Fréttablaðið - 20.09.2012, Qupperneq 62
20. september 2012 FIMMTUDAGUR50
DRYKKURINN
„Íslenska vatnið er alltaf það
sem ég sakna mest er ég fer
erlendis. Svo er gin og tónik
klassísk og góð blanda þegar
maður lyftir sér upp.“
Eva María Þórarinsdóttir Lange hjá
hinsegin ferðaþjónustufyrirtækinu Pink
Iceland.
„Ég vona bara að engum þyki
þetta mjög ósmekklegt,“ segir
Egill Helgason um nýja auglýs-
ingu fyrir bókmenntaþátt hans
Kiljuna í Sjónvarpinu. Hún hefur
vakið mikla athygli og þykir
Egill sýna skemmtileg tilþrif í
hlutverki King Kong sem ryður
frá sér bókaháhýsum af miklum
þrótti.
Aðspurður segir Egill kynning-
ardeild RÚV hafa veg og vanda af
auglýsingunni. „Þeir fengu þessa
hugmynd og ég sagði að ég myndi
gera það sem þeir vildu, þannig
að ég kom bara og gerði þetta.“
Egill starfaði eitt sinn á Skjá
einum og tók þátt í alls konar
auglýsingasprelli þar. „Ég man
að einu sinni var ég með box-
hanska og látinn boxa og í ann-
arri auglýsingaherferð var ég lát-
inn halda á smábörnum. Þá voru
alltaf mikil tilþrif í kynningar-
málum. Hjá RÚV hefur þetta allt-
af verið frekar hófstillt en þarna
hafa menn sprungið út.“
Spurður hvort hann sé orð-
inn að einhvers konar skrímsli
í íslenska bókmenntaheiminum
sem ryður öllum öðrum úr vegi,
eins og auglýsingin gefur til
kynna, hlær Egill og segir: „Það
er auðvitað algjör þversögn því
ég er óskaplega friðsamur maður
sjálfur. Ég „snappa“ mjög sjald-
an.“
Kiljan hefur göngu sína í byrj-
un október og er þetta sjötta árið
sem Egill stjórnar þættinum. Í
þetta sinn verður Páll Baldvin
Baldvinsson fjarri góðu gamni.
„Ég sakna Páls Baldvins mikið en
þetta er rosa flottur hópur sem ég
er með. Þetta er landsliðið fyrir
utan Pál Baldvin.“ - fb
Er óskaplega friðsamur maður
TILÞRIF Í NÝRRI AUGLÝSINGU Egill
Helgason sýnir góð tilþrif í nýrri auglýs-
ingu fyrir bókmenntaþáttinn Kiljuna.
„Ég er ótrúlega ánægður með
útkomuna,“ segir grafíski hönnuð-
urinn Halli Civelek.
Þriðja plata Retro Stefson, sem
kemur út 2. október og er samnefnd
sveitinni, verður seld í verslunum
með sjö mismunandi framhlið-
um og verður þessi útgáfa plöt-
unnar seld í takmörkuðu upplagi.
Hver framhlið verður með mynd
af einum af sjö meðlimum hljóm-
sveitarinnar. Hinar sex myndirn-
ar verða inni í umslaginu og geta
kaupendur því skipt um mynd á
framhliðinni eins oft og þeir vilja.
Myndirnar tók Ari Magg í
Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur
Yeoman var stílisti og um listræna
stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt
og fagstjóri í grafískri hönnun
við Listaháskóla Íslands og hefur
hannað öll umslög Retro Stefson til
þessa. Á ferilskrá hans eru einnig
umslög með FM Belfast, Leaves og
Sesari A.
