Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 2

Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 2
20. september 2012 FIMMTUDAGUR2 Atli, var þetta aldrei spurning? „Nei. Því þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Ég sagði já.“ Atli Freyr Steinþórsson útvarpsþulur hefur tekið sér nýtt hlutverk og spreytir sig í vetur sem spurningahöfundur og dómari í framhaldsskólakeppninni Gettu betur. LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is NÝTT HINDBER & BANANAR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA BANDARÍKIN, AP Karen King, guð- fræðiprófessor við Harvard, kynnti í vikunni fornt papýrus- brot þar sem finna má texta sem bendir til þess að Jesús hafi verið giftur konu að nafni María. Í textanum, sem talinn er vera frá annarri öld eftir Krist, er haft eftir Jesú þar sem hann talar um konu sína, en í biblíunni er hvergi kveðið á um hjúskaparstöðu hans. Uppgötvunin hefur vakið umræður innan fræðanna og meðal almennings. Margir efast þó um að mikið sé að marka það sem stendur á skjalinu, enda sé til aragrúi af fornum textum sem séu uppfullir af vitleysu. - þj Ný uppgötvun vekur athygli: Jesús gæti hafa átt eiginkonu UMDEILT TEXTABROT Á þessum papýrus- búti er texti þar sem Jesús talar um eiginkonu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Karl á fertugsaldri var fyrir skemmstu dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað tveimur konum. Brot- in framdi hann með aðeins um tveggja tíma millibili í febrúar síðastliðnum. Í frétt Jótlandspóst- sins segir að önnur konan sé fyrr- um kærasta mannsins. Maðurinn er einnig dæmdur fyrir líflátshótanir og tilraun til fjárkúgunar, en hann krafði annað fórnarlambið um sem nemur fimm og hálfri milljón íslenskra króna. Hinn dæmdi hyggst ekki áfrýja dómnum. - þj Í þriggja og hálfs árs fangelsi: Dæmdur fyrir tvær nauðganir sama daginn KJARAMÁL Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur fallið frá þeirri ákvörðun sinni að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Land- spítalans, um 450 þúsund krónur um næstu mánaðamót. Í tilkynn- ingu frá velferðarráðuneytinu segir að þetta sé gert í samkomu- lagi við Björn. Haft er eftir Guðbjarti í tilkynn- ingunni að hann hafi í góðri trú samið við Björn um að hann tæki að sér frekari læknisstörf svo hækka mætti við hann launin, þar sem hann hafi talið það þjóna best hagsmunum spítalans. „Þetta mat reyndist ekki rétt og ég tel að umræð- ur sem orðið hafa um málið opinberlega og viðbrögð starfsmanna og stéttarfélaga heilbrigðisstarfs- fólks bendi til þess að engin sátt geti orðið um þessa ákvörðun,“ er haft eftir Guðbjarti. Miklar deilur hafa sprottið í kjölfar launahækk- unarinnar og óánægjuraddir heyrst víða, ekki síst á Landspítalanum. Haft er eftir Birni í tilkynningu ráðuneytisins að þessi óánægja hafi orðið til þess að hann afþakkaði hækkunina. Hann segist hafa leitt öflugan hóp starfs- manna við niðurskurð á spítalan- um. „Eftir þessu starfi hefur verið tekið erlendis og mér hafa staðið til boða nokkur störf við að stýra stórum sjúkrahúsum í Evrópu,“ segir hann. Honum hafi verið boðin breytt starfskjör þegar hann til- kynnti um fyrirhugaða uppsögn sína. „Ég samþykkti þetta og um leið gerði ég kröfu um enn meiri stuðning við hin ýmsu verkefni LSH. Það var samþykkt. Ég taldi að með þessu yrðu um leið auknar líkur á að auðveldara yrði fyrir heilbrigðis- starfsfólk að sækja kjarabætur á næstunni. Ég hafði rangt fyrir