Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 48
26. október 2012 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. berjast, 6. íþróttafélag, 8. efni, 9. farvegur, 11. tveir eins, 12. kappsemi, 14. teygjudýr, 16. rás, 17. að, 18. fát, 20. kvað, 21. handa. LÓÐRÉTT 1. skrifa, 3. tveir eins, 4. asfalt, 5. drulla, 7. röndóttur, 10. er, 13. flík, 15. bor, 16. þjálfa, 19. tala. LAUSN LÁRÉTT: 2. etja, 6. kr, 8. tau, 9. rás, 11. rr, 12. ákefð, 14. amaba, 16. æð, 17. til, 18. fum, 20. ku, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. tt, 4. jarðbik, 5. aur, 7. rákaður, 10. sem, 13. fat, 15. alur, 16. æfa, 19. mm. Veistu eitthvað? Ja... niður- stöðurnar úr blóðprufunum eru komnar! Þær segja okkur að þú eigir að minnka áfengisneysluna þína til muna! Þú verður að hugsa um líkamann þinn, Ívar! Og þessi útbrot? Tómat- sósa! Varstu að borða hakk og spagetti NAKINN? Ég var fullur! Sorrí, gaur. Mamma bannar mér að fara út í kvöld. Ertu viss? Pottþéttur. Hún notaði „F“-orðið. ...Fjölskyldu- stund. Flokkast það ekki undir einhvers konar svívirðingar? SjáÐu, Lísa...hann telur upp aÐ þremur og þegar Bjarni vaknar heldur hann aÐ hann sé mennskur. Já! Mér er boðið í afmælið hans Árna! Annað afmæli?? En við erum búin að kaupa afmælisgjafir handa þremur vinum þínum í þessum mánuði! Hvað á ég að gera í þvi? Ég get ekki verið vinur þinn lengur, Kalli. Ég má bara eiga einn vin sem á afmæli í október. Sex ítalskir vísindamenn og fyrrver-andi embættismaður voru í vikunni dæmdir í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sök þeirra var að hafa í aðdrag- anda jarðskjálftans við L‘Aquila á Ítalíu í apríl 2009, sem varð 297 að bana, látið hafa eftir sér að stór jarðskjálfti væri ólík- legur til að eiga sér stað þrátt fyrir jarð- hræringar á svæðinu. NÚ ER nokkuð ljóst að vísinda mennirnir gátu vandað orð sín betur, til dæmis minnst á að í raun er ómögulegt að spá fyrir um jarðskjálfta. Það breytir hins vegar ekki því að þeir höfðu rétt fyrir sér! Að teknu tilliti til þekkingar jarð- vísindamanna á jarðskjálftum var það hárrétt niðurstaða að stór jarð- skjálfti væri mjög ólíklegur. Hann var ekki útilokaður, og stórir skjálftar eru raunar aðeins líklegri til að ríða yfir en ella í kjölfar minni jarðhræringa, en hann var samt mjög ólíklegur. Dómarinn í þessu máli virðist hins vegar hafa talið vísindamennina færa um nákvæma jarðskjálfta- spá og er það ágætt dæmi um það ofmat sem víða ríkir á spá- dómsgáfu almennt. ÞEGAR fréttir eru skrifaðar um hagspár, skoðanakannanir, veðurspár og svo framvegis, er líklegasta niðurstaðan (eða punkt- matið) nær undantekningalaust sett í fyrirsögn. Vikmörk eða aðrir möguleikar eru oft ekki einu sinni nefndir jafnvel þótt punktmat sé í raun algjörlega þýðingarlaust án vikmarka. Framsetning sem þessi ýtir undir þá tilfinningu að spá- dómarnir séu nákvæmir, og það gerðu orð vísindamannanna mögulega einnig. Vand- inn er sá að spádómar um önnur en allra einföldustu mál eru sjaldnast nákvæmir. Ástæðan fyrir því að spám er hins vegar yfirleitt stillt svona upp er sú að fólki líkar upp til hópa illa við óvissu. Fólk vill frekar hlusta á þann sem þykist vita allt en annan sem játar að vera ekki með öll svörin. SPÁMENN hafa þess vegna oft hvata til þess að láta eins og þeir viti meira en þeir gera. Þetta vita spunalæknar sem kenna stjórnmálamönnum að láta alltaf eins og þeir séu algjörlega vissir um skynsemi eigin stefnumála. Þá er þekkt að veður- fréttamenn spá eiginlega aldrei helm- ingslíkum á rigningu, jafnvel þótt það sé þeirra besta ágiskun, heldur hækka þeir spána í 60% líkur. Fyrir þessu eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi tekur fólk sjaldnast mark á 50% spám, þótt þær geti veitt heil- miklar upplýsingar, og í öðru lagi verður fólk reitt ef það rignir en veðurfréttamað- urinn spáði 50% eða lægri líkum á rign- ingu. Það er því sjaldnast skynsamlegt að taka punktspám eins og þær eru settar fram. Það þarf líka að velta fyrir sér vik- mörkunum og meira að segja svörtu svön- unum sem henda næstum því aldrei. Það hefðu bæði dómarinn og vísindamennirnir betur haft í huga. Skjálfandi spádómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.