Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 24
24 26. október 2012 FÖSTUDAGUR Í kjölfar forsetakosninga á síðast-liðnu sumri fór af stað umræða um að fötluðu fólki væri ekki heimilað skv. kosningalögum að velja sér eigin aðstoðarmann sem fylgdi þeim í kjörklefa. Síðan voru umræddar kosningar kærðar á þeirri forsendu að þær hefðu ekki verið leynilegar þar sem opinber aðili hefði fylgst með því hvernig fólk greiddi atkvæði sitt. Meðal annars var talið að þetta ákvæði laganna bryti í bága við 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðherra boðaði þá þegar að þessu þyrfti að breyta og það yrði gert fyrir næstu kosn- ingar. Alþingi samþykkti síðan 11. október sl. breytingu á lögum um kosningar með því ákvæði að þeir sem uppfylla ákvæði 3. mgr. 63. greinar kosningalaga geti sjálfir valið hver aðstoði sig við að greiða atkvæði. Ástæða er til að fagna þeirri breytingu. En ekki er allt sem sýnist því umrædd 3. mgr. 63. greinar kosningalaganna nær síður en svo til allra fatlaðra en þar stendur: ■ „Ef kjósandi skýrir kjörstjóra svo frá að hann sé eigi fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgi- bréfið sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal kjör- stjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi.“ Með öðrum orðum; það eru ein- vörðungu þeir sem búa við fötl- un vegna sjónleysis eða hreyfi- hömlunar á hendi sem höfðu rétt á aðstoð frá kjörstjórn og nú að eigin vali. Landssamtökin Þroskahjálp lögðu til við þá þingnefnd sem hafði málið til meðferðar á Alþingi að þessu orðalagi yrði breytt þannig að í stað „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“ komi „sakir fötl- unar“. Við því var ekki orðið. Hafa stjórnvöld þá fullgilt 29. grein samnings SÞ um réttindi fatlað fólks? Umræddum lögum er meðal annars ætlað að uppfylla ákvæði 29. greinar samnings SÞ um rétt- indi fatlaðs fólks. Í A. lið þeirrar greinar eru ákvæði um að aðild- arríkin skuli tryggja fötluðum tækifæri til að njóta stjórnmála- legra réttinda sinna til jafns við aðra m.a. með því „að tryggja að kosningaaðferðir, kosningaað- staða og kjörgögn séu við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnot- uð“. Á Íslandi hafa aðallega verið stundaðar svokallaðar lista- kosningar auk þess sem þjóðin hefur valið sér forseta í kosning- um. Listakosningar uppfylla vel ákvæði um að vera aðgengileg- ar og auðskildar. Þar er flokkum úthlutaður bókstafur og það eina sem kjósendur þurfa að gera er að merkja við bókstaf þess flokks sem þeir vilja styðja. Í forseta- kosningum er nægjanlegt að þekkja nafn þess frambjóðanda sem maður vill að sitji í því emb- ætti. Nú eru uppi hugmyndir um að í æ ríkari mæli verði leitað til þjóðarinnar með beinum hætti og þjóðin spurð um margvísleg mál- efni. Þá verður að tryggja öllum kosningabærum mönnum jafnan rétt og jafna möguleika á því að koma skoðunum sínum til skila á kjörseðli sínum. Fólk með þroskahömlun getur margt hvert sökum fötlunar sinnar, m.a. takmarkaðrar lestr- argetu, átt erfitt með að koma vilja sínum með tryggum hætti á framfæri á kjörseðli. Nú er nýlokið ráðgefandi þjóð- aratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Í þeirri atkvæðagreiðslu var spurt um afstöðu fólks í 6 spurn- ingum. Sumar spurningarnar voru nokkuð langar og ýtarlegar, sú lengsta 22 orð og eitt svarið var 14 orð. Efst á kjörseðli umræddrar atkvæðagreiðslu var eftirfarandi fyrirsögn: Ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunar- laga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Þessi texti verður seint talinn aðgengilegur eða auðlæs. Auk þess var skýringartexti um málsmeðferð við breytingu á stjórnarskrá á seðlinum upp á um það bil 80 orð. Sama var uppi á teningnum þar, textinn hvorki auðlesinn né auðskilinn. Seðillinn í heild sinni var því afar margorður og lítt árennileg- ur fyrir fólk sem hefur takmark- aða lestrargetu. Samtökunum er heldur ekki kunnugt um að upplýsingaefni á auðskildu máli hafi verið útbúið fyrir umræddar kosningar. Landssamtökin Þroskahjálp eru þess fullviss að vilji Alþingis stendur til þess að tryggja öllum jafna möguleika til þátttöku í opinberum atkvæðagreiðslum í framtíðinni. Nýsamþykkt lög tryggja ekki að svo verði að mati samtakanna. Ljóst er að hin nýju lög uppfylla ekki heldur ákvæði 29. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks um að kosningaaðferðir, kosningaaðstaða og kjörgögn séu „við hæfi, aðgengileg, auðskilin og auðnotuð“. Það er því brýnt að nauðsyn- legar úrbætur verði gerðar meðal annars með því að heimila fólki með þroskahömlun einnig að fá aðstoð í kjörklefa við að koma skoðun sinni á framfæri með öruggum hætti. Landssamtökin Þroskahjálp átelja að ekkert samráð hafi verið haft við samtökin við gerð áður- nefnds frumvarps um breytingar á lögum um kosningar og harma að þeir aðilar sem að þeirri end- urskoðun komu hafi ekki verið víðsýnni eða meðvitaðri um vanda fólks með þroskahömlun en þar birtist. Getur allt fatlað fólk valið sér aðstoðarfólk við kosningar? Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfalls- tölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirrit- aðir rekstraraðilar og fasteignaeig- endur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áform- um um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frek- ari vitnanna við um afstöðu kaup- manna í þessu efni, en þeir kaup- menn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómark- tækt. Það er mjög miður að sjá póli- tískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varð- ar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfi- hamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bíla- stæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoð- anakönnun sem Félagsvísindastofn- un Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórð- ungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill sam- dráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskipta- flóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en marg- vísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri versl- unum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vöru- merkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafn- an finna búðir fjölþjóðlegra fyrir- tækja. Húsnæðið þar sem Dress- mann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum við- skiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, við- skiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bif- reiðar viðskiptavina o.s.frv. Borg- aryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenn- ingi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerð- ir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borg- aryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeig- enda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rek- staraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neð- arlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fast- eignaeigenda við Laugaveg Mikil andstaða við lokun Laugavegar Fjarskiptaævintýri Orkuveitunnar Ánægjulegt er að samstaða skyldi nást meðal borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Besta flokks- ins um að hefja undirbúning að sölu allt að 49% hlutar Orku- veitunnar í Gagnaveitunni. Heppilegra hefði þó verið að stefna að hámörkun söluand- virðis með því að selja allt fyr- irtækið eða a.m.k. ráðandi hlut í því eins og kveðið var á um í upphaflegri tillögu okkar sjálf- stæðismanna. Fjarskiptaævintýri Orku- veitunnar hefur nú kostað vel á annan tug milljarða króna. Við stofnun Línu.nets, forvera Gagnaveitunnar, átti Orkuveit- an að leggja fyrirtækinu til allt að 200 milljóna kr. í hlutafé, sem síðar átti að selja með hagnaði. Hver varð raunin? 1999-2008 námu fjárfestingar Orkuveit- unnar í fjarskiptastarfsemi 13.744 milljónum króna á núverandi verðlagi. Færa má rök fyrir því að þessi tala sé í raun töluvert hærri þar sem OR fjármagnaði stóran hluta þessara framlaga með erlend- um lánum, sem síðan tvöföld- uðust. Þá skuldaði Gagnaveitan um 8,2 milljarða króna í lok árs 2011 og hefur til viðbótar tekið verulegt fé að láni á þessu ári. Frá því að Lína.net var stofnuð (að frumkvæði borgar- fulltrúa Samfylkingarinnar) voru skýrar pólitískar línur í borgarstjórn til fyrirtækis- ins. Sjálfstæðisflokkurinn stóð gegn eyðslunni og varaði við glórulausum offjárfesting- um OR á þessu sviði. Vinstri menn í borgarstjórn létu slík varnaðarorð sem vind um eyru þjóta eins og lesa má í skýrslu úttektarnefndar um OR. Hefði verið hlustað á okkur sjálfstæðismenn og Orku- veitunni ekki att út í tug- milljarðsfjárfestingar í fjar- skiptarekstri, er ljóst að fjárhagsstaða fyrirtækisins væri önnur og betri en hún er nú. Áætlað er að aðstoð borgar- sjóðs við Orkuveituna muni alls nema tólf milljörðum króna. Líklega hefði ekki verið þörf á aðstoðinni, hefði Orkuveitan sparað sér þetta fjarskipta- ævintýri vinstri flokkanna. Gagnaveitan er öflugt fjar- skiptafyrirtæki með góða starfsmenn enda var ekk- ert til sparað við uppbygg- ingu hennar. Fjárfestar munu væntanlega sýna fyrirtækinu verðskuldaðan áhuga og von- andi fæst sem mest fyrir hluta- bréfin sem nú verða sett í sölu. Ekki er þó búist við að Orku- veitan fái til baka nema hluta þeirra fjármuna, sem lagðir hafa verið í fyrirtækið. Orkuveitan Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Kosningar Gerður A. Árnadóttir formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Skipulagsmál Gunnar Guðjónsson Brynjólfur Björnsson Gísli Úlfarsson Símon Ragnarsson kaupmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.