Fréttablaðið - 20.09.2012, Side 30
FÓLK|| F LK | 4 TÍSKA
Kristín Þóra Kjartansdóttir, fram-kvæmdastjóri verslunarinnar Flóru á Akureyri, stóð fyrir fata-
skiptamarkaðnum. Hugmyndin kom frá
Mariu, sem er þýskur námsmaður og
er hér í starfsnámi. Maria er að læra
menningarfræði við háskólann í Leipzig
í Þýskalandi og starfar hjá Kristínu.
„Þótt ég reki verslun þá hef ég gaman
af öllum samskiptum og viðskiptum
án peninga. Flestir eiga fatnað eða
einhverja hluti sem ekki eru not fyrir
lengur og þetta er áhugaverð leið til
að losa sig við þá og fá nýtt í staðinn,“
segir Kristín.
Hún bætir við að allt annað verð-
mætamat skapist þegar engir peningar
eru í umferð. „Miklar samræður fara í
gang um verðmæti flíkurinnar á móti
verðmæti skiptiflíkur. Það skapaði
ákaflega skemmtilega stemningu og allir
höfðu virkilega gaman af uppátækinu,“
segir Kristín enn fremur.
MARGAR ÞJÓÐIR
Markaðurinn var auglýstur á Facebook,
eingöngu fyrir konur og kvenfatnað.
Kristín segir það hafa komið á óvart
hversu fjölþjóðlegur hópur mætti. „Kon-
urnar voru á aldrinum fimmtán ára til
sjötugs. Í hópnum voru íslenskar kon-
ur, ein bresk, tvær frá Filippseyjum,
ein þýsk og önnur pólsk. Þessi blanda
kom mér skemmtilega á óvart. Kon-
urnar skráðu sig á Facebook en nokkrar
mættu að auki sem ekki höfðu gert það.
Við gerðum ráð fyrir tíu konum en þær
urðu mun fleiri. Það var mikil ánægja
með skiptin. Ég hitti eina konuna daginn
eftir markaðinn sem var í nýju peysunni
sinni,“ greinir Kristín frá.
„Allir eiga að koma með fatnað með
sér á markaðinn en þó kom ein bara til
að kíkja og forvitnast en hún fékk gefins
mussu sem henni leist vel á. Einnig kom
upp togstreita á markaðnum, ein konan
taldi sig vera með verðmætari flík en þá
sem hún fékk í staðinn en úr því leyst-
ist. Annað vandamál kom upp þegar ein
vildi fá flík frá annarri en þá konu lang-
aði ekki í neitt sem hin hafði að bjóða.
Það var leyst með því að fá þriðju kon-
una í samstarf. Þetta skapaði áhugaverð
viðskipti,“ segir Kristín og bætir við að
ákveðið sé að annar fataskiptamarkaður
verði fyrir jólin. „Nokkrar konur hafa
haft samband sem fréttu af þessu eftir
á og hafa óskað eftir að vera með
næst.“
ENDURNÝTIR
Verslunin Flóra á Akureyri sérhæfir sig
í áfram-nýtingu hluta, endurnýtingu og
nýjum munum sem eru framleiddir í
heimaframleiðslu eða hjá litlum fram-
leiðendum undir vænum kringum-
stæðum fyrir fólk og náttúru. Í Flóru
má meðal annars finna fatnað, hunang,
kaffi, bækur, tímarit, myndlist, kerti,
krúsir, dúka, flöskur, töskur, tuskur
og reykelsi. Þar tíðkast einnig að hafa
ýmsar listrænar uppákomur.
„Ég legg mikla áherslu á náttúru-
vörur og umhverfisvænar vörur,“ segir
Kristín sem bjó lengi í Þýskalandi þar
sem fataskiptamarkaðir eru algengir
í vinkvennahópum. Þar tíðkast einnig
fataskipti með barna- og herrafatnað.
„Ég ákvað að takmarka þetta við kven-
fatnað að þessu sinni en það mætti
alveg gera þetta með hina ýmsu hluti.
Í Þýskalandi er einnig afar algengt, sér-
staklega á vorin og haustin, að selja
notaðan fatnað á mörkuðum, svipað og
í Kolaportinu.“
Kristín er í Garðyrkjufélagi Íslands
og segir algengt að félagar þar séu með
plöntuskipti á vorin sem séu af svip-
uðum toga. „Það eru engir peningar í
þessum viðskiptum.“ ■ elin@365.is
FATAMARKAÐUR
ÁN PENINGA
SKIPTA Á FÖTUM Áhugaverður fataskiptamarkaður var haldinn á Akureyri
fyrir stuttu þar sem tuttugu konur skiptust á eigin fatnaði. Ákveðið hefur verið
að halda annan slíkan markað fyrir jólin enda var stemningin góð.
KJÓLAR, BUXUR, PILS
Endurnýting fatnaðar er
algeng í Þýskalandi, sér-
staklega hjá vinkvenna-
hópum. Þaðan kom hug-
myndin.
FÍNN KJÓLL
Fjölbreyttur fatnaður
var í boði fyrir þær sem
vildu fá sér eitthvað
„nýtt“.
FLOTTAR Anna Richardsdóttir
og Kristín Þóra Kjartansdóttir
máta föt á skiptimarkaðnum.
MYNDIR/HEIÐA
Skipholti 29b • S. 551 0770
15%AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Full búð af
flottum fötu
m
Fyrir flottar
konur
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
ookn Belladonna á FacebVersluni
Stærðir 40 – 58
50 ERLENDAR STÖÐVAR Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100
FORBRYDELSEN
Þriðja og síðasta þáttaröðin
hefst á DR 1 á sunnudaginn
kl. 18.00
GERÐU
SAMKOMULAG
VIÐ BARNIÐ
UM NETNOTKUN
Á HEIMILINU
www.saft.is