Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 20
20 26. október 2012 FÖSTUDAGUR Sex ára telpa lýsir því hvernig 12 ára gamall frændi hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi síendurtekið: „Hann gerði alltaf það sama nema þegar hann lærði eitthvað nýtt af myndunum eins og að binda mig.“ Þessi lýsing er meðal þess sem kom fram í máli Þorbjargar Sveinsdóttur, sérfræðings hjá Barnahúsi, á ráðstefnu um áhrif kláms sem haldin var af Laga- deild Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, vel- ferðarráðuneytinu og innanríkis- ráðuneytinu 16. október sl. Hjá Barnahúsi eru skýr merki þess að klám sé farið að hafa bein áhrif á kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Sigrún Hjaltalín hjá ákærusviði lögreglunnar tók í sama streng og sagði embættið sjá greinileg áhrif kláms á ofbeldis- brot þar sem börn og ungmenni ættu oftar en ekki í hlut. Þetta eru börn sem þekkja ekki mörkin á því hvað er eðlilegt og óeðlilegt í sam- skiptum. Klám og aukið aðgengi að grófu klámi er líka greinanlegt í starfi Landspítalans líkt og fram kom nýlega í viðtali Morgunblaðsins við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnis- stjóra neyðarmóttöku Landspít- alans. Frá því að neyðarmóttaka nauðgana opnaði árið 1993 segir Eyrún áhrifa kláms á kynferðis- ofbeldi gæta með sífellt skýrari hætti. Fleiri ungir gerendur komi nú við sögu, fyrirmyndirnar komi úr klámi og oft á tíðum sé ofbeldið myndað og tekið upp. Nú séu fleiri en einn gerandi í um 20% tilfella sem er mun meira en áður. Skilaboðin eru skýr. Klám ógnar réttindum barna, velferð þeirra og heilsu með beinum hætti. Þegar slík skilaboð koma frá lykilstofn- unum samfélagsins er óhætt að segja að allar viðvörunarbjöllur ættu að vera komnar í gang og vert að staldra við og ræða í alvöru hvernig samfélagið eigi að bregð- ast við. Baráttukonan Gail Dines vakti mikla athygli á málþinginu þegar hún sagði frá rannsóknum sínum á því klámefni sem ríkjandi er á almennum markaði í dag. Sú frá- sögn lét engan ósnortinn. Það klámefni sem ríkjandi er ein- kennist af ofbeldi og stækri kven- fyrirlitningu. Fullorðnir eru látn- ir líta út eins og börn til að þjóna eftirspurn eftir barnaklámi sem er bannað með lögum í mörgum ríkjum og ströng viðurlög liggja við framleiðslu á slíku efni. Engu að síður er barnaklám enn fram- leitt og klámefni þar sem fullorðn- ir sjást í gervi barna má finna víða í samfélaginu. Klám hefur verið bannað á Íslandi í marga áratugi og var erindi Jóns Þórs Ólasonar um skilgreiningu hugtaksins kláms í íslenskum lögum og dómafram- kvæmd mjög athyglisvert. Jón Þór rakti hvernig íslenskir dómstólar hafa sakfellt á grunni 210. greinar hegningarlaga um dreifingu kláms í mörgum tilfellum og var niður- staða hans að raunar væri ekki nein réttaróvissa varðandi klám. Það er bannað að dreifa og selja klám á Íslandi samkvæmt lögum og hefur það verið staðfest fyrir dómstólum. Því er mjög umhugs- unarvert að ekki hefur verið sak- fellt samkvæmt þessari grein í yfir 10 ár. Ekki er það vegna óskýrra laga eða vegna skorts á klámi í umferð. Nýlegar íslenskar rannsóknir sýna að 75% drengja horfa reglu- lega á klám.¹ Um 70% barna segja foreldra sína aldrei sitja hjá sér þegar þau eru á netinu. Getur verið að foreldrar þessara barna viti ekki hvað börnin þeirra aðhaf- ast á netinu? Getur verið að for- eldrar þessara drengja og stúlkna viti ekki hvers konar klám er framleitt í dag og hversu langt kvenfyrirlitningin og ofbeldið gengur? Ætli foreldrar þessara drengja viti hvaða áhrif áhorf kláms hefur á viðhorf drengja til kynjahlutverka, kynlífs og kvenna almennt? Áhrifa kláms og klámvæðingar gætir víða og áhrifin á sjálfsmynd stúlkna er nokkuð sem vert er að velta fyrir sér. Í klámi er hlut- verk kvenna skýrt. Þær eru undir- gefnar og hlutverk þeirra og lík- ama þeirra er að veita þjónustu á meðan hlutverk drengja er að vera ráðandi og beinlínis ofbeldisfull- ir. Kynjamyndir klámsins endur- speglast svo í dægurmenningu og síast beint inn í auglýsingar, kvik- myndir, sjónvarpsþætti, tónlist- armyndbönd og tísku. Varningur og klæðnaður sem kyngerir börn verður æ vinsælli eins og umboðs- maður barna hefur ítrekað bent á. Rannsóknir