mér hvað þann þátt varðar. Ég vona að með þessu móti skapist á ný friður á Landspítala og við getum farið að einbeita okkur að því sem við gerum best, en það er að hugsa um sjúklinga á spít- alanum,“ er haft eftir Birni. - sh Guðbjartur Hannesson hættir við launahækkun forstjóra Landspítalans: Mistök að hækka laun Björns GUÐBJARTUR HANNESSON BJÖRN ZOËGA FÓLK Fjórir Íslendingar ætla á næsta ári að róa sérsmíðuðum úthafsbáti yfir Norður-Atlants- hafið frá Noregi til Norður-Amer- íku. Ýtt verður úr vör á þjóðhátíð- ardegi Norðmanna 17. maí 2013. Róið verður milli landa sam- kvæmt reglum Ocean Rowing Society og Guinness World Records eða óstuddir og án fylgdarbáta. Saga Film er að hefja fjár- mögnun á heimildarmynd um ferð þeirra félaga. Framleiðandi hennar er Margrét Jónasdóttir. Róið verður í fyrsta áfanga til Skotlands og þaðan til Færeyja og Íslands. Eftir vetursetu verður haldið áfram frá Íslandi til Græn- lands og Nýfundnalands. - shá Stefna á heimsmet: Ætla að róa yfir N-Atlantshafið BJÖRGUN Fimm menn á göngu- skíðum sóttu í fyrradag 33 hross, sem voru búin að vera í sjálfheldu í tæpar tvær vikur. Björgunarað- gerðin tók sautján klukkustundir. Hrossin voru í tveimur hópum. Annar var í Sveinsstaðaafrétt og hinn í Austurtungum í Skíðadal við vestanverðan Eyjafjörð. Þar voru þau í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli. „Hrossin fóru þarna upp áður en hretið skall á fyrir rúmri viku,“ segir Gunnsteinn Þorgils- son, bóndi á Sökku í Svarfaðar- dal, en hann var einn þeirra sem bjargaði hrossunum. „Hrossin sáust fyrst úr flugvél þegar það stytti upp eftir hretið en þau voru þarna í algjörri hagleysu. Ungu trippin voru sum hver orðin held- ur léleg og slöpp – bæði tagl- og faxétin. Hin eldri voru í skárra ásigkomulagi.“ Gunnsteinn segir að leiðin sem þeir hafi þurft að fara sé mjög erfið yfirferðar. „Þarna er bæði bratt og giljótt og mikill snjór,“ segir Gunn- steinn. „Ekki bætti úr skák að um tíma var bæði éljagangur og skafrenningur. Leiðin til baka með hrossin var ekki síður erfið. Þá þurftum við að mæla snjódýpt- ina svo hrossin festu sig ekki. Ef hún var undir metra þá létum við vaða. Sem betur fer tókst þetta allt vel að lokum.“ - th Hópur manna á gönguskíðum mokaði sig í gegnum gil og hengjur: Hrossum í sjálfheldu bjargað Norðmenn og Finni unnu Þrír Norðmenn og einn Finni voru með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í gær og fá 35,3 milljónir hver í sinn hlut. Íslenski bónusvinningurinn gekk ekki út, samkvæmt upplýsingum frá íslenskri getspá. HAPPDRÆTTI HEILBRIGÐISMÁL Bóluefni gegn inflúensu hefur borist til lands- ins; meðal annars vörn gegn svínainflúensu. Í fyrra greind- ust fyrstu tilfelli inflúensu hér á landi í lok nóvember. Sóttvarnalæknir mælist til að einstaklingar 60 ára og eldri, börn og fullorðnir sem þjást af lang- vinnum sjúkdómum, heilbrigðis- starfsmenn og þungaðar konur njóti forgangs við bólusetningu. Bólusetning gegn inflúensu veit- ir allt að 60-70% vörn gegn sjúk- dómnum. - shá Valdir hópar fólks gangi fyrir: Bóluefni gegn flensu komið SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL „Við getum ekki sam- þykkt að óskoðuðu máli að greiða skaðabætur enda er tjónið ekki af völdum sveitarfélagsins held- ur þeirra sem nota fráveitu þess,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, sveit- arstjóri Rangárþings ytra, um kröfu Lax-ár ehf. um að sveitarfé- lagið borgi fimm milljónir króna vegna tjóns á