Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 22.10.2012, Qupperneq 12
12 22. október 2012 MÁNUDAGUR Í þeirri ráðgefandi þjóðaratkvæða-greiðslu sem fram fór sl. laugardag, 20. október, var spurt um það, hvort kjós- andi vildi að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnar skrá. Um 66% þeirra sem kusu svöruðu spurningunni játandi. Nú hafa fleiri athugasemdir verið gerðar við tillögurnar en ég hef tölu á, en marg- ar lúta að merkingarleysi og mótsögnum. Þetta hefur verið viðurkennt í verki, með því að nú um nokkurt skeið hefur starfs- hópur lögfræðinga verið að fara yfir til- lögurnar, væntanlega til að sníða af ágalla þessa og fleira sem athugunarvert þykir. Um hvað snerist þá þessi atkvæða- greiðsla? Um ófullburða plagg sem full- yrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. Tæpitungu- laust snerist atkvæðagreiðslan því ekki um neitt. Hér er unnið í anda sýndarlýð- ræðis sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu, þannig að hún verði stunduð í skjóli teygjanlegs lýð- ræðilegs umboðs sem túlka megi á hvaða veg sem er og réttlæta hvað sem er. Forsætisráðherra lýsti því í Silfri Egils í gær að afgreiðsla endurskoðaðs stjórnar- skrárfrumvarps yrði látin hafa algeran forgang á Alþingi og önnur mál látin bíða ef tími reynist ónógur. Þeirri hugsun verð- ur nú varla varizt að með þessu sé verið að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum, einkum atvinnumálum og skuldamálum heimila og fyrirtækja, enda skammt til kosninga. Og þá er spurningin hvort Alþingi standi í hlýðni við forsætis- ráðherra eða taki sjálft frumkvæði að því að taka á þeim vanda sem helzt brennur á þjóðinni. N iðurstöður leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna nýrrar stjórnarskrár liggur fyrir. Nærri helmingur kosningabærra manna valdi að fara á kjörstað og taka afstöðu til tillagnanna og afstaðan er skýr. Endalaust er hægt að deila um hvort þátttaka í atkvæðagreiðslunni er góð, viðunandi eða slæm. Almennt hlýtur það að vera svo að eftir því sem kosið er um afstæðari hluti og flóknari þeim mun færri taka þátt. Vissulega hefur áhugi á nýrri stjórnarskrá sem leyst gæti af hólmi bráðabirgðastjórnarskrána frá 1944 verið talsvert meiri á umliðnum árum en lengst af. Hitt er annað að stjórnarskrá verður líklega seint efni sem brennur á þorra fólks með sama hætti og áþreifanlegri efni, eins og kosn- ingar til þings og sveitarstjórna. Úrslit lýðræðislegra atkvæða- greiðslna ráðast þó af þeim sem taka þátt en ekki hinum sem sitja heima. Þannig eru leikreglurnar. Úrslitin eru afdráttarlaus. Vilji verulegs meirihluta, tveggja þriðju á móti einum þriðja, stendur til þess að vinnan við samningu nýrrar stjórnarskrár haldi áfram frá þeim stað sem hún er á nú, þ.e. að tillögur stjórnlagaráðsins liggi til grundvallar nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið. Skoðanir meirihluta kjósenda reyndust öndverðar við til- lögur stjórnalagaráðs um eitt af þeim fimm efnisatriðum nýrrar stjórnarskrár sem spurt var um. Vilji meirihlutans stendur til þess að þjóðkirkjan eigi sér sess í stjórnarskránni sem tillögur stjórnlagaráðs gera ekki. Styrkur þjóðkirkjunnar hlýtur að koma á óvart, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hún hefur gengið í gegnum undanfarin misseri. Vera kann að einhverjir hafi í þessari spurningu talið sig vera að taka afstöðu til þess hvort hér ætti að vera þjóðkirkja yfir höfuð eða ekki. Engu að síður eru skilaboðin skýr, jafnvel þótt munur milli hliða hafi ekki verið jafnafgerandi í þessari spurningu eins og í hinum. Í öðrum niðurstöðum voru skilaboðin sterk, frá rúmlega 75 prósentum í þjóðaratkvæðagreiðsluspurningunni upp í tæplega 88 prósent í auðlindaspurningunni sögðu já og samþykktu með því upplegg stjórnlagaráðs. Nú tekur þingið við keflinu. Meirihluti þess valdi að spyrja þjóðina álits á því hvort grundvalla ætti nýja stjórnarskrá á til- lögum stjórnlagaráðs, ásamt því að bera undir hana fimm grund- vallarspurningar úr tillögum ráðsins. Einhverjir hefðu kosið að fá að segja álit sitt á fleiri spurningum og öðrum þótti óþarfi að greiða atkvæði um efnisatriði. En svona var þetta og niðurstöður liggja fyrir. Gera verður ráð fyrir að afdráttarlaus niðurstaða atkvæða- greiðslunnar verði góður grunnur að breiðri sátt í þinginu um áframhaldandi vinnu við stjórnarskrána. Fulltrúar allra flokka hljóta að taka mark á þeim skilaboðum sem niðurstöður atkvæða- greiðslunnar senda. Allar forsendur eru þannig fyrir því að hægt verði að samþykkja nýja stjórnarskrá fyrir vorið og svo aftur á nýju þingi. Um hvað snerist þá þessi atkvæðagreiðsla? Um ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Fyrirtæki sem tekur við greiðslu með því að lesa segulrönd örgjörvakorts er ábyrgt ef færslan reynist sviksamleg. Með notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum er rekstraráhæa tengd kortaviðskiptum takmörkuð. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428. Pinnið ver fyrirtækið fyrir kortasvikum Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna nýrrar stjórnarskrár: Afdráttarlausar niðurstöður Sigurvegarinn fundinn Sumir hafa haft á orði að enginn hafi unnið og enginn tapað í þjóðar- atkvæðagreiðslunni, þjóðin væri ein- faldlega að segja hug sinn. Þetta er rangt. Kosningarnar snerust um hvort Jón Magnússon lögmaður hefði rétt fyrir sér eða ekki, eins og hann sagði sjálfur í Silfri Egils: „Ég lít á mig sem sigurvegara þessara kosninga að vissu leyti því ég greiddi atkvæði já, með miklu, miklu fleiri og það eru yfir 80% af kjósendum landsins sem eru sammála mér í megin- hluta tillagnanna. Það er bara það að ég vil ekki leggja illa orðaðar tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar breytingum.“ Til hamingju Jón. Allir vinna Annars eru íslenskir stjórnmálamenn þeir fremstu í heimi þegar kemur að því að túlka úrslit kosninga sér í hag. Afskaplega væri hressilegt að heyra í stjórnmála- manni sem segði bara eins og er; já, ég er hundfúll, mín sjónarmið njóta greinilega ekki meiri stuðnings hjá kjósendum. Facebook-sjónvarp Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi sjónvarpsmaður, er óánægður með trakteringar síns gamla vinnustaðar, Ríkisútvarpsins, á kosningunum. Hann saknaði þess að viðmælendur væru fengir strax á laugardags- kvöldið, enda hefði Facebook sýnt að nóg væri af álitsgjöfum sem hefðu getað komið með fyrstu viðbrögð. Það er einmitt það sem við þurfum; að gera sjón- varp úr Facebook. kolbeinn@frettabladid.is Merkingarlaus þjóðaratkvæðagreiðsla Stjórnarskrá Sigurður Líndal lagaprófessor

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.