Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 26
26. október 2012 FÖSTUDAGUR26 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru FRÍÐU HELGADÓTTUR Árskógum 8, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 26. september. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Elín Bjarnadóttir Helgi Bjarnason Fríða Dís Bjarnadóttir Leifur Gústafsson Fríða Stefánsdóttir Ragnar Bjarni Stefánsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, RAGNHEIÐAR ELÍASDÓTTUR frá Suðureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þann 5. október sl. Sigurlaug Inga Árnadóttir Hafsteinn Sigmundsson Kristjana Friðbertsdóttir Guðmundur Halldór Sigmundsson Ragnhildur Bender og fjölskyldur þeirra. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐJÓNSSON Frá Eyri, Ingólfsfirði, Nýbýlavegi 80, Kópavogi, lést mánudaginn 22. október. Ólafur Ingólfsson Svanhildur Guðmundsdóttir Lára Ingólfsdóttir Jón Leifur Óskarsson Sigurður Ingólfsson Ingunn Hinriksdóttir Halldór Kr. Ingólfsson Hrönn Jónsdóttir Guðjón Ingólfsson Harpa Snorradóttir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir Guðmundur Jóhann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, SVEINN INGI HRAFNKELSSON Melasíðu 10B, Akureyri, lést laugardaginn 20. október. Útför hans fer fram mánudaginn 5. nóvember frá Akur eyrar kirkju kl 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning 565-14-402914, kt. 180282-5649. Sigríður Sveinsdóttir Jóhannes Guðni Smárason Ingibjörg Bjarnadóttir Sveinn Ingi Eðvaldsson Hrafnkell Daníelsson og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa, langömmu og langafa, GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR er lést 8. maí 2012 og JÓNS VIGFÚSSONAR er lést 2. september 2012. Edda Melax Günter W. Schmid Stefán Már Jónsson Hrefna Lind Borgþórsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Bæring Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, ELINÓR HÖRÐUR MAR Eyjabakka 10, Reykjavík, var bráðkvaddur á heimili sínu mánudags- kvöldið 22.10. Útför fer fram frá Bústaða- kirkju föstudaginn 2.11. klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Eggert Harðarson Elinóra Ósk Harðardóttir Gunnar Valgeirsson Halldór Þór Harðarson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS INGIMUNDAR AÐALSTEINSSONAR Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ. Guðrún Hafsteinsdóttir Hafsteinn Pálsson Lára Torfadóttir Bjarnveig Pálsdóttir Björk Pálsdóttir Páll Valdimarsson Hrönn Pálsdóttir Magnús L. Alexíusson Aðalsteinn Pálsson Helga Grímsdóttir Steinþór Pálsson Áslaug Guðjónsdóttir Gunnar Páll Pálsson Ásta Pálsdóttir Snæbjörn Pálsson Þórdís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Óperusöngvarinn Sigurður Demetz hefði orðið 100 ára 11. október hefði hann lifað. Í tilefni af því verða haldn- ir minningartónleikar um hann í Norður ljósum í Hörpu á sunnudag þar sem fram koma ýmsir söngvinir og nemendur Sigurðar, til dæmis Krist- ján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Hallveig Rúnarsdóttir, Guðjón Ósk- arsson og Gunnar Guðbjörnsson. „Það kom í rauninni aldrei annað til greina en minnast Sigurðar á þess- um tímamótum,“ segir Gunnar um aðdraganda tónleikanna. „Hann var svo eftirminnilegur öllum þeim sem kynntust honum.“ Gunnar segir að koma Sigurðar hingað til lands hafi verið hvalreki fyrir íslenskt tónlistar- líf á sínum tíma. „Hann átti að baki frækinn feril í Evrópu, þrátt fyrir mikið andstreymi, til dæmis berklaveiki og styrjaldir, og lenti meðal annars í því að tónlistar- hús sem hann hafði ráðið sig til voru sprengd í loft upp. Svo kemur hann hingað og byrjar í rauninni nýtt líf, snýr baki við stórum óperudraumum í Evrópu en verður þess í stað fóstur- faðir stórrar hjarðar af íslenskum söngnemendum og var það til dánar- dægurs. Hann kom hingað með mjög ferska strauma, enda var þetta Scala- söngvari á heimsmælikvarða og þeir voru ekki á hverju strái.“ Sjálfur var Gunnar nemandi Sigurð- ar í þrjú ár og kynntist honum vel. SIGURÐUR DEMETZ: MINNINGARTÓNLEIKAR Í TILEFNI AF 100 ÁRA AFMÆLI Ítalski óperusöngvarinn sem mótaði íslenskt tónlistarlíf GUNNAR GUÐBJÖRNSSON Einn af mörgum fyrrverandi nemendum og söngvinum Sigurðar sem kemur fram á tónleikunum á sunnu- dag. Hann segir oft mikið hafa gengið á í tímum hjá Sigurði, stundum hafi hann nánast elt fólk í kringum flygilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIGURÐUR DEMETZ HILLARY CLINTON utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á afmæli í dag. „Það sést fyrir hverju fólk er tilbúið að berjast þegar það leggur á sig átök við vini sína.“ Vincenzo Maria Demetz (1912-2006) var Ítali og ólst upp í ítölsku Ölpunum við landamæri Austurríkis. Hann tók upp nafnið Sigurður eftir að hann fluttist hingað til lands árið 1955, eftir farsælan feril í Evrópu sem var þó jafnframt þyrnum stráður vegna umbrotatíma í álfunni. Hann ætlaði upp- haflega ekki að staldra lengi við en örlögin höguðu því þannig að hann bjó hér til æviloka og hafði mikil áhrif á söng- og tón- listarlíf Íslendinga, til dæmis með tónlistar- kennslu sem hann stundaði víða um land. Sigurður var verndari Nýja söngskólans Hjartans máls sem fékk nafnið Söngskóli Sigurðar Demetz eftir andlát hans. „Hann hafði í sér ítölsk og austur- rísk „element“, hann gat verið dálítið fljótur upp en það risti aldrei djúpt. Við vorum að rifja það upp nokkur sem lærðum hjá honum að það lá stundum við að hann elti mann í kringum flyg- ilinn, það gekk svo mikið á og honum var mjög áfram um að koma hlutunum í hausinn á manni. En þetta var eng- inn aukvisi og hann vissi nákvæm- lega hvað hann var að gera. Ég tók til dæmis þátt í minni fyrstu óperuupp- færslu og var boðið mitt fyrsta hlut- verk erlendis áður en ég hafði farið út í nám. Honum gerði mig fullnuma þannig að ég gæti komist áfram í alþjóðlegu umhverfi óperunnar, þótt ég hafi síðar farið og lært meira.“ Gunnar segir fara vel á því að halda minningartónleika um Sigurð í Hörpu. „Það skiptir máli að halda sögunni á lofti því okkur hættir til að gleyma henni. Íslensk tónlistarsaga er ekki það löng en það er mikilvægt að halda henni á lofti og minna okkur á hvers vegna við erum komin með svona gott tónlistarhús eins og Hörpu; það hefði ekki gerst án hjálpar erlends tónlist- arfólks eins og Sigurðar Demetz, sem hjálpaði okkur að koma íslensku tón- listarlífi á þann stað sem það er í dag.“ bergsteinn@frettabladid.is ÆTLAÐI AÐ STALDRA STUTT VIÐ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.