA, Ingibjörg Gréta Gísladóttir hjá Reykja- vík Runway, Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, eigandi og stofnandi Arca Design, Þórey Vilhjálms dóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins, Þórunn Jónsdóttir, stofnandi og eigandi FAFU og María Lovísa Arnardóttir, mark- þjálfari og innanhússarkitekt. - þsj Sérstakur saksóknari fær 516 milljónum minna úr ríkissjóði Framlög til embættis sérstaks saksóknara munu dragast saman um 516,3 milljónir króna á næsta ári að frátöldum verðlagshækkunum sem nema 39,8 milljónum króna til viðbótar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2013. Áætlan- ir embættisins hafa gert ráð fyrir því að starfs- mönnum þess fækki niður í fimmtíu á næsta ári, en þeir eru 110 í dag. Gert er ráð fyrir að fram- lögin lækki um 300 milljónir til viðbótar árið 2014. Embættið fékk alls 1.325 milljónir króna framlag 2012 en fær 849 milljónir króna á næsta ári. Starf- seminni á síðan að ljúka árið 2014 og því fellur það sem eftir stendur af kostnaði við rekstur hennar niður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpinu stendur að „þá mun standa eftir rekstrarframlag til við- varandi efnahagsbrota þar sem þeim verkefnum verði komið fyrir hjá lögreglu eða ákærenda eða í nýrri stofnun, auk þess sem þá kunna að verða enn þá til staðar einhverjar eftirhreytur vegna banka- hrunsins sem ljúka þarf smám saman“. - þsj OYSTER PERPETUAL EXPLORER II Áratuga forskot með Svaninn! Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 ➜ Sjávarútvegsfyrirtæki hafa greitt niður mikið af skuldum sínum á síðustu árum. ➜ Virði útlána stóru bankanna til sjávarútvegs hefur lækkað um 40 milljarða. ➜ Hagnaður stærstu fyrirtækj- anna hefur stóraukist eftir bankahrunið. ÚTGERÐIR GRYNNKA HRATT Á SKULDUM SÍNUM SÍÐA 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.