Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 18
 | 2 12. september 2012 | miðvikudagur Fróðleiksmolinn Heildarútlán íslenska bankakerfisins rétt fyrir bankahrun voru 4.891 ma.kr. Eftir setningu neyðarlaganna lækkuðu heildarútlán kerfisins í 2.172 ma.kr sem var þá lækkun uppá 2.714 ma.kr. Frá þeim tíma hafa heildarútlán í kerfinu staðið nokkuð í stað og eru nú um 2.000 ma.kr. Þrír stærstu útlánaflokkar bankakerfisins í júlí 2012 voru verðtryggð, óverð- tryggð og gengisbundin lán. Frá bankahruni hafa gengisbundin skulda- bréfalán lækkað um 2.447 ma.kr. eða 86%. Verðtryggð lán hafa aukist um 232 ma.kr og óverðtryggð lán um 390 ma.kr. Breytinguna á óverðtryggðum lánum má að mestu rekja til nýrra húsnæðislána sem bankarnir hafa verið að bjóða frá bankahruni. Útlán innlánsstofnana Þróun helstu útlánaflokka Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 12. september ➜ Greiðslumiðlun hagtölur SÍ ➜ Fjarskipti á náttúruhamfaratímum Fimmtudagur 13. september ➜ Vísitala launakostnaðar á 2. Árs- fjórðungi 2012 ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir hagtölur SÍ ➜ Útboð ríkisvíxla Föstudagur 14. september ➜ Atvinnuleysi í ágúst 2012 ➜ Smásöluvísitala RSV ➜ Fiskafli í ágúst 2012 ➜ Tryggingafélög hagtölur SÍ Mánudagur 17. september ➜ Velta skv. virðisaukaskatts- skýrslum jan.-jún. 2012 ➜ Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst 2012 ➜ Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum útgáfa SÍ Þriðjudagur 18. september ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu ➜ Mannanöfn 1. janúar 2012 Miðvikudagur 19. september ➜ Upplýsingar um leiguverð íbúða- húsnæðis ➜ Verðmæti sjávarafla janúar-júní 2012 Fimmtudagur 20. september ➜ Vísitala byggingakostnaðar október 2012 Föstudagur 21. september ➜ Mánaðarleg launavísitala í ágúst 2012 ➜ Greiðslujöfnunarvísitala 2012 ➜ Útboð verðbréfa ➜ Útboð ríkisbréfa Skoða nánar: http://data.is/Onb8nT 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 5 4 3 2 1 0 ÞÚ SU N D M IL LJ AR Ð AR VERÐTRYGGÐ LÁN 743 39% 232 45% ÓVERÐTRYGGÐ LÁN 547 28% 390 248% GENGISTRYGGÐ LÁN 408 21% -2.447 -86% 88% Ma.kr. Ma.kr. Br. í prósent Stærð útlánafl okka Staðan í lok júlí 2012: Breyting frá bankahruni: (6. okt 2008) 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 3 2,5 2 1,5 1 0,5 0 ÞÚ SU N D M IL LJ AR Ð AR 6. OKTÓBER 2008 BANKAHRUNIÐ OG NEYÐARLÖGIN SETT Skoða nánar: http://data.is/RBUjWx ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF GENGISBUNDIN SKULDABRÉF ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 3 /2 01 1 SJÁVARÚTVEGUR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Bókfært virði lána Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka til sjávarútvegsfyrirtækja hefur dregist saman um samtals 39,2 milljarða króna frá því að bank- arnir voru settir á fót. Langstærsti hluti þeirrar lækkunar hefur átt sér stað hjá Landsbankanum en bókfærð útlán Arion banka til geirans hafa staðið í stað. Stór ástæða þessarar breytingar er sú að stærri sjávarútvegsfyrir- tæki landsins hafa verið að borga skuldir sínar mjög hratt niður. Hjá Íslandsbanka einum saman nema afborganir stærri fyrir- tækja í sjávarútvegi um fimm- tíu milljörðum króna frá stofnun bankans. Bankarnir tjá sig ekki um einstaka viðskiptavini og því er ekki hægt að fá sundurliðun á því hvaða fyrirtæki hafa verið að greiða niður skuldir sínar. Landsbankinn er stærsti lán- veitandi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi. Í svari bankans við fyrir- spurn Fréttablaðsins kemur fram að útlánasafn bankans til þessa geira hafi staðið í 172 milljörðum króna í lok árs 2008 en hafi verið 139 milljarðar króna um mitt þetta ár. Það hefur því lækkað um 33 milljarða króna. