Fréttablaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 10
20. september 2012 FIMMTUDAGUR
Sól og blíða
í Barcelona!
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
20.700 kr.*
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Takmarkað sætaframboð, valdar dagsetningar og valin flug.
Barcelona frá:
BÓKAÐUNÚNA!
15.500 kr.
*** Hotel Turin frá:
Nóttin á mann án
morgunverðar í tvíbýli.
Verð frá:
15.700 kr.*
LONDON, KÖBEN OG
ÞAÐAN HVERT SEM ER!
Við aðstoðum þig við að bóka framhaldsflug hvert sem er
í Evrópu frá London og Köben.
Pantaðu flug til London og Köben á www.icelandexpress.is
og hafðu samband í síma 5 500 600, við finnum fram-
haldsflugið þitt og komum þér alla leið á lægra verði!
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
FRÉTTASKÝRING: Áhrif hlýnandi loftslags
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Einn fremsti vísindamað-
ur heims á sviði hafísmála
segir hættu á að eftir fjögur
ár heyri hafís á sumrin sög-
unni til á norðurskautinu.
Brött spá, segir veðurfræð-
ingur, en ísinn fer minnk-
andi. Hefur áhrif á veður-
far og lífríki sjávar. Draga
verður úr útblæstri gróður-
húsalofttegunda.
Verði ekki dregið verulega úr
hlýnun jarðar nú þegar mun hafís
á sumrin heyra sögunni til á norð-
urskautinu. Þetta segir breski vís-
indamaðurinn Peter Wadhams, en
hann er prófessor við Cambridge-
háskóla og einn fremsti vísinda-
maður í heimi á sviði hafísmála.
„Loftslagsbreytingar eru ekki
lengur eitthvað sem við ætlum að
gera eitthvað í á næstu áratugum.
Það þarf ekki aðeins að draga nú
þegar úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda, heldur þarf strax að
rannsaka aðrar leiðir til að hægja
á hlýnun jarðar,“ segir Wadham,
í aðsendu bréfi til Guardian, og
vísar meðal annars til hugmynda
um að endurvarpa geislum sólar
frá jörðinni.
Endurvarpa sólargeislum
Halldór Björnsson, sérfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir að
ýmsum þyki þessi spá Wadhams
nokkuð brött. Engum blöðum sé þó
um það að fletta að ísinn minnki og
það hafi ýmsar afleiðingar.
„Hafísinn er eitt af kulda-
elementunum í loftslagskerfinu.
Þarna speglast mjög mikið af sól-
arorku í burtu og þarna er mjög
kalt á veturna, að hluta til vegna
þess að hafísinn einangrar sjóinn
frá loftinu.“
Þegar ísinn minnkar hlýnar
sjórinn þar sem minna endur-
varp sólargeisla á sér stað. Hall-
dór segir að síðan hafi komið sum-
arstormar sem hafi sópað ísnum
saman og molað hann niður og
sjórinn hlýnað enn frekar. „Fyrir
vikið ferðu inn í veturinn með
þynnri hafís og það eru meiri
orkuskipti milli lofts og sjávar og
það hefur einfaldlega áhrif á veðr-
ið á öllum þessum slóðum.“
Orsök vetrarstormanna?
Vísindamenn telja ónóga reynslu
komna til að hægt sé að fullyrða
um áhrifin á veðurfarið.
„Sumir vilja rekja kuldaköst síð-
ustu ára og snjóþunga vetur í Evr-
ópu til þess að heimskautalægðin,
sem myndast að vetri til, hlykkist
meira til af því að hún verður ekki
jafn djúp.“
LANDSINS FORNI FJANDI Hafísinn getur skapað hættu á fiskimiðum en hann
dregur úr vindi. Hverfi hann að fullu geta stormar því orðið mun verri en ella.
MYND/LANDHELGISGÆSLAN
Meðalárið
Rauðu línurnar sýna hvernig
ísbreiðan er í meðalári, en hvítu
flekkirnir hvernig hún var í ágúst.
Næst kemst hún meðalárinu við
norðausturhluta Grænlands, norður
af Íslandi.
Sumarísinn er að hverfa
Wadham segir bráðnun íssins eiga sér eina einfalda höfuðskýringu; hlýnun
jarðar. Dregið hefur úr ísmyndun að vetrum og bráðnun á sumrin aukist.
Hann sendi breska blaðinu Guardian erindi og segir þar:
„Í fyrstu tók enginn eftir þessu; sumaríslínan færðist rólega aftur á hraða
sem benti til þess að ísinn mundi endast í hálfa öld eða lengur. Að lokum
varð sumarbráðnunin hins vegar meiri en vetrarmyndun þannig að öll
íshellan brotnar upp yfir sumarmánuðina.
Ég spáði því að þetta hrun yrði á árunum
2015 til 2016 og norðurskautið yrði íslaust
frá ágúst til september. Þessi þróun er
á lokastigum og verður líklega að
veruleika á umræddum tíma.“
Sumarbráðnunin varð umfangsmeiri
Þar vísar Halldór til djúprar
lægðar sem myndast yfir skaut-
inu á vetrum með ísköldu lofti á
vel afmörkuðu svæði. Sumir telji
að þar sem lægðin sé grynnri
verði svæðið sjálft ekki jafn kalt
og lægðin hlykkist til með kóln-
andi veðri utan síns hefðbundna
áhrifasvæðis.
„Þetta er reyndar alls ekki óum-
deilt. Menn vita að þetta hefur
heilmikil áhrif á veður og það er
hægt að rekja einstaka storma
til þessa. Stormar sem venju-
lega myndu keyra inn á hafísinn
og deyja þar, vegna þess að þeir
fengu ekki orku af sjónum, þeir
hafa meira opið vatn til að þvæl-
ast yfir.“
Fiskgengd og stormar
Hafísinn hefur áhrif á vistkerfið.
Undir honum myndast þörungar
sem eru neðsti hlekkurinn í fæðu-
keðju sem teygir sig alla leið til
ísbjarna. Brotthvarf íssins bætir
skilyrði fyrir lífríki í opnum sjó.
Hverfi ísinn opnast því veiði-
svæði, en rannsóknir skortir til
að segja fyrir um nákvæmleg
áhrif þessa. Bent hefur verið á að
breytta göngu makríls og loðnu
megi að einhverju leyti rekja til
breytinga á hafísnum.
Halldór segir að fari fram sem
horfir minnki hafís í kringum
Ísland einnig. Enn sé það svo að
hafís á Grænlandshafi sé í hefð-
bundnu magni, en það geti ekki
haldist til lengdar séð. Það hafi
áhrif á veðurfar.
„Hafísinn getur virkilega verið
til vandræða á miðunum, en eftir
því sem hafísþekjan fyrir norðan
er stærri því minna svæði hefur
vindurinn til að hræra upp og
skapa öldur. Brotthvarf hafíssins
þýðir því meiri vind.“
Grænland
Norðurheimskautsbaugur
Ísland