Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 29

Fréttablaðið - 02.10.2012, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 2. október 2012 25 Bækur ★★ ★★★ Með góðu eða illu Elsebeth Egholm Mál og menning Of margt slæmt og of fátt gott Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndar- mál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á fram- vindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Ágætlega skrifuð saga en skortir á spennuna. Ný ávöxtunarleið með stighækkandi vöxtum Sparnaður: Vaxtaþrep 30 dagar Vaxtaþrep 30 dagar er nýr bundinn óverðtryggður innlánsreikningur og hækka vextirnir í þrepum eftir fjárhæð innistæðunnar. Þú getur stofnað Vaxtaþrep 30 dagar í Netbankanum eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu. Ný sparnaðarleið Úttektir af reikningnum þarf að til- kynna með 30 daga fyrirvara en á móti eru vextirnir hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum og eru þeir greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning að eigin vali. Vaxtaþrep 30 dagar hentar því þeim sem vilja örugga og háa ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með skömmum fyrirvara. 0–5 m.kr. 5–20 m.kr. 20–75 m.kr. +75 m.kr. 3,8% 4,1% 4,4% 4,7% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% www.sena.is/elly HEIÐURSGESTIR Raggi Bjarna, Jón Páll Bjarna son og Guðmundur Steingrímsson FRÍTT NIÐURHAL SÆKTU NÝJU ÚTGÁFUNA AF VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA ÓKEYPIS Á TÓNLIST.IS FORSALA TÓNLEIKAGESTIR GETA TRYGGT SÉR ÆVISÖGU ELLYJAR Í FORSÖLU Á TÓNLEIKUNUM MIÐASALA Á MIÐI.IS, Í SÍMA 540-9800 OG VERSLUNUM BRIM LAUGAVEGI OG KRINGLUNNI UPPSELT Í A+ OG C SVÆÐI. ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR Í A OG B SVÆÐI. KOMDU MEÐ Í ÓGLEYMANLEGT FERÐALAG TIL GULLALDARÁRANNA OG UPPLIFÐU ELLY Í MÁLI OG MYNDUM, LJÓSLIFANDI MINNINGUM SAMFERÐARFÓLKSINS OG AUÐVITAÐ TÓNLISTINNI SEM HÚN GAF OKKUR ÖLLUM. TÓNLEIKAR ÁRSINS ERU HANDAN VIÐ HORNIÐ ANDREA GYLFADÓTTIR · DIDDÚ · EIVÖR · ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR · GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · LAY LOW · RAGGA GÍSLA · SIGGA BEINTEINS BJÖRGVIN HALLDÓRSSON · EGILL ÓLAFSSON · GISSUR PÁLL GISSURARSON · STEFÁN HILMARSSON Orð skulu standa, heldur áfram göngu sinni í Þjóðleikhúskjallar- anum í vetur og er fyrsta sýn- ing á fimmtudagskvöld. Sýning- in spratt upp úr útvarpsþáttum Karls Th. Birgissonar sem færði þá yfir á svið er þeir voru teknir af dagskrá Rásar eitt. Karl Th. er umsjónarmaður sem fyrr á sýn- ingunni þar sem gestir eru spurð- ir um merkingu orða. Fyrstu gestir vetrarins eru Björn Jör- undur Friðbjörnsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Þeim til full- tingis eru fastir leikarar í sýn- ingunni, Sólveig Arnarsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. Um lifandi hljóðfæraleik og ýmsa aðra tjáningu sér Jakob Frímann Magnússon. Orð skulu standa aftur á svið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.