Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
skoðun 18
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Ofnar og
gólfhitakerfi
Lífið
26. október 2012
252. tölublað 12. árgangur
OFNAR & GÓLFHITAKERFI
FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Danfoss er þekktasta nafnið í hitakerfum á Íslandi.
heita vatnsins hér á landi. Á þessum tíma hefur Danfoss verið leiðandi í framleiðslu og þróun stjórnbúnaðar fyrir ofnhitakerfi um allan heim. Danfoss hefur haldið stöðu sinni á markaðinum, með stöðugri þróun og eru þekktir fyrir hágæða vöru og þjónustu eins og FJVR frárennslishitastillana (retúrloka) og RA2000 lofthitastilla (túrloka) fyrir ofnhitakerfin. Einnig má nefna þrýstijafnarana og mótþrýstijafnarana (slaufulokana) í inntaksgrindum hitakerfa.
er einstaklega einfalt í uppsetningu og auðvelt í notkun, en um leið býður það upp á fjölmarga nýja og einstaka möguleika til að stjórna gólfhitakerfum.
Í framhaldi af þróun þráðlausra stýringa fyrir gólfhitakerfin tók Danfoss næsta skref. Eftir nokkurra ára vöruþróun og prófanir tókst Danfoss að búa til minnsta rafeindastýrða ofnhitastillinn á mark-aðnum. Með því að nota nýjustu tækni getum við nú boðið einfaldan, auðveldan og fallegan ofnhitastilli með einstakri innbyggðri virkni. Vörulínan sem heitir living by Danfoss samanstendur af living eco® sem er sjálfstæður rafeindastýrður ofnhitastillir og living connect® sem er þráðlaust stjórnkerfi með ofnhitastillum, herbergishitanemum og stjórnstöð.
Heita vatnið er dýrmæt orku-lind fyrir okkur íslendinga, en ekki ótæmandi. Þess vegna eigum við að fara eins vel með hana og við getum. Í yfir 50 ár hefur stjórnbúnaður frá Danfoss staðið vörð um nýtingu
Í lok tuttugustu aldar fjölgaði mjög gólfhitakerfum í hýbýlum fólks. Það má segja að Danfoss hafi verið leiðandi frá upphafi fram á daginn í dag í þeirri byltingu. CF 2 gólfhitastýringin frá Danfoss er sú vinsælasta á markaðnum í dag vegna áreiðanleika og þeirra fjölmörgu möguleika sem hún býður upp á. Einnig að kerfið er afar einfalt í uppsetningu og auðvelt í notkun. Á móðurstöðinni eru allt að 10 útgangar fyrir ýmsar gerðir af mótorlokum. Þegar herbergis-hitastillarnir hafa verið tengdir þráðlaust við móðurstöðina er kerfiðtilbúið til notkun
living by Danfoss
Nýju living eco® og living connect® ofnhitastillarnir frá Danfoss gera það auðvelt að hafa réttan herberg-ishita og spara um leið orku. Til dæmis getur ofnhitastillirinn lækkað hitastig sjálfkrafa á nóttunni, einnig þegar fólk opnar glugga eða er fjarverandi. Með því að skipta út hefðbundna ofnhitastillinum fyrir nýjan rafeindastýrðan er hægt að ná allt að 23% orkusparnaði.
Að opna glugga til að hleypa inn fersku lofti leiðir til sóunar á orku í hitakerfinu ef ekki er lækkað á hefðbundnu ofnhitastillunum. Með nýju living eco® og living connect® ofnhitastillunum er hægt að f ðorku ó
finnur sína eigin leið til þess að stjórna upphitunni byggða á stað-setningu hans, stærð herbergisins og utanaðkomandi upphitun t.d. frá sólarljósi.
Ef þú vilt að herbergishitinn sé 20°C klukkan átta að morgni áætlar ofn-hitastillirinn hvenær þörf er á að auka upphitun til þess að ná settu marki. Þetta gæti þýtt að rétt væri að hefja upphitun klukkan 7:20 eða kannski ekki fyrr en 7:40. Ofnhita-stillarnir ákveða þetta með því að skoða hitastig síðustu sjö daga og þannig reikna út hvenær upphitun ætti að hefjast til að ná settu marki á tilsettum tíma.
Þráðlausa living connect® hitastýri-kerfið er kerfi sem samanstendur af stjórnstöð Danfoss LinkTMCC sem gerir kleift að stjórna allt að 30 þráðlausum ofnhitastillum í hitakerfi heimilis eða skrifstofu. Ofnhitastillarnir hafa innbyggðan sendi og móttakara sem notar litla orku. Ofnhitastillirinn notar tvær AA rafhlöður sem orkugjafa og er líftími rafhlöðunnar allt að tvö ár.
