Fréttablaðið - 20.09.2012, Page 48
20. september 2012 FIMMTUDAGUR36 36tónlist
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Í SPILARANUM
tonlist@frettabladid.is
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is.
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 13. september - 19. september 2012
LAGALISTINN
Vikuna 13. september - 19. september 2012
Sæti Flytjandi Lag
1 Muse .....................................................................Madness
2 Moses Hightower ............................. Sjáum hvað setur
3 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál
4 Retro Stefson ..............................................................Glow
5 Of Monsters And Men ............................... Dirty Pawns
6 Pink ........................................................................Blow Me
7 Maroon 5 ............................................... One More Night
8 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait
9 Jónas Sigurðsson .......................................... Þyrnigerðið
10 Fun ..................................................................Some Nights
Sæti Flytjandi Plata
1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn
2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal
3 Andrea Gylfadóttir ..........................................Stelpurokk
4 Bob Dylan ............................................................. Tempest
5 Moses Hightower ................................ Önnur Mósebók
6 Sigur Rós ...................................................................Valtari
7 Eivör ............................................................................Room
8 The Vintage Caravan............................................Voyage
9 Mugison ........................................................... 5 CD Pakki
10 Helgi Björns & reiðm. vindanna ........Heim í heiðard.
TEMPEST með Bob Dylan er plata vikunnar ★★★★ ★
„Tempest hefur allt það sem aðdáendur Dylans vilja heyra.“ - TJ
Killers - Battle Born Skúli Sverrisson og Óskar
Guðjónsson - The Box
Tree
Familjen - Allt På Rött
Önnur plata Mumford &
Sons kemur út eftir helgi.
Sú síðasta, Sigh No More,
náði öðru sæti bæði í Bret-
landi og í Bandaríkjunum.
Ensku þjóðlagapoppararnir í
Mumford & Sons, sem Of Mon-
sters and Men hefur stundum
verið líkt við, senda frá sér sína
aðra plötu, Babel, eftir helgi.
Eftirvæntingin er mikil því
frumburðurinn Sigh No More
hitti beint í mark og náði öðru
sætinu bæði á breska og banda-
ríska sölulistanum, sem þýðir
að hljómsveitin er mjög vinsæl
beggja vegna Atlantshafsins.
Mumford & Sons hefur verið
á stífu tónleikaferðalagi til að
fylgja Sigh No More eftir. Nýja
platan var tekin upp á eins og
hálfs árs tímabili og notaði sveit-
in tækifæri þegar hún var ekki að
spila til að hittast í hljóðveri og
negla nýju lögin niður. Upptök-
urnar gengu vel og var það Mark-
us Dravs sem sat við takkaborðið,
rétt eins og á síðustu plötu. Hann
hefur áður unnið með Arcade
Fire við gerð Neon Bible og Björk
við upptökur á Homogenic.
Mumford & Sons var stofn-
uð árið 2007 af þeim Marcus
Mumford, Country Winston,
Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir
sameinuðust í tónlistarsenunni
í London yfir áhuga sínum á
sveita-, blágresis- og þjóðlagatón-
list. Þeir ákváðu að blanda henni
saman og flytja af meiri krafti
og ákafa en þeir höfðu hingað til
verið vanir að heyra. Árið 2008
voru félagarnir duglegir við
spilamennsku. Þeir tróðu upp á
Glastonbury-hátíðinni og hituðu
svo upp fyrir Lauru Marling og
Johnny Flynn and the Sussex Wit
á sinni fyrstu tónleikaferð um
Bandaríkin. Eftir að hafa gefið
út nokkrar EP-plötur sem fengu
fínar viðtökur var röðin komin að
Sigh No More þar sem lög á borð
við Little Lion Man og The Cave
nutu mikilla vinsælda. Mumford
& Sons var í framhaldinu heiðr-
uð með tvennum Grammy-verð-
launum, eða sem besti nýliðinn
og fyrir besta rokklagið (Little
Lion Man), og einnig fengu félag-
arnir Brit-verðlaunin fyrir bestu
bresku plötuna.
Fram undan hjá hljómsveit-
inni er tónleikaferð um Ástralíu
og Nýja Sjáland og á næsta ári
er von á áframhaldandi spila-
mennsku víða um heim.
freyr@frettabladid.is
Meira frá Mumford & Sons
Á TÓNLEIKUM Forsprakkinn Marcus Mumford á tónleikum með hljómsveitinni Mumford & Sons. NORDICPHOTOS/GETTY
Nú eru sex vikur þar til Iceland Airwaves hefst, en hátíðin er óumdeil-
anlega stærsti viðburðurinn á tónlistardagatali landsins. Það er löngu
uppselt og dagskráin er frágengin, töluvert fyrr heldur en áður. Hana
má skoða í heild sinni á vef hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem
Nasa er ekki meðal tónleikastaða (ú á hótelið!), en líka í fyrsta sinn
sem Silfurbergssalur Hörpu er notaður fyrir almenna dagskrá.
Eitt af einkennum Airwaves
er valkvíðinn: Oft eru mörg
spennandi atriði á sama tíma
og þá þarf að velja. Nú er hægt
þjást í heilar sex vikur yfir því
hvort maður eigi sjá Swans í
Norðurljósasal Hörpu á fimmtu-
deginum, Poliça á Listasafninu
eða THEESatisfaction og Sha-
bazz Palaces á Þýska barnum.
Ég hallast að síðasta kostinum
eins og er, en á örugglega eftir
að skipta um skoðun oft áður
en dagurinn rennur upp. Nema
eistneska sveitin Ewert And
The Two Dragons sem spilar í
Kaldalóni þetta kvöld eigi eftir
að toppa þetta allt. Ég á eftir að tékka á henni.
Annað snúið kvöld er laugardagskvöldið. Þá spila Django Django í
Silfurbergi og Dirty Projectors á Listasafninu. Erfitt val, en sennilega
velur maður snilldarsveitina Dirty Projectors. Hún verður seint slegin
út.
Það er annars fullt af flottum atriðum á hátíðinni í ár, sem fyrr. Það
er alltaf mikil stemning að sjá íslensku böndin á Airwaves og svo eru
mörg spennandi erlend atriði sem lítið hefur verið talað um til þessa.
Finnska hljómsveitin Siinai spilar til dæmis magnað sambland af
krautrokki og syntapoppi, breska tríóið Daughter spilar sannfærandi
blöndu af rokki og folk-tónlist, austurríska teknóbandið Elektro Guzzi
er stórskemmtilegt og franska sveitin Shiko Shiko er í meira lagi for-
vitnileg. Og maður er rétt að byrja að kynna sér dagskrána …
Sá á kvölina …
HEIT SVEIT Það eru margir spenntir fyrir tón-
leikum Poliça á Airwaves.