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýs- ingafulltrúa Lands bankans, eru nokkrir þættir sem hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru gengisdómar, af skriftir, endur- greiðslur, ný lán og svo endurmat lána. Gengið er á svipuðum stað á báðum tímapunktum og hefur því ekki veruleg áhrif. Við erum ekki með sundurliðun á áhrifum annarra þátta en endurgreiðslur skulda eiga þar verulega stóran hlut að máli.“ Hjá Íslandsbanka fengust þau svör hjá Guðnýju Helgu Her- bertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, að afborganir lána stærri fyrirtækja í sjávarútvegi „nema um 50 milljörðum króna frá stofnun bankans og á sama tímabili hefur bókfært virði lána- safnsins lækkað um 6,2 millj- arða króna. Skýringin á því að safnið minnkar ekki meira felst aðallega í nýjum lánveitingum, endur mati á lánasafni, verðbót- um og gengisbreytingum.“ Bók- fært virði allra útlána Íslands- banka til sjávarútvegs nam 72,7 milljörðum króna um mitt ár 2012. Slík lán eru um þrettán pró- sent af heildarút lánum bankans. Eini geirinn sem fær meira lánað frá bankanum eru fasteignafélög, sem fá um fjórtán prósent af heildarútlánum. Í svari Haraldar Guðna Eiðs- sonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Markað- arins segir að upphafsstaða lána til sjávarútvegs þegar bankinn var settur á fót hafi verið um 73 milljarðar króna. „Nettó útlán til þeirra félaga sem stóðu að baki upphafsstöðunni eru í dag á svipuðum slóðum, eða rúmir 73 milljarðar króna, að teknu tilliti til nýrra útlána, uppgreiðslna og afskrifta. Hins vegar hafa bæst við útlán til nýrra viðskiptavina í sjávarútvegi og fela þau í sér ríf- lega fjórðungs aukningu í útlán- um bankans til sjávarútvegsfyr- irtækja,“ segir Haraldur Guðni. Stórar útgerðir greiða skuldir hratt niður Bókfært virði útlána stóru bankanna til sjávarútvegs hefur lækkað um 40 milljarða frá því að þeir voru settir á fót. Uppgreiðslur stórra fyrirtækja á lánum hafa skipt sköpum í því samhengi. ARÐBÆRT Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið mikill á síðustu árum. Stærstu fyrirtækin hafa nýtt sér góðærið til að greiða niður skuldir sínar við íslenska banka. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Hreinn hagnaður sjávarútvegs var samtals 62 milljarðar króna á árunum 2009 og 2010, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Ljóst er að afkoman í fyrra, og það sem af er árinu 2010, verður enn betri hjá mörgum fyrir- tækjum í þessum geira. Skuldir sjávarútvegs lækkuðu um 63 milljarða króna á milli áranna 2009 og 2010 og stóðu í 500 milljörðum króna í árslok 2010. Miðað við þá þróun sem sést í ársreikningum þeirra stóru sjávarútvegsfyrirtækja sem skilað hafa uppgjöri er ljóst að þessi skuldastaða hefur minnkað enn frekar í fyrra. HB Grandi, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er eina slíka fyrir- tækið sem er skráð á markað. Í uppgjöri þess fyrir fyrstu sex mánuði ársins í ár kemur fram að hagnaður HB Granda fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 4,5 milljarðar króna. Slíkur hagnaður nam 8,8 milljörðum króna á árinu 2011 og 6,4 milljörðum króna árið 2010. Samtals hefur EBITDA- hagnaður HB Granda á síðasta tveimur og hálfa árinu numið 19,7 milljörðum króna miðað við gengi dagsins í dag. Á sama tíma hefur félagið greitt skuldir sínar hratt niður. Í árslok 2010 skuldaði HB Grandi 25,4 milljarða króna. Skuldir fyrirtækisins um mitt þetta ár voru hins vegar 19,7 milljarðar króna. Þær höfðu því lækkað um 5,7 milljarða króna á einu og hálfu ári. GRÍÐARLEG HAGNAÐARAUKNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.