„Það hentaði vel að vera með
margs konar myndir sem eru bæði
lifandi og litríkar. Retro Stefson
er spes hljómsveit því hún hefur
mjög litríkan tónlistarstíl. Það
skemmtilega við tónlistina er að
hún er úti um allt og alls konar en
samt algjörlega Retro Stefson. Við
vorum að reyna að endurspegla
það,“ greinir Halli frá. „Það var
frábært að vinna með Ara Magg
og samvinnan við Retro Stefson
hefur alltaf verið góð. Við áttum
mjög skemmtilegan dag þegar við
tókum þessar myndir og ég hlakka
mikið til að sjá þetta á prenti.“
Auk þessarar nýstárlegu útgáfu
kemur platan út í tvöföldu, veglegu
vínylformi. freyr@frettabladid.is
HALLI CIVELEK: ÓTRÚLEGA ÁNÆGÐUR MEÐ ÚTKOMUNA
Plata Retro Stefson seld í
sjö mismunandi útgáfum
Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er
miðasalan hafin á Midi.is. Unnsteinn Manuel Stefánsson og
félagar hafa að undanförnu æft stíft fyrir tónleikana, þar sem
nýja efnið verður frumflutt. Tíu lög eru á plötunni, þar á meðal
Qween og Glow sem hafa gert það gott í útvarpinu síðustu
mánuði. „Þetta er okkar besta plata,“ fullyrðir Unnsteinn en
upptökur stóðu yfir í eitt ár. Hermigervill, sem aðstoðaði við
upptökurnar, stígur einnig á stokk á tónleikunum. Haraldur
Ari Stefánsson verður aftur á móti fjarri góðu gamni í Iðnó
því hann er farinn út til London í leiklistarnám. Unnsteinn
viðurkennir að það verði missir að honum. „Að vissu leyti en
hann byrjaði seinna í hljómsveitinni. Við höfum tekið nokkra
tónleika án hans, þannig að þetta er ekkert stórmál.“
SPILA NÝJU LÖGIN Á ÚTGÁFUTÓNLEIKUM
NÝSTÁRLEG ÚTGÁFA
Gylfi Sigurðsson,
trommari Retro
Stefson, á einni
þeirra sjö mynda
sem notaðar verða á
nýju plötunni.
Bandaríski rapparinn B. Dolan stígur á
svið á Gamla Gauknum á laugardagskvöld.
Hann kom hingað í september í fyrra ásamt
kollega sínum Sage Francis, heillaðist af
landi og þjóð og hét því að koma aftur ásamt
brúði sinni í brúðkaupsferð núna í septem-
ber.
„Tónleikarnir mínir á Íslandi voru á
meðal þeirra eftirminnilegustu í fyrra og
það var stappað af fólki og góð stemning.
Hákarlinn sem ég fékk bragðaðist eins og
hland, ég borðaði andlit af kind og lögin mín
með mesta guðlastinu voru spiluð í útvarp-
inu,“ segir Dolan.
Spurður af hverju hann hafi valið eyjuna
í norðri fyrir brúðkaupsferðina segir hann
að dulúð Íslands og Reykjavíkur hafi heillað
sig. „Þegar ég hugsaði um hvar ég ætti að
eyða brúðkaupsferðinni gat ég ekki hugsað
mér betri stað. Hann er hljóðlátur, fallegur
og maturinn er góður.“
Hvað á svo að gera í brúðkaupsferðinni?
„Ég tek þennan venjulega túristapakka býst
ég við. Veiði ísbirni, fer á bak á hvölum og
fylgist með lundaorgíum.“
Dolan er þekktur fyrir pólitíska texta
sína en vill ekki láta stimpla sig sem póli-
tískan rappara því hann syngur um fleiri
hluti. „Áhuginn minn á stjórnmálum kemur
aðallega frá röppurum á borð við Chuck D
og KRS-One en þá fór ég að hugsa á gagn-
rýninn hátt um stjórnvöld. Tónlistin þeirra
hvatti mig til að lesa meira, hugsa meira og
láta meira að mér kveða.“ - fb
Rappari í brúðkaupsferð til Íslands
Í BRÚÐKAUPSFERÐ Bandaríski rapparinn B. Dolan er á
leiðinni til Íslands í brúðkaupsferð. NORDICPHOTOS/GETTY
*Flugsæti a ðra leið með sköttum.
Netverð á mann.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Barcelona
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
sé
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
tin
á
s
lík
u.
A
th
.
ð
ve
að
rð
g
e
b
tu
r b
rerere
t
ey
st
e
n
ff
án
f
án
f
á
n án
v
rir
v
rir
v
yr
irv
yr
i
y
ararara
a.a.aaaaa
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
54
40
1
frá kr. 99.900
Heimsferðir bjóða
ótrúlegt tilboð á allra
síðustu flugsætunum í
helgarferð til Barcelona.
Önnur gisting einnig
í boði á einstaklega
hagstæðu verði.
Frá 99.900 kr.
– Hotel Catalonia
Atenas ***+
Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli
í 4 nætur með morgunverði.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 34.800.
Frábær 4 nátta
helgarferð
11.-15. október
Ótrúlegt tilboð!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is