Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 44
20. september 2012 FIMMTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
EINFALT OG AUÐVELT!
MARGREYND AÐFERÐ
SEM VIRKAR!
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Ásgeir Ólafsson hefur undanfarin 20 ár
þjálfað og veitt fólki næringarráðgjöf
heima og erlendis. Létta leiðin hefur
hjálpað fjölda fólks til betra lífs.
Einfalt og aðgengilegt heilsubótarkerfi sem skilað
hefur frábærum árangri. Aukin vellíðan og léttari líkami
til frambúðar á aðeins sex vikum – án þess að þurfa
að breyta um lífsstíl!
AUKA-
KÍLÓIN
FJÚKA!
„Skýr og
aðgengile
g
leið að bæ
ttum ma
tar-
venjum, a
ukinni ve
llíðan
og færri a
ukakílóum
.“
ALMA MA
RÍA RÖGN
VALDSDÓ
TTIR,
HJÚKRUN
ARFRÆÐI
NGUR
OG ÞRÍÞR
AUTARKO
NA 1. SÆTIMetsölulisti EymundssonHandbækur / fræðibækur / ævisögur 12.-18.09.121. PRENTUN
UPPSEL
D!
2. PREN
TUN
KOMIN
Í
VERSLA
NIR!
Leikverkið „And the Children Never
Looked Back“ eftir leikskáldið
Sölku Guðmundsdóttur verður
frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í
Glasgow á mánudag og sýnt út vik-
una. Leikstjóri er Graeme Maley,
sem setti meðal annars upp Djúp-
ið eftir Jón Atla Jónasson við sama
leikhús fyrir þremur árum, og segir
Salka að hann hafi í raun átt frum-
kvæðið að verkinu.
„Graeme hefur verið búsettur í og
með á Íslandi undanfarið ár; hann
kom að máli við mig og spurði hvort
við ættum ekki að skella í eitt verk
saman og ég tók slaginn.“
„And the Children Never Looked
Back“ gerist á lítilli eyju þar sem
voveiflegir atburðir hafa nýlega átt
sér stað. Daniel er ungur maður frá
meginlandinu sem hugsar í sögum
og hefur einfalda sýn á veröldina.
Leikritið segir frá örlagaríkum
fundi þeirra Sunnu, en hún kennir
í grunnskólanum á eyjunni og berst
við að halda haus eftir skelfilegt
áfall.
Salka segir það hafa runnið upp
fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi
hún verið að skrifa um alvarlegu
hliðina á síðasta verki sínu, Súld-
arskeri, sem hún var tilnefnd til
Grímuverðlaunanna fyrir 2011.
„Ég er að skrifa um fólk sem
getur ekki horfst í augu við raun-
veruleikann og heldur í hálmstrá
sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég
heillast mjög af einangruðum sam-
félögum og hvernig við búum til
sögur til að fylla í órökréttu götin
í lífi okkar.“
Salka lærði skapandi skrif í Skot-
landi og er því vön að skrifa á ensku,
en engu að síður fóru þau Maley þá
leið að hún skrifaði verkið á „venju-
legri“ ensku en hann þýddi yfir á
skosku, með tilheyrandi mállýskum.
Aðspurð segir Salka það koma
vel til greina að setja verkið upp á
Íslandi, en fram undan er þétt dag-
skrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt
þriggja ungra leikskálda sem eiga
verk sem sett verða á svið hjá Borg-
arleikhúsinu undir heitinu „Núna!“,
vinnur að nýju leikriti fyrir börn
með leikhópnum Soðið svið, á verk á
leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur
nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane
Austen.
„Ég hef verið mjög heppin undan-
farið ár, skrifað mikið fyrir leikhús-
ið og unnið að fleiri stórum verkefn-
um.“ Hún segist vona að sýningin í
Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr
í Skotlandi.
