Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 4
20. september 2012 FIMMTUDAGUR4
SKIPULAGSMÁL Gert er ráð fyrir að
sjö hús verði rifin á Hljómalindar-
reitnum í miðbæ Reykjavíkur sam-
kvæmt áætluðum breytingum á
deiliskipulagi. Talsvert minni upp-
bygging er fyrirhuguð á reitnum
en samkvæmt núgildandi deili-
skipulagi.
Hljómalindarreiturinn er
kenndur við húsið sem áður hýsti
Hljómalind við Laugaveg, en þar
er kaffihúsið og skemmtistaður-
inn Hemmi&Valdi nú. Reiturinn
afmarkast af Laugavegi, Smiðju-
stíg, Hverfisgötu og Klapparstíg.
Gert er ráð fyrir uppbyggingu við
allar fjórar göturnar.
Í greinargerð borgarinnar
kemur fram að samráðsfundir hafi
verið haldnir vegna skipulagsins
og niðurstaðan hafi verið sú að
styrkja þyrfti stöðu eldri húsa. Þá
var vilji til þess að búa til skjólgott
og sólríkt torg inni á miðjum reitn-
um. Áhersla var einnig lögð á að
viðhalda smágerðum mælikvarða
í allri uppbyggingu og eru nýbygg-
ingar því áætlaðar í svipaðri hæð
og þau hús sem fyrir eru.
Samkvæmt tillögunum mun
ásýnd Laugavegsins ekki breyt-
ast, þar sem aðeins verður byggt
fyrir aftan húsin sem þar standa.
Við Smiðjustíg er heimild áfram
gefin fyrir niðurrifi húsa númer 4,
4a og 6, en í því húsi er skemmti-
staðurinn Faktorý nú meðal ann-
ars til húsa. Þessar lóðir verða
sameinaðar ásamt hluta af öðrum
baklóðum. Gert er ráð fyrir því að
nýtt fimm hæða hús rísi þar auk
þess sem torg fyrir almenning
verði þar, í hluta núverandi Hjarta-
garðs. Undir torginu er gert ráð
fyrir bílageymslu.
Á miðju torginu verður röð ljósa-
staura sem munu hafa festingar
fyrir tjöld og verður hægt að reisa
tjald yfir hluta torgsins tímabund-
ið fyrir uppákomur eða markaði.
Viðbyggingar koma við húsin að
Hverfisgötu 26 og 28, auk þess sem
ný hús munu rísa á Hverfisgötu 30
til 34. Hverfisgata 30 er óbyggð lóð
núna en gert er ráð fyrir fjögurra
hæða húsi þar með inndreginni
fimmtu hæð. Húsin við Hverfis-
götu 32 og 34 eru bæði í mikilli
niðurníðslu og gert er ráð fyrir því
að þau verði bæði rifin og byggðar
verði fjögurra hæða nýbyggingar
í staðinn.
Við Klapparstíg rísa líka við-
byggingar á lóðum húsanna númer
26 og 28 auk þess sem gert er ráð
fyrir því að húsið númer 30, þar
sem nú er verslunin Macland og
áður var skemmtistaðurinn Sirk-
us, verði rifið. Nýtt hús á að byggja
„í anda eldra hússins, þar sem að
varla er nokkuð upprunalegt eftir
í húsinu,“ segir í greinargerð borg-
arinnar. Þá verður fjögurra hæða
nýbygging byggð á lóðinni.
thorunn@frettabladid.is
Mega rífa sjö hús á
Hljómalindarreit
Breytingar á deiliskipulagi gera ráð fyrir minni uppbyggingu á Hljómalindar-
reitnum en áður. Áfram verður almenningsrými á miðjum reitnum. Laugaveg-
ur heldur sömu ásýnd og áhersla er lögð á að viðhalda smágerðum mælikvarða.
HLJÓMALINDARREITUR Hér sést Hljómalindarreiturinn eins og gert er ráð fyrir að
hann verði. Töluverð uppbygging er á reitnum en áfram verður gert ráð fyrir almenn-
ingstorgi í miðjunni. MYND/REYKJAVÍKURBORG
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
20°
15°
15°
17°
17°
15°
15°
27°
17°
27°
21°
29°
13°
19°
18°
13°Á MORGUN
10-18 m/s, en
hægari NA-til.
LAUGARDAGUR
5-10 m/s.
9
9
8
8
8
7
2
8
6
6
7
3
4
5
4
3
7
8
7
3
3
3
9
11
11
8
10
10
10
10
11
12
ÞYKKNAR UPP
Bjart og fallegt
veður víðast hvar
á landinu í dag en
þykknar upp með
stífri sunnanátt
um sunnan- og
vestanvert landið
snemma á morg-
un. Hlýnar í veðri
einkum fyrir norð-
austan. Víða skúrir
en hægari vindur á
laugardag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
SAMGÖNGUR Loftorka átti lægsta
tilboð í gerð Álftanesvegar milli
Hafnarfjarðarvegar og Bessa-
staðavegar, en tilboð voru opnuð
fyrr í vikunni.
Á vef Vegagerðarinnar kemur
fram að tilboð Loftorku hafi
numið tæpum 660 milljónum
króna og verið 76 prósent af áætl-
uðum verktakakostnaði upp á 865
milljónir króna. ÍAV átti næst-
lægsta tilboðið, 746 milljónir.
Verkið felur í sér gerð fjögurra
kílómetra langs vegar frá Engidal
að Fógetatorgi við Bessastaðaveg,
mislæg gatnamót og tvö undir-
göng fyrir gangandi vegfarendur.
Áætluð verklok eru 1. júlí 2014. - þj
Álftanesvegur í útboði:
Loftorka bauð
lægst í verkið
HAGTÖLUR Atvinnuleysi í ágúst
mældist 5,8% samkvæmt Hag-
stofu Íslands. Það er 0,4 prósentu-
stigum minna en á sama tíma í
fyrra, þegar 6,2% voru án vinnu.
Að jafnaði voru 178.300 manns
á vinnumarkaði í ágúst og af
þeim voru 168.000 starfandi og
10.300 án atvinnu og í atvinnu-
leit. Atvinnuþátttaka mældist því
79,4% og hlutfall starfandi 74,8%.
Fleiri konur en karlar eru atvinnu-
lausar, en í ágúst voru 6,7%
kvenna án atvinnu en 5% karla.
Samtök atvinnulífsins segja
þessar tölur mjög dapurlegar,
enda komi í ljós að íbúum á vinnu-
aldri hafi fækkað um 600 milli ára
og 1.900 fleiri standi utan vinnu-
markaðar. Störfum hafi fækkað
um 1.600 en þrátt fyrir það hafi
atvinnulausum fækkað um 900
vegna þess hve mikið fleiri standa
utan vinnumarkaðar. - kóp, sh
Atvinnulausum fækkar:
5,8% voru án
atvinnu í ágúst
EFNAHAGSMÁL Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu
hækkaði um 1,3% í ágúst samkvæmt mæling-
um Þjóðskrár Íslands. Leiguverð hefur hækkað
hratt á síðustu mánuðum eða um 6,8% síðustu
þrjá mánuði og 10,6% sé litið til síðastliðinna
tólf mánaða.
Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka frá
því í gær segir að þessi mikla hækkun leigu-
verðs á höfuðborgarsvæðinu endurspegli sókn
námsmanna í íbúðir áður en skólaárið hefst á
haustin.
Greint var frá því í ágúst að eftirspurn eftir
stúdentaíbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefði
aldrei verið meiri. Þannig voru ríflega þúsund
stúdentar á biðlista eftir stúdentaíbúðum þegar
úthlutun íbúða fyrir nýhafið skólaár lauk.
Þá jókst fjöldi leigusamninga mikið í ágúst
eins og búast má við á þessum árstíma. Alls
616 leigusamningar voru gerðir á höfuðborg-
arsvæðinu í mánuðinum og fjölgaði þeim um
15% milli mánaða.
Loks er bent á það í Morgunkorni greining-
ar Íslandsbanka að þrátt fyrir mikla ásókn
stúdenta í leiguíbúðir á þessu ári hafi leigu-
markaðurinn skroppið saman frá því í fyrra.
Þannig hafa samtals verið gerðir 5.936 leigu-
samningar það sem af er ári. Nemur það 8,2%
fækkun frá sama tímabili í fyrra. - mþl
Aldrei verið lengri biðlistar eftir stúdentaíbúðum á höfuðborgarsvæðinu:
Leiguverð íbúða hefur hækkað hratt
STÚDENTAÍBÚÐIR VIÐ BÓLSTAÐARHLÍÐ Biðlistar eftir
stúdentaíbúðum hafa aldrei verið lengri en í haust.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
RÓM, AP Æðsti glæpadómstóll
Ítalíu sakfelldi í gær 23 banda-
ríska ríkisborgara fyrir að ræna
egypskum manni sem grunaður
var um hryðjuverk. Ránið var
hluti af fangaflugsáætlun leyni-
þjónustu Bandaríkjanna, CIA.
Þetta er endanleg niðurstaða í
fyrsta dómsmálinu sem varðar þá
háttsemi CIA að flytja grunaða
hryðjuverkamenn nauðuga til
landa þar sem pyntingar eru
heimilar.
Dómurinn var kveðinn upp að
mönnunum fjarstöddum og hljóð-
aði upp á tíu og sjö ára fangelsis-
vist. Enginn mannanna hefur
nokkru sinni verið handtekinn
vegna málsins. Þeir eiga hins
vegar yfir höfði sér handtöku ef
þeir ferðast til Ítalíu. - sh
Ítalir sakfella fyrir mannrán:
23 Bandaríkja-
menn dæmdir
BANDARÍKIN Fjögur hundruð rík-
ustu menn Bandaríkjanna urðu
enn ríkari á síðasti ári samkvæmt
lista Forbes tímaritsins sem birt-
ist í gær.
Samanlagt eiga þessir ríkustu
menn Banda-
ríkjanna tæp-
lega 210 þúsund
milljarða króna
en fyrir ári áttu
þeir tæplega
185 þúsund
milljarða króna.
Bill Gates,
stjórnarformað-
ur Microsoft, er
efstur á listanum en eignir hans
eru metnar á ríflega 8.100 millj-
arða króna. Næstur á listanum er
fjárfestirinn Warren Buffet en
eignir hans eru metnar á tæplega
5.700 milljarða króna. Í því þriðja
er Larry Ellison, stjórnarformað-
ur Oracle. Eignir hans eru metnar
á ríflega 5.000 milljarða króna. - th
Listi Forbes birtur:
Þeir moldríku
verða enn ríkari
BILL GATES
GENGIÐ 19.09.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,2472
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,46 123,04
198,57 199,53
159,28 160,18
21,364 21,488
21,412 21,538
18,689 18,799
1,5497 1,5587
188,92 190,04
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is