veiðiskapnum í Ytri- Rangá. Lax-á er leigutaki Ytri-Rang- ár sem er aflasælasta laxveiðiá landsins. „Þann 7. september 2011 urðu veiðimenn sem voru við veið- ar í Ytri-Rangá varir við að í hana lak alls kyns úrgangur, meðal ann- ars kjúklingafita, kjúklingainnyfli og klósettpappír,“ segir í bréfi sem Rangárþingi ytra barst á dögunum frá lögmannskrifstofunni Lögmáli fyrir hönd Lax-ár. Í ljós hafi komið að úrgangurinn stafaði frá slátur- húsi Reykjagarðs. Yfirflæði hafi orðið í veitukerfi. „Eins og gefur að skilja vakti mengun þessi mikinn viðbjóð meðal þeirra veiðimanna sem voru við veiðar í ánni og hættu þeir þegar veiðum og yfirgáfu ána,“ segir í bréfi Lögmáls sem kveður Lax-á hafa orðið fyrir fjártjóni sem rekja megi til aðgerða eða eftir atvikum aðgerðarleysis Rangárþings ytra og starfsmanna Reykjagarðs. „Þeir veiðimenn sem áttu veiði- dag þegar hið umrædda atvik átti sér stað hafa óskað eftir endur- greiðslu eða skaðabótum enda var áin ekki veiðifær. Þá er einn- ig ljóst að umbjóðandi minn átti í erfiðleikum með að selja veiði- leyfi í ánni sökum þeirrar fjöl- miðlaumfjöllunar sem átti sér stað vegna mengunarinnar,“ segir Lögmál og bætir við að koma hefði mátt í veg fyrir tjónið ef rétt hefði verði staðið að verki. Lax-á meti tjónið á 5.118.920 krónur. Þess sé óskað að sveitar- félagið taki afstöðu til þess hvort bótaskylda sé viðurkennd og til þess hvort skaðabætur verði greiddar. Einnig hefur verið leit- að afstöðu Reykjagarðs til máls- ins. „Tjónið er talið nema rúmum fimm milljónum króna án þess að það sé á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Gunnsteinn sveitarstjóri. Eins og áður kom fram telur hann sveitarfélagið ekki bera ábyrgð á því sem aðrir setja ofan í frá- veitukerfi þess. „Við funduðum með forsvars- mönnum Lax-ár strax eftir þetta leiðindatilvik og niðurstaða þeirra funda var sú að tjónið yrði tekið saman og ábyrgðar- aðila yrði leitað í framhaldinu og hugsanlegra trygginga sem á tjóninu gætu tekið,“ segir Gunn- steinn sem kveður málið nú til skoðunar hjá lögmanni sveitar- félagsins. gar@frettabladid.is Eins og gefur að skilja vakti mengun þessi mikinn viðbjóð meðal þeirra veiðimanna sem voru við veiðar í ánni og hættu þeir þegar veiðum. ÚR BRÉFI LÖGMÁLS FYRIR HÖND LAX-ÁR EHF. Fimm milljóna tjón af kjúklingaúrgangi Leigutaki Ytri-Rangár vill að Rangárþing ytra borgi fimm milljóna króna bætur vegna tjóns sem varð er kjúklingaúrgangur og klósettpappír lak frá sláturhúsi á Hellu í fyrra. Ekki okkar ábyrgð þótt við eigum fráveituna segir sveitarstjórinn. ÆGISSÍÐUFOSS Svona vilja veiðimenn hafa umhorfs þegar þeir heimsækja bakka Ytri-Rangár. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Ungu trippin voru sum hver orðin heldur léleg og slöpp – bæði tagl- og faxétin. GUNNSTEINN ÞORGILSSON BÓNDI Á SÖKKU Í SVARFAÐARDAL FJÖLMIÐLAR Stjórn Ríkisútvarps- ins ákvað á fundi sínum í gær að hætta við að segja upp fjórum til sex starfsmönnum Rásar 1. Þetta staðfesti Halldór Guðmundsson, stjórnarmaður í RÚV, í samtali við vefmiðilinn Smuguna í gær- kvöldi. Starfsmenn Rásar 1 höfðu skrifað Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, bréf þar sem fyrirhuguð- um uppsögnum var mótmælt. Málið var rætt á Alþingi í fyrradag. Þar sagði Mörður Árnason að það væri út í hött að tap af Ólympíuleikunum kæmi niður á starfsfólki Rásar 1. - sh, gar Starfsfólki Rásar 1 fækkar ekki: Hætt við upp- sagnir á RÚV

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.