sýna að stúlkum í grunnskólum líður almennt verr en drengjum. Þetta kemur t.d. sterk- lega fram í niðurstöðum rann- sóknarinnar Ungt fólk á Íslandi sem lögð er fyrir í 9. og 10. bekk árlega. Nýjustu niðurstöður sýna að allt að 20% stúlkna líður oft eða nær alltaf illa og 10% drengja líður oft eða nær alltaf illa. Þessi munur á sjálfsmynd á milli kynja er óásættanlega mikill og er virki- lega umhugsunarverður. Forvarnir og fræðsla til barna og ungmenna um klám og ofbeldi er á ábyrgð okkar allra. Hér á landi er enginn einn aðili sem ber ábyrgð á því að börn fái fræðslu um ofbeldi. UNICEF á Íslandi hefur lagt það til að hérlendis verði sett saman einhvers konar nefnd, ráð eða stofnun sem beri ábyrgð á því að öll börn fái fræðslu um ofbeldi, að ábyrgð og skilvirk samfélagsleg umræða skapist um ofbeldi og hvernig varna megi því að börn verði fyrir því. Hér á landi starfa fjölmargir aðilar að forvörnum og almennt að málefnum barna. Er ekki tími til kominn að aðgerðir séu sam- ræmdar og að fólk taki höndum saman í baráttu gegn ofbeldi gegn börnum? ¹ Nordic Youth Research, bls. 86. Ógnvænleg áhrif kláms á réttindi barna Rétt er að rifja upp hvernig Pálmi Haraldsson eignaðist Iceland Express fyrir 8 árum. Áður en til þess kom var hann stór hluthafi í Icelandair og var vara- formaður stjórnar fyrirtækisins. Sú stjórn og Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, beittu sér fyrir miskunnarlausum undir- boðum gegn Iceland Express, sem var stofnað fyrir 10 árum. Samfleytt í tvö ár braut Ice- landair samkeppnislög með grimmum undirboðum til að koma Iceland Express á hausinn og losna þannig við samkeppnina. Framreiknað til verðlags í dag var tekjutap Icelandair 17 millj- arðar króna á þessum tveimur árum miðað við árin á undan. Á endanum urðu stofnendur Iceland Express að gefast upp fyrir ofureflinu, enda stefndi félagið í gjaldþrot. Icelandair losnaði samt ekki við þennan lágfargjaldakeppinaut, því út úr skúmaskoti kom Pálmi Har- aldsson, nýhættur í stjórn Ice- landair, og hirti Iceland Express á brunaútsölu. Stofnendur félags- ins töpuðu þar með eignarhaldi á þessari snjöllu og vel tímasettu viðskiptahugmynd í hendur eins þeirra sem bar ábyrgð á því að Icelandair fórnaði 17 milljarða króna tekjum til að hafa félagið af þeim. Þannig eignaðist Pálmi Iceland Express Samfélagsmál Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Samgöngur Ólafur Hauksson einn af stofnendum Iceland Express Fullorðnir eru látnir líta út eins og börn til að þjóna eftirspurn eftir barnaklámi sem er bannað með lögum í mörgum ríkjum og ströng viðurlög liggja við framleiðslu á slíku efni. Engu að síður er barnaklám enn framleitt og klámefni þar sem fullorðnir sjást í gervi barna má finna víða í samfélaginu. Viljinn er skýr Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlaga- ráðs verður lögð til grundvall- ar nýrrar stjórnarskráar. Mikil- vægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosn- ingar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlaga- ráðs til grundvallar. Engin sam- staða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórn- lagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónar- miða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlaga- ráðs er málamiðlun milli þess- ara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig til- raun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breyting- ar og ætla mætti af gagnrýnis- röddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskr- ar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breyting- um sem stjórnlagaráð gerði til- lögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveð- ið á um þjóðareign á auðlind- um sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæða- greiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal lands- manna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr! Ný stjórnarskrá Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona Samfylkingarinnar Tekst Bergi og Hlín að bjarga heiminum frá skrípunum? Hörkuspennandi saga og sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Steindýranna. Jón Gunnar Eggertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.