Það er samdóma álit þeirra sem sett hafa upp living eco® og living connect® ofnhitastillana hversu auðvelt það er. Hin mismunandi millistykki sem fylgja gera það að verkum að hægt er að nota þá á flestar gerðir ofnloka á framrás óháð framleið anda.
Nýju living eco® og living connect®ofnhitastillarnir eru hluti af livingby Danfoss vörulínunni sem hlauthin virtu red dot verðlaun fyrirvöruhönnun. “red dot” er alþjóðlegaviðurkennd gæðamerking fyrir fram-úrskarandi hönnun. Hún staðfestirað nýju ofnhitastillarnir uppfylla ekkieingöngu gæðastaðla heldur líta útog virka betur en aðrir. Meira en 4000 vörur frá 57 löndumvoru sendar til skoðunar hjá hinniheimsþekktu red dot dómnefnd..Dómnefndin ákvað að veita livingby Danfoss rafeindastýrðu ofnhita-stillunum verðlaun fyrir meðal ann-ars framúrskarandi nýsköpun, virkniog áreiðanleika.
hækka það aftur í það þæginda-hitastig sem óskað er eftir þegaráður en komið er til baka.
Danfoss hefur starfað hér í áratugi, áður í samstarfi við Héðinn verslun hf. sem
Danfoss A/S keypti árið 1999 og var þá nafni fyrirtækisins breytt í Danfoss
hf. Færri vita kannski að Danfoss er stórt, alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í 6
heimsálfum. Fyrirtækið sérhæfir sig í alhliða lausnum fyrir hita- og kælikerfi. En
Danfoss er eini framleiðandinn í heiminum sem býður hitastjórnbúnað fyrir öll
stig hitadreyfingar, allt frá borholunni inn á heimilin.
Ein auðveldasta og ódýrasta leiðin til að minnka orkunotkun og auka þægindi hitakerfisins er að uppfæra ofnhitastillana á heimilinu í living eco®. Með stafrænni tækni hefur tekist að gera ofnhitastillinn sem hingað til hefur verið sjálfvirkandi og vélrænn að snjöllu rafeindastýrðu
26. OKTÓBER 2012
MÁLAÐU ÞIG EINS OG MONROE
GÓÐ RÁÐ TIL AÐ BREYTA BARNAHERBERGI
BARNSHAFANDISJÓNVARPSSTJARNA
ELDAÐ MEÐ HOLTA
NÝ PLATA FRÁ VALDIMAR
Hljómsveitin Valdimar hefur verið afar vinsæl. Hún heldur tvenna tónleika á Græna hattinum, Akureyri, annað kvöld kl. 20 og 23. Þar kynnir hljóm sveitin nýja plötu sína, Um stund, sem aðdáendur
hennar hafa beðið eftir.
TVEIR GÓÐIR
Úlfar og Jakob á Horninu.
KJÖLFESTA Á HEIMILUM
ÍSLENDINGA Í ÁRATUGI
TÍSKA „Kanadabúar eru ekki
hræddir við ullina þó að hún stingi
smá,“ segir Birgitta Ásgríms-
dóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá
prjónafyrirtækinu Varma, sem
nýverið hóf útrás á íslensku ullar-
sokkunum til Kanada.
Það var skó-
framleiðandinn
Ecco sem heill-
aðist af klass-
ísku gráyrjóttu
ullar sokkunum
sem flestir
Íslendingar ætti
að kannast vel
við. Starfsfólk
skóframleiðand-
ans fræga rakst
á sokkana í lítilli vefverslun sem
86 ára gamall Vestur-Íslendingur
rekur þar ytra og höfðu í kjöl farið
samband við Varma. Pöntunin
hljóðar upp á þúsund ullarsokka-
pör og verða sokkarnir til sölu í
öllum Ecco-verslunum í Kanada
fyrir mánaðamótin. - áp / sjá síðu 50
Kanadabúar sækja í ullina:
Íslenskir lopa-
sokkar í útrás
BIRGITTA
ÁSGRÍMSDÓTTIR
Miklu meira á hverri rúllu ...
dagar
í Hrekkjavöku
Hryllilegt ú
rval
af hræðileg
um
vörum!
Nú á
Akureyri
Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.is
Leikur aðalhlutverkið
Þorvaldur Davíð
Kristjánsson hefur keypt
kvikmyndaréttinn að
skáldsögunni Snjóblindu.
bíó 50
BJART eða bjart með köflum
austanlands en fer að rigna vestan
til um eða eftir hádegi. Fremur
hægur vindur og hiti víða nálægt
frostmarki. Hlýnar í kvöld.
VEÐUR 4
-3
-2
1
2 -1
FÓLK Valdís Konráðsdóttir lét fjar-
lægja bæði brjóst af ótta við að fá
krabbamein en hún greindist með
breytt BRCA-2 gen fyrir fjórum
árum. Konur
sem bera slíkan
erfðavísi eru
líklegri til að
fá brjósta- eða
eggjastokka-
krabbamein.