„Þetta er frábært tækifæri til að
kynnast fólkinu í leikhúsbransanum
þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig
í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel
hugsað mér að vinna þar. Draumur-
inn væri að geta búið hálft ár þar og
hálft heima á Íslandi.“ - bs
Nýtt íslenskt verk
frumsýnt í Skotlandi
SALKA GUÐMUNDSDÓTTIR
Hún segir nýja verkið, sem
hún skrifaði á ensku,
vera eins og alvarlegu
hliðina á síðasta
leikriti sínu,
Súldarskeri.
Menntamálaráðherra veitti fimm
ungum höfundum Nýræktarstyrki
Bókmenntasjóðs í gær. Þetta var í
fimmta sinn sem nýræktarstyrkir
eru veittir og hafa þeir gefið góða
raun að mati framkvæmdastjóra
Bókmenntasjóðs.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, tilkynnti í gær hverjir
hlytu Nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs við
athöfn í Gunnarshúsi, húsi rithöfundasam-
bands Íslands. Fimm ungir höfundar fengu
að upphæð 200 þúsund krónur.
Nýræktarstyrkjum Bókmenntasjóðs er
ætlað að styðja við útgáfu á nýjum íslensk-
um skáldverkum sem hafa takmarkaða
eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menn-
ingarlegt gildi. Alls bárust 23 umsóknir
um fimm styrki en stjórn Bókmenntasjóðs
velur verkin sem hljóta styrk.
Þorgerður Agla Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastýra Bókmenntasjóðs, segir verk-
in sem fengu styrk í ár frekar ólík.
„Oft hefur verið nokkuð um ljóðabæk-
ur en í ár fær aðeins ein ljóðabók styrk.
Það var ekki meðvituð ákvörðun af hálfu
stjórnarinnar, hún tekur einfaldlega mið
af því hvaða umsóknir þykja bestar hverju
sinni og falla að viðmiðum sjóðsins.“
Þetta er fimmta árið í röð sem Nýrækt-
arstyrkir Bókmenntasjóðs eru veittir og
Þorgerður segir þá hafa gefið góða raun,
bæði hafi þeir gagnast höfundunum fjár-
hagslega og vakið athygli á þeim.
Þorgerður Agla segir allan gang á því
hvort bækurnar sem hljóta styrk komi út
á vegum stærri forlaga eða á vegum höf-
undanna sjálfra.
„Við fáum umsóknir frá bæði forlögum
og einstaklingum. Í fyrra vildi það svo til
að þegar tilkynnt var um styrkina voru
þrír umsækjendur með samning hjá For-
laginu, þar af tveir sem voru án samnings
þegar þeir sóttu um. Það eru líka dæmi um
höfunda sem hafa fengið styrk, sem hafa
farið með hann til forlags og lagt það til
með sér og fengið samning í framhaldinu.
Fólk getur gert það kæri það sig um slíkt
en svo eru auðvitað aðrir sem kjósa að gefa
út upp á eigin spýtur. En þeir njóta líka
góðs af athyglinni sem Nýræktarstyrkirn-
ir vekja, enda gerum við meira úr þeim en
hefðbundnum styrkveitingum.“
bergsteinn@frettabladid.is
BYR Í SEGL UNGRA RITHÖFUNDA
HANDHAFAR
NÝRÆKTARSTYRKJA Í ÁR:
Dagur Hjartarson fyrir Fjarlægðir og fleiri sögur
(smásögur).
Heiðrún Ólafsdóttir fyrir Á milli okkar allt
(ljóðabók).
Hugrún Hrönn Ólafsdóttir fyrir Hulstur utan
um sál (myndir og texti).
Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju:
textasafn.
Sunna Sigurðardóttir fyrir Mér þykir það leitt
(grafísk nóvella/myndasmásögur).
MARSIBIL SPYR Á PÖBBKVISS RIFF Marsibil Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona spyr gesti spjörunum úr
á pöbbkvissi RIFF – Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík – á KEX-hosteli klukkan 20 í kvöld. Spurningarnar tengjast
með einum eða öðrum hætti kvikmyndum. Vinningar eru í boði, allir velkomnir og frír aðgangur.
SKÁLDSPROTAR 23 umsóknir bárust um fimm Nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs. Hver styrkhafi fékk 200
þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI