Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2012, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 22.10.2012, Qupperneq 45
MÁNUDAGUR 22. október 2012 17 Hið virta sænska neytendablað Råd & Rön gerði fyrir stuttu úttekt á uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og lagði mat sitt á þær. Siemens uppþvottavélin SN45M205SK* kom þar einstaklega vel út og hlaut 1. sætið. Hún þykir þvo og þurrka á sérlega skilvirkan og áhrifaríkan hátt (Råd & Rön, apríl 2012). Matið var byggt á nokkrum þáttum, m.a. hve vel vélin þvær óhreint leirtau, þvottatíma, þurrkun, orkunotkun, vatnsnotkun og hversu hátt heyrist í henni. Þessi uppþvottavél er í ecoPLUS-flokknum hjá Siemens, en í honum eru aðeins mjög spar- neytin heimilistæki. Og sigurgangan heldur áfram. Í maí lenti vélin einnig í 1. sæti hjá danska neytendablaðinu Tænk. *Einnig fáanleg í stáli. Smith & Norland er rótgróið fyrirtæki sem veitir góða þjónustu og býður vandaðar vörur á góðum kjörum. Umboðsmenn um allt land. www.sminor.is Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn þriðja árið í röð! GÓÐ KAUP Í FYRSTA SÆTI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 22. október 2012 ➜ Umræður 20.00 Ólöf Örvarsdóttir og Sigur- björn Kjartansson hafa umsókn með Mánudagsspjalli og spekúlasjónum um verkefnið Borg fyrir fólk í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. ➜ Tónlist 21.00 Rusty Anderson og félagar skemmta á Café Rosenberg. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Hafliði Sævarsson, viðskipta og menningarfulltrúi íslenska sendiráðsins í Peking heldur fyrirlestur í stofu L-101 í Lögbergi Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um fjölgun ferðamanna til Íslands frá Kína og er öllum opinn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Bækur ★★ ★★★ Listasafnið Sigrún Eldjárn Mál og menning Furður veraldar í nútímaheimi Listasafnið eftir Sigrúnu Eldjárn er lokabókin í þríleik sem segir frá Rúnari sem flytur til smáþorpsins Ásgarðs þegar faðir hans er skip- aður nýr safnstjóri. Í húsinu úir og grúir af ýmiss konar undrum og furðugripum og tekin er sú ákvörðun að stofna þrjú ný söfn, forngripasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Í fyrstu tveimur bókum þríleiksins er sagt frá stofnun forngripa- og náttúrugripasafnsins og nú í seinustu bókinni er komið að því að stofna listasafn Ásgarðs á efstu hæð safnahússins. Safnið í Ásgarði er svokallað Wunder- kammern, söfnin sem stæðilegir greifar og hertogar viðuðu að sér á sautjándu öldinni, öld landafundanna þegar Evrópu- menn sigldu alla heimskringluna og sönkuðu að sér furðugripum, furðufólki og furðulöndunum sjálfum. Furðugripir Wunderkammern eru nú löngu horfnir inn í safnkost risastórra nútímasafna en í þessum bókaflokki gegna þeir aðalhlutverki. Sig- rún leikur sér með hugmyndir hvernig við skiljum og skilgreinum heiminn, hvort að undur veraldar hverfi þegar furðugripir eru skrásettir og flokkaðir niður í mismunandi deildir fræðigreinanna. Og Sigrún gerir þetta afskaplega skemmtilega. Ásgarður er smáheimur, þar sem nútíminn – og umheimurinn – hefur innreið sína. Óskipulagður glundroði fortíðarinnar er vandlega flokkaður samkvæmt nútímavísindareglum og þorpsbúar kynnast nýjum hugmyndum þegar söfnin laða að sér erlenda gesti. Og ólíkt afdrifum Wun- derkammern í heimi rökhyggjunnar, þá hverfa furður veraldar ekki úr Ásgarði þrátt fyrir innreið nútímans. Í fyrstu bókinni, Forngripasafninu, vaknar draugastelpan Gunnhildur til lífsins, í Nátt- úrugripasafninu kynnumst við flokki dverga sem býr nágrenninu og í þessari seinustu bók sleppur lítill dreki út úr einu listaverkinu og vekur til lífsins eldfjall sem spúir eldstungum og ösku yfir þorpið. Að þessu sögðu, þá er Listasafnið lakasta bók þríleiksins. Sagan er vel skrifuð, en lesendur geta engan veginn notið hennar án þess að hafa lesið bækurnar sem á undan hafa komið. Söguhetjur eru illa kynntar og sagan er ekki nægilega vel uppbyggð til að geta haldið utan um allan þann fjölda persóna sem birtast á blaðsíðum bókar- innar. Sögumenn eru alltof margir og Sigrún, ólíkt í fyrri tveim bókunum, fléttar söguþráðinn ekki í kringum eitt, skýrt ævintýri. Rúnar og vinir hans, systkinin Magga og Lilli, voru aðalsöguhetjurnar í fyrstu tveim bókunum en í þessari bók hverfa þau inn í fjöldann. Hver veit, kannski getum við sagt að ringul- reiðin og glundroðinn í sögunni séu viðeigandi endalok bókaflokks sem sýnir börnum að heimurinn okkar er enn undursamlegur, að furður veraldar hverfi ekki þótt við beitum á þau hávísindalegum flokkunarkenningum og skrásetningarreglum. Og þó – það er erfitt að dæma framhaldsbók sem er óskiljanleg án þess að hafi lesið þær sem á undan komu. Ég er mjög hrifin af bókaflokki Sigrúnar þegar á heildina er litið og myndi gefa honum fjórar stjörnur, en ein og sér fær Listasafnið aðeins tvær. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Niðurstaða: : Hressilegur lokakafli í ævintýra- legum þríleik um furður veraldar í nútímaheimi. Flókinn söguþráður og illskiljanlegur fyrir lesendur sem ekki hafa lesið fyrstu bækur bókaflokksins. Margrét Bjarnadóttir opnaði sína fyrstu ljósmyndasýningu á Mokka á föstudag. Sýningin heit- ir No Misunderstanding og sam- anstendur af sextán ljósmyndum sem Margrét hefur tekið síðustu mánuði. Titill og inntak sýningar- innar vísar til samnefnds sviðs- verks sem sýnt var í Kassanum í desember á síðasta ári. Við gerð myndanna notaði Mar- grét meðal annars spegla sem framlengingu á líkamanum og möguleikum hans. Sýningin stendur til 29. október og er opin daglega frá 9 til 18.30. Framlengir líkamann ON MISUNDERSTANDING Margrét Bjarnadóttir opnar ljósmyndasýningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.