Móðir Valdís-
ar fékk brjósta-
krabbamein
fyrir 15 árum
en sama ár lést
amma hennar úr brjóstakrabba.
Valdís vildi ekki bíða milli vonar
og ótta eftir að krabbinn léti á sér
kræla heldur lét fjarlægja bæði
brjóst. „Aðgerðin gekk mjög vel
og var ekki eins sársaukafull og ég
átti von á,“ segir Valdís. „Í dag eru
mjög litlar líkur á að ég fái brjósta-
krabbamein.“ - eá, kph / sjá Lífið
Óttaðist að fá krabbamein:
Lét fjarlægja
bæði brjóstin
VALDÍS
KONRÁÐSDÓTTIR
SAMFÉLAGSMÁL Framkvæmdastýra
Mannréttindaskrifstofu Íslands,
Margrét Steinarsdóttir, hefur
hitt meira en hundrað fórnarlömb
mansals á Íslandi á undanförnum
árum. Átta manns hafa leitað sér
aðstoðar til hennar það sem af er
ári.
Algengasta form mansals hér
á landi er kynlífsiðnaður og eru
flest fórnarlömbin konur. Karlar
lenda þó einnig í klóm einstak-
linga sem stunda mansal, en það er
frekar tengt illa eða alveg ólaun-
aðri vinnu. Þeir eru sumir hverjir
látnir vinna frá morgni til kvölds,
við blaðaútburð, byggingarvinnu
eða þjónustustörf.
Margrét segir þrælahald á
Íslandi í dag vera staðreynd. Þó
hafi margt breyst síðan lög um
nektarstaði voru sett á, en hún
hefur aðstoðað fjölda kvenna sem
hafa leitað sér hjálpar eftir að hafa
unnið á slíkum stöðum og verið
neyddar út í vændi.
„Sumar konur giftust mönnum
sem gerðu þær svo út í vændi.
Margar hverjar voru í ofbeldis-
samböndum eftir að þær hættu að
dansa á stöðunum og gátu ekki náð
stjórn yfir eigin lífi,“ segir hún.
Brýnt sé að gera frekari rann-
sóknir og tölfræðiúrvinnslu á
málaflokknum hér á landi. Þá
þurfi að auka eftirlit með þeim
löglegu leiðum sem einstak lingar
nota til að koma til landsins, eins
og fjölskyldusamninga og au
pair-leyfi. Hafa verði í huga að
mansal verður ekki að fela í sér
smygl, blekkingu eða nauðung,
heldur koma mörg fórnarlömb
þess af fúsum og frjálsum vilja
til landsins. - sv / sjá síðu 16
Yfir 100 fórnarlömb
mansals hér á landi
Átta fórnarlömb mansals hafa leitað á Mannréttindaskrifstofu á þessu ári.
Framkvæmdastýra hefur rætt við meira en 100 einstaklinga sem falla undir skil-
greininguna á síðustu átta árum. Stærstur hluti fórnarlamba er konur í vændi.
Sumar konur giftust
mönnum sem gerðu
þær svo út í vændi.
MARGRÉT STEINARSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTÝRA MANNRÉTTINDA-
SKRIFSTOFU ÍSLANDS
Óseðjandi fréttafíkn
Sýningin Nýjustu fréttir
fær fullt hús stiga hjá
leiklistargagnrýnanda
Fréttablaðsins.
menning 32
Góður Bond
Þrælspennandi og
skemmtileg mynd frá
upphafi til enda.
bíó 38
SIGURMARKINU FAGNAÐ Íslensku stelpurnar fögnuðu marki Dagnýjar Brynjarsdóttur vel og innilega í gær enda var ljóst að
sæti í lokakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð væri tryggt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI „Þetta er ótrúlega góð tilfinning,“ segir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari
kvenna í knattspyrnu sem í gær tryggði sér sæti
í úrslitakeppni Evrópumótsins með 3-2 sigri á
Úkraínu á Laugardalsvelli í gær. Ísland vann fyrri
leikinn einnig 3-2.
„Við erum að uppskera árangur tveggja ára
vinnu og það er gaman að svo margir gátu tekið
þátt í því,“ segir Sigurður Ragnar en nýtt áhorf-
endamet var slegið á vellinum í gær er 6.647 sáu
leikinn.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir
og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í
gær. Margrét Lára skoraði sitt 69. mark í gær en
hún hefur verið að glíma við meiðsli í lengri tíma
og frestaði aðgerð til að taka þátt í leiknum. „Ég
hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á
hreinu,“ segir Margrét Lára. - kh / sjá síðu 44
Stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu:
„Þetta er ótrúlega góð tilfinning“